Tuesday, August 31, 2010

Further along the Pacific

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri 

After San Luis we finally left all freeways behind us and started meandering along the coast on the more scenic and sparsely populated stretch of the Pacific Coast Highway. We stopped in several places along the way to take pictures and enjoy the various sights along the way. One place we did not stop for long however was Hearst Castle. It is a very extravagant castle up in the hills above the highway but it has been turned into a major tourist attraction and is very expensive so we gave it a miss. Near Hearst Castle we saw some cars parked by the side of the road where it passes right by the beach and decided to stop to check why people were standing towards the ocean. About twenty metres away there was a group of elephant seals basking in the sun, playing on the beach and splashing around in the ocean.

Eftir San Luis voru allar hraðbrautir loks að baki og við tók hlykkjóttur kafli Kyrrahafsstrandarvegarins sem liggur meðfram ströndinni þar sem færri búa og útsýnið er betra. Við stoppuðum á fjölmörgum stöðum á leiðinni til þess að taka myndir og skoða allt það sem fyrir augu bar. Einn af þeim stöðum þar sem við eyddum hinsvegar ekki miklum tíma var Hearst kastali. Hann er mjög skrautlegur og stendur í hæðunum fyrir ofan þjóðveginn en hann er orðinn að alsherjar túristagildru og það er mjög dýrt að skoða hann svo við slepptum því. Nálægt Hearst kastala var nokkrum bílum lagt í vegarkantinn þar sem hann liggur alveg við sjóinn og við ákváðum að stoppa og athuga af hverju fólk stóð og horfði í átt að sjónum. Í um það bil tuttugu metra fjarlægð var hópur af fílsselum sem lágu í sólbaði, léku sér á ströndinni og busluðu í sjónum. 


As we drove a few hundred metres further along the beach we reached a more official viewing spot but there the seals were much further away. By reading some signs there we learned that the seals come there every year to lie on the beach as they shed their old fur and grow a new one before they migrate back to Alaskan waters to feed.

Þegar við keyrðum nokkur hundruð metrum lengra meðfram ströndinni komum við að sérstökum stað til þess að skoða selina en þar voru þeir miklu lengra frá okkur. Við komumst að því þegar við lásum á skilti að selirnir koma þarna á hverju ári og liggja á ströndinni á meðan þeir losa sig við gamlan feld og láta sér vaxa nýjan þar til þeir ferðast aftur í sjóinn við Alaska í leit að æti.


From then onwards our route meandered with the Pacific ocean below us on one side and steep forested slopes on the other. Most Icelanders will be familiar with similar scenery except in Iceland there are no trees in the picture. Luckily enough we got beautiful weather but the fog hovered not too far away from shore creating a mystic view of the ocean. 

Eftir þetta hlykkjaðist vegurinn áfram með Kyrrahafið fyrir neðan okkur á aðra hönd og brattar skógivaxnar hlíðar hinum megin. Þetta landslag er flestum Íslendingum kunnugt sem hafa keyrt í skriðum við sjóinn á Íslandi nema þar er lítið um tré. Sem betur fer lék veðrið við okkur en þokan lúrði rétt fyrir utan ströndina svo útsýnið yfir sjóinn var ansi dularfullt. 

 

We eventually came to Carmel-by-the-sea, a small town made famous when Clint Eastwood served as their mayor back in 1986 to 1988. We decided to stop and take a little stroll, expecting a similar atmosphere to Santa Barbara and San Luis but it seems Carmel is a very different place. It is a very rich town and the atmosphere was a little snobbish. Its quintessential inhabitant is probably a rich woman in her sixties, wearing Gucci or Ralph Lauren, clutching her small dog. In fact most stores in Carmel even have water dishes outside their doors for their customers' dogs.

Á endanum komum við til Carmel-by-the-sea, smábæjar sem varð frægur þegar Clint Eastwood var bæjarstjóri þar frá 1986 til 1988. Við ákváðum að stoppa og fá okkur göngutúr um bæinn og bjuggumst við að andrúmsloftið væri svipað og í Santa Barbara og San Luis. Carmel virðist hinsvegar vera allt öðruvísi staður og andrúmsloftið þar er svolítið snobbað. Týpískur íbúi þar er sennilegast rík kona um sextugt, í Gucci eða Ralph Lauren fötum, með smáhund í fanginu. Flestar búðir í Carmel eru með vatnsdiska fyrir utan hjá sér fyrir hunda viðskiptavinanna.


