Sunday, October 31, 2010

The Garífuna Way

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri

As soon as we got off the boat in Livingston we noticed that the culture is very different from what we had seen elsewhere in Central America. The mix of people is very eclectic. There are the black Garífuna, the indigenous Mayans that we had seen so widely in central Guatemala, other native Guatemalans of latino origin, and lastly the foreigners like us who have come to enjoy the laid back atmosphere. The walk from the dock to the town centre took about two minutes. At the Rio Dulce Hotel we were greeted by a very friendly Rastafarian who showed us around the one hundred year old building and found us a room on the second floor. Later that afternoon we took a walk around town and found that for the first time in a while we could walk around without being constantly hassled to buy something or give someone money. The town is not big but still there was plenty to see and do.

Um leið og við stigum á land í Livingston þá tókum við eftir því að menningin er mjög ólík því sem við höfum séð hingað til í Guatemala. Í Livingston er skemmtileg blanda af svörtum Garífuna, innfæddum Mayar sem við sáum svo víða í miðju Guatemala, öðrum latino heimamönnum og svo útlendingum eins og okkur sem hafa komið hingað til þess að njóta rólegrar stemmningar. Það tók okkur tvær mínútur að labba frá bryggjunni og í miðbæinn. Á Rio Dulce hótelinu tók mjög vinalegur Rastafari á móti okkur, sýndi okkur hundrað ára gamalt húsið og fann fyrir okkur herbergi á annari hæð. Seinna um daginn röltum við um bæinn og í fyrsta skipti í þó nokkurn tíma þá gátum við gengið um án þess að þurfa að hafna betlurum og hinum ýmsu gylliboðum. Bærinn er ekki stór en það var samt nóg að sjá og gera.


Hotel Rio Dulce. Source

One bright sunny afternoon we decided to take a walk along the beach to the north of the town, to a spot called Los Siete Altares, which is a series of seven pools and waterfalls. We had been warned though that there was a shortage of water there at the moment but decided to take the five kilometre walk anyways with the attitude that it was more about the trip than the destination. The walk was a lot of fun as we passed by sandy beaches, through forests, and saw some locals playing and working by the seaside. All while enjoying the sunny day and a view of the beautiful Caribbean. When we reached Los Siete Altares it was even drier than we had imagined but they still charged us an entrance fee to look at the two remaining pools and the non-existent waterfalls. The walk back was just as pleasant although we were getting bit hot and tired. The only blight on the day was the unbelievable amount of trash that has collected along the coast. Everywhere there are piles of waterbottles, plastic containers, and, oddly enough, sandals and running shoes. While we had already been pretty appalled at the amount of trash everywhere in Central America, this was worse than anywhere else. We had expected less niceties than we are used to at home due to the poor economic situation in these countries but we hadn't expected the lack of respect for the environment that is evident all around us. Our fellow passengers on buses chuck their trash out the window without a second thought and no-one seems to be tasked with picking up any trash. It seems a shame with all the natural beauty on offer.

Eitt sólríkt eftirmiðdegi ákváðum við að rölta meðfram ströndinni norðan við bæinn að stað sem heitir Los Siete Altares þar sem eru sjö laugar og fossar á milli. Það var reyndar búið að vara okkur við því að það væri ekki mikið vatn þar í augnablikinu en við ákváðum samt að labba þessa fimm kílómetra með það viðhorf að þetta snerist meira um ferðalagið en áfangastaðinn. Gangan var mjög skemmtileg þar sem við gengum framhjá sandfjörum, í gegnum skóg og sáum heimamenn að leik og starfi við sjávarsíðuna. Og allan tímann skein sólin skært og við höfðum útsýni út yfir Karabíska hafið. Þegar við komum til Los Siete Altares þá var enn þá minna vatn en við höfðum haldið en við vorum samt rukkuð um aðgangseyri til þess að skoða þær tvær laugar sem voru eftir. Gangan til baka var síðan alveg jafn ánægjuleg þó svo okkur væri orðið heitt og þreytan farin að segja til sín. Eini svarti bletturinn á þessum degi var ótrúlegt magn rusls sem hafði safnast saman meðfram ströndinni. Alls staðar voru hrúgur af vatnsflöskum, plastílátum og, skringilegt nokk, sandölum og hlaupaskóm. Okkur hafði blöskrað allt ruslið sem er út um allt í Mið-Ameríku en hérna var það jafnvel verra en annars staðar. Við bjuggumst svo sem við minni þægindum og lúxus en heima hjá okkur vegna þess hversu illa stödd þessi lönd eru fjárhagslega en við bjuggumst ekki við því hversu litla virðingu fólk ber fyrir umhverfi sínu. Farþegarnir í rútunum henda rusli út um gluggann án þess að hugsa sig um og engum virðist falið að tína upp rusl neinsstaðar. Þetta er ótrúlega sorgleg umgengni við alla þessa náttúrufegurð.
Trash on the beach

That evening, as we were heading out to grab some food, we started talking to a local named Polo. He is Garífuna and was only too willing to share some details about his culture and his opinions on the world as a whole. Polo has traveled the world to play Garífuna music and was also very well read so our discussion was very interesting and enlightening. We discovered that the Garífuna are black Carib who are the original inhabitants of the area along with the Arawak indians. Our guidebook said they were the descendants of shipwrecked African slaves but according to Polo this is not true. Their culture has mixed with the Europeans and those African slaves who settled on the Caribbean islands. They have their own language that has drawn influence from French, Creole, Spanish and English. Polo explained to us how the division of the Garífuna across Belize, Guatemala, and Honduras has caused a division in their culture and a loss of some vital elements of their culture. One thing we discussed is how we were getting pretty tired of having to refuse the advances of overzealous salespeople and hustlers at every turn. In his opinion it is due to a lack of education and forward thinking. The hustlers only have a limited point of view and no concept of tourists as long term customers. It is all about getting all you can out of every single tourist, right now. We left Polo with a completely different understanding of the culture in the area; and a couple of CD's of his music.

