Sunday, July 25, 2010

Seattle on the Sound

Click on the photos for larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri

Seattle was our first try at CouchSurfing and so far it seems like a great way to travel. CouchSurfing allows you to stay with locals who are willing to share their couch, floor, or spare bed with like minded travelers and in return you allow others to surf your couch if possible. We hosted some people during this past winter in Reykjavík but so far had found it difficult to find willing hosts on our travels which hadn't really been a problem since we had mostly been staying with friends. James, our first host, picked us up from the Greyhound station in Seattle at 10:30 on Tuesday night and took us to eat and then to his house. He lives in a very nice apartment on the third floor of a house near Green Lake in northern Seattle. He is a great guy who let us stay on an air-mattress on his living room floor for the next three nights and shared with some facts about Seattle along with great stories of his travels. He lived in Korea for two years teaching English and then traveled the world for eight months on his way home. He also cooked us an exquisite meal our second night in Seattle, pasta with clams that he bought fresh at Pike Place market earlier in the day. The spaghetti bolognese that we cooked on our last night was not nearly as exciting or exotic. A big thanks to James.All in all a great experience for our first couch surf. Long may it continue.

Í Seattle prófuðum við í fyrsta skipti að CouchSurfa og það lítur út fyrir að vera frábær leið til þess að ferðast. Með því að CouchSurfa fær maður fría gistingu hjá innfæddum, hvort sem er á sófanum, bedda eða jafnvel rúmi. Í staðinn hýsir maður sjálfur fólk þegar maður getur. Við höfum t.d. leyft fólki að sofa á svefnsófanum okkar heima á Íslandi í vetur. Hingað til höfðum við verið í vandræðum með að finna einhvern viljugan til að leyfa okkur að gista á sófanum sem hefur í raun ekki komið að sök þar sem að við höfum í flestum tilvikum getað gist hjá vinafólki. Fyrsti hýsillinn okkar, James, kom og sótti okkur á rútustöðina í Seattle klukkan hálf ellefu á þriðjudagskvöld og fór með okkur að fá okkur að borða og svo heim til sín. Hann býr í mjög notalegri íbúð á þriðju hæð í húsi sem stendur nálægt Green Lake vatninu í norður Seattle. James er frábær náungi sem var svo góður að leyfa okkur að gista á vindsæng á stofugólfinu sínu í þrjár nætur og deildi með okkur fullt af upplýsingum um Seattle ásamt skemmtilegum ferðasögum af sjálfum sér. Hann bjó í Kóreu í tvö ár og kenndi ensku og fór svo í átta mánaða ferð um heiminn á leiðinni heim. Hann eldaði líka frábæra máltíð fyrir okkur annað kvöldið okkar í Seattle, pasta með ferskum kræklingum sem hann keypti á Pike Place markaðnum fyrr um daginn. Spaghetti Bolognesið sem við elduðum var ekki nærri jafn framandi og spennandi. James fær þúsund þakkir. Í heildina litið var fyrsta CouchSurfið okkar frábær lífsreynsla. Vonandi verður framhald á því.

 
Here we are with our first CS host, James/
Hér erum við með James, fyrsta CS hostinum okkar.
When we woke up on wednesday morning we took the bus into downtown Seattle. Our first stop was the world famous Pike Place market. The market is a labyrinth of all kinds of shops and booths that sell fresh food products and all kinds of merchandise. The biggest attraction is the Fish market that is by the southern entrance to the market. The staff there turns the selling of fish into a kind of street theatre with a lot of shouting, singing and throwing fish around. A great experience to watch and I'm sure a more fun place to work than most fish vendors. The only thing we bought was some freshly picked carrots and berries from local farmers and both were delicious.

Þegar við vöknuðum á miðvikudagsmorgun þá stukkum við um borð í strætó og héldum niður í miðborg Seattle. Fyrst fórum við á hinn heimsfræga Pike Place markað. Markaðurinn er völundarhús af alls kyns búðum og básum sem selja ferska matvöru og allskonar varning. Aðalaðdráttaraflið er Fiskmarkaðurinn sem er við suðurinnganginn á markaðnum. Starfsfólkið þar gerir fisksölu að eins konar götuleikhúsi með alls kyns hrópum, köllum, söngvum og fisk sem þeir fleygja á milli sín. Það er virkilega gaman að fylgjast með þessu öllu saman og starfsfólkið skemmtir sér örugglega betur en flestir fisksalar. Það eina sem við keyptum voru nýtíndar gulrætur og ber frá nálægum bóndabæjum. Bæði var gómsætt.


