Thursday, July 15, 2010

Pura Vida

We felt sorry for the poor man who had this happen to his boat/  
Við vorkenndum aumingja manninum sem lenti í þessu.
Arnar
Our last few days in Costa Rica were spent on the northern Pacific shore at Playa del Coco. We started by heading to the airport in San Jose where we had booked two rental cars for the next five days. Once we got to the Hertz office they upped our price from $125 per car to $205 by adding an second form of insurance that we had not been told about when we called to ask about insurance charges twelve hours earlier. We eventually settled on the cars anyway and after a bit of hassle they eventually got us on our way to the airport to pick up Arnar & Þórhildur, Oddný's parents. Thankfully their flight had been slightly delayed and they hadn't had to wait for us too long at the airport while we waited on the Hertz employees to figure out what they were doing. From the airport it was a straight drive along route number one heading north towards our destination. An uneventful four and a half hours later we arrived in the small resort town of Playa del Coco just as it got dark. As a graduation present an Icelandic teacher of Oddnýs had loaned her his house here which he got when he lived in the country around ten years ago. The place is a stunning three story villa with a view of the ocean and only about a five minute walk from the beach. It even shares a pool with a couple of surrounding houses. Our first evening we cooked a great meal and then settled in to relax, read, watch some television and play cards, as we did every night while we were there. The following day we took a beach side stroll, watched the first semifinal of the World Cup and of course checked out the local wildlife, including a group of howler monkeys and some birds. The hen-house with cocks that crowed at four o'clock every morning was the only local wildlife that was less than welcome.

Síðustu dögunum okkar í Costa Rica eyddum við á norðurhluta Kyrrahafsstrandarinnar, nánar tiltekið í Playa del Coco. Fyrst fórum við út á flugvöll í San Jose þar sem við áttum bókaða tvo bílaleigubíla í fimm daga. Þegar við mættum á staðinn var búið að hækka verðið úr $125 í $205 með því að bæta við auka tryggingu sem okkur var ekki sagt frá þegar við hringdum í Hertz daginn áður til þess að spyrja um kostnað við tryggingar. Á endanum ákváðum við að taka bílana og eftir smá vesen þá náðu þeir á endanum að koma okkur af stað út á flugvöll að sækja Arnar og Þórhildi, foreldra Oddnýjar. Sem betur fer hafði fluginu þeirra seinkað örlítið og þau þurftu ekki að bíða eftir okkur á meðan við biðum eftir að starfsfólkið hjá Hertz kæmist að því hvað það væri að gera. Við tók bein leið norður í land frá flugvellinum í átt að áfangastað. Fjórum og hálfum tíma seinna þá komum við til Playa del Coco þegar það var að dimma. Kennarinn hennar Oddnýjar á Bifröst bjó í Costa Rica fyrir sirka tíu árum og lánaði henni húsið sitt í Playa del Coco sem útskriftargjöf. Húsið er þriggja hæða í fimm mínútna fjarlægð frá ströndinni og með útsýni yfir sjóinn. Það er meira að segja sundlaug sem við deildum með nokkrum öðrum húsum í nágrenninu. Fyrsta kvöldið elduðum við góðan kvöldverð og komum okkur svo fyrir og lásum, horfðum á sjónvarp og spiluðum á spil líkt og öll kvöld á meðan við vorum á svæðinu. Daginn eftir fengum við okkur göngutúr á ströndinni, horfðum á fyrri undanúrslitaleikinn á HM og svo kíktum við auðvitað á dýralífið í nágrenninu, þar á meðal hóp af öskuröpum og nokkra fugla. Hænsnabúið með hönum sem göluðu klukkan fjögur á hverjum morgni var eina dýralífið sem við vorum ekkert svakalega hrifin af.


