Tuesday, June 22, 2010

Ill will at Goodwill


Who do you know that has been thrown out of a Goodwill store? With a little help from Vopni and Hekla we managed it. We flew into Ft. Lauderdale airport on Thursday morning and Vopni picked us up at the airport and took us to our hotel, The Lombardy Inn on North Miami Beach. We are literally a 3 minute walk away from the beach as we type this, it's just a shame neither of us really enjoys laying around and sunbathing. After we checked in we drove with Vopni down to South Beach where we walked around in sweltering heat and humidity looking for something to eat. After a rather extended stroll we grabbed some good mediterranean food on Lincoln Road and then Vopni dropped us off at the hotel before he went to work. After the really early morning we had we took a nice long nap and just woke up to get some groceries and eat. After dinner we then took a nighttime stroll on the beach which was really nice before tucking in for the night.

Hvern þekkir þú sem hefur verið hent út úr Rauða kross búðinni? Okkur tókst það með smá hjálp frá Vopna og Heklu. Við lentum í Fort Lauderdale á fimmtudagsmorgun þar sem Vopni sótti okkur og skutlaði okkur á Lombardy Inn, hótelið okkar á norðurhluta Miami Beach sem er bókstaflega í 3 mínútna göngufæri frá ströndinni. Það er bara synd að hvorugt okkar nýtur þess að liggja í sólbaði. Þegar við vorum búin að tékka okkur inn þá rúntuðum við með Vopna niður á South Beach þar sem við röltum um í svakalegum hita og raka til þess að finna okkur eitthvað að borða. Eftir fulllangan göngutúr þá fengum við okkur fínan málsverð á Lincoln Road áður en Vopni þurfti að fara að vinna. Við vöknuðum eldsnemma og þessvegna lögðum við okkur vel og lengi eftir að við komum aftur upp á hótel og fórum svo að versla í matinn og borða. Um miðnætti fengum við okkur göngutúr á ströndinni í myrkrinu sem var yndislegt fyrir svefninn.


Vopni took the day off on friday to spend with us and his daughter Hekla who arrived on thursday night. We had quite an eventful day looking around the different parts of Miami. Lunch at Hooters at Bayside in downtown Miami was an experience for Arna and Hekla who had never been to Hooters before. Bayside is an open air mall, something we are not used to but I think we could get used to it. Vopni then drove us around to see the Design District and then up to the north west where there are some less glamorous neighborhoods.

Vopni tók sér frí í vinnunni á föstudaginn til þess að vera með okkur og Heklu dóttur sinni sem kom með flugi á fimmtudagskvöldið. Dagurinn var ansi viðburðaríkur og við sáum hina ýmsu borgarhluta. Það var upplifun fyrir Örnu og Heklu sem höfðu aldrei borðað á Hooters að fá sér hádegismat á Hooters í Bayside í miðborg Miami. Bayside er verslunarmiðstöð undir berum himni, eitthvað sem við erum vægast sagt ekki vön en gætum eflaust vanist. Vopni rúntaði þvínæst með okkur til að skoða Design District hverfið og svo í norðvestur þar við sáum sum af 'síðri' hverfum borgarinnar. 


We ended up going to a Goodwill store in the 'ghetto' to look at some funny clothes. We started trying on some funny ugly sweaters and shirts and taking pictures. Then the store manager, a lady who spoke terrible English, came over and insisted that we stop what we were doing. Watching her debate the situation with Vopni was one of the funnier things we have seen and absolutely priceless. A sample conversation: "You must buy before you try on." "Well if you buy first and then try on, you're not trying on. You're just putting on your own clothes. No store in the world works like that." "Yes, but are you buying this?" "I'm not sure, I'm still trying on." And on and on and on… She eventually gave up although she was not happy. We figured we'd finish putting on one last outfit and take a group photo, but as we set up the camera on a shelf she came over and told us we'd have to leave, she did not have time for this. Not that we'd taken up any of her time until she got upset at us. So we managed to get thrown out of Goodwill for trying on clothes and taking pictures. So far this has been the unquestionable highlight of our trip.