Fishmarket in Pike Place Market/
Fiskmarkaður á Pike Place Market

Chocolate Factory is a cute store/ Súkkulaðiverksmiðjan er sæt búð
After leaving the crowded market we headed down to Pioneer square where we had been told by both our host James and Bjarki's friend Gabe, who grew up in the area, to take the Underground tour. At the beginning of the tour a guide tells you a bit of Seattle's history and the story behind the underground. The underground was created when Seattle was destroyed in a fire in the late nineteenth century. Since the city had been built on a beach and was prone to tidal flooding, the local authorities decided to raise the level of the streets when rebuilding after the fire so that the new street level would one level higher than they were before the fire. The businesses that stood along the streets wanted to rebuild themselves immediately though so both of these happened at the same time. For a while the sidewalks were about three metros below the street and so were the entrances to all businesses. The sidewalks were eventually covered with brick arches and new sidewalks placed on top. What remained underneath was a network of underground sidewalks leading into what were now the basements of the businesses above ground. On the tour we got to see some parts of these underground networks while getting some informative, funny, and sometimes suggestive accounts of what went on in the late nineteenth and early twentieth century in Seattle. After an hour and a half we were ready to head back into the fresh air though and walk around downtown.

Þegar við yfirgáfum yfirfullan markaðinn röltum við yfir á Pioneer torg sem okkur hafði verið bent á, af bæði James og Gabe vini Bjarka, sem ólst upp í nágrenninu, að fara í Underground túrinn. Í upphafi segir leiðsögumaðurinn stutt ágrip af sögu Seattle og útskýrir hvernig undergroundið varð til. Undergroundið var búið til þegar Seattle eyðilagðist í bruna seint á nítjándu öld. Borgin hafði verið byggð á strönd og flóð og fjara ollu jafnan miklum usla svo yfirvöldin á staðnum ákváðu að lyfta götunum upp þegar þær voru endurbyggðar eftir brunann svo þær yrðu einni hæð ofar en áður. Fyrirtækin sem stóðu við göturnar vildu hinsvegar endurbyggja strax og báðir aðilar réðust í sín verkefni á sama tíma. Á tímabili voru gangstéttirnar og inngangarnir í fyrirtækin um það bil þremur metrum fyrir neðan göturnar sjálfar. Á endanum var byggt yfir gangstéttirnar með múrsteinsbogum og nýjar gangstéttir lagðar ofan á. Við þetta varð til kerfi af neðanjarðargangstéttum sem veittu núna aðgengi að kjöllurum fyrirtækjanna fyrir ofan. Á leiðinni sáum við hluta af þessum neðanjarðarkerfum á meðan okkur voru sagðar fróðlegar, fyndnar og stundum vafasamar sögur af Seattle og íbúum hennar seint á nítjándu öld og snemma á tuttugustu öld. Eftir einn og hálfan klukkutíma vorum við samt tilbúin að fara aftur út í ferskt loft og rölta um miðborgina.


We eventually made our way to the Space Needle which makes the Seattle skyline so unique. We took some pictures but didn't go up, seeing as you can't see the needle once you're at the top of it. It seemed a waste to get a bird's eye view of downtown without the needle itself. Next to the Space Needle is Seattle Centre, a collection of theme park attractions and various exhibitions. The one that caught the eye was the building that houses the Experience Music Project and the Science Fiction Museum. The building is a highly irregular structure that is covered in what looks like aluminum in various colours.


Við komum á endanum að Geimnálinni sem gerir Seattle svo auðþekkjanlega. Við tókum slatta af myndum en slepptum því að fara upp, sérstaklega þar sem það er ekki hægt að sjá nálina þegar maður er efst í henni. Það væri synd að sjá útsýni yfir borgina án þess að sjá nálina sjálfa. Við hliðina á Geimnálinni er Seattle Centre sem samanstendur af alls kyns leiktækjum og sýningum. Það sem greip augað var Músíktilraunastofan og Vísindaskáldskaparsafnið. Byggingin er óregluleg í nokkrum hlutum og klædd með einhverju sem lítur út eins og ál í fjölmörgum litum.


Space Needle
Experience Music Project & Science Fiction Museum/
Músiktilraunastofa og vísindaskáldskaparsafnið
On thursday we slept really late after a pleasant chat with James the night before. Eventually we headed out and walked alongside Green Lake towards Fremont. The path around the lake was packed with walkers, joggers, runners, rollerbladers, and people on bikes. It seems that Seattle natives share an enthusiasm for outdoor exercise with their northern neighbors in Vancouver. All around the city we also saw an amazing number of yoga studios and gyms so it seems that the people in Seattle must be generally very fit. We even saw an outdoor Crossfit session in progress close to James' home. It took us a while to find downtown Fremont but when we did it was definitely worth the walk. It is a small area but covered with nice shops, restaurants and some interesting scenery. The two main attractions in Fremont are two statues however. In the middle of downtown they have a statue of Lenin that was rescued from Slovakia after the fall of the Iron Curtain. It is for sale so if anyone has $150.000 laying around it might make for an interesting garden ornament. The second statue is even more original. It is located underneath the bridge that connects Fremont to downtown Seattle and depicts a Troll that has captured a VW beetle off the bridge. They both made for a nice difference from the normal statues of former presidents, mayors and explorers. We eventually walked across the bridge and  into downtown, just over an hours walk. Although there was not much to look at after we had crossed the bridge it was a fun walk and a nice way to spend the early evening.