A few minutes away from Carmel is the town of Marina where we found a CouchSurfer who hosted us for the night. His name is Brad and he has just moved to Marina for the second time because of his job as a linguist in the Airforce. Marina is home to the language school for the Airforce and he is now taking an advanced course in Persian which we found very interesting since he is probably the first person we have met that speaks Persian. He was a very welcoming host although he couldn't do anything about the weather which was overcast and grey, which it apparently is eighty percent of the time. In the evening we went with Brad to a Hawaiian restaurant in nearby Monterey and there our waiter told us that he has an Icelandic friend who works at a bar in Carmel. Shame we didn't get to meet him.

Nokkrum mínútum frá Carmel er bær sem heitir Marina þar sem við fundum CouchSurfer sem leyfði okkur að gista. Hann heitir Brad og er nýfluttur til Marina í annað skiptið útaf vinnu sem tungumála-sérfræðingur í flughernum. Í Marina er tungumálaskóli flughersins og hann er að taka kúrsa í persnesku fyrir lengra komna sem okkur fannst mjög merkilegt þar sem hvorugt okkar hefur hitt einhvern áður sem talar persnesku. Hann var mjög góður gestgjafi þó svo hann gæti ekki gert neitt í því að það var skýjað og grátt, en það er víst þannig í áttatíu prósent tilvika. Um kvöldið fórum við með Brad á Havaískan veitingastað í næsta bæ sem heitir Monterey og þar sagði þjónninn okkar að hann ætti íslenskan vin sem vinnur sem barþjónn í Carmel. Synd að við náðum ekki að hitta hann.
Bjarki & Brad

After dinner Brad took us on a stroll around downtown Monterey and we went to Fisherman's Wharf which is the local tourist spot. The wharf is a pier that has been turned into an area of restaurants and shops. When we got there we saw a whole family of raccoons on some rocks beside the wharf. Why raccoons would be in the middle of a city by the ocean beats us. They must have been lost. From the pier we also saw a wild seal swimming around trying to catch fish in the middle of a swarm of small jellyfish. It was an amazing thing to witness, especially in the evening under the lights from the wharf. We also heard more seals or sea-lions out in the harbor but we didn't see them. We found it pretty amusing however that their calls sounded exactly like sheep.

Eftir kvöldmatinn fór Brad með okkur í göngutúr um miðborg Monterey og við fórum á Fisherman's Wharf bryggjuna sem er aðal túristastaðurinn. Fisherman's Wharf er bryggja þar sem er búið að koma fyrir fullt af búðum og veitingastöðum. Þegar við komum þangað sáum við heila fjölskyldu af þvottabjörnum á klettum við hliðina á bryggjunni. Hvers vegna þvottabirnir voru í miðri borg niðri við sjó vitum við ekki. Þeir hljóta að hafa villst. Af bryggjunni sáum við líka sel á sundi að reyna að grípa sér fiska í miðri torfu af marglyttum. Það var ótrúlegt að verða vitni að því, sérstaklega um kvöld í ljósunum frá bryggjunni. Við heyrðum líka í fleiri selum eða sæljónum úti í höfninni en sáum þá ekki. Okkur fannst það hinsvegar frekar skondið að köllin þeirra hljóma alveg eins og jarm í kindum.


Saturday, August 28, 2010

Along the Pacific

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri 

Our drive along the Pacific Coast Highway started in Santa Monica in our fresh rental car. We had heard great things about highway number one and were expecting picturesque views from the off. The first part of the journey through Malibu and up to Santa Barbara was fairly ordinary but the same cannot be said for Santa Barbara itself. It is a lovely city with a picturesque main street and a beautiful beach. We even found out later that it is a popular place for celebrities to own homes. After our adventures the previous night we were pretty beat so we took a nap in our car by the beach before we checked out downtown. We didn't have any luck finding CouchSurfing hosts in town so we drove back to the nearby town of Carpinteria and stayed at the cheapest motel we could find in the area.