Um kvöldið, þegar við vorum á leiðinni að fá okkur að borða, lentum við á spjalli við heimamann sem heitir Polo. Hann er Garífuna og var meira en til í að segja okkur frá ýmsu í sinni menningu og deila með okkur lífsskoðunum sínum. Polo hefur ferðast um heiminn til þess að spila Garífuna tónlist og er einnig mjög vel lesinn svo það var mjög áhugavert og upplýsandi að spjalla við hann. Við komumst að því að Garífuna eru svart Carib fólk sem sem hafa búið hér fyrir komu hvíta mannsins ásamt Arawak indjánum. Í bókinni okkar stóð að þeir væru komnir af Afrískum þrælum sem lentu í skipsbroti á svæðinu en samkvæmt Polo er það ekki satt. Menning þeirra hefur hinsvegar blandast við menningu Evrópubúanna og þessara afrísku þræla sem bjuggu sér heimili á eyjunum í Karabíska hafinu. Þeir hafa sitt eigið tungumál sem hefur orðið fyrir áhrifum af frönsku, creole, spænsku og ensku. Polo útskýrði fyrir okkur hvernig skipting Garífuna fólksins á milli Belize, Guatemala og Honduras hefur búið til skiptingar í menningu þeirra og ollið því að margir þættir hennar hafa tapast. Eitt sem við ræddum líka er hversu þreytt við erum orðin á að vísa frá okkur uppáþrengjandi sölufólki og hustlerum hvar sem við komum. Hann vill meina það að þessi hegðun sé vegna skorts á menningu og framsýni. Hustlerarnir sjá hluti frá einhæfu sjónarhorni og skilja ekki hvernig þeir gætu nýtt sér túristana til langs tíma. Allt snýst um að ná sem mestum pening út úr hverjum túrista, núna. Við skildum við Polo með mun betri skilning á menningunni á svæðinu; og með tvo geisladiska með tónlist eftir hann.
Livingston, Guatemala
Polo, photo taken from here
The whole time we were in Livingston we were expecting hurricane Richard to pass over the area. According to weather.com we were in a red danger area although the hurricane was always supposed to pass further north across Belize. We figured that the hundred year old house had withstood many a storm in its time and we should be safe there. Plus it stands on slightly raised ground and shouldn't be flooded. As it turned out our worries were needless. Richard passed over Belize City, which is pretty far north from Livingston, and the only effect it had on us was one afternoon of grey skies. In fact, the days in Livingston were among the sunniest we have had in a while.

Allan tímann sem við vorum í Livingston bjuggumst við við því að fellibylurinn Richard myndi fara yfir svæðið. Samkvæmt weather.com þá vorum við á rauðu hættusvæði þótt fellibylurinn ætti alltaf að fara aðeins norðar yfir Belize. Við hugsuðum sem svo að hundrað ára gamla húsið hefði staðið af sér nokkur óveður og við ættum að vera örugg þar. Það stendur líka á smá hæð og því ætti ekki að flæða vatn þangað. Það kom svo í ljós að allar áhyggjur voru að ástæðulausu. Richard fór yfir Belize City, sem er svolítið langt fyrir norðan Livingston, og einu áhrifin á okkur voru að eitt eftirmiðdegið var himininn ansi grár. Þessir dagar okkar í Livingston voru reyndar með þeim sólríkari sem við höfum fengið í svolítinn tíma.



Wednesday, October 27, 2010

Traveling in the rain

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri

We left Utila on Thursaday afternoon just as it started to rain again. A sea-sickness tablet and staring straight ahead at the horizon for the entire hour meant Bjarki managed not to throw up before we made landfall again in La Ceiba. La Ceiba greeted us once more with grey skies and showers meaning that once we had checked into the Banana Republic hostel we just felt like taking a nap. That night we grabbed some dinner at a local barbecue place, but it didn't really live up to our friend on Utila. The staff at the hostel was not really friendly and worse still when we were going to sleep just after eleven a staff member came into the dorm at five minute intervals to get something from a storage room next to our bed. Every time he came in he turned on the light and spent about ten minutes fiddling with a padlock on the door before dragging open an incredibly noisy door. It is the first time on the entire trip when we have had any problem sleeping in a dorm. All in all, La Ceiba didn't make the best impression.
The morning after we got up bright and early, cooked ourselves delicious bacon for breakfast and then grabbed a taxi to the La Ceiba bus station. When we got there we had hardly stepped out of the taxi when about four men ran up and asked if we were going to San Pedro Sula. When we said we were they hurried us along so we could get a ticket for a bus that was leaving any minute. When we did get on the bus, all our hurrying had gotten us was a twenty minute wait on the bus before it eventually got going. Amazing how people here are always stressed out and acting like everything needs to be done in a hurry but nothing ever actually happens quickly.
After a four hour bus trip to San Pedro Sula we reached the main bus station where a staff member walked us to our next bus, going to Puerto Cortes. Of course we were hurried onto this bus as well as if we were just missing it and then waited while the bus slowly filled up in the next fifteen minutes. The bus was a direct bus, which apparently to Hondurans means that it only stops at every other intersection to pick up or drop off passengers instead of every single one. Just outside Puerto Cortes we had to jump of the bus, this time in a legitimate hurry as the bus for Omoa was waiting for us across the street. As soon as we had flung ourselves and our bags in through the back door the bus took off. About half an hour later we were dropped us off outside Roli's Place hostel in Omoa, our stop for the night.

