Thursday, July 1, 2010

Caribbean Style

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri

Two days, two new towns, and two hot, sweaty busrides. We are now on the Bocas del Toro archipelago off the northeastern coast of Panama where we are planning to spend the next two to three days. We set off from Ciudad Colón yesterday morning and began by heading up to the University for Peace where Oddný has been studying for the past year. The campus is wedged in between coffee fields in the mountains above Colón and the view is really enchanting. Oddný and Röggi told us that early in the mornings when it's clear you can see three volcanoes on the horizon.

Tveir dagar, tveir nýjir bæjir og tvær heitar og sveittar rútuferðir. Við erum núna á Bocas del Toro eyjunum fyrir utan norðausturströnd Panama þar sem við stefnum á að stoppa næstu tvo til þrjá daga. Við lögðum af stað í gærmorgun frá Ciudad Colón og byrjuðum á að rúlla okkur upp í University for Peace þar sem Oddný er búin að vera að læra undanfarið ár. Skólinn stendur á milli kaffiakra uppí fjöllunum fyrir ofan Colón þar sem útsýnið er heillandi. Oddný og Röggi sögðu okkur að það sjáist til þriggja eldfjalla snemma á morgnana þegar það er alveg heiðskýrt.


The school bus then took us from the University and down to San Jose where we caught a bus to Puerto Viejo. The bus ride took four and a half hours and since there was no A/C it got pretty sweaty and sticky along the way. The route took us through a really varied landscape, from the mountains and down through pineapple and banana fields and finally along the coast. Puerto Viejo is a small town on the Caribbean coast that is a kind center for reggae in Costa Rica, complete with rastafarian memorabilia and dreadlocks. We didn't arrive there until after dark and as soon as we had found a hotel and settled in we headed straight out to grab some Jamaican jerk chicken. Oddný and Röggi had eaten at this place before and couldn't wait to get some more. Suffice to say jerk chicken is probably the second best thing to come out of Jamaica behind reggae music.

 Við tókum síðan skólarútuna niður til San Jose þar sem við komum okkur upp í aðra rútu til Puerto Viejo. Rútuferðin tók fjóra og hálfan tíma og þar sem það var engin loftkæling þá urðum við ansi sveitt og sjúskuð á leiðinni. Leiðin lá í gegnum ýmis konar landslag, frá fjöllunum niður í gegnum ananas- og bananaakra og loks meðfram ströndinni. Puerto Viejo er lítill bær á Karíbahafsströndinni sem er einskonar reggae miðstöð Costa Rica, með rastafari minjagripum og dreadlocks. Við komum ekki þangað fyrr en eftir myrkur og eftir að við fundum okkur hótel og komum okkur fyrir þar þá drifum við okkur út að fá okkur jerk kjúkling að hætti Jamaíka. Oddný og Röggi höfðu borðað á þessum stað áður og gátu ekki beðið eftir að fá sér meira. Það er skemmst frá því að segja að jerk kjúklingur er sennilega það næstbesta sem hefur komið frá Jamaíka á eftir reggae tónlist.


After the meal we sat down at the nearest bar and listened to some sweet reggae music while we chatted and took in the street life. The atmosphere in Puerto Viejo is really vibrant and colourful and the town itself is quite pretty, especially compared to San Jose.

 Eftir matinn tylltum við okkur á næsta bar og hlustuðum á ljúfa reggae tóna á meðan við virtum fyrir okkur götulífið og spjölluðum. Stemmningin í Puerto Viejo er virkilega skemmtileg og lifandi og bærinn sjálfur er virkilega krúttlegur, sérstaklega miðað við San Jose.


We got a better look at Puerto Viejo in the morning after we woke up and dragged our asses out of bed. Since we had by no means had enough we went back for some more jerk chicken for breakfast, although Oddný and Röggi had a more traditional breakfast. The town certainly didn't look any worse in the sunlight but our stop wasn't extended this time around as we caught a lunchtime bus onward to Sixaola on the border with Panama.

Við sáum Puerto Viejo betur um morguninn þegar við vöknuðum og dröttuðumst á fætur. Við fengum engan veginn nóg kvöldið áður og snöruðum því í okkur meiri jerk kjúkling í morgunmat en Oddný og Röggi fengu sér hefðbundnari morgunmat. Bærinn var ekki síðri í sólskininu en stoppið varð ekki lengra í Puerto Viejo í þetta skiptið því við tókum hádegisrútu áfram til Sixaola á landamærunum við Panama.