Bílferðin okkar meðfram Kyrrahafsströndinni hófst í Santa Monica í nýja bílaleigubílnum okkar. Við höfðum heyrt góða hluti um þjóðveg númer eitt og bjuggumst við mögnuðum útsýnum frá byrjun. Fyrsti hlutinn í gegnum Malibu og til Santa Barbara var hinsvegar frekar venjulegur en það sama er ekki hægt að segja um Santa Barbara. Það er yndisleg borg með notalegri aðalgötu og fallegri strönd. Við komumst meira að segja að því seinna að mikið af frægu fólki, til dæmis Oprah, á hús í Santa Barbara. Eftir allt vesenið kvöldið áður vorum við svolítið lúin svo við lögðum okkur í bílnum við ströndina áður en við kíktum á miðbæinn. Við fundum engan til að CouchSurfa hjá þannig að við keyrðum aftur til Carpinteria og gistum á ódýrasta motelinu sem við fundum á svæðinu.

Santa Barbara
The morning after we headed back to Santa Barbara and then on to the danish town of Solvang. We can't remember where we heard of Solvang but it was definitely worth the visit. Small streets are lined with houses that look like they belong in the danish countryside, or indeed in Holland due to the windmills, instead of the rolling hills of central California. We visited a Christmas store, a danish bakery and a danish chocolate store where we finally found some hard licorice that Arna had been craving for a month.

Morguninn eftir fórum við aftur til Santa Barbara og héldum þaðan til danska bæjarins Solvang. Við munum ekki hvar við fréttum af Solvang en það var klárlega þess virði að kíkja þangað. Þar standa við litlar götur hús sem ættu frekar heima í danskri sveit, eða jafnvel í Hollandi útaf myllunum, en í hæðunum í miðri Kaliforníu. Við heimsóttum jólabúð, danskt bakarí og danska sælgætisverslun þar sem Arna fékk loksins sterka brjóstsykurinn sem hana hefur langað í undanfarinn mánuð.


On the way back to the Pacific Coast Highway we found a place called Rolling Hills which is a garden centre unlike any other. They have all the normal plants, seeds and tools that you can find anywhere but they also have an eclectic mix of vintage garden decorations and a lot of sculptures and other art made out of scrap metal. Flying pigs made from old barrels and giant red ants are just some of the eye candy that makes Rolling Hills a mix of a conventional garden centre and a museum.

Á leiðinni aftur að Kyrrahafsstrandarveginum rákumst við á Rolling Hills sem er garðyrkjuverslun ólík öllum öðrum. Þar er hægt að kaupa plöntur, fræ og verkfæri eins og í hefðbundnum verslunum en þar er líka skemmtilegt úrval af gömlum garðskreytingum og alls konar skúlptúrum og annari list sem er búin til úr brotajárni. Fljúgandi svín úr gömlum tunnum og risavaxnir rauðir maurar eru meðal þess sem gerir Rolling Hills að skemmtilegri blöndu af verslun og safni.


That evening we stayed in a hostel in San Luis Obispo, a town that we had never heard of before we found it has a hostel. San Luis is not unlike Santa Barbara with one storey houses lining the main street that has a lot of unique restaurants and stores rather than the national chains like most towns we have been to. The hostel is a very charming old wooden house that sits on a quiet side street that is only a short walk from downtown. Luckily we arrived in San Luis on a Thursday when the main street is closed to traffic and turned into a farmer's market. The market is almost like a cross between a normal farmer's market and a town fair since stalls selling locally grown vegetables are interspersed with street barbecues and all sorts of organization presenting their work. To top it all off there is live music at various spots along the main street so there is a real party atmosphere amongst the crowd.

