Tuesday, July 20, 2010

Blame Canada

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri 


Our time in Vancouver is almost over and once again we have been seeing something completely new and different from all that has come before. We flew into the city at nine on Thursday night after an eight hour trip, including a stopover in Houston. The scenery that we caught outside the airplane window was already an indication that things were going to be different. After going through immigration and customs it was alread dark however so what we saw on the train ride into the city was pretty limited. Once in Vancouver city centre we got out and walked until we found a hostel. We eventually settled on a couple of bunk beds in a four bed dorm at the Samesun hostel on Granville street, right by some of the clubs and bars in the centre of the city. It was pretty special to walk along Granville street with backpacks as everyone was hitting the clubs and bars around eleven o'clock on a Thursday night.After checking in we headed out again to grab some food and had a nice kebab meal at a very friendly Syrian restaurant. The first thing you notice in a new city is the kind of atmosphere that there is. Some places you feel wary but in Vancouver the vibe is very relaxed and friendly.


Tíma okkar í Vancouver fer senn að ljúka og enn einu sinni höfum við fengið að sjá eitthvað alveg nýtt og gjörólíkt öllu sem við höfum séð fram að þessu. Flugið okkar lenti klukkan níu á fimmtudagskvöld eftir átta klukkustunda ferðalag, að meðtöldu smá millilendingu í Houston. Landslagið sem við blasti við okkur út um gluggann á flugvélinni gaf strax fyrirheit um að nú væri von á einhverju nýju. Eftir að við komum okkur í gegnum vegabréfaeftirlit og tollinn þá var samt orðið dimmt þannig að við sáum ekki mikið í lestinni á leið inní borgina. Þegar við komum inní miðborgina fórum við fótgangandi og fundum okkur hostel. Á endanum völdum við koju í fjögurra manna herbergi á Samesun hostelinu sem stendur við Granville stræti, við hliðina á slatta af börum og skemmtistöðum. Það var frekar sérstakt að rölta eftir Granville stræti með bakpoka á meðan aðrir voru á leið á djammið klukkan ellefu á fimmtudagskvöldi. Eftir að við höfðum innritað okkur þá röltum við út og fengum okkur mjög góðan Kebab á virkilega vinalegum Sýrlenskum veitingastað. Það fyrsta sem maður tekur eftir í nýrri borg er hvernig andrúmsloftið er. Á sumum stöðum er maður var um sig en í Vancouver er stemmningin mjög afslöppuð og vinaleg.

The climate is slightly different from what we have gotten used to in the last few weeks/
Svolítið annað loftslag en við höfum vanist undanfarnar vikur

On friday we woke up around nine and headed downstairs to grab some complimentary breakfast. Since we had no plan we had to figure out how to spend the rest of the day. After consulting our Lonely Planet city guide and the internet we decided it would be best to head out for a random walk and try to get our bearings in the city. After strolling to the end of Granville street on the waterfront we came across some tourist buses and decided to splurge on a tour to see some of the highlights very quickly so we could figure out what we wanted to see more of.

Á föstudagsmorgun fórum við á fætur um níuleytið og fórum niður til þess að nýta okkur ókeypis morgunmatinn. Fyrst við vorum ekki með neitt planað þá var næst á dagskrá að komast að því í hvað dagurinn færi. Þegar við vorum búin að kíkja í Lonely Planet bókina og leita á internetinu þá ákváðum við að það væri sennilega best að byrja bara að rölta um borgina og reyna að átta okkur betur á henni. Þegar við vorum búin að rölta Granville á enda í norðurátt rákumst við á túristastrætó og ákváðum að splæsa í einn rúnt svo við gætum séð eitthvað af því merkilegasta í borginni og komist að því hvað við vildum kanna nánar.


The tour was informative and the first thing we noticed was that the main areas of the city are fairly small and all easily within walking distance of each other. While we were on the bus we got a call from Ottó, a good friend of Bjarki who lives in nearby Surrey with his wife and kids, and decided to meet up with him once he had finished working at four o'clock. He met up with us after we had finished our tour and grabbed a bite to eat. He took a stroll with us around the city and together we enjoyed the nice weather and the scenery. We stayed with him for the rest of the day and ended up grabbing a bite to eat at a Mongolian barbecue restaurant where you pick your own ingredients and they are cooked right in front of you on a big round grill by a chef wielding chop sticks the size of pool cues. At the end of a good day we said goodbye to Ottó for now and headed back to the hostel. Besides the relaxed atmosphere the first thing we have noticed about Vancouver is the variety of culture and scenery in the city. The people are a good fit for a city that combines snow-capped mountains with packed beaches on a July afternoon.

