Monday, November 1, 2010

Rowing on the River

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri

Livingston lies at the estuary of the Rio Dulce river where it runs into the Caribbean. On Tuesday morning we hopped aboard a small boat and headed up river on a cruise that would eventually land us in the town of Rio Dulce. The first part of the river is probably the most beautiful since it is narrow with tree-covered limestone cliffs on both sides. After about forty five minutes we took a little detour into a small canal where we docked at a spot where hot water pours into the river. A small wall has been erected in the water to create a hot pool to bathe in. We skipped the bathing since our stop was only fifteen minutes but Bjarki took the chance to soak his feet in pleasantly hot water. After this short stop we continued further up river, pausing along the way to take in some of the nicer areas, such as a large area covered with waterlilies. As we continued upstream the river eventually widened out into a part called El Golfete, where it is more like a large lake than a river. When we had crossed El Golfete we reached the village of Rio Dulce. In this area there are endless yachts and sailboats, docked to seek shelter from the hurricane season in the Caribbean.

Livingston er við ósinn á Rio Dulce ánni þar sem hún rennur út í Karabíska hafið. Á þriðjudagsmorgun stukkum við um boð í lítinn bát og héldum upp ána í átt að Rio Dulce þorpinu. Fyrsti hluti ánnar var líklega sá fallegasti því á þessum kafla er hún mjó og skógi vaxnir kalksteinsklettar á báðar hendur. Eftir um það bil fjörutíu og fimm mínútur tókum við smá útúrdúr inn lítinn læk þar sem við lögðum við bryggju þar sem heitt vatn rennur í ána. Þar var búið að byggja lítinn vegg ofaní vatninu og mynda þannig heitan pott til þess að baða sig. Við slepptum því að dýfa okkur alveg ofaní þar sem við stoppuðum bara í korter en Bjarki nýtti tækifærið og fékk sér fótabað í þægilega heitu vatninu. Eftir þetta stutta stopp á héldum við áfram upp ána og komum við á nokkrum fallegum stöðum, eins og þar sem stórt svæði var þakið vatnaliljum. Enn lengra uppeftir ánni breikkaði hún út í hluta sem kallast El Golfete þar sem hún er meira eins og stórt vatn en á. Við hinn endann á El Golfete komum við að Rio Dulce þorpinu. Á þessu svæði er endalaust af snekkjum og seglskútum sem liggja við akkeri til þess að fá skjól fyrir fellibyljatímanum í Karabíska hafinu.

The hot pool in Rio Dulce/ Heita laugin í Rio Dulce

We had read about a hostel a short trip away from the town and asked about it on the dock in Rio Dulce. They radio'd Casa Perico who sent a boat to pick us up and take us five minutes back the way we came. The hostel is a series of thatch-roofed cabins next to a small inlet about two hundred metres away from the main river. Since it is not next to the open space of the river we really had the feeling we were in the middle of a jungle, albeit with a good restaurant and wifi. We got a second floor room in the main cabin with nothing between ourselves and the jungle outside except the mosquito net covering our bed. These houses have almost no walls on the bottom floor and the windows on the top floor are gaps in the roof that are not covered at all. They are just big thatch roofs covering a wooden platform that sits on pillars above the marshy forest ground. One evening the staff at the hotel called us to show us a snake they had killed next to one of the raised wooden pathways that connect the cabins. The snake was small and black with red streaks. According to the staff, if it bites you and you don't get to a doctor very quickly, it will kill you. Fortunately we never saw one alive.

