Sunday, November 28, 2010

Tropical finale

Isla Mujeres

Say what?
Our last stop in Mexico before starting our homeward journey was Isla Mujeres, just outside Cancun. Cancun is only a short bus ride up the coast from Playa del Carmen but it's not a fun journey. Sure the bus is nicer than the ones we've been getting used to but by now we are in tourist central and we don't pass anything of interest, only endless hotels and resorts. Towards the end of the route we enter the urban centre of Cancun and is not pretty. There is some interesting architecture but it has long since been overrun with billboards, neon lights, and all the worst traits of urbanisation. We jump off our bus and immediately find another bus stop so we can head to the ferry to Isla Mujeres. The boat trip is short but we enjoy some touristy versions of traditional Mexican music on the open deck before it starts raining.

Síðasti viðkomustaðurinn okkar í Mexíkó áður en við fórum að halda heim á leið var Isla Mujeres, eyja rétt fyrir utan Cancun. Rútuferðin milli Playa del Carmen og Cancun er ekki löng en hún er heldur ekki skemmtileg. Rútan var jú skárri en þær sem við vorum orðin vön en nú erum við komin í hjarta túrismans og útum gluggana á rútunni sjáum við ekkert nema endalaus hótel og skemmtigarða. Í lok ferðarinnar komum við í miðborg Cancun og hún er ekki fögur. Það er eitthvað af fallegum byggingum en þær eru löngu horfnar í urmul auglýsinga- og ljósaskilta og allt það versta við borgarvæðinguna. Við stökkvum úr rútunni og finnum okkur næstu stoppistöð svo við getum skellt okkur í ferjuna til Isla Mujeres. Bátsferðin er stutt en við náum að njóta nokkurra ferðamannavæddra Mexíkóskra laga á opnu dekki bátsins áður en það fer að rigna.



On Isla we are greeted with another chaotic scramble for tourist money but we quickly meander our way through and start hiking our way to the hostel we had spotted in our trusty Lonely Planet guide. The island is only about 500m wide at its northern tip where the ferry docks are and the Poc-Na hostel is therefore luckily only a 10 minute walk away, even if it is on the islands eastern coast. It is slightly larger than most hostels we had patronised but the atmosphere is friendly and its location away from the hub of tourism activity gives it a tranquil feel, remarkably close to the more traditional tourist area. A reasonably good restaurant, a friendly staff and the somewhat secluded beach garden meant that we enjoyed our time there without being overly active.

Á Isla tók á móti okkur venjubundin hasar þegar heimamenn gera sitt besta til þess að ná í eitthvað af peningunum sem þeir vita að túristarnir bera með sér en við smokrum okkur í gegnum þvöguna og röltum í átt að hosteli sem við fundum í ómissandi Lonely Planet bókinni okkar. Eyjan er bara um það bil 500m breið á norðurendanum þar sem ferjuhöfnin er og röltið á Poc-Na hostelið tók þess vegna bara sirka 10mín, þó svo það sé á austurströnd eyjarinnar. Það er svolítið stærra en flest hostelin sem við höfum heimsótt en andrúmsloftið er vinalegt og staðsetningin, aðeins frá mesta túristastraumnum, veldur því að þar er rólegt þó svo stutt sé í hefðbundinn túrisma með öllum sínum truflunum. Þar er líka þokkalegur veitingastaður, vinalegt starfsfólk og tiltölulega afgirt strandsvæði svo við eyddum tíma okkar þar á frekar rólegan hátt.

We didn't just lay about in the beach hammocks though. We explored the length of the island on rented bikes, a great way to get around on the relatively long and flat island. The southern tip is slightly hilly but worth the bike ride to see the local neighbourhoods and the lighthouse right on the tip. We saved ourselves the admission fee though since we were more interested in the lizards lazing about on the surrounding walls. On the way we also stopped by a quirky local aquarium to check out some tropical fish and turtles of all sizes. One striking feature of the island is the stark contrast between the luxurious vacation homes owned by rich Mexicans and foreigners and the shacks where locals live. Often the two are only separated by 50 metres so the vast gap cannot be missed.

Við héngum samt ekki bara í hengirúmum. Við skoðuðum eyjuna endana á milli á leigðum hjólum, frábær leið til þess að ferðast um tiltölulega langa og flata eyjuna. Suðurendinn er reyndar tiltölulega hæðóttur en þess virði að hjóla um og skoða hverfin þar sem heimamenn búa og vitann á bláendanum sjálfum. Við spöruðum okkur samt aðgangseyrinn því við höfðum meiri áhuga á eðlunum sem sóluðu sig á veggjunum í kring. Á leiðinni suður eftir eyjunni heimsóttum við líka skemmtilegt lítið sædýrasafn þar sem við skoðuðum hitabeltisfiska og skjaldbökur af öllum stærðum. Eitt sem er mjög eftirtektarvert á eyjunni er hinn gríðarlegi munur á milli glæsilegra sumarhúsa ríkra Mexíkóa og útlendinga og kofanna sem heimamenn búa í. Oft eru ekki nema 50m á milli og munurinn er því ennþá augljósari.