Við fórum frá Utila á fimmtudagseftirmiðdegi rétt eftir að það byrjaði enn og aftur að rigna. Sjóveikistafla og það að stara beint áfram á sjóndeildarhringinn í heilan klukkutíma þýddi það að Bjarki ældi ekki áður en við náðum landi í La Ceiba. La Ceiba tók á móti okkur undir gráum himni og í rigningarskúr og við lögðum okkur þess vegna bara þegar við vorum komin á Banana Republic hostelið. Um kvöldið fengum við okkur kvöldmat á grillstað í nágrenninu, en hann var ekki alveg jafn góður og hjá vinkonu okkar á Utila. Starfsfólkið á hostelinu var ekki beint vingjarnlegt og enn verra var að þegar við vorum farin að sofa rétt eftir ellefu þá kom einn starfsmaðurinn inn í sameiginlega svefnrýmið á fimm mínútna fresti til þess að ná í eitthvað úr geymslu sem var alveg við rúmið okkar. Í hvert skipti þá kveikti hann ljósið og eyddi svo tíu mínútum í að fikta í hengilásnum á herberginu þar til hann gat opnað ótrúlega háværa hurðina. Þetta er í fyrsta skipti í allri ferðinni sem okkur hefur gengið erfiðlega að sofa í svona sameiginlegu svefnrými. Við komum ekki til með að eiga góðar minningar frá La Ceiba.
Við fórum eldsnemma á fætur daginn eftir, elduðum okkur ljúffengt beikon í morgunmat og tókum svo leigubíl á rútustöðina í La Ceiba. Þegar þangað var komið þá stukku um það bil fjórir menn að bílnum áður en við komumst með báða fætur út og spurðu okkur hvort við værum að fara til San Pedro Sula. Þegar við sögðum svo vera þá ráku þeir án afláts á eftir okkur svo við drifum okkur að fá okkur miða í rútu sem átti að fara á hverri stundu. Þegar við stigum um borð í rútuna kom í ljós að það að drífa sig sá bara til þess að við fengum að bíða í tuttugu mínútur í rútunni áður en hún fór loksins af stað. Það er ótrúlegt hvað fólk hérna er alltaf stressað og lætur eins og allt þurfi að gerast í hvelli en reyndin er sú að flest gerist alls ekki með hraði.
Við komum á aðalrútustöðina í San Pedro Sula eftir fjögurra tíma rútuferð og þar hjálpaði starfsmaður okkur að finna næstu rútu til Puerto Cortes. Okkur var auðvitað sagt að drífa okkur um borð í rútuna eins og við værum alveg að missa af henni og biðum svo á meðan rútan fylltist smám saman næsta korterið. Rútan átti að fara beint á áfangastað, sem í Hondúras þýðir það að hún stoppar bara á öðru hverju götuhorni en ekki hverju einasta til þess að taka uppí farþega eða hleypa þeim út. Rétt fyrir utan Puerto Cortes var okkur hent út úr rútunni og starfsmaður hljóp með okkur yfir götuna svo að við myndum ná rútunni til Omoa sem var hinum megin við götuna. Um leið og við höfðum hent okkur og bakpokunum inn um afturdyrnar þá rúllaði rútan af stað. Hálftíma seinna var okkur hleypt út fyrir utan Roli's Place hostelið í Omoa, gististað okkar það kvöldið.

Omoa

Roli's Place has bikes that guests can use for sightseeing in the village during the day and we took full advantage. The village is a pleasant caribbean town where kids fished off the pier as some tourists were getting dragged along the ocean on an inflatable banana. You can feel the atmosphere getting more relaxed as soon as there are fewer tourists and the sun shines a little on the Caribbean. We cycled around town, changed some dollars into lempiras since the town has no ATM and eventually headed back to the hostel. Omoa was not an exciting place and in a half hour we managed to see most of the town. There were two guys from England and Switzerland staying at the hostel along with the two of us. They had arrived separately in Omoa and were enjoying the relaxed atmosphere in the town and at Roli's Place. We sat with them into the night, swapping stories from the road and learning a little bit about everyone's homeland.

Gestir á Roli´s Place geta fengið lánuð hjól til þess að skoða sig um í þorpinu og við nýttum okkur það til fulls. Þetta er lítið og notalegt þorp við Karabíska hafið þar sem börn voru niðri á bryggju að veiða á meðan það var verið að draga túrista framhjá á uppblásnum banana. Um leið og túristunum fækkar og maður getur séð sólina skína á Karabíska hafið þá er andrúmsloftið áþreifanlega afslappaðra. Við hjóluðum um bæinn, skiptum nokkrum dollurum í lempírur því enginn hraðbanki er í bænum og fórum svo aftur á hostelið. Omoa er ekki mjög spennandi staður og á hálftíma náðum við að sjá mest allt sem var að sjá. Á hostelinu voru tveir strákar frá Englandi og Sviss, einu gestirnir fyrir utan okkur. Þeir komu til Omoa í sitthvoru lagi og voru að njóta þægilegs andrúmsloftsins í þorpinu og á Roli's. Við sátum langt fram á kvöld og skiptumst á ferðasögum við þá og spjölluðum um heimalöndin.

Omoa

When we woke up on Saturday the heavens had opened up and it was pouring. We packed our stuff and were going to wait until there was a slight break in the rain when Roli told us that a hurricane was forming off the coast of Nicaragua and would be heading our way in the coming hours. He said we should hurry to the Guatemalan border since boat service that we needed near the border might be affected if it kept raining for a while. So we set off in the pouring rain and despite rain ponchos and umbrellas we were soaked by the time we reached the bus stop on the main road. We waited there for about twenty minutes and then got on another bus heading for the border. We hardly saw anything of the way since the rain didn't let up until just as we were being dropped off at the border.
At the border we met a Canadian named Sandy heading in the same direction and we decided to carry on together. From where the bus dropped us off and we got a bite to eat we had to walk a short distance to Honduran passport control and then across the border. We then took a minibus for about two dollars to where a bridge had collapsed and we had to cross the river by boat. We had to pay another two dollars for the fifty metre boat ride. Also on the boat were a few locals but it appeared to us that they weren't paying anything. In Guatemala it seems that it is commonplace that tourists pay a higher price for all kinds of services, thereby paying for the locals as well. The bridge collapsed about two months ago and will not be fixed until sometime in November, after the end of the rainy season. On the other side, after eventually making the treacherous climb back onto the road, we were rushed onto another minibus, where we then waited for about twenty minutes as passengers slowly filed on. Finally we paid two and a half dollars for the minibus ride from the collapsed bridge to Puerto Barrios, stopping on the way to get our passports stamped by Guatemalan immigration about five kilometres from the border.

