Monday, June 28, 2010

Sloths and Monkeys

The National Theatre/ Þjóðleikhúsið
 Arna & Röggi í San José
 Bjarki drinking pipa juice/ Bjarki að drekka pipa safa


The first week in Costa Rica has been hectic. The first couple of days we spent with Oddný and Röggi in Ciudad Colón and San Jose. While Oddný went to class in San Jose on Tuesday we walked around downtown with Röggi. It is quite frankly not a very pretty place but there are some nice areas nonetheless. The Costa Ricans (Ticos) rave about their national theatre which is fairly beautiful, albeit a little underwhelming when you have been told it is the highlight of the city. We also checked out the national museum which is not the best in the world to say the least. It is always interesting to see a new place however and the tan/sunburn we got didn't do any harm. We then had a nice barbecue in the evening with Oddný and Röggi before tucking in for the night.

Fyrsta vikan okkar í Costa Rica er búin að vera viðburðarík. Fyrstu tveimur dögunum eyddum við með Oddnýju og Rögga í Ciudad Colón (Görn) og San Jose. Þegar Oddný fór í tíma í San Jose á þriðjudaginn þá röltum við með Rögga um miðbæinn. San Jose er satt best að segja ekkert sérstaklega fallegur staður en sumt er samt sem áður nokkuð huggulegt. Costa Rica búar (Ticoar) lofa þjóðleikhúsið sitt í bak og fyrir og það er vissulega nokkuð snoturt þó svo það standi varla undir því sem þeir segja um það. Við kíktum líka í þjóðminjasafnið sem er vægast sagt ekki það flottasta sem við höfum séð. Það er hinsvegar alltaf áhugavert að skoða nýja staði og tanið/sólbruninn sem við nældum okkur í skemmdi ekkert fyrir deginum. Um kvöldið grilluðum við síðan með Oddnýju og Rögga áður en við komum okkur í ból.

 Bjarki & Röggi á ströndinni í Manuel Antonio
 Manuel Antonio

On wednesday us and Röggi took the bus from San Jose to Quepos to spend a few days while Oddný was working on her final paper that she handed in today. The bus took us through some amazing forest-covered mountain landscapes while we passed over the mountains around the capital area. Quepos is a small town on the pacific coast of Costa Rica but our final destination was an even smaller town about a 10 minute drive further south called Manuel Antonio. This is a very small town on the coast that draws tourists and travelers due to Manuel Antonio national park that sits right next to the town. In this park there is access to some great wildlife along with some beautiful secluded beaches and near-virgin jungle. The park had been damaged by a tropical storm earlier in the year but it was stunning nonetheless. We spent three days in Manuel Antonio, of which one was almost entirely spent walking around the national park looking for monkeys, sloths and other wildlife. We saw at least three species of monkeys, two species of sloths, deer, raccoons, a cayman, a possum, and a wealth of crabs, insects, butterflies, and birds. The wildlife was not limited to the national park and you could see all kinds of fauna all around the little village. There were monkeys climbing on the roof of the hotel where we stayed and when we walked to the tam there was a sloth hanging by the road looking like he was posing for the camera.

Á miðvikudaginn tókum við Röggi rútu frá San Jose til Quepos þar sem við vorum í nokkra daga á meðan Oddný var að klára lokaritgerðina sína sem hún skilaði svo í dag. Í rútunni keyrðum við í gegnum ótrúlegt fjallalandslag þakið skógi á leið okkar niður úr fjöllunum sem höfuðborgin stendur í. Quepos er lítill bær á Kyrrahafsströnd Costa Rica en áfangastaður okkar var enn minni bær um 10 mínútna akstur í suðurát sem heitir Manuel Antonio. Þetta er mjög lítill strandbær sem laðar að sér túrista og ferðafólk vegna þess að hann stendur alveg við Manuel Antonio þjóðgarðinn. Í þjóðgarðinum er hægt að sjá ótrúlegt magn af dýralífi ásamt undurfögrum afskekktum ströndum og nær ósnertum frumskógi. Garðurinn hafði skemmst töluvert í slæmu veðri fyrr á árinu en hann var engu að síður magnaður. Við vorum í Manuel Antonio í þrjá daga og þar af eyddum við næstum heilum degi í að labba um þjóðgarðinn að leita að öpum, letidýrum og öðrum dýrum. Við sáum að minnsta kosti tvær apategundir, tvær tegundir af letidýrum, dádýr, þvottabirni, ferskvatnskrókódíl, pokarottu og allskonar krabba, skordýr, fiðrildi og fugla. Dýralífið var ekki einangrað í þjóðgarðinum og það var hægt að sjá alls kyns dýr á víð og dreif um bæinn. Í kringum hótelið okkar voru apar að klifra og þegar við röltum í hraðbanka þá hékk letidýr við veginn og setti sig í stellingar fyrir myndavélarnar.


