Thursday, July 29, 2010

Island Idyllics

Click on the photos for larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri
Olympic Mountains / Olympic Fjöll
From Seattle we headed an hour down the road to visit the parents of Bjarki's friend Gabe. His mom, Julie, picked us up from the bus station in Tacoma and took us to nearby Gig Harbor to the nicest grocery store we have ever seen to get some food for the evening. We then headed out to Fox Island, a small island south of Gig Harbor where she and her husband Don live in a lovely house surrounded by woods and the water. Don had just finished a ten day motorcycle tour around the northwest that included a stop at a rally of BMW riders where he had met up with around six thousand other riders to share stories of riding the road less traveled. He had some good stories to tell and a lot of good pictures to show us. It turned out he had just come from Big Sky, next to Yellowstone national park, where Julie and he have friends. They got us in contact with them and now we have a place to stay not so far away from the park and will hopefully get to see the best of Big Sky with some great folks.

Frá Seattle héldum við í klukkutíma ferð til þess að heimsækja foreldra Gabe, vinar Bjarka. Julie, mamma hans, sótti okkur á rútustöðina í Tacoma og tók okkur með sér til Gig Harbor í flottustu matvöruverslun sem við höfum séð til þess að versla í matinn fyrir kvöldið. Loks lá leiðin til Fox eyju sem er lítil eyja sunnan við Gig Harbor þar sem hún og Don, eiginmaður hennar, búa í frábæru húsi umkringd af trjám og rétt hjá sjónum. Don var nýkominn úr tíu daga mótorhjólaferð um norð-vesturhluta Bandaríkjanna sem innihélt meðal annars viðkomu á samkomu með sex þúsund öðrum BMW eigendum þar sem þeir skiptust á sögum af tvíhjóla-ævintýrum. Hann hafði frá miklu að segja og fullt af flottum myndum að sýna okkur. Það kom á daginn að hann hafði komið beint frá Big Sky, við Yellowstone þjóðgarðinn, þar sem hann og Julie eiga vini. Þau komu okkur í samband við vini sína og nú getum við gist hjá þeim í grennd við garðinn og fáum vonandi að sjá það besta í Big Sky með skemmtilegu fólki.

Julie & Don's house


We had a lovely time on Fox Island and Don and Julie were great hosts. After a dinner of some tasty grilled salmon we headed out so they could show us downtown Gig Harbor. The town has a lovely downtown area encircling a scenic harbor that is very nice to walk around on a summer evening. We even saw a deer cross the road right by the town centre, behind a showing of Mamma Mia in the park. Afterwards we headed back to the house on Fox Island to have some delicious desert. We then stayed up late talking to our hosts. What we love about visiting people around the area where we're traveling is that we get to see places that we would otherwise never have been to. Fox Island is definitely one of those places. A quiet island with lovely scenery. On the way to the Greyhound station the morning after we stopped on the bridge to Gig Harbor from Fox Island to take a picture of the amazing view it offers of the local inlets against a stunning backdrop of Mount Rainier.

Það fór mjög vel um okkur á Fox eyju og Don og Julie voru frábærir gestgjafar. Eftir að við höfðum snætt dýrindis grillaðan lax þá kíktum við út svo þau gætu sýnt okkur miðbæinn í Gig Harbor sem er mjög krúttlegur þar sem hann umlykur höfnina og yndislegt að njóta hans seint á sumarkvöldi. Við sáum meira að segja dádýr á rölti á götu rétt við miðbæinn á bakvið útisýningu á Mamma Mia í almenningsgarði. Loks var haldið heim á Fox eyju og snæddur gómsætur eftirréttur. Við vöktum svo frameftir og spjölluðum við gestgjafana. Eitt af því sem er svo skemmtilegt við að heimsækja fólk á þeim svæðum sem við ferðumst á er að við fáum að sjá staði sem við sæjum annars ekki. Fox eyja er klárlega einn af þessum stöðum. Mjög róleg eyja með fallegu umhverfi. Á leiðinni á rútustöðina daginn eftir stoppuðum við til að mynda á brúnni frá Fox eyju til Gig Harbor til að taka myndir af magnaða útsýninu sem sést þaðan af víkunum á svæðinu með magnað Rainier fjall í bakgrunni.