 We also took our last chance to go snorkling in Isla. We booked a trip in our hostel and hopped on a boat with several other tourists to reach the coral reef off the west coast of the island. Unlike Caye Caulker, where we snorkled in water shallow enough to stand and rest between dives, the water was about 4 metres deep and we got a flotation belt along with our goggles and snorkle. The depth seems to allow the fish more space to grow as we mostly saw the same types of fish as before, only they were about ten times larger. A strong current carried us along the reef and a guide made sure we kept heading in the right direction. After our second session in the water Bjarki had enough and threw up overboard. This has become standard procedure during snorkling excursions.

Við nýttum líka síðasta tækifærið okkar til þess að snorkla á Isla. Við bókuðum ferð á hostelinu okkar og stukkum um borð í lítinn bát ásamt nokkrum öðrum túristum til þess að komast að kóralrifinu rétt utan við vesturströnd eyjarinnar. Ólíkt Caye Caulker, þar sem við snorkluðum í sjó sem er nógu grunnur til þess að standa og hvíla sig á milli þess sem við köfuðum, þá var sjórinn sirka 4m djúpur og við fengum flotbelti ásamt gleraugum og öndunarpípu. Aukin dýpt virðist gefa fiskunum meira rými til þess að stækka því við sáum að mestu sömu tegundir og við vorum búin að sjá, nema þeir voru svona tíu sinnum stærri. Sterkur straumur bar okkur meðfram rifinu og leiðsögumaður sá til þess að við stefndum í rétta átt. Eftir seinna skiptið okkar í sjónum þá var Bjarki búinn að fá nóg og ældi yfir borðstokkinn. Sem er orðið hefðbundið í þessum snorkl ævintýrum okkar.

Included in our trip was a lunch where we got to taste some of the fish we might have been admiring earlier. Apparently Icelandic whale-watching is not the only place where you admire animals before eating them. The seaside restaurant was a perfect way to relax after some hard work in the water. The meal great for filling up on if the ocean doesn't quite agree with you. There was also a small pen in the shallow water by the restaurant where the locals had trapped small sharks for our enjoyment.

Hádegisverður var innifalinn í ferðinni og þar fengum við að smakka á fiskum sem við vorum mögulega að skoða rétt áður. Það er greinilega ekki bara í íslenskri hvalaskoðun sem maður dáist fyrst að dýrunum og borðar þau svo. Veitingastaðurinn við ströndina var fullkominn til þess að slappa af eftir puðið í sjónum. Máltíðin var líka fullkomin til þess að fylla á tankinn fyrir þá sem eiga ekki alveg samleið með sjónum. Það var líka smá kví í grunnum sjónum við veitingastaðinn þar sem heimamenn höfðu fangað nokkra litla hákarla okkur til skemmtunar.

Most of our afternoons on Isla were spent in the aforementioned hammocks or playing a little tennis on the beach. Bjarki also managed to find his way into a daily pick-up game of beach volleyball that even continued into the night with the aid of lights. Arna, meanwhile, made sure the masseurs at the hostel were kept busy and their pockets filled.

Flestum eftirmiðdögunum okkar á Isla eyddum við í áðurnefndum hengirúmum eða að spila smá tennis á ströndinni. Bjarki kom sér líka inní daglegann strandblaksleik sem lauk yfirleitt ekki fyrr en eftir sólsetur þökk sé ljósum í pálmatrjánum. Á meðan sá Arna til þess að nuddararnir á hostelinu höfðu nóg að gera og fóru ekki tómhentir heim.


After several days of this relaxing lifestyle it was time to start heading to colder climates. We decided to leave for Cancun the day before our flight to make getting to the airport a little less stressful. A wise decision it turned out since we forgot our laptop charger on Isla and Bjarki had to wake up extremely early the morning of our flight to catch the ferry back and forth while Arna finished packing. A stroll in downtown Cancun the previous night was relaxing but the atmosphere was kind of odd such a short distance away from the wild distractions of the hotel district. The town square was almost like an island of local flavour, surrounded by an ocean of generic tourist monotony. Leaving Central America we feel both a hint of sadness but also some relief. The constant unknowns are what fascinates but they are also what can make traveling slightly exhausting.

Eftir nokkra daga af þessum afslappaða lífsstíl þá var kominn tími til að halda í kaldara loftslag. Við ákváðum að halda til Cancun kvöldið áður en við áttum flug til New York svo það væri minna stress á leið á flugvöllinn. Það reyndist vera góð ákvöðru því við gleymdum hleðslutækinu fyrir fartölvuna á Isla og Bjarki þurfti að vakna eldsnemma morguninn sem við flugum og taka ferjuna fram og til baka á meðan Arna kláraði að pakka. Við fengum okkur þægilegan göngutúr í miðborg Cancun kvöldið áður en andrúmsloftið þar er einkennilegt svona stutt frá hasarnum og glamúrnum á hótelsvæðinu við ströndina. Torgið er eins og eyja af Mexíkóskum raunveruleika, umkringt einsleitum túrisma. Við finnum fyrir smá leiða við það að fara frá Mið-Ameríku en líka örlitlum létti. Endalausar nýjungar og óvissa er það sem heillar en það er líka það sem getur gert ferðalaug svolítið lýjandi.

No comments:

Post a Comment

Related Posts with Thumbnails