Um kvöldið gistum við í San Luis Obispo, bæ sem við höfðum aldrei heyrt um áður en við fundum þar hostel. San Luis er ekki svo ólíkur Santa Barbara þar sem eins hæða hús standa við aðalgötu sem er full af einstökum verslunum og veitingahúsum í stað keðjuútibúana í flestum bæjum sem við höfum heimsótt. Íbúar San Luis hafa meira að segja ekki veitt stórum vöruhúsum byggingarleyfi og þar eru drive-thru gluggar bannaðir. Hostelið er fallegt gamalt timburhús sem stendur við litla rólega hliðargötu í göngufjarlægð frá miðbænum. Svo heppilega vildi til að við komum til San Luis á fimmtudegi þegar aðalgatan er lokuð umferð á kvöldin og henni breytt í bændamarkað. Markaðurinn er eins konar blanda af venjulegum markaði og bæjarhátíð þar sem skiptast á básar með grænmeti úr nágrenninu, götugrill og alls kyns félög sem eru að kynna sína starfssemi. Loks eru hljómsveitir að spila á hinum ýmsu stöðum við götuna svo úr verður virkilega skemmtileg stemming. 

Hostel Obispo
Farmers market

In the hostel we met some great people on all sorts of trips. One was a little bit more remarkable than the rest though. He was a New Zealander on a bicycle trip around the US which had so far taken him across the continent and back in nine months. He started his trip in LA in November last year, cycled across the south to Florida, down to Key West, back up to Virginia, across to Colorado, up through Wyoming and Yellowstone, across to the Washington coast and then down the Pacific Coast Highway to San Luis. He had mostly stayed in a tent although he had to stay in Motels a couple of times when the weather was exceptionally bad. Since he is retired he then heads back to New Zealand and starts planning his next trip without having to work to save up money. It really made us feel like we were amateur travelers but also inspired us to keep going knowing that we have many more trips to go since you can still take trips like this when you are past your retirement age.

Á hostelinu hittum við fullt af frábæru fólki sem var í alls konar ferðalögum. Einn var hinsvegar aðeins merkilegri en allir hinir. Hann var Nýsjálendingur á hjólreiðaferð um Bandaríkin sem hafði tekið hann níu mánuði þar sem hann fór þvert yfir álfuna og til baka. Hann lagði af stað frá LA í nóvember á síðasta ári, hjólaði yfir suðurríkin til Florída, niður til Key West, aftur upp til Virginíu, yfir til Colorado, upp í gegnum Wyoming og Yellowstone, yfir á ströndina í Washington og svo niður Kyrrahafsstrandarveginn til San Luis. Hann hafði mestmegnis gist í tjaldi en hafði nokkrum sinnum þurft að gista á mótelum þegar veðrið var sem verst. Fyrst hann er kominn á eftirlaun þá fer hann svo heim til Nýja Sjálands og hefst handa við að skipuleggja næstu ferð án þess að þurfa að vinna til þess að safna peningum. Hann lét okkur líða eins og viðvaningsferðalöngum en það veitir manni líka innblástur að vita til þess að við eigum eftir að fara í margar ferðir fyrst maður getur ennþá farið í svona ferðir þegar maður er kominn á eftirlaun.

Before we left San Luis the next day we stopped by Bubblegum Alley where both walls of an alley off the main street have been covered by bubblegum over the past few decades.

Áður en við yfirgáfum San Luis daginn eftir komum við við í Tyggigúmmíssundi þar sem báðir veggir á húsasundi hafa smám saman verið þaktir tyggigúmmíi síðustu áratugi. Tyggigúmmíssund er hugsanlega undarlegasti staðurinn sem við höfum verið svo heppin að koma á hingað til.
 
Bubble Gum Alley
Bubble Gum Alley

As you may have noticed we have added buttons that allow you to subscribe to our blog. We figured that since we post irregularly it might be useful for you to be notified whenever we post something new. We wouldn't want anyone to miss a post:)

Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá bættum við hnöppum á bloggið sem gera ykkur kleift að gerast áskrifendur. Fyrst við setjum inn nýjar færslur frekar óreglulega þá gæti verið hentugt fyrir ykkur að vera látin vita þegar við setjum inn nýja færslu. Við viljum nú ekki að neinn missi af færslu:)

Photos from the trip/ Myndir úr ferðalaginu

Monday, August 23, 2010

Stuck in Traffic

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri 

We didn't arrive in LA until late at night and our first problem was to find a place to stay. We started off going downtown only to find out that because there were lots of conferences going on there would probably be no vacancies anywhere downtown and we should try the airport. We headed out to LAX and finally found a hotel that had a room available, although it wasn't cheap. The next morning we found a cheaper hotel in a suburb called Downey a little southeast of downtown LA. We moved there and after the girls had taken gotten their beauty sleep we took off again to head to Hollywood. We got a little lost but turned around in Burbank and headed back towards Hollywood.

