Monday, June 28, 2010

Sloths and Monkeys

The National Theatre/ Þjóðleikhúsið
 Arna & Röggi í San José
 Bjarki drinking pipa juice/ Bjarki að drekka pipa safa


The first week in Costa Rica has been hectic. The first couple of days we spent with Oddný and Röggi in Ciudad Colón and San Jose. While Oddný went to class in San Jose on Tuesday we walked around downtown with Röggi. It is quite frankly not a very pretty place but there are some nice areas nonetheless. The Costa Ricans (Ticos) rave about their national theatre which is fairly beautiful, albeit a little underwhelming when you have been told it is the highlight of the city. We also checked out the national museum which is not the best in the world to say the least. It is always interesting to see a new place however and the tan/sunburn we got didn't do any harm. We then had a nice barbecue in the evening with Oddný and Röggi before tucking in for the night.

Fyrsta vikan okkar í Costa Rica er búin að vera viðburðarík. Fyrstu tveimur dögunum eyddum við með Oddnýju og Rögga í Ciudad Colón (Görn) og San Jose. Þegar Oddný fór í tíma í San Jose á þriðjudaginn þá röltum við með Rögga um miðbæinn. San Jose er satt best að segja ekkert sérstaklega fallegur staður en sumt er samt sem áður nokkuð huggulegt. Costa Rica búar (Ticoar) lofa þjóðleikhúsið sitt í bak og fyrir og það er vissulega nokkuð snoturt þó svo það standi varla undir því sem þeir segja um það. Við kíktum líka í þjóðminjasafnið sem er vægast sagt ekki það flottasta sem við höfum séð. Það er hinsvegar alltaf áhugavert að skoða nýja staði og tanið/sólbruninn sem við nældum okkur í skemmdi ekkert fyrir deginum. Um kvöldið grilluðum við síðan með Oddnýju og Rögga áður en við komum okkur í ból.

 Bjarki & Röggi á ströndinni í Manuel Antonio
 Manuel Antonio

On wednesday us and Röggi took the bus from San Jose to Quepos to spend a few days while Oddný was working on her final paper that she handed in today. The bus took us through some amazing forest-covered mountain landscapes while we passed over the mountains around the capital area. Quepos is a small town on the pacific coast of Costa Rica but our final destination was an even smaller town about a 10 minute drive further south called Manuel Antonio. This is a very small town on the coast that draws tourists and travelers due to Manuel Antonio national park that sits right next to the town. In this park there is access to some great wildlife along with some beautiful secluded beaches and near-virgin jungle. The park had been damaged by a tropical storm earlier in the year but it was stunning nonetheless. We spent three days in Manuel Antonio, of which one was almost entirely spent walking around the national park looking for monkeys, sloths and other wildlife. We saw at least three species of monkeys, two species of sloths, deer, raccoons, a cayman, a possum, and a wealth of crabs, insects, butterflies, and birds. The wildlife was not limited to the national park and you could see all kinds of fauna all around the little village. There were monkeys climbing on the roof of the hotel where we stayed and when we walked to the tam there was a sloth hanging by the road looking like he was posing for the camera.

Á miðvikudaginn tókum við Röggi rútu frá San Jose til Quepos þar sem við vorum í nokkra daga á meðan Oddný var að klára lokaritgerðina sína sem hún skilaði svo í dag. Í rútunni keyrðum við í gegnum ótrúlegt fjallalandslag þakið skógi á leið okkar niður úr fjöllunum sem höfuðborgin stendur í. Quepos er lítill bær á Kyrrahafsströnd Costa Rica en áfangastaður okkar var enn minni bær um 10 mínútna akstur í suðurát sem heitir Manuel Antonio. Þetta er mjög lítill strandbær sem laðar að sér túrista og ferðafólk vegna þess að hann stendur alveg við Manuel Antonio þjóðgarðinn. Í þjóðgarðinum er hægt að sjá ótrúlegt magn af dýralífi ásamt undurfögrum afskekktum ströndum og nær ósnertum frumskógi. Garðurinn hafði skemmst töluvert í slæmu veðri fyrr á árinu en hann var engu að síður magnaður. Við vorum í Manuel Antonio í þrjá daga og þar af eyddum við næstum heilum degi í að labba um þjóðgarðinn að leita að öpum, letidýrum og öðrum dýrum. Við sáum að minnsta kosti tvær apategundir, tvær tegundir af letidýrum, dádýr, þvottabirni, ferskvatnskrókódíl, pokarottu og allskonar krabba, skordýr, fiðrildi og fugla. Dýralífið var ekki einangrað í þjóðgarðinum og það var hægt að sjá alls kyns dýr á víð og dreif um bæinn. Í kringum hótelið okkar voru apar að klifra og þegar við röltum í hraðbanka þá hékk letidýr við veginn og setti sig í stellingar fyrir myndavélarnar.