Við höfðum lesið um hostel sem var stuttan spöl frá þorpinu og spurðum um það á bryggjunni í Rio Dulce. Þeir höfðu samband við Casa Perico í gegnum talstöð og hostelið sendi bát til þess að sækja okkur og sigla með okkur fimm mínútur til baka þaðan sem við komum. Hostelið er hópur af kofum með stráþaki sem standa við lítið útskot um það bil tvö hundruð metra frá sjálfri ánni. Þar sem að það stendur ekki við opið svæði eins og ánna þá leið okkur eins og við værum inní miðjum frumskógi, reyndar með veitingastað og þráðlaust net. Við fengum herbergi á annari hæð í aðalkofanum þar sem ekkert var á milli okkar og frumskógarins nema moskítónet yfir rúminu. Það eru næstum engir veggir á neðri hæðinni og gluggarnir á efri hæðinni eru í raun bara göt á þakinu með engu gleri fyrir. Þau eru í raun bara stór stráþök yfir viðarpöllum sem standa á stultum fyrir ofan blautan frumskógarjarðveginn. Eitt kvöldið kölluðu tveir starfsmenn á hótelinu í okkur og sýndu okkur snák sem þeir höfðu drepið við hliðina á einum hækkuðum viðarpallinum sem tengja saman kofana. Snákurinn var lítill og svartur með rauðum flekkjum. Starfsmennirnir sögðu okkur að ef hann biti mann og maður komist ekki til læknis mjög fljótt, þá gæti maður dáið. Sem betur fer sáum við engan lifandi snák. 
Laundry
People doing laundry in Rio Dulce/ Fólk að þvo þvott í Rio Dulce
Our Room/ Herbergið okkar. Source
The hostel had canoes, kayaks, and little rowboats that were free for guests to use. Our first day we took out one the little rowboat and paddled out to the main river. Casa Perico owns a floating dock just outside the inlet where we took a breather, sunbathed, and took a refreshing dip in the river. It almost felt too nice to be true. When we got back to the hostel and Arna stepped out of the boat and onto the dock, Bjarki happened to be leaning the wrong way and flooded the boat, almost sinking it. Arna couldn't stop laughing while Bjarki frantically tried to stop the boat from tipping over. The second day we also went for a little trip on the river but this time opted for a flat ocean kayak. We quickly learned that this is a much faster form of transport and we managed to explore more of the river than the day before. Sunbathing on a canoe in the middle of a river with forests on all sides was definitely a moment to savour.

Á hostelinu voru kanóar, kajakar og litlir árabátar sem gestir gátu notað eins og þeim sýndist. Fyrsta daginn fórum við á árabát í smá róðratúr út á sjálfa ánna. Casa Perico á flotbryggju sem er rétt fyrir utan útskotið þar sem hostelið er og þar tókum við okkur pásu, fórum í sólbað og fengum okkur hressandi sundsprett í ánni. Þetta var næstum of notalegt til að vera satt. Þegar við komum aftur að hostelinu og Arna steig uppúr bátnum þá var Bjarki einmitt að halla sér í vitlausa átt og það flæddi upp í bátinn sem sökk næstum því. Arna fékk hláturskast á mean Bjarki spriklaði eins og fiskur á þurru landi til að reyna að koma í veg fyrir að bátnum hvolfdi. Daginn eftir fórum við líka út á ána en í þetta skipti völdum við flatann sjókajak. Við komumst fljótt að því að hann var miklu hraðskreiðari og við náðum að skoða mikið meira af ánni en daginn áður. Að liggja í sólbaði á kanó útí miðri á með skóg allt um kring var svo sannarlega yndisleg stund.


The day we left Casa Perico after three sunny days and quiet nights, it started to rain heavily and the water in the little inlet turned a muddy brown colour. It seems that we get the most rain on our trip on the days we are traveling. If we need to get some rain then those are probably the best days.

Daginn sem við fórum frá Casa Perico eftir þrjá sólríka daga og þrjár rólegar nætur þá byrjaði að hellirigna og vatnið í útskotinu varð brúnt eins og leðja á litinn. Það virðist vera þannig að mest öll rigning sem við fáum í þessari ferð kemur á þeim dögum þegar við erum að ferðast milli staða. Ef það verður að vera einhver rigning þá eru það sennilega bestu dagarnir.



2 comments:

  1. alda maría2/11/10 10:45

    Mmm kósý herbergi :)

    ReplyDelete
  2. Oh, þarna væri ég til í að fara! Þessi staður hljómar eins og draumur!

    ReplyDelete

Related Posts with Thumbnails