Julie & Don
Julie & Don
Mt. Rainier
Mount Rainier


Sunday, July 25, 2010

Seattle on the Sound

Click on the photos for larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri

Seattle was our first try at CouchSurfing and so far it seems like a great way to travel. CouchSurfing allows you to stay with locals who are willing to share their couch, floor, or spare bed with like minded travelers and in return you allow others to surf your couch if possible. We hosted some people during this past winter in Reykjavík but so far had found it difficult to find willing hosts on our travels which hadn't really been a problem since we had mostly been staying with friends. James, our first host, picked us up from the Greyhound station in Seattle at 10:30 on Tuesday night and took us to eat and then to his house. He lives in a very nice apartment on the third floor of a house near Green Lake in northern Seattle. He is a great guy who let us stay on an air-mattress on his living room floor for the next three nights and shared with some facts about Seattle along with great stories of his travels. He lived in Korea for two years teaching English and then traveled the world for eight months on his way home. He also cooked us an exquisite meal our second night in Seattle, pasta with clams that he bought fresh at Pike Place market earlier in the day. The spaghetti bolognese that we cooked on our last night was not nearly as exciting or exotic. A big thanks to James.All in all a great experience for our first couch surf. Long may it continue.

Í Seattle prófuðum við í fyrsta skipti að CouchSurfa og það lítur út fyrir að vera frábær leið til þess að ferðast. Með því að CouchSurfa fær maður fría gistingu hjá innfæddum, hvort sem er á sófanum, bedda eða jafnvel rúmi. Í staðinn hýsir maður sjálfur fólk þegar maður getur. Við höfum t.d. leyft fólki að sofa á svefnsófanum okkar heima á Íslandi í vetur. Hingað til höfðum við verið í vandræðum með að finna einhvern viljugan til að leyfa okkur að gista á sófanum sem hefur í raun ekki komið að sök þar sem að við höfum í flestum tilvikum getað gist hjá vinafólki. Fyrsti hýsillinn okkar, James, kom og sótti okkur á rútustöðina í Seattle klukkan hálf ellefu á þriðjudagskvöld og fór með okkur að fá okkur að borða og svo heim til sín. Hann býr í mjög notalegri íbúð á þriðju hæð í húsi sem stendur nálægt Green Lake vatninu í norður Seattle. James er frábær náungi sem var svo góður að leyfa okkur að gista á vindsæng á stofugólfinu sínu í þrjár nætur og deildi með okkur fullt af upplýsingum um Seattle ásamt skemmtilegum ferðasögum af sjálfum sér. Hann bjó í Kóreu í tvö ár og kenndi ensku og fór svo í átta mánaða ferð um heiminn á leiðinni heim. Hann eldaði líka frábæra máltíð fyrir okkur annað kvöldið okkar í Seattle, pasta með ferskum kræklingum sem hann keypti á Pike Place markaðnum fyrr um daginn. Spaghetti Bolognesið sem við elduðum var ekki nærri jafn framandi og spennandi. James fær þúsund þakkir. Í heildina litið var fyrsta CouchSurfið okkar frábær lífsreynsla. Vonandi verður framhald á því.

 
Here we are with our first CS host, James/
Hér erum við með James, fyrsta CS hostinum okkar.
When we woke up on wednesday morning we took the bus into downtown Seattle. Our first stop was the world famous Pike Place market. The market is a labyrinth of all kinds of shops and booths that sell fresh food products and all kinds of merchandise. The biggest attraction is the Fish market that is by the southern entrance to the market. The staff there turns the selling of fish into a kind of street theatre with a lot of shouting, singing and throwing fish around. A great experience to watch and I'm sure a more fun place to work than most fish vendors. The only thing we bought was some freshly picked carrots and berries from local farmers and both were delicious.

Þegar við vöknuðum á miðvikudagsmorgun þá stukkum við um borð í strætó og héldum niður í miðborg Seattle. Fyrst fórum við á hinn heimsfræga Pike Place markað. Markaðurinn er völundarhús af alls kyns búðum og básum sem selja ferska matvöru og allskonar varning. Aðalaðdráttaraflið er Fiskmarkaðurinn sem er við suðurinnganginn á markaðnum. Starfsfólkið þar gerir fisksölu að eins konar götuleikhúsi með alls kyns hrópum, köllum, söngvum og fisk sem þeir fleygja á milli sín. Það er virkilega gaman að fylgjast með þessu öllu saman og starfsfólkið skemmtir sér örugglega betur en flestir fisksalar. Það eina sem við keyptum voru nýtíndar gulrætur og ber frá nálægum bóndabæjum. Bæði var gómsætt.