 
 
The national park and the fauna was not the only attraction of Manuel Antonio. The beach there is really nice and surprisingly crowd-free considering the number of tourists that must come to check out the national park. There has been a decrease in tourism around here though since the economic downturn and it was quite peculiar to see the numerous hotels and restaurants that were never more than half-full. Of course it also helped that this is not high season and therefore the travelers were even more scarce than usual. The reason this is not high season probably has something to do with this being the rainy season and the fact that there was at least one heavy shower every day we were there. One evening the rainfall was especially heavy as a thunderstorm rolled right over the area. It is surprising how rain is not such a bother though when it comes straight down and is not accompanied by really chilly temperatures. We even went to the beach one afternoon while there was a light drizzle. The beach was always nice and the pacific waves make the sea an interesting playground. We decided to save the surfing for later though.

Þjóðgarðurinn og dýralífið var ekki það eina sem var heillandi í Manuel Antonio. Ströndin í bænum er virkilega falleg og ótrúlega fámenn miðað við hvað það hljóta að koma margir á svæðið til þess að skoða þjóðgarðinn. Það hefur vissulega orðið samdráttur í komu ferðamanna á þessum slóðum síðan kreppan skall á og það var stundum undarlegt að sjá öll þessi hótel og veitingahús sem voru í besta falli hálffull. Það hafði vissulega líka áhrifa að núna er ekki háannatími í túrisma og því var enn minna um ferðamenn en venjulega. Ástæðan fyrir því að þetta er ekki háannatími er líklegast sú að nú er regntíminn og á hverjum degi kom allavega ein hellidemba. Eitt kvöldið var virkilega eins og hellt væri úr fötu með tilheyrandi þrumuveðri. Það er ótrúlegt hversu lítið maður lætur regnið á sig fá þegar það fellur beint niður og kælir mann ekki inn að beini. Við fórum meira að segja á ströndina einn eftirmiðdaginn þó svo það væri smá úði.  Ströndin var alltaf notaleg og Kyrrahafsöldurnar gera sjóinn að skemmtilegum leikvelli. Við ákváðum samt að bíða með brimbrettin þar til síðar.

 Manuel Antonio National Park

We are now back in Ciudad Colón and Oddný has just finished her paper. Congratulations to her! Yesterday we just took it easy around the house, helped Oddný with some editing and went to a barbecue at a restaurant owned by a german friend of Oddný and Röggi. Tonight we will join Oddný and her classmates to relax after all their hard work and then we are off to Puerto Viejo and Bocas del Toro for some more beaches, only this time on the Carribean coast of Costa Rica and Panama.

Nú erum við komin aftur til Ciudad Colón og Oddný var að skila lokaritgerðinni. Til hamingju Oddný! Í gær tókum við því rólega á heimaslóðum, hjálpuðum Oddný smá að fara yfir ritgerðina og skelltum okkur í grillmat á veitingastað sem er rekinn af þýskum vini Oddnýjar og Rögga. Í kvöld kíkjum við með Oddný og bekkjarfélögunum að fagna skilunum og svo á morgun er för okkar heitið til Puerto Viejo og Bocas del Toro á Karíbahafsströnd Costa Rica og Panama.

 
Thunderstorm in Manuel Antonio/ Þrumuveður í Manuel Antonio

Arna eating a Mamón/Arna að borða Mamón
 Market in Quepos/ Markaður í Quepos
 

Wednesday, June 23, 2010

On the road


Late saturday night there was a thunderstorm on Miami Beach with some bright flashes and thunder that ranged from loud cracks to long growling rumbles. On sunday morning we were again woken up by thunder that set off some car alarms in the area. After watching some World Cup we packed our stuff and checked out at 11am to catch the bus to downtown Miami. While we were waiting at a Burger King for Vopni to come pick us up on his lunchbreak we met a guy called Dale, probably homeless, who makes flowers and animals out of palmleaves. We started talking and he told us some awesome stories from when he was younger about walking across south america from the pacific coast to Caracas with his dad. He also told us how him and his dad used to sail out to small islands where they would make their own slow-cooking barbeques to make a stew out of fish, crabs, and lobster that they caught themselves. He was great character and really memorable.