Röggi looking at a monkey through our living room window /
Röggi horfir á apa út um stofugluggann okkar.
Cute little baby monkey/ Lítill og sætur apaungi
 Mot-Mot
The day after we slept rather late but around noon we drove with Þórhildur, Oddný and Röggi up to Rincon de la Vieja national park where we had heard of a nice trail that would take us to a waterfall with a nice pool underneath. When we reached the entrance to the park after a half hour drive on some less than impressive roads it had started raining cats and dogs however. That, and the fact that the park was closing in just over an hour saw to it that we changed our minds and all we got out of that was a nice drive around some beautiful countryside. Once back to the house it had stopped raining and the two of us took another walk on the beach before it got dark.

Daginn eftir vöknuðum við frekar seint en í kringum hádegið keyrðum við ásamt Þórhildi, Oddnýju og Rögga í Rincon de la Vieja þjóðgarðinn þar sem við höfðum frétt að væri skemmtileg gönguleið upp að fossi sem fellur í tæra laug. Þegar við komum að innganginum eftir hálftíma akstur á frekar vafasömum malarvegum þá var hinsvegar farið að hellirigna. Fyrst garðurinn var líka að loka stuttu seinna þá skiptum við um skoðun og ákváðum að þetta yrði bara fínn bíltúr um fallegt svæði í staðinn. Þegar við komum aftur í húsið okkar þá var hætt að rigna og við tvö fengum okkur smá göngutúr á ströndinni áður en það varð dimmt.

Oddný (and Röggi) tried riding an ox/
Oddný (og Röggi) prófaði að sitja uxa.
Since we had been told that the sun normally shines in the morning around these parts during the rainy season before it starts raining in the afternoon we figured we should wake up early on our final day so that we could see Santa Rosa national park before it started raining. Þórhildur, Arnar and us(Oddný and Röggi decided to give it a miss) set off at around nine in the morning and got to the gate to the park around an hour later. Once inside we parked the car and picked a trail that we had been told would take us around an hour and half each way and would take us through some interesting woods. Just after we set off it started raining and it kept on raining for most of our three hour walk. Talk about unpredictable weather.

Fyrst okkur hafði verið tjáð að á þessum slóðum skíni sólin venjulega á morgnana og svo rigni eftir hádegi á regntímanum þá ákváðum við að vakna snemma á síðasta deginum okkar svo við gætum séð Santa Rosa þjóðgarðinn áður en það færi að rigna. Við, Þórhildur og Arnar (Oddný og Röggi ákváðu að vera eftir) lögðum í hann um níuleytið og komum að inngangnum í garðinn um klukkutíma seinna. Þegar við vorum komin inn lögðum við bílnum og völdum gönguleið sem okkur hafði verið sagt að tæki okkur sirka einn og hálfan tíma hvora leið og lægi í gegnum skemmtilegt skóglendi. Rétt eftir að við lögðum í hann þá byrjaði að rigna og það rigndi mest allan þriggja tíma göngutúrinn okkar. Talandi um ófyrirsjáanlegt veður.

Once we had faced the fact that our feet would get soaked the rain didn't affect us too badly since the weather was so warm and we had umbrellas to keep at least our heads dry. Along the way we had to cross puddles that covered the road, streams that had turned into small rivers and in some places the trail path itself looked more like a small creek.

Um leið og við höfðum horfst í augu við þá staðreynd að við yrðum rennandi blaut í fæturnar þá hafði regnið ekki mikil áhrif á okkur því það var svo heitt úti og við höfðum regnhlífar svo við gætum allavega haldið höfðinu þurru. Á leiðinni urðum við að fara yfir polla sem þöktu veginn, læki sem voru orðnir að litlum ám og sumstaðar var göngustígurinn sjálfur líkari litlum læk.

The trail path/
Göngustígurinn
We crossed this river four times/
Við fórum yfir þessa á fjórum sinnum
We did some dancing in the rain/ 
Regndans var stiginn
Butterflies making babies/ Fiðrildi að búa til börn
 The trip was definitely worth it though and we saw some deer and butterflies along the way along with an exotic jungle view at the end of the trail. After we got back to the car we were going to check out a museum that is located in an old country mansion that was the site of a historic battle in Costa Rica's war of independence but since there was no-one there half an hour after it was supposed to open after lunch we decided to give it a miss. While we were waiting however, we saw the biggest monkeys we have seen so far on the trip. These looked almost like gorillas whereas the others have been much smaller. We even got some beautiful summer weather while we were waiting. This was our last day in Playa del Coco and the following morning we drove back to San Jose.