Fishmarket in Pike Place Market/
Fiskmarkaður á Pike Place Market

Chocolate Factory is a cute store/ Súkkulaðiverksmiðjan er sæt búð
After leaving the crowded market we headed down to Pioneer square where we had been told by both our host James and Bjarki's friend Gabe, who grew up in the area, to take the Underground tour. At the beginning of the tour a guide tells you a bit of Seattle's history and the story behind the underground. The underground was created when Seattle was destroyed in a fire in the late nineteenth century. Since the city had been built on a beach and was prone to tidal flooding, the local authorities decided to raise the level of the streets when rebuilding after the fire so that the new street level would one level higher than they were before the fire. The businesses that stood along the streets wanted to rebuild themselves immediately though so both of these happened at the same time. For a while the sidewalks were about three metros below the street and so were the entrances to all businesses. The sidewalks were eventually covered with brick arches and new sidewalks placed on top. What remained underneath was a network of underground sidewalks leading into what were now the basements of the businesses above ground. On the tour we got to see some parts of these underground networks while getting some informative, funny, and sometimes suggestive accounts of what went on in the late nineteenth and early twentieth century in Seattle. After an hour and a half we were ready to head back into the fresh air though and walk around downtown.

Þegar við yfirgáfum yfirfullan markaðinn röltum við yfir á Pioneer torg sem okkur hafði verið bent á, af bæði James og Gabe vini Bjarka, sem ólst upp í nágrenninu, að fara í Underground túrinn. Í upphafi segir leiðsögumaðurinn stutt ágrip af sögu Seattle og útskýrir hvernig undergroundið varð til. Undergroundið var búið til þegar Seattle eyðilagðist í bruna seint á nítjándu öld. Borgin hafði verið byggð á strönd og flóð og fjara ollu jafnan miklum usla svo yfirvöldin á staðnum ákváðu að lyfta götunum upp þegar þær voru endurbyggðar eftir brunann svo þær yrðu einni hæð ofar en áður. Fyrirtækin sem stóðu við göturnar vildu hinsvegar endurbyggja strax og báðir aðilar réðust í sín verkefni á sama tíma. Á tímabili voru gangstéttirnar og inngangarnir í fyrirtækin um það bil þremur metrum fyrir neðan göturnar sjálfar. Á endanum var byggt yfir gangstéttirnar með múrsteinsbogum og nýjar gangstéttir lagðar ofan á. Við þetta varð til kerfi af neðanjarðargangstéttum sem veittu núna aðgengi að kjöllurum fyrirtækjanna fyrir ofan. Á leiðinni sáum við hluta af þessum neðanjarðarkerfum á meðan okkur voru sagðar fróðlegar, fyndnar og stundum vafasamar sögur af Seattle og íbúum hennar seint á nítjándu öld og snemma á tuttugustu öld. Eftir einn og hálfan klukkutíma vorum við samt tilbúin að fara aftur út í ferskt loft og rölta um miðborgina.


We eventually made our way to the Space Needle which makes the Seattle skyline so unique. We took some pictures but didn't go up, seeing as you can't see the needle once you're at the top of it. It seemed a waste to get a bird's eye view of downtown without the needle itself. Next to the Space Needle is Seattle Centre, a collection of theme park attractions and various exhibitions. The one that caught the eye was the building that houses the Experience Music Project and the Science Fiction Museum. The building is a highly irregular structure that is covered in what looks like aluminum in various colours.


Við komum á endanum að Geimnálinni sem gerir Seattle svo auðþekkjanlega. Við tókum slatta af myndum en slepptum því að fara upp, sérstaklega þar sem það er ekki hægt að sjá nálina þegar maður er efst í henni. Það væri synd að sjá útsýni yfir borgina án þess að sjá nálina sjálfa. Við hliðina á Geimnálinni er Seattle Centre sem samanstendur af alls kyns leiktækjum og sýningum. Það sem greip augað var Músíktilraunastofan og Vísindaskáldskaparsafnið. Byggingin er óregluleg í nokkrum hlutum og klædd með einhverju sem lítur út eins og ál í fjölmörgum litum.