Seint á laugardagskvöldið kom þrumuveður á Miami Beach með hörkueldingum og þrumum sem voru allt frá því að vera háir hvellir og yfir í langar urrandi drunur. Á sunnudasgsmorgun vorum við aftur vakin af þrumum sem voru nógu kraftmiklar til þess að setja af stað þjófavarnarkerfi í bílum á svæðinu. Eftir smá HM-gláp pökkuðum við niður, tékkuðum okkur út og tókum strætó niður í miðbæ Miami. Á meðan við biðum á Burger King eftir að Vopni fengi hádegishlé hittum við mann sem heitir Dale, líklega heimilislaus, og býr til blóm og dýr úr pálma laufblöðum. Við fórum að spjalla og hann sagði okkur fullt af skemmtilegum sögum frá því að hann var yngri þar sem hann gekk yfir Suður Ameríku með pabba sínum, frá Kyrrahafsströndinni til Caracas í Venezuela. Hann var skemmtilegur og eftirminnilegur karakter.

 Bjarki & Dale



Since we were keeping our stuff in Vopni's car till we left for Orlando in the evening we went with him to the Asia building on Brickle Key where he works. The whole island is a gated community of apartment high-rises where you could see how the richer half lives in Downtown Miami. Once Vopni was done working he picked us up and we went to pick up Hekla at Aventura Mall where Alyson works. We had lunch together and then left Alyson and the four of us went and got some Cupcakes at Buttercream. A real treat if you have a sweet tooth. We then took a little walk on a nature trail by Hammock Park and made it back to our car just after it got completely dark. We then said goodbye to Vopni and Hekla and had dinner with Alyson before she dropped us off at the Greyhound station.

Þar sem við geymdum dótið okkar í bílnum hans Vopna þar til við fórum til Orlando um kvöldið þá kíktum við á Asíu bygginguna á Brickle Key þar sem hann vinnur. Öll eyjan er lokuð af með hliði og hún er full af háhýsum. Þar getur maður séð hvernig ríkari helmingurinn lifir í miðborg Miami. Þegar Vopni var búinn að vinna sótti hann okkur og við fórum að ná í Heklu í Aventura Mall þar sem Alyson vinnur. Við fengum okkur hádegismat saman og skildum svo Alyson eftir í vinnunni og við fjögur fórum og fengum okkur formkökur á Buttercream. Algjört góðgæti fyrir þá sem eru fyrir sætindi. Svo fengum við okkur smá göngutúr við garð sem heitir Hammock Park og komum ekki aftur í bílinn fyrr en rétt eftir að það varð alveg dimmt. Við kvöddum svo Vopna og Heklu og borðuðum með Alyson áður en hún skutlaði okkur á Greyhound rútustöðina.


Our Greyhound trip was pretty uneventful except that we picked the seat at the back of the bus, under where the engine was located. This meant that we were sitting in temperatures around 40 degrees and therefore found it pretty hard to catch some shut eye. We finally dosed off just before we came to Orlando and were therefore pretty sleepy when we got off the bus where we were welcomed by Border Patrol asking us where we came from and where we were born and demanding to see our passports. Eventually they let us go but some south american was not quite so lucky since he was taken away in handcuffs. We arrived in Orlando around half past 5 in the morning and it was therefore still dark outside so we waited until it got light before taking the local bus to the airport. We had been warned by Border Patrol that muggings and violent crimes were not uncommon in the area.

Rútuferðin var frekar róleg og þægileg fyrir utan það að við völdum okkur sæti aftast í rútunni þar sem vélin var undir sætinu. Þetta þýddi það að við sátum í 40 stiga hita alla leiðina og áttum þar af leiðandi frekar erfitt með að festa svefn. Við náðum loks að lúra smá rétt áður en við komum til Orlando og vorum þar af leiðandi hálfsofandi þegar við komum út úr rútunni þar sem landamæraverðir tóku á móti okkur og spurðu okkur hvaðan við vorum að koma og hvar við vorum fædd og báðu um að sjá vegabréfin okkar. Á endanum leyfðu þeir okkur að fara en einhver suður ameríkani var ekki eins heppinn og var leiddur í burtu í handjárnum. Við komum til Orlando um hálf 6 um morguninn þegar það var ennþá myrkur svo við biðum eftir að það yrði bjart áður en við tókum strætó á flugvöllinn. Landamæraverðir höfðu aðvarað okkur að það væri þó nokkuð um rán og ofbeldisglæpi á þessu svæði.