Við komum ekki til LA fyrr en seint um kvöld og áttum þá eftir að finna stað til þess að gista á. Fyrst fórum við í miðbæinn en komumst þá að því að vegna þess að það var mikið af ráðstefnum á svæðinu þá væri sennilega ekkert laust niðri í bæ en það væri möguleiki að athuga hjá flugvellinum. Við tókum því stefnuna á LAX og fundum loksins eitt hótel sem átti laust herbergi þó svo það hafi ekki verið ódýrt. Morguninn eftir fundum við ódýrara hótel í úthverfi sem heitir Downey, örlítið suðaustan við miðborg LA. Við fluttum okkur þangað og eftir að stelpurnar voru búnar að fá sinn fegrunarblund þá lögðum við í hann á nýjan leik til Hollywood. Við villtumst smá á leiðinni en snérum við í Burbank og héldum aftur í átt að Hollywood.

At Mulholland Dr. L.A. view in the back/ Á Mulholland Dr. útsýni yfir L.A. í bakgrunni
 We spent some time just driving around Hollywood and Beverly Hills trying to spot some of the sights that have been made immortal in the movies. After managing to find Mulholland Drive we decided to stop by Pink's hot dog stand. We were obviously not the only ones who had the same idea since we had to wait in line for about half an hour to get some giant hot dogs served with every topping you could imagine. They were extremely tasty however and while we ate we were kept busy surveying all the celebrities who have eaten at Pink's. The list is long and includes most actors who have made a name for themselves in Hollywood in the past few decades along with a quite a few we have never heard of.

Við rúntuðum í smá stund um Hollywood og Beverly Hills og reyndum að koma auga á eitthvað af stöðunum sem bíómyndirnar hafa gert ódauðlega. Eftir að við fundum Mulholland Drive ákváðum við að stoppa á Pink's pulsuvagninum. Við vorum greinilega ekki þau einu sem höfðu fengið þessa hugmynd því við biðum í röð í um það bil hálftíma þangað til við fengum í hendurnar risapylsur með alls kyns áleggi sem við höfðum ekki ímyndað okkur að hægt væri að setja á pylsu. Þær voru hinsvegar mjög bragðgóðar og á meðan við átum var hægt að drepa tímann með því að skoða allt fræga fólkið sem hefur borðað á Pink's. Sá listi er langur og á honum eru flestir leikarar sem hafa gert eitthvað í Hollywood síðustu áratugi ásamt þó nokkrum sem við höfum aldrei heyrt minnst á.

Waiting in line at Pink's/ Í röð á Pink's


The day after we set off earlier and also decided to google where some of the sites we wanted to see were. This time we got to Hollywood without much trouble and made our way straight to the best place to view the Hollywood sign for some photos and a great view of LA. If you're ever in the area make sure you google the way to get to the viewpoint because otherwise you probably could never navigate the narrow labyrinth streets in the hillsides of Hollywood. We had actually caught a glimpse of the sign the night before but found out that it is not lit and therefore not very impressive in the dark.

Daginn eftir fórum við fyrr af stað og ákváðum líka að googla hvar sumir staðirnir eru sem okkur langaði að sjá. Við komumst til Hollywood án mikilla vandkvæða og fórum beinustu leið að besta stað til þess að sjá Hollywood skiltið svo við gætum tekið nokkrar myndir og notið útsýnisins yfir LA. Ef þú ert einhvern tíma í grenndinni googlaðu þá leiðinni að útsýnisstaðnum því annars eru litlar líkur á að þú myndir rata í eftir þröngum og snúnum götunum í hlíðum Hollywood. Við sáum reyndar aðeins glitta í skiltið kvöldið áður en komumst þá að því að það er ekki upplýst og þar af leiðandi ekki mjög tilkomumikið í myrkri. 