Þegar við vöknuðum á laugardeginum þá var komin hellidemba. Við pökkuðum saman og ætluðum að bíða eftir að það stytti örlítið upp þegar Roli sagði okkur að það væri fellibylur að myndast fyrir utan Níkaragúa sem væri síðan á leiðinni í átt til okkar á næstu klukkutímum. Hann sagði okkur að við ættum að drífa okkur að landamærunum við Guatemala því bátsferðirnar sem við þyrftum að taka gætu legið niðri ef það héldi áfram að rigna. Þannig að við lögðum af stað í grenjandi rigningu og þrátt fyrir regnslár og regnhlífar þá vorum við orðin rennandi blaut þegar við komumst á rútustöðina við þjóðveginn. Við biðum þar í sirka tuttugu mínútur og tókum svo rútu í átt að landamærunum. Við sáum nú ekki mikið á leiðinni því það stytti ekki upp fyrr en rétt um það bil þegar við stigum út úr rútunni við landamærin.
Við landamærin hittum við Kanadabúa sem heitir Sandy sem var á sömu leið og við þannig að við ákváðum að vera í samfloti. Þaðan sem okkur var hleypt úr rútunni og við fengum okkur að borða þá þurftum við að labba stuttan spöl að vegabréfaeftirliti Hondúras og svo yfir landamærin. Þaðan tókum við minibus fyrir tvö hundruð kall að brú sem hafði hrunið og þá á urðum við að fara yfir í bát. Þessi fimmtíu metra bátsferð kostaði okkur aðrar tvö hundruð krónur. Um borð voru líka nokkrir heimamenn en okkur sýndust þeir ekki borga neitt. Í Guatemala virðist það vera algengt að túristar borgi hærra verð fyrir alls konar þjónustu og borgi þarmeð fyrir heimamenn líka. Brúin hrundi fyrir tveimur mánuðum og það verður ekki gert við hana fyrr en einhvern tíman í nóvember, eftir að regntímabilinu er lokið. Hinum megin við ána, eftir að hafa klifið aftur upp á veginn, þá var rekið á eftir okkur að setjast um borð í næsta minibus, þar sem við biðum svo í tuttugum mínútur eftir að fleiri farþegar kæmu smám saman um borð. Við borguðum svo annan tvö hundruð og fimmtíu kall fyrir minibus frá brúnni að Puerto Barrios og stoppuðum á leiðinni til þess að fá stimpil frá vegabréfaeftirlitinu í Guatemala, um það bil fimm kílómetra frá landamærunum.

We had to climb up these sandbags to get back up on the bride after our boatride/ 
Við urðum að ganga upp þessa sandpoka til að komast uppá brúna frá bátnum.
Sandy

The minibus dropped us off on the main road in Puerto Barrios where we finally got to an ATM and then walked for about half an hour to get to the ferry dock. After all the traveling we were more than willing to fork out about seven dollars per person for the quickest way to get to our final destination in Livingston. We boarded the small boat, along with about six locals whose fare we were most likely paying, and set off on the half hour trip. The scenery along the way was beautiful as we passed along classic wooden Caribbean houses scattered along the coast and we started seeing patches of blue sky. By the time we reached Livingston the sun was almost shining on the quiet Caribbean town.

Við stukkum úr minibusinum á aðalgötunni í Puerto Barrios þar sem við komumst loksins í hraðbanka og löbbuðum svo í hálftíma að ferjubryggjunni. Eftir öll þessi ferðalög vorum við alveg til í að borga sjö hundruð kall á mann til þess að komast sem fyrst á áfangastað í Livingston. Við stigum um borð í lítinn bát, ásamt svona sex heimamönnum sem við vorum sennilega að borga farið fyrir, og lögðum í hálftíma siglinguna. Útsýnið á leiðinni var mjög fallegt þar sem við sigldum framhjá gamaldags Karabískum timburhúsum á víð og dreif við ströndina og fórum að sjá glitta í heiðan himinn. Þegar við komum til Livingston var sólin við það að fara að skína á þennan rólega karabíska bæ.



Friday, October 22, 2010

Dive or No Dive

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri
We had yet another early morning on Sunday as we caught a bus from Copán to San Pedro Sula at six o'clock in the morning. The bus was repurposed school bus although it was supposed to be an express service. At first it looked as if we'd boarded a local bus as it ambled along and stopped every ten minutes or so to pick up passengers. One of the women even seemed to be carrying a chicken, at least something was scuttling around in the cardboard box she had. But after we left the area around Copán we started to pick up speed and we reached San Pedro Sula after about four hours. There we waited for about twenty minutes before boarding another, much nicer, bus to La Ceiba. Ah, the luxury of reclining seats. This bus took another three and a half hours to reach La Ceiba. As we got closer to the Caribbean coast the skies got grey and rain started to fall. We passed through some heavy showers on our way to La Ceiba and when we got there everything was soaked. We had planned to spend the night in La Ceiba but since we had made it there early enough, we decided to take a taxi straight to the ferry to Utila, one of Honduras' Bay Islands. We had to wait another hour and a half until the ferry set off for the hour long trip. The sea was pretty rough and about fifteen minutes before we reached Utila Bjarki's stomach couldn't take any more and he threw up on the floor of the boat. We were therefore tired and relieved when we reached the dock in Utila, eleven hours after leaving Copán.