Gönguferðin var samt klárlega þess virði og við sáum dádýr og fiðrildi á leiðinni og útsýnið við enda leiðarinnar var yfir framandi frumskóg. Eftir að við komum aftur að bílnum þá ætluðum við að kíkja á safn sem er í gömlu sveitasetri í skóginum en þar fór fram mikilvæg orrusta í sjálfstæðisbaráttu Costa Rica. Við gáfumst upp þegar það var kominn hálftími framyfir tímann sem átti að opna eftir hádegismat og enginn starfsmaður hafði látið sjá sig og slepptum safninu. Á meðan við vorum að bíða sáum við samt stærstu apa sem við höfðum séð hingað til í ferðinni. Þessir voru næstum eins og górillur á meðan hinir sem við höfum séð voru meiri apakettir. Við fengum líka fallegt veður á meðan við biðum. Þetta var síðasti heili dagurinn okkar á Playa del Coco og morguninn eftir þá keyrðum við aftur til San Jose.
The old country mansion/ Sveitasetrið
We got to see some large howler monkeys that can be anywhere from 60-120 cm/
Við náðum að sjá stóra öskurapa en þeir geta verið allt frá 60-120 cm
We had to wake up early to drive back to San Jose because Oddný's graduation was at five that evening. After an infuriating drive in Costa Rican traffic we eventually got to Hertz to return the car at around two o'clock. Oddný had had to cry her way out of one $540 ticket for crossing a double yellow line (like everybody else) on the way but we all made it in one piece. We then grabbed a large taxi to Ciudad Colón, stopping at KFC on the way to fill the emptiness in our stomachs. A quick change of clothes later while the taxi driver napped outside and we were off back to San Jose and the Children's Museum where the graduation was taking place. We got there around four o'clock and everyone could breathe easy once again. The graduation was a fairly standard affair although the highlight was definitely the rector, the assistant rector and the president of Costa Rica, Laura Chinchilla who was the guest of honour, dancing on stage to the Calypso musical interlude. After the graduation we grabbed some dinner at Tin Ho, a really good restaurant in downtown San Jose and then tucked in for the night. In the morning we were off to Orlando and it was time to say bye bye to Costa Rica.

Við þurftum að vakna snemma til þess að keyra aftur til San Jose því útskriftin hennar Oddnýjar var klukkan fimm um eftirmiðdaginn. Eftir dæmigerðan pirrandi akstur í umferðinni í Costa Rica þá komumst við á endanum aftur á Hertz skrifstofuna þar sem við skiluðum bílunum klukkan tvö. Oddný þurfti að gráta sér leið út úr $540 sekt á leiðinni fyrir að keyra yfir tvöfalda gula línu (eins og allir hinir) en við komumst öll heilu höldnu á áfangastað. Við tókum svo stóran leigubíl til Ciudad Colón og komum við á KFC á leiðinni til þess að seðja sárasta hungrið. Við skiptum síðan um föt í snarhasti á meðan leigubílstjórinn lagði sig fyrir utan áður en hann skutlaði okkur til San Jose á Barnasafnið þar sem útskriftin fór fram. Við náðum þangað um klukkan fjögur og gátum loks dregið andann áður en útskriftin hófst. Hún var frekar hefðbundin en hápunkturinn var klárlega þegar rektor og aðstoðarrektor skólans og forseti Costa Rica, Laura Chinchilla sem var heiðursgestur, dönsuðu upp á sviði við Calypso tónlistina sem var á milli ræðanna. Eftir útskriftina fórum við út að borða á Tin Ho, mjög góðum veitingastað í miðborg San Jose og komum okkur svo í ból. Um morguninn beið okkar ferðalag til Orlando og komið að kveðjustund í Costa Rica.