Next stop was the Walk of Fame in the sidewalks of Hollywood Boulevard. We strolled across a block or two of stars before reaching the Kodak Theatre where the stars of some of the more famous entertainers reside and where they also have a little award ceremony every March to hand out little golden men. Next door to the Kodak is Grauman's Chinese theatre where several stars have placed their hand- and footprints in cement.

Næsta stop var Walk of Fame sem er í gangstéttum Hollywood Boulevard. Við töltum yfir nokkrar húsalengjur af stjörnum uns við komum að Kodak Theatre þar sem eru stjörnur með nokkrum af frægari nöfnunum og þar sem heimamenn halda litla verðlaunahátíð í mars á hverju ári og útdeila litlum gylltum mönnum. Við hliðina á Kodak er kínverska leikhús Grauman's þar sem slatti af stjörnum hefur gert handa-og fótaför í steinsteypu fyrir utan. 

In the footsteps of Samuel L. Jackson / Fetað í fótspor Samuel L. Jackson
Authentic Marilyn l/Marilyn tekin alla leið
Vala & Jim Carrey
Axel & Steven Segal
Axel went straight to second base and Marilyn liked it / Axel fór beint í aðra höfn og Marilyn var alveg að fíla'ða
  Our next stop was supposed to be the Stussy store in LA but they were closed while they set up their new line so we stopped next door at a very interesting vintage furniture store that is as worth a visit as any museum. We spent the next hour in traffic driving the couple of kilometres to Rodeo Drive to take a peek at where the rich folks do their shopping. After braving yet another traffic jam we then headed down to Santa Monica to check out the pier at night when the fairground lights are at their best. Axel even managed to talk us into going on a rollercoaster that was admittedly among the smallest in the world but still scared the living daylights out of the other three of us.

Næsta stopp átti að vera Stussy búðin í LA en þar var lokað á meðan þeir settu upp nýju línuna svo við kíktum í búð við hliðina sem selur gömul húsgögn og var jafngaman að skoða þar og á besta safni. Við eyddum næsta klukkutíma föst í umferð að keyra örfáa kílómetra að Rodeo Drive svo við gætum kíkt á hvar ríka fólkið verslar. Eftir enn eitt umferðaröngþveitið komum við svo til Santa Monica svo við gætum séð bryggjuna þeirra með öllum sínum ljósum að kvöldi til þegar þau njóta sín. Axel náði meira að segja að fá okkur með sér í rússíbana sem var vissulega með þeim minni í heimi en nógu stór til þess að hræða okkur hin þrjú. 

Rodeo Drive Source
Source

Bjarki & Axel 
The next day was Axel and Vala's last day with us before they set off for New York that night. Consequently we started the day off with some necessities that had to be completed before they left. First off we all had to head to a coin laundry since budgets didn't allow for continuously adding new clothing. We then hopped to Wal-Mart to get a bag so Axel and Vala could save themselves some money on luggage fees on the trip to NYC, and of course the extra bag would come in handy when they had hit the Manhattan shops. We must have been a sight for sore eyes as we lingered around our car in the Wal-Mart parking lot, Axel and Vala repacking and us drying some clothes on a shopping cart that had come moist out of the dryer. Finally we headed back down to Santa Monica to see the area during the daytime. The third street promenade is very nice, lined with shops, restaurants, and bars and we took a short stroll there and grabbed a bite to eat before it was time to head to the airport so Vala and Axel would get there safely even if there would be traffic. It was great to spend some time with the two of them and they were great travel companions. We had a lot of fun both in Vegas and LA and who knows if Axel and Bjarki's plan of driving the 2347miles of Route 66 in an RV together will be put into action in the future.