Við þurftum enn einu sinni að vakna eldsnemma á sunnudagsmorgun til þess að taka rútu frá Copán til San Pedro Sula klukkan sex um morgun. Rútan var endurnýtt skólarúta þó svo þetta ætti að vera express þjónusta. Í fyrstu leit út fyrir það að við hefðum tekið hverfisstrætó þar sem við lulluðum áfram og stoppuðum á tíu mínútna fresti til þess að taka uppí farþega. Ein af konunum virtist meira að segja vera með kjúkling, það var allavega eitthvað rótandi um í pappakassanum hennar. En eftir að við vorum komin út fyrir sveitirnar í kringum Copán þá fór rútunni að miða hraðar áfram og við komum til San Pedro Sula eftir fjóra klukkutíma. Þar biðum við í um það bil tuttugu mínútur áður en við fórum um borð í aðra, miklu betri, rútu til La Ceiba. Mm, þvílíkur lúxus að geta hallað sætunum. Í þessari rútum tók okkur aðra þrjá tíma að komast til La Ceiba. Eftir því sem við nálguðumst Karíbahafið þá þykknaði yfir himninum og það fór að rigna. Við keyrðum í gegnum nokkrar hressilegar skúrir á leiðinni til La Ceiba og þar var allt rennblautt. Við ætluðum að gista eina nótt í La Ceiba en fyrst við vorum komin ansi snemma þá ákváðum við að taka leigubíl beint að ferjunni til Utila, einni af Flóaeyjum Hondúras. Við þurftum að bíða í einn og hálfan klukkutíma þar til ferjan lagði í klukkutíma siglinguna. Sjórinn var frekar úfinn og korteri áður en við komum til Utila þá sagði maginn á Bjarka hingað og ekki lengra og hann gubbaði á gólfið á bátnum. Við vorum þess vegna þreytt og fegin þegar við stigum á land á Utila, ellefu klukkutímum eftir að við fórum frá Copán.


As soon as we headed up the dock we were surrounded by representatives from all the different diving centres on the island, offering us their services. Utila and the other Bay Islands are the cheapest places in the world to learn how to dive, and also among the best. We had planned to try it out and take a course for a few days and therefore spent the rest of the daylight hours looking around some different diving centres to find something that seemed interesting to us. Eventually we settled on a place called the Utila Dive Centre where we could get free accommodation for the first night at the Mango Inn, their partner hotel. After checking in we headed to the hotel restaurant for some food before collapsing on the bed after a long day.

Um leið og við röltum upp bryggjuna þá vorum við umkringd af fólki frá hinum ýmsu köfunarskólum á eyjunni sem kepptust við að segja okkur frá því sem þeir höfðu upp á að bjóða. Utila og hinar Flóaeyjarnar eru ódýrasti staður í heimi til þess að læra að kafa, og líka með þeim bestu. Við ætluðum að prófa að kafa og taka nokkura daga námskeið og nýttum því það sem eftir var af dagsbirtunni til þess að skoða nokkra köfunarskóla og reyna að finna hvað okkur leist best á. Á endanum völdum við stað sem heitir Utila Dive Centre þar sem við gátum fengið ókeypis gistingu fyrstu nóttina á Mango Inn, hostelinu sem þeir eru í samstarfi við. Eftir að við höfðum tékkað okkur inn þá fengum við okkur snarl á hótelbarnum áður en við komum okkur í rúmið eftir þennan langa dag.


In the morning we decided we would take the diving course at Utila Dive Centre, mostly because Sarah, the instructor who had told us about the program, had got us really excited about diving and we looked forward to her teaching us the basics. Before we could start diving the day after, there was one little detail to complete: a doctor's exam. We spent the rest of the day waiting to get into our doctor's appointment and just browsing around the island. Eventually doctor John was ready to see us. He was probably the funniest looking doctor we have ever seen. Long scruffy hair, boardshorts, bare feet, a camouflage west the only thing covering his bare chest. On top of it all he was wearing big white-rimmed glasses. He was a great guy though but the news he gave us wasn't good. Because of Arna's asthma she couldn't dive. This was probably the biggest disappointment of the trip so far since we had come to Utila especially to learn how to dive. Now we had to decide what we would do next and how we would spend the week we had planned to spend on Utila.

Um morguninn ákváðum við að skrá okkur í köfunarnámskeið hjá Utila Dive Centre, aðallega vegna þess að Sarah, kennarinn sem sagði okkur frá námskeiðinu, gerði okkur mjög spennt fyrir skólanum og okkur hlakkaði til þess að vera undir hennar leiðsögn. Áður en við gátum byrjað að kafa daginn eftir þá var eitt smáatriði eftir: læknisskoðun. Afganginn af deginum biðum við eftir að fá tíma hjá lækninum og skoðuðum okkur þess á milli um á eyjunni. Loksins gat John læknir hitt okkur. Hann var sennilega einn sá undarlegast útlítandi læknir sem við höfum séð. Sítt úfið hár, sundstuttbuxur, berfættur, hermannavesti það eina sem hann var í að ofan. Ofan á allt saman var hann svo með stór hvít gleraugu. Hann var samt mjög almennilegur en færði okkur ekki góðar fréttir. Arna mátti ekki kafa út af astma. Þetta voru sennilega mestu vonbrigði ferðarinnar hingað til því við höfðum komið alla leið til Utila sérstaklega til þess að læra að kafa. Nú urðum við að ákveða hvað við ætluðum að gera næst og hvernig við myndum eyða vikunni sem við höfðum áætlað að vera á Utila.


We ended up staying on Utila for a further three nights, taking in the sights around the island and just generally enjoying doing nothing. The town of Utila, or East Harbor, only really consists of a couple of really narrow streets, one running along the seaside and the other leading inland from the main dock. Most of the houses are on pillars and since we got quite a lot of rain while we were there we found out why as the lower parts of the island flood very easily. The main modes of transport on the island are motorcycles, mopeds, atvs, and golf carts, but you can pretty much walk anywhere in the town in fifteen minutes. The few cars that there are can hardly meet on the narrow streets. It is immediately obvious to any visitor that the main industry on Utila is the dive schools. There are thirteen in all on the island and most other businesses mostly serve the tourists who are there to dive. We ate some really good seafood at various restaurants but the best food was definitely the barbecue we had every night from a lady who set up shop opposite the bank on the main street after dark. There we got a delicious grilled pork chop, a salad and a drink for less than five dollars per person.