We then strolled across a rather rusty and dilapidated bridge and into Panama. When we got there we entered into a rather funny little scam created to squeeze some extra money out of us tourists. It so happened that there was no way to get access into the country without having some kind of ticket out of the country and the only way to obtain one was to buy a bus ticket from a company that just happens to have a small shack across the road. They only sell one type of ticket all the way from Bocas to San Jose for $12. It made no difference where in Costa Rica you were returning to and whether you were going somewhere other than Bocas, this was the only way to get into the country. We had quite a heated discussion with the guys who worked for this bus company that obviously has the immigration officers in its pocket but it didn't matter that we said these tickets were useless to us since we were returning to Puerto Viejo and not San Jose and we were quite capable of walking back across the bridge without bus tickets, this was the only way. We ended up getting the tickets but not without putting up a fight. I'm guessing they will probably remember the crazy Icelanders who wouldn't stop arguing, unlike the docile Americans who just gave up their money and couldn't see any problem.

Við töltum okkur svo yfir vel ryðgaða og illa farna brú og yfir til Panama. Þegar þangað var komið tók á móti okkur skemmtilegt svindl, skipulagt til þess að ná smá pening af okkur túristunum. Það var semsagt ekki hægt að fá stimpil inní landið nema eiga miða til baka úr landinu og eina leiðin til þess að fá hann var að kaupa rútumiða af einhverju fyrirtæki sem, merkilegt nokk, var einmitt með skúr þarna við hliðina. Þeir selja bara eina tegund miða alla leiðina frá Bocas til San Jose á $12. Það skipti engu máli hvert maður var að fara í Costa Rica eða hvort maður var að fara eitthvað annað en til Bocas, þetta var eina leiðin til þess að komast inní landið. Við rifumst hressilega við náungana sem voru í vinnu hjá þessu fyrirtæki sem er augljóslega með landamæraverðina í vasanum en það skipti engu máli þótt við segðumst ekkert hafa að gera með þessa miða þar sem við færum til baka til Puerto Viejo en ekki San Jose og gætum alveg labbað sjálf yfir landamærin án þess að þurfa einhvern rútumiða, þetta var eina leiðin. Við enduðum á því að kaupa þessa blessuðu miða en ekki fyrr en eftir smá rifrildi. Þeir eiga væntanlega eftir að muna eftir Íslendingunum sem rifu endalaust kjaft, ólíkt blessuðum ameríkönunum sem borguðu bara og fannst ekkert að þessu.


Afterwards we took a 45 minute taxi to Bocas and got dropped off at the harbor where the water taxi waited to take us out to the islands where this is written. The ride in the watertaxi was amazing and the view was stunning. The town of Bocas del Toro here on Colón island is another cute little coastal town with colorful wooden houses, a relaxed atmosphere and lots of travelers. We plan on spending the next couple of days exploring all the best these islands have to offer.

Við tókum svo leigubíl í 45 mínútur til Bocas sem skutlaði okkur niður á höfn þar sem við tókum vatnataxa út í eyjarnar þar sem við erum núna. Ferðin yfir í vatnataxanum var frábær og útsýnið mjög fallegt. Bocas Del Toro bærinn hérna á á Colón eyju er enn einn krúttlegi strandbærinn með litríkum timburhúsum, afslöppuðu andrúmslofti og fullt af ferðalöngum. Við stefnum á að eyða næstu dögum í að kynna okkur allt sem eyjarnar hafa að bjóða.




3 comments:

  1. Þetta heitir að njóta lífsins. Kveðja úr roki og rigningu af landinu bláa

    ReplyDelete
  2. Vá, hljómar vel! Fyndið þetta með brúna og þurfa að borga til að komast til baka :)
    Góða skemmtun á eyjunum :D

    ReplyDelete
  3. Bjarki, þú verður settur í drug test við heimkomuna. Hættu svo að borða bara á næsta matsölustað (og þessar cupcakes), mátt ekki við því að fitna svona. 9 dagar í næsta leik ;)

    ReplyDelete

Related Posts with Thumbnails