Space Needle
Experience Music Project & Science Fiction Museum/
Músiktilraunastofa og vísindaskáldskaparsafnið
On thursday we slept really late after a pleasant chat with James the night before. Eventually we headed out and walked alongside Green Lake towards Fremont. The path around the lake was packed with walkers, joggers, runners, rollerbladers, and people on bikes. It seems that Seattle natives share an enthusiasm for outdoor exercise with their northern neighbors in Vancouver. All around the city we also saw an amazing number of yoga studios and gyms so it seems that the people in Seattle must be generally very fit. We even saw an outdoor Crossfit session in progress close to James' home. It took us a while to find downtown Fremont but when we did it was definitely worth the walk. It is a small area but covered with nice shops, restaurants and some interesting scenery. The two main attractions in Fremont are two statues however. In the middle of downtown they have a statue of Lenin that was rescued from Slovakia after the fall of the Iron Curtain. It is for sale so if anyone has $150.000 laying around it might make for an interesting garden ornament. The second statue is even more original. It is located underneath the bridge that connects Fremont to downtown Seattle and depicts a Troll that has captured a VW beetle off the bridge. They both made for a nice difference from the normal statues of former presidents, mayors and explorers. We eventually walked across the bridge and  into downtown, just over an hours walk. Although there was not much to look at after we had crossed the bridge it was a fun walk and a nice way to spend the early evening.

Á fimmtudaginn vöknuðum við seint eftir skemmtilegt spjall við James kvöldið áður. Á endanum komum við okkur út og röltum meðfram Green Lake í áttina að Fremont. Stígurinn umhverfis vatnið var yfirfullur af fólki sem var að ganga, skokka, hlaupa, á línuskautum og á hjólum. Það lítur út fyrir að íbúar Seattle séu jafn duglegir að hreyfa sig utandyra og nágrannar þeirra norður í Vancouver. Við sáum líka ótrúlega mörg jóga stúdíó og fjölmargar líkamsræktarstöðvar út um alla borg svo það virðis sem Seattlebúar séu almennt í ágætis formi. Við rákum meira að segja augun í úti-Crossfitæfingu nálægt heimili James. Það tók okkur smá stund að finna miðborg Fremont en það var klárlega göngunnar virði. Þetta er lítið svæði en þar er fullt af skemmtilegum litlum búðum og veitingastöðum og áhugavert um að litast. Það er hinsvegar tvennt sem dregur túrista helst til Fremont og í báðum tilvikum eru það styttur. Í miðri miðborginni er stytta af Lenín sem var bjargað frá Slóvakíu eftir að járntjaldið féll. Hún er til sölu fyrir $150.000 ef einhver á það á lausu og vantar skemmtilega styttu í garðinn. Hin styttan er enn frumlegri. Hún er staðsett undir brúnni sem tengir Fremont við miðborg Seattle og er af trölli sem er búið að næla sér í Volkswagen bjöllu af brúnni. Báðar voru skemmtileg tilbreyting frá venjulegum styttum af fyrrverandi forsetum, borgarstjórum og landkönnuðum. Við enduðum á að rölta yfir brúna og niður í bæ sem er rúmlega klukkutíma labb. Þó svo það hafi ekki verið mikið að sjá eftir að við komum yfir brúna sjálfa þá var göngutúrinn skemmtilegur og þetta var ágætis leið til þess að byrja kvöldið.

 
 
 
Cute boutique we stumbled op on while exploring Fremont by foot/
Falleg búð sem við rákumst á í könnunarleiðangri um Fremont

Leaving Seattle on Friday a few things came to mind. The first thing we noticed about the city is that it is in some ways very similar to Vancouver. It is not as surrounded by mountains but there is an eclectic mix of people and in the distance you can see snow-covered peaks towering above the city while people swim in the ocean. In both places the people are really friendly and nowhere in the world have we seen more helpful bus drivers than in these two cities. Seattle is more spread out than Vancouver however and that changes the atmosphere in the city. It feels more like a big city whereas Vancouver has the feel of an overgrown village. Also, don't worry if you haven't had your sip of coffee for the day when you arrive in Seattle, you won't have to walk more than a few metres to find the next Starbucks.