Næsti dagur var sá síðasti með Axel og Völu þar sem þau áttu flug til New York um kvöldið. Þar af leiðandi hófum við daginn á nokkrum verkefnum sem varð að ljúka áður en þau færu. Til að byrja með fórum við í þvottahús fyrst fjárráðin okkar leyfa ekki alveg að bæta stanslaust við nýjum fötum. Svo stukkum við í Wal-Mart að kaupa tösku svo Axel og Vala gætu sparað sér smá pening í greiðslum fyrir farangur á leiðinni til NYC, og svo væri taskan eflaust þarfaþing þegar þau væru búin að líta aðeins í verslanir á Manhattan. Við höfum örugglega verið kostuleg á að líta þar sem við héngum í kringum bílinn okkar á bílastæðinu hjá Wal-Mart, Axel og Vala að endurpakka og við að þurrka nokkrar flíkur á innkaupakerru sem komu rök úr þurrkaranum. Loks fórum við aftur niður til Santa Monica svo við gætum séð hvernig það lítur út í dagsljósi. Göngugatan á Third Street er mjög skemmtileg með búðum, veitingahúsum og börum á báða bóga og eftir stuttan göngutúr þar og smá snarl var kominn tími til að koma Völu á Axel út á flugvöll svo þau kæmust á réttum tíma þó það væri slæm umferð. Það var frábært að ferðast með þeim þó það hefði verið í stutta stund og þau voru frábærir ferðafélagar. Við skemmtum okkur konunglega saman bæði í Vegas og LA og hver veit nema áætlun Axels og Bjarka að keyra 2347 mílurnar í Route 66 saman í húsbíl verði að veruleika í framtíðinni.


After we all said our goodbyes the two of us headed off to the Hertz office at the airport to check if we could extend our rental for a trip around California at a cheaper price since we would be returning it back to LA. Safe to say that was a waste of time since local Hertz employees have no possibility of renting vehicles. They only hand you a vehicle you have already booked online or over the phone. A call was no more successful since that is purely automated and no answers are available for special request. Therefore we settled on renting a new car at Enterprise and pick it up the next morning after we had returned the one we had. While we waited for replies from CouchSurfers we went down to Venice beach for a little while to enjoy the crowds and the sunset.

Eftir kveðjustund fórum við tvö á Hertz skrifstofuna á flugvellinum til þess að athuga hvort við gætum framlengt leiguna á bílnum fyrir ferðina okkar um Kaliforníu á ódýrara verði fyrst við myndum skila bílnum aftur til LA. Það var hinsvegar algjör tímasóun því starfsfólk Hertz á hverjum stað getur ekki leigt manni bíla. Þau afhenda manni bara bíla sem er búið að bóka á netinu eða í gegnum síma. Símtal skilaði ekki frekari árangri því öll símaþjónustan er sjálfvirk og ekki hægt að fá nein svör við sérstökum spurningum. Við ákváðum því að leigja bíl hjá Enterprise og sækja hann þegar við höfðum skilað hinum morguninn eftir. Á meðan við biðum eftir svörum frá CouchSurferum þá kíktum við niður á Venice Beach að skoða fólk og sjá sólsetrið. 


We eventually went to a hostel in Venice which was not the greatest but it was a place to stay. In the morning we drove into downtown to return the car and then took a forty five dollar taxi to the next rental car. The people at Enterprise were very friendly though and we got on our way northwards in our bigger free-upgrade car. The lessons to learn from our time in LA were several. A car is definitely needed but if you don't want to spend every day in your car make sure you stay close to Santa Monica or West Hollywood because then most of the interesting places will be close. The areas such as Hollywood, Santa Monica, Burbank, and Long Beach are not neighbourhoods in LA but rather different cities all interconnected and driving distances can be quite a lot, especially in traffic.

Við fundum á endanum hostel í Venice sem var ekki frábært en það var hægt að sofa þar. Um morguninn keyrðum við niður í bæ til þess að skila bílnum og tókum svo fjörutíu og fimm dollara leigubíl að næsta bílaleigubíl. Starfsfólkið hjá Enterprise var hinsvegar mjög vinalegt og við héldum af stað á stærri bíl sem við fengum án auka greiðslu. Það er fullt af hlutum sem við lærðum á dvöl okkar í LA. Það er vissulega nauðsynlegt að vera á bíl en ef maður vill ekki eyða öllum tíma sínum í bílnum þá er best að gista nálægt Santa Monica eða West Hollywood því þá er flest það áhugaverða í grenndinni. Svæði eins og Hollywood, Santa Monica, Burbank og Long Beach eru ekki hverfi í LA heldur í raun aðrir bæir sem eru allir samliggjandi og vegalengdir á milli eru oft ansi langar, sérstaklega í mikilli umferð.

Related Posts with Thumbnails