Við enduðum á því að stoppa í þrjár nætur í viðbót á Utila. Við skoðuðum allt sem hægt var að sjá og nutum þess að gera mest lítið. Bærinn á Utila, sem heitir víst East Harbor, er í raun bara tvær mjóar götur, ein sem liggur meðfram sjónum og önnur sem liggur inná eyna frá bryggjunni. Flest húsin standa á stólpum og fyrst það rigndi helling á okkur þá komumst við að því hvers vegna það er því það flæðir mjög fljótt yfir allt láglendi á eyjunni. Helstu fararskjótar á eyjunni eru mótorhjól, vespur, fjórhjól og golfbílar, en það er hægt að labba hvert sem er í bænum á fimmtán mínútum. Þeir örfáu bílar sem eru á staðnum geta varla mæst á þröngum götunum. Það er strax augljóst fyrir aðkomumenn að aðaliðnaðurinn á Utila eru köfunarskólarnir. Það eru alls þrettán skólar á eyjunni og flest önnur fyrirtæki virðast aðallega þjóna túristunum sem eru að staddir þarna til þess að kafa. Við borðuðum mjög góða sjávarrétti á hinum ýmsu veitingastöðum en besti maturinn var samt pottþétt grillmaturinn sem við fengum okkur á hverju kvöldi hjá konu sem kom sér fyrir á móti bankanum á aðalgötunni þegar fór að skyggja. Þar fengum við ljúffengar svínakótilettur, salat og drykk fyrir innan við fimmhundruð krónur á mann.

It rained a lot/ Það rigndi mikið

To further explore the island we rented a moped one afternoon. It was a great way to see a little more of the island than the couple of streets in town. To the west of the town there are some nice beaches and resorts. There are also piers build specifically for snorkeling. To the east and north of the town there are some really nice areas with huge, apparently very expensive, houses. We carried on driving past those and eventually found ourselves on a dirt road heading into a jungle. Since it rained a lot in the morning there were massive puddles covering the road every now and then and when we had stalled the bike in one of them we decided it might be a good idea to head back before we got stuck too far away from the town. Along the way back we stopped at some really beautiful places along the coast.

Til þess að kanna eyjuna frekar þá leigðum við okkur vespu einn eftirmiðdaginn. Það var frábær leið til þess að sjá meira af eyjunni en bara göturnar tvær í bænum. Vestan við bæinn eru nokkrar fallegar strendur og hótel. Þar eru líka bryggjur sem eru sérstaklega fyrir þá sem vilja snorkla. Til austurs og norðurs eru mjög falleg svæði þar sem eru risastór, greinilega mjög dýr, hús. Við keyrðum áfram fram hjá þeim og komum á endanum að vegarslóða sem lá inn í frumskóg. Það hafði rignt mikið um morgunninn svo það voru risastórir pollar yfir allan veginn hér og þar og eftir að við höfðum drepið á hjólinu í einum slíkum ákváðum við að það væri sennilega gáfulegt að snúa við áður en við sætum föst lengst frá bænum. Á leiðinni aftur í bæinn stoppuðum við á nokkrum mjög fallegum stöðum meðfram ströndinni.


When we eventually left Utila we had spent more than half the week we had planned on spending and had pretty much got over the disappointment of not being able to dive. Hopefully we will make it back there at a later date when Arna's asthma is better so we can experience the diving.

Þegar við fórum loks frá Utila þá vorum við búin að vera rúmlega helminginn af vikunni sem við ætluðum að stoppa og vorum að mestu búin að jafna okkur á vonbrigðunum að geta ekki kafað. Vonandi getum við komið aftur þangað seinna þegar astminn háir Örnu ekki jafn mikið svo við getum upplifað það að kafa.



Wednesday, October 20, 2010

Copan Ruinas

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri

At three thirty on Friday morning we were awoken by our alarm clock and at four the last of our preplanned shuttles pulled up to our hostel. The full minibus set off in complete darkness and after about an hour we got a glimpse of Guatemala City, passing through on our way to the border with Honduras and our final destination, Copán Ruinas. The drive took us down from the Guatemalan highlands and into the farmland closer to the Caribbean coast.

Klukkan hálf fjögur á föstudagsmorgun vorum við vakin af vekjaraklukkunni okkar og klukkan fjögur mætti síðasta skutlan sem við vorum búin að panta á hostelið. Troðfullur minibusinn lagði af stað í niðamyrkri og eftir um það bil klukkutíma þá sáum við örlítið af Guatemala City þegar við keyrðum þar í gegn í leið á áfangastað, Copán Ruinas. Leiðin lá úr hálöndum Guatemala og niður í sveitirnar sem eru nær Karíbahafsströndinni


Copán Ruinas is a small town that is mostly visited by people on their way to see its namesake ruins. We arrived in the mid morning, found a hostel and immediately had a little nap. The hosel is called Manzana Verde or the Green Apple, a very nice place to relax and sleep that got extra points from us for having a double bed in their dorm. Sleeping together in a single bunk is not the most comfortable sleeping arrangement. In the afternoon we went on a walking tour of the village that took us about half an hour. It is pretty apparent that it is not the village itself that is remarkable but the surrounding area. The countryside in the Copán valley is undeniably beautiful, as we found out on our walk to Las Sepulturas the following day.

Copán Ruinas er smábær sem fólk heimsækir yfirleitt bara til þess að skoða rústirnar sem heita sama nafni. Við komum þangað um miðjan morgun, fundum hostel og fórum rakleiðis að fá okkur smá lúr. Hostelið heitir Manzana Verde eða Græna Eplið, notalegur staður til þess að slappa af og sofa sem fékk aukastig hjá okkur fyrir að hafa tvíbreitt rúm í dorminu. Að sofa tvö í einbreiðri koju er ekki ýkja þægilegt til lengdar. Eftir hádegi röltum við um og skoðuðum allt þorpið á sirka hálftíma. Það er nokkuð ljóst að það er ekki þorpið sjálft sem dregur fólk til Cópan heldur umhverfið í kring. Landslagið í Copán dalnum er mjög fallegt, eins og við komumst að þegar við löbbuðum til Las Sepulturas daginn eftir.