Þegar við yfirgáfum Seattle á föstudaginn þá voru nokkrir hlutir sem komu upp í hugann. Það fyrsta sem við tókum eftir þegar við komum til borgarinnar er að hún er að mörgu leyti þó nokkuð lík Vancouver. Hún er ekki eins umkringd fjöllum en það býr þar skemmtileg blanda af fólki og í fjarska gnæfa snæviþakin fjöllin yfir borginni á meðan fólk syndir í sjónum. Á báðum stöðum er fólkið virkilega vinalegt og hvergi höfum við orðið vitni að jafn almennilegum og hjálpsömum strætóbílstjórum og í þessum tveimur borgum. Seattle er hinsvegar dreifðari en Vancouver og það gefur henni annað andrúmsloft. Í Seattle líður manni frekar eins og í stórborg á meðan Vancouver er svolítið eins og ofvaxið smáþorp. Að lokum, ekki hafa áhyggjur ef þú nærð ekki að fá þér kaffisopa áður en þú lendir í Seattle, þú þarft aldrei að fara meira en nokkra metra til þess að lenda á næsta Starbucks stað.

Friday, July 23, 2010

Bridging the gap


Our last two days in Vancouver were spent on some pretty regular tourist stuff. On monday we rented bikes and cycled around the city and especially Stanley Park which is a large woodland park on the end of the peninsula that Downtown Vancouver sits on. Most of the time we rode around the seawall that circles the park and makes for a nice ride with awesome views of the city and the surrounding area. We stopped at various points on the way to enjoy the best of the view and in one place to see authentic First Nation totem poles and learn about their significance. Finally we took a ride through the forest that covers most of the park ending up by Beaver Lake and then the Lost lagoon before returning the bikes. We would definitely recommend renting bikes since it made for the perfect way to see a lot of the city in a short time.

Tvo síðustu dagana okkar í Vancouver hegðuðum við okkur eins og týpískir túristar. Á mánudaginn leigðum við okkur hjól og hjóluðum um borgina og sérstaklega um Stanley Park sem er stór skógi vaxinn garður sem er yst á nesinu sem miðborg Vancouver stendur á. Við vorum mestallann tímann að hjóla á stíg sem umlykur garðinn meðfram sjónum og býður uppá frábær útsýni yfir borgina og svæðið í kring. Við stoppuðum hér og þar á leiðinni til þess að njóta útsýnisins og á einum stað til þess að skoða alvöru friðarsúlur og læra um merkingu þeirra. Í lokinn hjóluðum við í gegnum skóginn sem þekur stærstan hluta garðsins og enduðum hjá Beaver vatni og Týnda Lóninu áður en við skiluðum hjólunum. Við mælum eindregið með því að leigja hjól því það er frábær leið til þess að sjá mikið af borginni á skömmum tíma.

Totem Poles in Stanley Park/ Friðarsúlur í Stanley Park

Our last day in Vancouver we took off to Lynn Canyon Park to see their suspension bridge. It is smaller than Capilano which is more famous but it is also free so we decided to check it out. To get there we took a seabus from Waterfront station across to Lonsdale Quay in North Vancouver. From there we hopped on a bus that took us up the hillside of North Vancouver and finally right up to the entrance to the park. This park is simply stunning and we could easily have spent days hiking around, sunbathing beside the creek and just enjoying the magnificent forest. You can even hike to the top of Grouse mountain from there and enjoy the view of Vancouver. As it was we were planning to take the Greyhound to Seattle later in the day and so we just popped inside the entrance to where the suspension bridge is and then took a short walk down to the creek and back. We then took the same journey back and got a great view of the Waterfront on the seabus. While we were waiting for our trip down to Seattle we soaked in the late afternoon sun in Yaletown, a hip neighbourhood filled with designer stores, salons, and restaurants.

Síðasta daginn okkar í Vancouver fórum við í Lynn Canyon garðinn til þess að skoða hengibrúna þar. Hún er minni en Capilano hengibrúin sem er frægari en hún er líka ókeypis svo við ákváðum að kíkja á hana. Til þess að fara þangað þá tókum við sjávarstrætó frá Waterfront stöðinni yfir til Lonsdale Quay í Norður Vancouver. Þaðan tókum við svo strætó upp brekkurnar í Norður Vancouver og að lokum upp að inngangnum í garðinn. Garðurinn er hreinlega frábær og við hefðum auðveldlega getað eytt nokkrum dögum í að ganga um garðinn, liggja í sólbaði við lækinn og bara í að njóta skógarins í allri sinni dýrð. Það er meira að segja hægt að fara í gönguferð þaðan og upp á Grouse fjall þar sem er hægt að njóta útsýnis yfir Vancouver. Við ætluðum hinsvegar að taka rútu til Seattle seinna um daginn og þess vegna kíktum við bara rétt inn í garðinn á hengibrúna og fengum okkur svo stuttan göngutúr niður að læknum og til baka. Við tók sama ferðalag til baka og úr sjávarstrætóinum fengum við virkilega fallegt útsýni yfir Waterfront svæðið. Á meðan við biðum eftir því að rútan til Seattle leggði í hann þá nutum við síðdegissólarinnar í Yaletown sem er skemmtilegt hverfi þar sem er mikið af hönnunarbúðum, snyrti- og hárgreiðslustofum og veitingastöðum.