Oddný MA with proud parents / Masterinn Oddný og stoltir foreldrar

The rector, Laura Chinchilla and the assistant rector boogie at the graduation/
Rektor, Laura Chinchilla og aðstoðarrektor taka sporin á útskriftinni

Costa Rica has unequalled natural beauty and the local wildlife is reason enough to spend plenty of time there. The landscapes of the country are incredibly varied. In the north there are rolling fields that could be in northern europe were it not for the occasional palm tree. In the southeast there are banana and pineapple plantations fronted by some marvelous caribbean beaches and mentality. On the Pacific coast there are virgin beaches backed by jungle and steep hills. All over you meet monkeys, sloths, deer, lizards, raccoons, birds and an incredible array of butterflies. Costa Rica is somewhat overrun by tourists though and the American influence is obvious in a lot of places. It is not a cheap place to go and eating is not much cheaper than where we are now in Orlando. The attitude of Ticos and Ticas (what Costa Ricans call themselves) can also get annoying and the Costa Rican saying of Pura Vida when they just can't seem to be bothered to help you out can be a bit frustrating. All in all a brilliant place to visit though although a heavy dose of patience is needed.

Costa Rica hefur upp á að bjóða óviðjafnanlega náttúrufegurð og dýralífið eitt og sér er næg ástæða til þess að dvelja þar í þó nokkurn tíma. Landslagið er ótrúlega fjölbreytt. í norðurhlutanum eru ávalar hæðir með túnum og ökrum sem gætu verið hvar sem er í Norður-Evrópu ef ekki væri fyrir stöku pálmatré. í suðaustur hlutanum eru banana- og ananasakrar á bakvið yndislegar Karabískar strendur og afslappað andrúmsloft. Á Kyrrahafsströndinni eru ósnertar strendur og fyrir aftan liggur frumskógurinn á bröttum fjallshlíðum. Út um allt eru apar, letidýr, dádýr, eðlur, þvottabirnir, fuglar og óendanlegur fjöldi fiðrildategunda. Costa Rica hefur vissulega fundið fyrir ágangi túrista og áhrifa frá bandaríkjunum gætir víða. Það er ekki ódýrt land að heimsækja og það er ekki mikið ódýrara að borða þar en í Orlando til dæmis. Viðhorf Ticos og Ticas (það sem Costa Rica búar kalla sig sjálfir) getur orðið leiðigjarnt og máltækið Pura Vida sem þeir nota þegar þeir nenna ekki að hjálpa þér verður þreytandi til lengdar. Í heildina litið er Costa Rica samt frábæri staður að heimsækja þó svo þolinmæðin megi ekki vera af skornum skammti. 

4 comments:

  1. Oddny Arnarsdottir15/7/10 04:24

    Það var meira en rosa gaman að hafa ykkur og takk fyrir allt og allt:) vonandi er súper gaman hjá ykkur hvar sem þið eruð núna! hálsmenið hefur ekki verið tekið af síðan þið gáfuð mér það:D knús og kossar frá okkur í Mexíkó

    ReplyDelete
  2. Innnilega til hamingju með útskriftina Oddný :o)

    Vá, þetta er heldru betur mun hressari útskrift en sú sem er frá HÍ :)

    ReplyDelete
  3. Anonymous15/7/10 11:32

    Ohh hvað það er gaman hjá ykkur og ferðin er rétt að byrja! Góða skemmtun í Orlando ;)

    Kv, Svanhildur

    ReplyDelete
  4. Það var líka æði að fá að heimasækja ykkur Oddný:)
    Gleður mig að þér líkar hálsmenið:)

    Oh já..er Mexikó ekki æði? Hlakka til að fara þangað!

    Takk takk stelpur!

    Kossar og knús frá Tampa, Flórida.

    ReplyDelete

Related Posts with Thumbnails