Ferðin með strætónum var áhugaverð og það fyrsta sem við tókum eftir var að helstu svæðin í borginni eru frekar lítil og öll í þægilegu göngufæri hvert frá öðru. Á meðan við vorum að túristast þá hringdi Ottó, góður vinur Bjarka sem býr rétt hjá í Surrey með konu og börnum, í okkur og við ákváðum að hitta hann um leið og hann væri búinn að vinna klukkan fjögur. Við hittum hann svo þegar túrnum var lokið og við vorum búin að fá okkur smá snarl. Hann rölti með okkur um borgina og við nutum borgarinnar og góða veðursins saman. Við vorum saman það sem eftir lifði af deginum og enduðum á því að fá okkur að borða á mongólskum grill stað þar sem maður velur innihaldið í matinn sjálfur og lætur svo kokkinn steikja hann á stóru grilli með prjóna á stærð við poolkjuða í staðinn fyrir steikarspaða. Að loknum góðum degi kvöddum við Ottó í bili og kíktum aftur heim á hostel. Fyrir utan afslappað andrúmsloftið þá er fjölbreytnin í mannlífinu og landslaginu það fyrsta sem við höfum tekið eftir í Vancouver. Fólkið passar vel í borg þar sem snævi þaktir tindar gnæfa yfir troðnum ströndum á fallegum eftirmiðdegi í Júlí.

 


We spent Saturday exploring the city on foot in pretty typical fashion. First we strolled down Granville street and down to False Creek. There we hopped a tiny ferry across to Granville Island. The Island is really small and mostly consists of all kinds of markets and stores in what appear to be converted harbour front workspaces, fish markets and boathouses. The area is really vibrant on a sunny saturday afternoon with every space filled with shoppers, playful kids and other sun-worshipers. Later we walked along the coastline and across Burrard bridge back to our hostel. On Granville street we ran into a great marimba band, Kutapira, playing in front of Sears. We sat down on the sidewalk along with many others to enjoy a few songs in the late afternoon. These are one of the things we love about cities in summertime. Then in the evening we headed down to the beach at English Bay to check out the sunset, which is pretty impressive in the mountainous landscape.

Laugardeginum eyddum við í að kanna borgina fótgangandi eins og okkar er von og vísa. Við byrjuðum á að rölta niður Granville stræti og niður að False Creek. Þar stukkum við um borð í ofurlitla duggu sem ferjaði okkur yfir á Granville eyju. Eyjan er pínulítil og á henni eru aðallega alls kyns markaðir og verslanir sem eru í því sem virðast vera gamlar verbúðir, bátaskýli og annað þvíumlíkt. Á sólríkum laugardagseftirmiðdegi iðar hér allt af lífi og hvert sem litið er allt fullt af fólki í verslunarhugleiðingum, börnum og öðrum sóldýrkendum. Seinna röltum við okkur meðfram sjávarsíðunni, yfir Burrard brúna og heim á hostel. Á Granville stræti röltum við framá frábæra marimba hljómsveit, Kutapira sem var að spila fyrir framan Sears. Við tylltum okkur á gangstéttarbrúnina ásamt fjölda manns og hlýddum á nokkur lög. Þetta er eitt af því sem okkur finnst einna skemmtilegast við borgir á sumrin. Um kvöldið fórum við svo niður á ströndina við English Bay og horfðum á sólina setjast bakvið skógi vaxin fjöllin.


On sunday Ottó invited us to join him, his family and their friends down in Surrey for a barbecue in the park. He arranged for his friend Raul to pick us up to go to Surrey. We drove to Crescent park where we set up shop on a couple of picnic tables at the edge of a small field surrounded by some extremely tall trees. It was the two of us, Ottó, Helga, their sons Mikael and seven week old Ísak Ingi, Raul, his wife Maricela, Stu and his wife Anna, and finally Jason. The rest of the afternoon we ate, chatted, played football, frisbee and croquet and generally enjoyed the weather and each others company.

Á sunnudaginn bauð Ottó okkur að koma með honum, fjölskyldunni og vinum þeirra til Surrey til að grilla saman í almenningsgarði í nágrenninu. Hann setti okkur í samband við Raul vin sinn svo við gætum fengið far með honum. Við keyrðum svo í Crescent park þar sem við  komum okkur fyrir á tveimur picnic borðum við jaðarinn á stórum grasfleti með, umkringd af háum trjám. Þarna vorum við tvö, Ottó, Helga, synir þeirra Mikael og sjö vikna gamall Ísak Ingi, Raul, Maricela konan hans, Stu og Anna konan hans og loks Jason. Það sem eftir lifði dags átum við, spjölluðum, spiluðum fótbolta, lékum okkur í frisbí og krokket og nutum veðursins og samverunnar.

Helga & Ísak Ingi
Ottó
Mikael
 It was Raul's birthday and we were lucky enough to get cupcakes with our letters/
Raul átti afmæli og við vorum svo heppin að fá formköku með stöfunum okkar:)


No comments:

Post a Comment

Related Posts with Thumbnails