Wednesday, November 10, 2010

The final country

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri

On Sunday morning we checked out of Dona Goya's and took a tuc-tuc to the bus terminal in Santa Elena. There we jumped on a minibus heading for the border with Belize. A few more people got on the bus and then we set off, pretty surprised that the driver left before we had packed the bus full. We soon found out why that was as he stopped again on a crowded market street in the centre of Santa Elena where every free space on the bus was filled with passengers. When we finally got going we were packed into that bus like sardines so our toes soon got numb. The journey on the minibus took two hours until we reached Melchor de Mencos on the border with Belize. People had been getting on and off during the entire trip so thankfully had been able to move our limbs once and twice to avoid all of them falling asleep. We then walked across a bridge where we checked through Guatemalan immigration and then into Belize, our last "new" country of the trip. From Belizean immigration we took a taxi for twenty minutes into the town of San Ignacio, also known as Cayo.

Á sunnudagsmorgun tékkuðum við okkur út af Dona Goya og tókum tuc-tuc að rútustöðinni í Santa Elena. Þar stukkum við um borð í minibus sem var á leið að landamærunum við Belize. Það komu nokkrir fleiri um borð og svo lögðum við í hann og það kom okkur dálítið á óvart að bílstjórinn skyldi leggja af stað áður en bíllinn væri orðinn þéttsetinn. Við komumst fljótt að því hvers vegna það var því við stoppuðum aftur á troðnum markaði í miðborg Santa Elena þar sem bíllinn var troðfylltur af farþegum. Þegar við lögðum loks af stað aftur þá vorum við pökkuð eins og sardínur í dós svo við misstum fljótt tilfinningu í tánum. Ferðin í minibusinum tók tvo tíma þar til við komum til Melchor de Mencos á landamærunum Belize. Fólk fór í og úr bílnum alla leiðina svo við gátum hreyft okkur örlítið öðru hverju og fengið smá blóð í útlimina. Við röltum svo yfir eina brú þar sem við fórum í gegnum vegabréfaskoðun, fyrst út úr Guatemala og svo inn í Belize, síðasta "nýja" landið í ferðinni. Frá vegabréfaskoðuninni í Belize tókum við svo leigubíl tuttugu mínútna leið til bæjarins San Ignacio, líka þekktur sem Cayo.
Santa Elena

San Ignacio and its twin town Santa Elena are situated on either sides of the Macal river, connected by Belize's only suspension bridge. For us, San Ignacio was mostly a stopover on the way to the Caribbean coast. We found a nice little guest house in the home of a Belizean family and stayed there a couple of nights. There are plenty of tourist activities available, such as caving trips and Mayan ruins, but they were expensive and the ruins probably couldn't compare with Tikal. The town is fairly pretty, set in the midst of hilly, green countryside on both sides of the river. The biggest change when we got to Belize is speaking English again. We hadn't realized before our trip that Belize was an english-speaking country and had simply assumed that all the countries in the region were spanish-speaking. The mix of races and cultures is more eclectic in Belize than in Guatemala, Honduras, and Mexico. Another thing that immediately struck us is how much cleaner everything is. Gone are the piles of trash by every roadside and instead there are signs encouraging the locals to keep their environment clean. It was a pleasure to see the difference.

San Ignacio og tvíburabærinn Santa Elena standa sitthvorum megin við Macal ánna og á milli er eina hengibrúin í Belize. Við notuðum San Ignacio mestmegnis sem stoppistöð á leiðinni að Karabíska hafinu.  Við fundum okkur lítið gistiheimili heima hjá Belizískri fjölskyldu og gistum þar í tvær nætur. Það er nóg að gera fyrir túrista á þessu svæði, svo sem hellaferðir Mayarústir, en það var allt saman mjög dýrt og rústirnar sennilega ekki merkilegar í samanburði við Tikal. Bærinn er þó nokkuð fallegur þar sem hann stendur á milli grænna hæða sem eru báðum megin við ána. Mesta aðlögunin við að koma til Belize var að byrja að tala aftur ensku. Við höfðum ekki gert okkur grein fyrir því áður en við fórum í þessa ferð að Belize er enskumælandi land og gerðum hreinlega ráð fyrir því að þar væri töluð spænska eins og alls staðar í kring. Blandan af kynþáttum og menningum er fjölbreyttari í Belize en í Guatemala, Honduras og Mexíkó. Eitt annað vakti strax athygli okkar og það er hversu mikið hreinna allt er. Hvergi sjást hrúgur af rusli í vegarkantinum og í staðin eru skilti sem hvetja heimamenn til þess að hugsa vel um umhverfi sitt. Það var ánægjulegt að sjá þennan mun.




No comments:

Post a Comment

Related Posts with Thumbnails