In Orlando International airport we were met by a security guard who, after seeing our passports, told us that he had just last week been eating smoked herring and salmon in an Icelandic restaurant near Orlando. The rest of the trip to Ciudad Colón, Costa Rica was fortunately quite uneventful and now we are again enjoying five star hospitality, this time care of Oddný & Röggi.

Á flugvellinum í Orlando tók á móti okkur öryggisvörður sem, eftir að hann kíkti á vegabréfin okkar, tilkynnti okkur að í síðustu viku hefði hann verið að borða síld og graflax á Íslenskum veitingastað í grennd við Orlando. Sem betur fer var afgangurinn af ferðinni til Ciudad Colón í Costa Rica frekar ófréttnæmur og nú erum við enn og aftur að njóta fimm stjörnu gestrisni, í þetta skiptið í boði Oddnýjar og Rögga.

Tuesday, June 22, 2010

Ill will at Goodwill


Who do you know that has been thrown out of a Goodwill store? With a little help from Vopni and Hekla we managed it. We flew into Ft. Lauderdale airport on Thursday morning and Vopni picked us up at the airport and took us to our hotel, The Lombardy Inn on North Miami Beach. We are literally a 3 minute walk away from the beach as we type this, it's just a shame neither of us really enjoys laying around and sunbathing. After we checked in we drove with Vopni down to South Beach where we walked around in sweltering heat and humidity looking for something to eat. After a rather extended stroll we grabbed some good mediterranean food on Lincoln Road and then Vopni dropped us off at the hotel before he went to work. After the really early morning we had we took a nice long nap and just woke up to get some groceries and eat. After dinner we then took a nighttime stroll on the beach which was really nice before tucking in for the night.

Hvern þekkir þú sem hefur verið hent út úr Rauða kross búðinni? Okkur tókst það með smá hjálp frá Vopna og Heklu. Við lentum í Fort Lauderdale á fimmtudagsmorgun þar sem Vopni sótti okkur og skutlaði okkur á Lombardy Inn, hótelið okkar á norðurhluta Miami Beach sem er bókstaflega í 3 mínútna göngufæri frá ströndinni. Það er bara synd að hvorugt okkar nýtur þess að liggja í sólbaði. Þegar við vorum búin að tékka okkur inn þá rúntuðum við með Vopna niður á South Beach þar sem við röltum um í svakalegum hita og raka til þess að finna okkur eitthvað að borða. Eftir fulllangan göngutúr þá fengum við okkur fínan málsverð á Lincoln Road áður en Vopni þurfti að fara að vinna. Við vöknuðum eldsnemma og þessvegna lögðum við okkur vel og lengi eftir að við komum aftur upp á hótel og fórum svo að versla í matinn og borða. Um miðnætti fengum við okkur göngutúr á ströndinni í myrkrinu sem var yndislegt fyrir svefninn.


Vopni took the day off on friday to spend with us and his daughter Hekla who arrived on thursday night. We had quite an eventful day looking around the different parts of Miami. Lunch at Hooters at Bayside in downtown Miami was an experience for Arna and Hekla who had never been to Hooters before. Bayside is an open air mall, something we are not used to but I think we could get used to it. Vopni then drove us around to see the Design District and then up to the north west where there are some less glamorous neighborhoods.

Vopni tók sér frí í vinnunni á föstudaginn til þess að vera með okkur og Heklu dóttur sinni sem kom með flugi á fimmtudagskvöldið. Dagurinn var ansi viðburðaríkur og við sáum hina ýmsu borgarhluta. Það var upplifun fyrir Örnu og Heklu sem höfðu aldrei borðað á Hooters að fá sér hádegismat á Hooters í Bayside í miðborg Miami. Bayside er verslunarmiðstöð undir berum himni, eitthvað sem við erum vægast sagt ekki vön en gætum eflaust vanist. Vopni rúntaði þvínæst með okkur til að skoða Design District hverfið og svo í norðvestur þar við sáum sum af 'síðri' hverfum borgarinnar. 