Our stay in Vancouver was great and we'd love to come back. It didn't hurt that every day we spent there was lovelier than the one before and it was nice to be able to enjoy the sun without sweating constantly like in Florida and Costa Rica. The culture and people there are very varied and we were for example surprised at the size of the Asian population. I guess we hadn't realised that many Chinese immigrated here to build the railway that connected the east and west coasts of Canada. Vancouver is a pretty expensive place though where meals are not much cheaper than New York. The best value for money is definitely the Sushi which is really cheap and really good. We had sushi both at a proper restaurant and at a mall and both were really tasty and good value for money, especially the one in Sinclair shopping centre. The Samesun hostel was also pretty reasonably priced and we both really enjoyed staying in a hostel. The atmosphere around the place is really friendly and every day we would meet a new fellow traveller to share stories and exchange tips. Next up Seattle where we will be couchsurfing for the first time.

Dvöl okkar í Vancouver var yndisleg og við hefðum ekkert á móti því að koma hingað aftur. Ekki skemmdi fyrir að hver dagur var öðrum fallegri og það var ágætis tilbreyting að geta notið sólarinnar án þess að svitna eins og svín eins og í Florída og Kosta Ríka. Menningin og fólkið hér er mjög fjölbreytt og það kom okkur til dæmis á óvart hversu mikið af asísku fólki er í Vancouver. Við höfðum væntanlega ekki áttað okkur á því að fjölmargir Kínverjar fluttu hingað til þess að byggja lestarteinana sem tengdu saman austur- og vesturstrendur Kanada. Vancouver er hinsvegar frekar dýr borg og máltíðir hér eru ekki mikið ódýrari en í New York. Best er að fá sér sushi sem er bæði ódýrt og gott. Við fengum okkur sushi bæði á alvöru veitingahúsi og í verslunarmiðstöð og á báðum stöðunum var maturinn bragðgóður og ódýr, sérstaklega í Sinclair verslunarmiðstöðinni. Samesun hostelið var líka á viðráðanlegu verði og við höfðum bæði virkilega gaman af því að gista á hosteli. Andrúmsloftið þar er mjög vinalegt og á hverjum degi hitti maður nýtt fólk til þess að deila með ferðasögum og ráðleggingum. Næst á dagskrá er Seattle þar sem við munum sófasurfa í fyrsta skipti.

Our room had the flag of New Zealand/Herbergið okkar var merkt Nýja-Sjálandi


Samesun hostel
Granville Street

View America 2010 in a larger map

Here is a map of the places we have already been to//
Hérna er kort af stöðunum sem við erum búin að fara til

Vancouver photos

 

Tuesday, July 20, 2010

Blame Canada

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri 


Our time in Vancouver is almost over and once again we have been seeing something completely new and different from all that has come before. We flew into the city at nine on Thursday night after an eight hour trip, including a stopover in Houston. The scenery that we caught outside the airplane window was already an indication that things were going to be different. After going through immigration and customs it was alread dark however so what we saw on the train ride into the city was pretty limited. Once in Vancouver city centre we got out and walked until we found a hostel. We eventually settled on a couple of bunk beds in a four bed dorm at the Samesun hostel on Granville street, right by some of the clubs and bars in the centre of the city. It was pretty special to walk along Granville street with backpacks as everyone was hitting the clubs and bars around eleven o'clock on a Thursday night.After checking in we headed out again to grab some food and had a nice kebab meal at a very friendly Syrian restaurant. The first thing you notice in a new city is the kind of atmosphere that there is. Some places you feel wary but in Vancouver the vibe is very relaxed and friendly.