On Saturday we woke up early-ish and headed one kilometre out of town in a tuc-tuc taxi to the Mayan ruins. The only ruins we had visited before are in Teotihuacan near Mexico City but these were very different. They are right on the valley floor on the banks of the Copán river surrounded by countryside and thick forest, whereas Teotihuacan is located in the middle of a city on a mountain plain. Teotihuacan is also much bigger than Copán but there are much more intricate carvings and sculptures in Copán. The main difference however is that in Teotihuacan lived a nation related to the Aztecs whereas Copán was home to one of the Mayan kingdoms. We spent a couple of hours walking leisurely through the ruins, stopping to enjoy the beautiful weather every now and then.

Á laugardeginum vöknuðum við frekar snemma og fórum einn kílómeter út úr bænum í tuc-tuc taxa að Maya rústunum. Einu rústirnar sem við höfðum heimsótt eru Teotihuacan nálægt Mexíkóborg en þessar voru allt öðruvísi. Þær eru neðst í dalnum á árbökkum Copán ánnar umkringdar sveitabæjum og skógi, á meðan Teotihuacan er inní miðri borg á fjallasléttu. Teotihuacan er líka miklu stærri en Copán en í Copán eru meiri smáatriði í útskurði og höggmyndum. Aðalmunurinn er sennilega sá að Teotihuacan var byggt af þjóð sem var skyld Aztecum en í Copán var eitt af konungsdæmum Maya. Við röltum rólega um rústirnar í nokkra klukkutíma og gáfum okkur tíma öðru hverju til þess að stoppa og njóta veðurblíðunnar. 

Afterwards we walked the two kilometres further up the road to Las Sepulturas, another part of the ruins. Whereas the main area is made up of religious buildings, royal residences and other important public buildings, Las Sepulturas is the area where a lot of the richer families lived. The buildings in this area were much smaller but it was nice to be able to explore them without the crowds of other tourists that were always getting into our pictures at the main site.

Þar á eftir löbbuðum við svo tvo kílómetra lengra meðfram veginum til Las Sepulturas í annan hluta rústanna. Á aðalsvæðinu voru trúarbyggingar, konungshallir og aðrar mikilvægar byggingar fyrir almenning þá var Las Sepulturas svæði þar sem ríkari fjölskyldur áttu heimili sín. Byggingarnar á þessu svæði voru miklu minni en það var gaman að geta skoðað sig um án allra hinna túristanna sem voru alltaf að þvælast inná myndunum okkar á aðalsvæðinu.


At the entrance to the main ruins there were several large macaws and a colony of possums. We spent a little while taking pictures of the macaws and other colourful birds. As other visitors entered and exited the area it was amusing to see the macaws scare them half to death by flying past only a couple of centimetres above their heads.

Við innganginn að aðalrústunum voru nokkrir stórir páfagaukar og fjöldinn allur af pokarottum. Við tókum okkur dágóðan tíma í það að taka myndir af páfagaukunum og öðrum litríkum fuglum. Þegar aðrir gestir voru að koma og fara þá var gaman að sjá páfagaukana hræða úr þeim líftóruna með því að fljúga framhjá örfáum sentimetrum fyrir ofan höfuð gestanna.

Possum/ Pokarotta
Macaw
 
Oriole

On the shuttle ride to Copán we met a Costa Rican who is traveling a little around Central America during his vacation. His name is Alan and he works as a German tour-guide in Costa Rica. We kept running into him again and again in Copán Ruinas and had some good meals and great chats with him about Germany, Costa Rica and traveling. He is one of many people that we would love to show around Iceland if he makes it up there.

Í skutlunni á leiðinni til Copán þá hittum við Kosta Ríkabúa sem er í smá ferðalagi um Mið Ameríku í sumarfríinu sínu. Hann heitir Alan og vinnur sem þýsku leiðsögumaður í Costa Rica. Við vorum alltaf að rekast á hann aftur og aftur í Copán Ruinas og fengum okkur góðan mat saman og spjölluðum við hann um Þýskaland, Kosta Ríka og ferðalög. Hann er einn af mörgum sem verður gaman að sýna Ísland ef hann lætur verða af því að koma þangað. 

Bjarki, Arna & Alan
Bjarki, Arna & Alan

Monday, October 18, 2010

In the shadow of Volcan Agua

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri

We arrived in Antigua on Monday afternoon after a three hour shuttle-ride from Panajachel. We checked into the Black Cat hostel, a block and a half away from the town centre, and set about exploring our surroundings. The Black Cat has a bar and restaurant downstairs that is always full of people and there is a lot of life there. We only stayed there one night though since there their rooms were constantly damp and the walls had mildew, causing Arna's allergies to act up during the night. Therefore we moved over to the Jungle Party hostel where they were in the process of re-doing the rooms to get rid of the humidity from a heavy rainy season. We got our best hostel bed so far with a private light and power outlets inside the lockers so we could charge our laptop and cameras while we were out exploring or sleeping.

Við komum til Antigua á mánudagseftirmiðdegi eftir þriggja tíma skutluferð frá Panajachel. Við tékkuðum okkur inn á Black Cat hostelið, eina og hálfa húsalengju frá miðbænum, og byrjuðum að skoða í kringum okkur. Svarti Kötturinn er með bar og veitingastað á neðstu hæðinni þar sem er alltaf fullt af fólki og allt iðar af lífi. Við gistum samt bara eina nótt þar því loftið í herbergjunum var alltaf rakt og það var líka raki í veggjunum sem olli því að ofnæmið hennar Örnu olli henni vandræðum um nóttina. Við færðum okkur þess vegna yfir á Jungle Party hostelið þar sem var verið að gera herbergin upp til þess að losna við rakann eftir óvenju mikið rigningartímabil. Þar fengum við okkar besta hostelrúm hingað til með okkar eigin ljósi og innstungum inní skápunum svo við gátum hlaðið myndavélar og fartölvu á meðan við vorum úti að rölta eða sofandi.