We ended up going to a Goodwill store in the 'ghetto' to look at some funny clothes. We started trying on some funny ugly sweaters and shirts and taking pictures. Then the store manager, a lady who spoke terrible English, came over and insisted that we stop what we were doing. Watching her debate the situation with Vopni was one of the funnier things we have seen and absolutely priceless. A sample conversation: "You must buy before you try on." "Well if you buy first and then try on, you're not trying on. You're just putting on your own clothes. No store in the world works like that." "Yes, but are you buying this?" "I'm not sure, I'm still trying on." And on and on and on… She eventually gave up although she was not happy. We figured we'd finish putting on one last outfit and take a group photo, but as we set up the camera on a shelf she came over and told us we'd have to leave, she did not have time for this. Not that we'd taken up any of her time until she got upset at us. So we managed to get thrown out of Goodwill for trying on clothes and taking pictures. So far this has been the unquestionable highlight of our trip.

Að lokum kíktum við í 'rauða kross búð' til þess að skoða fyndin föt. Við mátuðum nokkrar fyndnar ljótar peysur og skyrtur og tókum myndir af okkur í þeim. Svo kom verslunarstjórinn, kona sem talaði ekki mikla ensku, og heimtaði að við hættum. Vopni fór að rökræða við hana og það var með því fyndnara sem við höfum séð og algjörlega óborganlegt. Dæmi um samtal: "Þú verður að kaupa áður en þú mátar." "Ef ég kaupi fyrst og máta svo þá er ég ekkert að máta. Þá er ég bara að fara í fötin sem ég á. Svoleiðis er það ekki í neinni búð í heiminum." "Já, en ætlar þú að kaupa þetta?" "Ég veit það ekki, ég er ennþá að máta." Og svo framvegis… Á endanum gaf hún sig og leyfði okkur að máta en hún var ekki sátt. Við hugðumst máta ein föt í viðbót og taka eina hópmynd, en þegar við vorum að stilla myndavélinni upp á hillu kom hún aftur og sagði okkur að við yrðum að fara, hún hefði ekki tíma til að standa í þessu. Við höfðum reyndar ekki verið að sóa hennar tíma þar til hún fór að kvarta. Þannig að okkur tókst að láta henda okkur út úr 'rauða kross búð' fyrir að máta föt og taka myndir. Geri aðrir betur. Þetta er tvímælalaust hápunktur ferðarinnar hingað til.


Friday night we spent with Vopni, Hekla, and Alyson who had finished working. After stopping by their lovely apartment we all headed off to get some great sushi in the Coconut Grove area of Miami, a really lively area on a friday night since it's close to the University of Miami.

Föstudagskvöldinu eyddum við með Vopna, Heklu og Alyson, sem var þá búin að vinna. Við komum fyrst við í fallegu íbúðinni þeirra og skelltum okkur síðan út að borða sushi í Coconut Grove hverfinu í Miami sem er mjög líflegt á föstudagskvöldi enda nálægt Háskólanum í Miami.


Saturday was much more relaxed as we stayed in bed till noon and didn't go out till 2 in the afternoon. After grabbing a bus down to South Beach we strolled along Lincoln Road where we saw some galleries and stores. Vopni and Hekla slept in as well and then came to meet up and we took a stroll around the area and down to the beach. It was incredibly sweet to dip our toes in the warm ocean after pounding pavement for a few hours to soak up the weather and see some art deco architecture.

Laugardagurinn var töluvert rólegri og við fórum ekki fram úr fyrr en á hádegi og ekki út úr húsi fyrr en klukkan 2. Við tókum strætó niður á South Beach, röltum eftir Lincoln Road og skoðuðum gallerí og búðir. Vopni og Hekla sváfu líka út en komu svo og hittu okkur og saman röltum við um hverfið og niður á strönd. Það var ótrúlega notalegt að dýfa tánum í hlýjan sjóinn eftir allt labbið á hörðum gangstéttum að njóta veðurblíðunnar og skoða art deco arkitektúrinn.


Again we met Alyson after she finished work and grabbed dinner at a southwestern restaurant called Lost & Found. Then back to the hotel, relaxing and eating some incredibly unhealthy snacks. Mmm, the good life!