Tíma okkar í Vancouver fer senn að ljúka og enn einu sinni höfum við fengið að sjá eitthvað alveg nýtt og gjörólíkt öllu sem við höfum séð fram að þessu. Flugið okkar lenti klukkan níu á fimmtudagskvöld eftir átta klukkustunda ferðalag, að meðtöldu smá millilendingu í Houston. Landslagið sem við blasti við okkur út um gluggann á flugvélinni gaf strax fyrirheit um að nú væri von á einhverju nýju. Eftir að við komum okkur í gegnum vegabréfaeftirlit og tollinn þá var samt orðið dimmt þannig að við sáum ekki mikið í lestinni á leið inní borgina. Þegar við komum inní miðborgina fórum við fótgangandi og fundum okkur hostel. Á endanum völdum við koju í fjögurra manna herbergi á Samesun hostelinu sem stendur við Granville stræti, við hliðina á slatta af börum og skemmtistöðum. Það var frekar sérstakt að rölta eftir Granville stræti með bakpoka á meðan aðrir voru á leið á djammið klukkan ellefu á fimmtudagskvöldi. Eftir að við höfðum innritað okkur þá röltum við út og fengum okkur mjög góðan Kebab á virkilega vinalegum Sýrlenskum veitingastað. Það fyrsta sem maður tekur eftir í nýrri borg er hvernig andrúmsloftið er. Á sumum stöðum er maður var um sig en í Vancouver er stemmningin mjög afslöppuð og vinaleg.

The climate is slightly different from what we have gotten used to in the last few weeks/
Svolítið annað loftslag en við höfum vanist undanfarnar vikur

On friday we woke up around nine and headed downstairs to grab some complimentary breakfast. Since we had no plan we had to figure out how to spend the rest of the day. After consulting our Lonely Planet city guide and the internet we decided it would be best to head out for a random walk and try to get our bearings in the city. After strolling to the end of Granville street on the waterfront we came across some tourist buses and decided to splurge on a tour to see some of the highlights very quickly so we could figure out what we wanted to see more of.

Á föstudagsmorgun fórum við á fætur um níuleytið og fórum niður til þess að nýta okkur ókeypis morgunmatinn. Fyrst við vorum ekki með neitt planað þá var næst á dagskrá að komast að því í hvað dagurinn færi. Þegar við vorum búin að kíkja í Lonely Planet bókina og leita á internetinu þá ákváðum við að það væri sennilega best að byrja bara að rölta um borgina og reyna að átta okkur betur á henni. Þegar við vorum búin að rölta Granville á enda í norðurátt rákumst við á túristastrætó og ákváðum að splæsa í einn rúnt svo við gætum séð eitthvað af því merkilegasta í borginni og komist að því hvað við vildum kanna nánar.


The tour was informative and the first thing we noticed was that the main areas of the city are fairly small and all easily within walking distance of each other. While we were on the bus we got a call from Ottó, a good friend of Bjarki who lives in nearby Surrey with his wife and kids, and decided to meet up with him once he had finished working at four o'clock. He met up with us after we had finished our tour and grabbed a bite to eat. He took a stroll with us around the city and together we enjoyed the nice weather and the scenery. We stayed with him for the rest of the day and ended up grabbing a bite to eat at a Mongolian barbecue restaurant where you pick your own ingredients and they are cooked right in front of you on a big round grill by a chef wielding chop sticks the size of pool cues. At the end of a good day we said goodbye to Ottó for now and headed back to the hostel. Besides the relaxed atmosphere the first thing we have noticed about Vancouver is the variety of culture and scenery in the city. The people are a good fit for a city that combines snow-capped mountains with packed beaches on a July afternoon.