Antigua is not unlike many other Guatemalan towns we have seen in its layout and its structures but in Antigua everything is much cleaner and better taken care of. We saw a lot of people fixing the cobbled streets and no obvious signs of dilapidation. The only buildings in disrepair are historic buildings such as churches that have been left the way they were after the late eighteenth century earthquake that caused Guatemalans to change their capital from Antigua to Guatemala City. Like our guidebook puts it: "Antigua looks like the Scandinavians took over and ran it for a couple of years." Even if Antigua was not so well cared for, it would still be a beautiful city. The colonial churches and buildings are striking and the surrounding landscape, dominated by Volcan Agua to the city's south, is breathtaking. The city's only downside is probably that it has possibly become too much of a tourist attraction. Fortunately this is the slow season and so we weren't swamped, but most businesses are travel agents, hotels, hostels, bars, restaurants, and Spanish schools. The bustling bus station does offer a bit more of an authentic feel though as shouts of "Guate! Guate!" ring out over the diesel fumes and dust from the colourful old school-buses.

Byggingarnar og skipulagið í Antigua er ekki ólíkt öðrum Guatemölskum bæjum sem við höfum séð en í Antigua er allt miklu hreinna og öllu betur við haldið. Við sáum fullt af fólki sem var að gera við steinilagðar göturnar og ekkert var augljóslega að hrynja í sundur. Einu byggingarnar sem voru ekki í góðu standi voru sögulegar byggingar eins og kirkjur sem hafa staðið óhreyfðar eftir jarðskjálftann seint á átjándu öld sem olli því að íbúar Guatemala skiptu Antigua út sem höfuðborg í stað Guatemalaborgar. Eins og leiðsögubókin okkar segir: "Antigua lítur út eins og Skandinavar hafi yfirtekið hana og rekið hana í nokkur ár." Þó svo það væri ekki svona vel hugsað um Antigua, þá væri hún samt falleg borg. Kirkjur og aðrar byggingar frá nýlendutímanum eru mjög svipsterkar og umhverfið í kringum borgina, þar sem Volcan Agua gnæfir yfir til suðurs, er mikilfenglegt. Eini gallinn við borgina er að hún er mögulega orðin of mikil túristaborg. Sem betur er aðalferðamannatíminn ekki núna svo við vorum ekki á kafi í túristum en flest fyrirtæki í borginni eru ferðaskrifstofur, hótel, hostel, barir, veitingastaðir og spænskuskólar. Iðandi rútustöðin býður samt upp á aðeins meiri "raunveruleika" þar sem köllin "Guate! Guate!" blandast við díselreykinn og rykið frá litríkum gömlum skólarútum.

We spent our time in Antigua mostly just exploring the city's landmarks and streetlife on foot and enjoying a relaxing vacation. We didn't go for a hike on Volcan Pacaya with its steaming hot lava since the damn clouds just wouldn't clear and we missed the colourful cemetery since we were advised that it was not safe. The weather was much warmer than in Xela and we even got some clear sunny days. Once again the most useful Spanish is "no gracias" and "solamente miramos" (we're only looking) as the salespeople on the streets and in the markets are pushy to the point of being annoying. Our week in Xela has, however, improved our ordering skills in restaurants and now we can also understand the directions we get when we ask for them.

Í Antigua röltum við mestmegnis um og skoðuðum áhugaverða staði og mannlífið á meðan við nutum þess að slappa af og vera í fríi. Við fórum ekki í göngutúr á Volcan Pacaya að skoða rjúkandi hraun því helvítis skýin vildu ekki víkja og við slepptum litríkum kirkjugarðinum því okkur var tjáð að þar væri ekki mjög öruggt. Veðrið var miklu betra en í Xela og við fengum meira að segja heila sólríka daga. Enn eru nytsamlegustu spænskufrasarnir "no gracias" og "solamente miramos" (við erum bara að skoða) því sölufólkið er svo ýtið að það jaðrar við að vera óþolandi. Vikan okkar í Xela hefur hinsvegar aukið hæfni okkar í að panta á veitingastöðum og nú skiljum við líka leiðbeiningarnar sem við fáum þegar við spyrjum til vegar.

We met some nice people in Antigua, primarily an American called Kevin who is just starting a trip that will eventually take him all the way down to Argentina some time in the next year. He was a great companion on a day of sightseeing and for a night of good food and some drinks. Together we found the tourist police office (not without some trouble) and asked them to accompany us up on a hill to the north of the city called Cerro de la Cruz. Apparently it is not a place you should go without their accompaniment since it is a favourite target for muggers. We have never felt more like tourists than when we walked from their office to the hill on the other side of town with one armed police officer in front and another behind us. The hill didn't look dangerous but better safe than sorry. Oh yeah, and the view from up there was great, although for the three days we were in town there were always clouds covering the top of Volcan Agua, preventing us from snapping that perfect photo.

Við hittum fullt af skemmtilegu fólki í Antigua, sérstaklega Bandaríkjamanninn Kevin sem er rétt að hefja ferðalag sem mun á endanum leiða hann til Argentínu einhvern tíma á næsta árinu. Hann var góður félagi á heilum degi skoðunarferða og kvöldi með góðum mat og nokkrum drykkjum. Saman fundum við skrifstofu túristalöggunnar (ekki vandræðalaust) og báðum þá að fylgja okkur upp á hæð norður við bæinn sem heitir Cerro de la Cruz. Það er víst ekki staður sem maður ætti að fara án þeirra fylgdar því þar finnst ræningjum gott að athafna sig. Okkur hefur aldrei liðið eins mikið eins og túristum og á meðan við gengum frá skrifstofunni þeirra, í gegnum bæinn og að hæðinni hinum meginn í bænum með einn vopnaðan lögreglumann fyrir framan okkur og annan fyrir aftan. Þessi hæð leit ekki út fyrir að vera mjög hættuleg en allur er varinn góður. Og já, útsýnið þaðan er frábært, þó svo að á þessum þremur dögum sem við vorum í Antigua þá hafi skýjahula alltaf legið yfir Volcan Agua og komið í veg fyrir að við næðum að smella af hinni fullkomnu mynd.

The tourist police/ Túristalöggan
Cerro de la Cruz
Bjarki & Kevin
Bjarki & Kevin


Related Posts with Thumbnails