 
 
The national park and the fauna was not the only attraction of Manuel Antonio. The beach there is really nice and surprisingly crowd-free considering the number of tourists that must come to check out the national park. There has been a decrease in tourism around here though since the economic downturn and it was quite peculiar to see the numerous hotels and restaurants that were never more than half-full. Of course it also helped that this is not high season and therefore the travelers were even more scarce than usual. The reason this is not high season probably has something to do with this being the rainy season and the fact that there was at least one heavy shower every day we were there. One evening the rainfall was especially heavy as a thunderstorm rolled right over the area. It is surprising how rain is not such a bother though when it comes straight down and is not accompanied by really chilly temperatures. We even went to the beach one afternoon while there was a light drizzle. The beach was always nice and the pacific waves make the sea an interesting playground. We decided to save the surfing for later though.

Þjóðgarðurinn og dýralífið var ekki það eina sem var heillandi í Manuel Antonio. Ströndin í bænum er virkilega falleg og ótrúlega fámenn miðað við hvað það hljóta að koma margir á svæðið til þess að skoða þjóðgarðinn. Það hefur vissulega orðið samdráttur í komu ferðamanna á þessum slóðum síðan kreppan skall á og það var stundum undarlegt að sjá öll þessi hótel og veitingahús sem voru í besta falli hálffull. Það hafði vissulega líka áhrifa að núna er ekki háannatími í túrisma og því var enn minna um ferðamenn en venjulega. Ástæðan fyrir því að þetta er ekki háannatími er líklegast sú að nú er regntíminn og á hverjum degi kom allavega ein hellidemba. Eitt kvöldið var virkilega eins og hellt væri úr fötu með tilheyrandi þrumuveðri. Það er ótrúlegt hversu lítið maður lætur regnið á sig fá þegar það fellur beint niður og kælir mann ekki inn að beini. Við fórum meira að segja á ströndina einn eftirmiðdaginn þó svo það væri smá úði.  Ströndin var alltaf notaleg og Kyrrahafsöldurnar gera sjóinn að skemmtilegum leikvelli. Við ákváðum samt að bíða með brimbrettin þar til síðar.

 Manuel Antonio National Park

We are now back in Ciudad Colón and Oddný has just finished her paper. Congratulations to her! Yesterday we just took it easy around the house, helped Oddný with some editing and went to a barbecue at a restaurant owned by a german friend of Oddný and Röggi. Tonight we will join Oddný and her classmates to relax after all their hard work and then we are off to Puerto Viejo and Bocas del Toro for some more beaches, only this time on the Carribean coast of Costa Rica and Panama.

Nú erum við komin aftur til Ciudad Colón og Oddný var að skila lokaritgerðinni. Til hamingju Oddný! Í gær tókum við því rólega á heimaslóðum, hjálpuðum Oddný smá að fara yfir ritgerðina og skelltum okkur í grillmat á veitingastað sem er rekinn af þýskum vini Oddnýjar og Rögga. Í kvöld kíkjum við með Oddný og bekkjarfélögunum að fagna skilunum og svo á morgun er för okkar heitið til Puerto Viejo og Bocas del Toro á Karíbahafsströnd Costa Rica og Panama.

 
Thunderstorm in Manuel Antonio/ Þrumuveður í Manuel Antonio

Arna eating a Mamón/Arna að borða Mamón
 Market in Quepos/ Markaður í Quepos
 

8 comments:

  1. Hæ lúxuspöddur
    Ohhhhhh hvað það ermargt skemmtilegt í henni veröld. Hjarta náttúrufræðingsins er á yfirsnúningi yfir þessum myndum og frásögn. Dásamlegt allt saman.
    Takk fyrir það og haldið áfram að njóta
    LUV

    ReplyDelete
  2. Soffía Fr. Rafnsd.28/6/10 22:16

    Gaman að fylgjast með ykkur, skemmtilegar sögur og flottar myndir ;-)

    Kv. Soffía frænka Bjarka

    ReplyDelete
  3. ætla að kvitta fyrir mig, maður verður að fylgjast með ykkur!
    skemmtið ykkur vel í ævintýrum ykkar, og verð að commenta á myndirnar- þær eru æðislegar!
    gangi ykkur allt í haginn..

    Kv. Hörn rhodiumstúlka ; )

    ReplyDelete
  4. wonderful to read how much you are seeing and doing!

    ReplyDelete
  5. Yay! Always nice to read the comments and see someone is following :)

    Jeij! Alltaf gaman að lesa comment og sjá að einhverjir eru að fylgjast með :)

    ReplyDelete
  6. alda maría28/6/10 23:21

    Awesome! Eruð pottþétt að skemmta ykkur mega vel :)

    ReplyDelete
  7. Ásta Steinunn29/6/10 00:41

    Vá hvað þetta er æðislegt hjá ykkur, er búin að vera föst hérna að lesa allt bloggið ykkar (ætlaði að vera löngu farin að sofa híhí). Það er augljóslegt að þið eruð í ævintýri lífs ykkar, farið nú varlega og haldið áfram að blogga skemmtilega ;) Knús til ykkar

    ReplyDelete
  8. Here's a useful travel planning resource for Manuel Antonio - http://itravel-costarica.com/manuel_antonio_national_park.php

    ReplyDelete

Related Posts with Thumbnails