Ferðin með strætónum var áhugaverð og það fyrsta sem við tókum eftir var að helstu svæðin í borginni eru frekar lítil og öll í þægilegu göngufæri hvert frá öðru. Á meðan við vorum að túristast þá hringdi Ottó, góður vinur Bjarka sem býr rétt hjá í Surrey með konu og börnum, í okkur og við ákváðum að hitta hann um leið og hann væri búinn að vinna klukkan fjögur. Við hittum hann svo þegar túrnum var lokið og við vorum búin að fá okkur smá snarl. Hann rölti með okkur um borgina og við nutum borgarinnar og góða veðursins saman. Við vorum saman það sem eftir lifði af deginum og enduðum á því að fá okkur að borða á mongólskum grill stað þar sem maður velur innihaldið í matinn sjálfur og lætur svo kokkinn steikja hann á stóru grilli með prjóna á stærð við poolkjuða í staðinn fyrir steikarspaða. Að loknum góðum degi kvöddum við Ottó í bili og kíktum aftur heim á hostel. Fyrir utan afslappað andrúmsloftið þá er fjölbreytnin í mannlífinu og landslaginu það fyrsta sem við höfum tekið eftir í Vancouver. Fólkið passar vel í borg þar sem snævi þaktir tindar gnæfa yfir troðnum ströndum á fallegum eftirmiðdegi í Júlí.

 


We spent Saturday exploring the city on foot in pretty typical fashion. First we strolled down Granville street and down to False Creek. There we hopped a tiny ferry across to Granville Island. The Island is really small and mostly consists of all kinds of markets and stores in what appear to be converted harbour front workspaces, fish markets and boathouses. The area is really vibrant on a sunny saturday afternoon with every space filled with shoppers, playful kids and other sun-worshipers. Later we walked along the coastline and across Burrard bridge back to our hostel. On Granville street we ran into a great marimba band, Kutapira, playing in front of Sears. We sat down on the sidewalk along with many others to enjoy a few songs in the late afternoon. These are one of the things we love about cities in summertime. Then in the evening we headed down to the beach at English Bay to check out the sunset, which is pretty impressive in the mountainous landscape.

Laugardeginum eyddum við í að kanna borgina fótgangandi eins og okkar er von og vísa. Við byrjuðum á að rölta niður Granville stræti og niður að False Creek. Þar stukkum við um borð í ofurlitla duggu sem ferjaði okkur yfir á Granville eyju. Eyjan er pínulítil og á henni eru aðallega alls kyns markaðir og verslanir sem eru í því sem virðast vera gamlar verbúðir, bátaskýli og annað þvíumlíkt. Á sólríkum laugardagseftirmiðdegi iðar hér allt af lífi og hvert sem litið er allt fullt af fólki í verslunarhugleiðingum, börnum og öðrum sóldýrkendum. Seinna röltum við okkur meðfram sjávarsíðunni, yfir Burrard brúna og heim á hostel. Á Granville stræti röltum við framá frábæra marimba hljómsveit, Kutapira sem var að spila fyrir framan Sears. Við tylltum okkur á gangstéttarbrúnina ásamt fjölda manns og hlýddum á nokkur lög. Þetta er eitt af því sem okkur finnst einna skemmtilegast við borgir á sumrin. Um kvöldið fórum við svo niður á ströndina við English Bay og horfðum á sólina setjast bakvið skógi vaxin fjöllin.


On sunday Ottó invited us to join him, his family and their friends down in Surrey for a barbecue in the park. He arranged for his friend Raul to pick us up to go to Surrey. We drove to Crescent park where we set up shop on a couple of picnic tables at the edge of a small field surrounded by some extremely tall trees. It was the two of us, Ottó, Helga, their sons Mikael and seven week old Ísak Ingi, Raul, his wife Maricela, Stu and his wife Anna, and finally Jason. The rest of the afternoon we ate, chatted, played football, frisbee and croquet and generally enjoyed the weather and each others company.

Á sunnudaginn bauð Ottó okkur að koma með honum, fjölskyldunni og vinum þeirra til Surrey til að grilla saman í almenningsgarði í nágrenninu. Hann setti okkur í samband við Raul vin sinn svo við gætum fengið far með honum. Við keyrðum svo í Crescent park þar sem við  komum okkur fyrir á tveimur picnic borðum við jaðarinn á stórum grasfleti með, umkringd af háum trjám. Þarna vorum við tvö, Ottó, Helga, synir þeirra Mikael og sjö vikna gamall Ísak Ingi, Raul, Maricela konan hans, Stu og Anna konan hans og loks Jason. Það sem eftir lifði dags átum við, spjölluðum, spiluðum fótbolta, lékum okkur í frisbí og krokket og nutum veðursins og samverunnar.

Helga & Ísak Ingi
Ottó
Mikael
 It was Raul's birthday and we were lucky enough to get cupcakes with our letters/
Raul átti afmæli og við vorum svo heppin að fá formköku með stöfunum okkar:)


Related Posts with Thumbnails