Að lokum kíktum við í 'rauða kross búð' til þess að skoða fyndin föt. Við mátuðum nokkrar fyndnar ljótar peysur og skyrtur og tókum myndir af okkur í þeim. Svo kom verslunarstjórinn, kona sem talaði ekki mikla ensku, og heimtaði að við hættum. Vopni fór að rökræða við hana og það var með því fyndnara sem við höfum séð og algjörlega óborganlegt. Dæmi um samtal: "Þú verður að kaupa áður en þú mátar." "Ef ég kaupi fyrst og máta svo þá er ég ekkert að máta. Þá er ég bara að fara í fötin sem ég á. Svoleiðis er það ekki í neinni búð í heiminum." "Já, en ætlar þú að kaupa þetta?" "Ég veit það ekki, ég er ennþá að máta." Og svo framvegis… Á endanum gaf hún sig og leyfði okkur að máta en hún var ekki sátt. Við hugðumst máta ein föt í viðbót og taka eina hópmynd, en þegar við vorum að stilla myndavélinni upp á hillu kom hún aftur og sagði okkur að við yrðum að fara, hún hefði ekki tíma til að standa í þessu. Við höfðum reyndar ekki verið að sóa hennar tíma þar til hún fór að kvarta. Þannig að okkur tókst að láta henda okkur út úr 'rauða kross búð' fyrir að máta föt og taka myndir. Geri aðrir betur. Þetta er tvímælalaust hápunktur ferðarinnar hingað til.


Friday night we spent with Vopni, Hekla, and Alyson who had finished working. After stopping by their lovely apartment we all headed off to get some great sushi in the Coconut Grove area of Miami, a really lively area on a friday night since it's close to the University of Miami.

Föstudagskvöldinu eyddum við með Vopna, Heklu og Alyson, sem var þá búin að vinna. Við komum fyrst við í fallegu íbúðinni þeirra og skelltum okkur síðan út að borða sushi í Coconut Grove hverfinu í Miami sem er mjög líflegt á föstudagskvöldi enda nálægt Háskólanum í Miami.


Saturday was much more relaxed as we stayed in bed till noon and didn't go out till 2 in the afternoon. After grabbing a bus down to South Beach we strolled along Lincoln Road where we saw some galleries and stores. Vopni and Hekla slept in as well and then came to meet up and we took a stroll around the area and down to the beach. It was incredibly sweet to dip our toes in the warm ocean after pounding pavement for a few hours to soak up the weather and see some art deco architecture.

Laugardagurinn var töluvert rólegri og við fórum ekki fram úr fyrr en á hádegi og ekki út úr húsi fyrr en klukkan 2. Við tókum strætó niður á South Beach, röltum eftir Lincoln Road og skoðuðum gallerí og búðir. Vopni og Hekla sváfu líka út en komu svo og hittu okkur og saman röltum við um hverfið og niður á strönd. Það var ótrúlega notalegt að dýfa tánum í hlýjan sjóinn eftir allt labbið á hörðum gangstéttum að njóta veðurblíðunnar og skoða art deco arkitektúrinn.


Again we met Alyson after she finished work and grabbed dinner at a southwestern restaurant called Lost & Found. Then back to the hotel, relaxing and eating some incredibly unhealthy snacks. Mmm, the good life!

Við hittum síðan Alyson aftur eftir vinnu hjá henni og fengum okkur kvöldmat á Lost & Found, veitingastað sem ætti heima í villta vestrinu. Svo heim á hótel að slappa af og borða ótrúlega óhollt snarl. Lífið er yndislegt!


2 comments:

  1. Anonymous22/6/10 14:02

    Þá er maraþonlesningin búin eftir að ég komst að því að þú værir farin á vit sólar og hita.
    Ótrúlega fallegar myndir og ég hlakka til að fylgjast með.

    kv. Ása

    ReplyDelete
  2. En gaman hjá ykkur..
    Bíð alltaf spennt eftir póstum og í dag ákvað Nóinn að vera góður og leyfa mér að lesa og skoða myndirnar :)

    Nammm hef einmitt farið á Buttercream :Þ

    Vonandi er enn lífið svona yndislegt því það er það vissulega hérna í Bárujárnskofanum okkar.

    knús í klessu

    ReplyDelete

Related Posts with Thumbnails