Við hittum síðan Alyson aftur eftir vinnu hjá henni og fengum okkur kvöldmat á Lost & Found, veitingastað sem ætti heima í villta vestrinu. Svo heim á hótel að slappa af og borða ótrúlega óhollt snarl. Lífið er yndislegt!


Friday, June 18, 2010

All Museum'ed out

 The Capitol

Our last days in DC and already we've slowed down a whole lot. On tuesday morning we got a very interesting and enlightening private tour of the Freer Gallery from Steve before we checked out the museum of The American Indian which is confusing and encourages no further interest. We recommend the Freer though, some amazing art and a beautiful building. The air and space museum is a funny old place. The space objects look like props from a B-movie but some of the planes are awesome. I'm sure it is more inspiring to kids. 

Síðustu dagar okkar í DC og við erum strax farin að taka því aðeins rólegar. Á þriðjudagsmorgun gaf Steve okkur persónulega leiðsögn í Freer safninu áður en við kíktum í indjána-safnið sem er ruglingslegt og vekur ekki upp frekari áhuga. Við mælum hinsvegar með Freer safninu sem er með frábæra sýningu og eins er húsið sjálft mjög fallegt. Flug-og geimsafnið er kynlegur kostur. Geimferðahlutirnir líta út fyrir að vera úr gamalli b-mynd en sumar flugvélarnar eru mjög flottar. Safnið er örugglega áhugaverðara fyrir krakka. 

That  night Steve and Erna took us out to a great chinese place called Joe's  Noodle House, although the chinese name was something much more appealing. Of course Margo and Michael were also there and Steve and Erna's son Eirik and his girlfriend Lindsey. Steve ordered 15 courses (written in chinese for good measure) to be shared by all of us and suffice to say that no one went home less than stuffed. 

Um kvöldið fóru Steve og Erna með okkur út að borða á frábæran kínverskan veitingastað sem heitir Joe's Noodle House en nafnið hljómar mun áhugaverðara á kínversku. Margo og Michael komu auðvitað með ásamt Eirik, syni Steve og Ernu, og Lindsey, kærustunni hans. Steve pantaði 15 rétti (skriflega á kínversku í þokkabót) sem við deildum með okkur og það fór enginn svangur heim það kvöldið.  
On our last day in DC we dragged our museum-weary selves out of the house in the afternoon to the museum of american history for a quick glance at one of the biggest museums on 'the mall'. Some of it is really interesting, especially the transport section, although I'm sure If it would have been the first museum of the week we would have been more eager. We still would have given the first-ladies of the Smithsonian part a miss though.

Síðasta daginn okkar í DC tókst okkur, þrátt fyrir safnaþreytu, að drösla okkur út úr húsi og á bandaríska þjóðminjasafnið rétt eftir hádegi, svo eitt stærsta safnið við 'the mall' færi nú ekki alveg fram hjá okkur. Sumt af safninu er mjög áhugavert, sérstaklega samgöngu-hlutinn, en ég er viss um að ef þetta hefði verið fyrsta safnið okkar þessa vikuna þá hefðum við verið spenntari. Við hefðum samt sleppt sýningunni um bandarísku forsetafrúrnar.

In front of the White House/ Fyrir framan Hvíta húsið
Mosquito bite/ Moskítóbit 
Our last meal of the visit to Ingomar Street was another first: a tasty buffalo steak. No surprise at this point that the meal was delicious and the company even greater. Thanks again to our amazing hosts who have been like family for the last couple of days and special thanks to Erna for waking up at quarter to five in the morning to haul us off to Dulles airport for our flight to Miami. Next up: sun, heat, humidity, sand, Vopni, Alyson, Hekla… Miami Beach!

Síðasta kvöldmáltíðin í þessari heimsókn á Ingomar Stræti var vísundasteik; í fyrsta skipti sem við smökkum svoleiðis. Það kom ekki á óvart að maturinn var gómsætur og félagsskapurinn enn betri. Gestgjafarnir okkar hafa látið okkur líða eins og fjölskyldumeðlimum undanfarna daga og við þökkum þeim enn einu sinni innilega fyrir. Erna fær sérstakar þakkir fyrir að vakna klukkan korter í 5 til þess að skutla okkur út á Dulles flugvöll í flug til Miami. Næst: sól, hiti, raki, sandur, Vopni, Alyson, Hekla… Miami Beach!

At Steve's & Erna's/ Hjá Steve & Ernu 




More Photos/ Fleri myndir
Related Posts with Thumbnails