Á fimmtudaginn vöknuðum við seint eftir skemmtilegt spjall við James kvöldið áður. Á endanum komum við okkur út og röltum meðfram Green Lake í áttina að Fremont. Stígurinn umhverfis vatnið var yfirfullur af fólki sem var að ganga, skokka, hlaupa, á línuskautum og á hjólum. Það lítur út fyrir að íbúar Seattle séu jafn duglegir að hreyfa sig utandyra og nágrannar þeirra norður í Vancouver. Við sáum líka ótrúlega mörg jóga stúdíó og fjölmargar líkamsræktarstöðvar út um alla borg svo það virðis sem Seattlebúar séu almennt í ágætis formi. Við rákum meira að segja augun í úti-Crossfitæfingu nálægt heimili James. Það tók okkur smá stund að finna miðborg Fremont en það var klárlega göngunnar virði. Þetta er lítið svæði en þar er fullt af skemmtilegum litlum búðum og veitingastöðum og áhugavert um að litast. Það er hinsvegar tvennt sem dregur túrista helst til Fremont og í báðum tilvikum eru það styttur. Í miðri miðborginni er stytta af Lenín sem var bjargað frá Slóvakíu eftir að járntjaldið féll. Hún er til sölu fyrir $150.000 ef einhver á það á lausu og vantar skemmtilega styttu í garðinn. Hin styttan er enn frumlegri. Hún er staðsett undir brúnni sem tengir Fremont við miðborg Seattle og er af trölli sem er búið að næla sér í Volkswagen bjöllu af brúnni. Báðar voru skemmtileg tilbreyting frá venjulegum styttum af fyrrverandi forsetum, borgarstjórum og landkönnuðum. Við enduðum á að rölta yfir brúna og niður í bæ sem er rúmlega klukkutíma labb. Þó svo það hafi ekki verið mikið að sjá eftir að við komum yfir brúna sjálfa þá var göngutúrinn skemmtilegur og þetta var ágætis leið til þess að byrja kvöldið.

 
 
 
Cute boutique we stumbled op on while exploring Fremont by foot/
Falleg búð sem við rákumst á í könnunarleiðangri um Fremont

Leaving Seattle on Friday a few things came to mind. The first thing we noticed about the city is that it is in some ways very similar to Vancouver. It is not as surrounded by mountains but there is an eclectic mix of people and in the distance you can see snow-covered peaks towering above the city while people swim in the ocean. In both places the people are really friendly and nowhere in the world have we seen more helpful bus drivers than in these two cities. Seattle is more spread out than Vancouver however and that changes the atmosphere in the city. It feels more like a big city whereas Vancouver has the feel of an overgrown village. Also, don't worry if you haven't had your sip of coffee for the day when you arrive in Seattle, you won't have to walk more than a few metres to find the next Starbucks.

Þegar við yfirgáfum Seattle á föstudaginn þá voru nokkrir hlutir sem komu upp í hugann. Það fyrsta sem við tókum eftir þegar við komum til borgarinnar er að hún er að mörgu leyti þó nokkuð lík Vancouver. Hún er ekki eins umkringd fjöllum en það býr þar skemmtileg blanda af fólki og í fjarska gnæfa snæviþakin fjöllin yfir borginni á meðan fólk syndir í sjónum. Á báðum stöðum er fólkið virkilega vinalegt og hvergi höfum við orðið vitni að jafn almennilegum og hjálpsömum strætóbílstjórum og í þessum tveimur borgum. Seattle er hinsvegar dreifðari en Vancouver og það gefur henni annað andrúmsloft. Í Seattle líður manni frekar eins og í stórborg á meðan Vancouver er svolítið eins og ofvaxið smáþorp. Að lokum, ekki hafa áhyggjur ef þú nærð ekki að fá þér kaffisopa áður en þú lendir í Seattle, þú þarft aldrei að fara meira en nokkra metra til þess að lenda á næsta Starbucks stað.

4 comments:

  1. Hey you intrepid explorers! I am reading all your blog entries and this one is so much fun. We lived just a few blocks from the Fremont bridge on 1st ave north in Seattle from 1980 - 1985, yes it is fun but you need to be fit to bike all those hills for sure!

    ReplyDelete
  2. That is very true! Not as nice as biking in Holland where canal bridges are your only worry :)

    Thanks for reading!

    ReplyDelete
  3. Hæ ferðafólk. Á ég að trúa því að skófíklarnir hafi ekki farið í skósafnið?
    Hér er sól og blíða og nýlokið við fyrstu tónleikahátíðina á Laugarhóli. Pollapönk, Mugison, Pétur Ben og Lára Rúnars. Troðfullt út úr dyrum og hreint mögnuð stemming.
    Hafið það áfram yndislegt
    Ma

    ReplyDelete
  4. Anonymous3/8/10 15:30

    Vá ég fæ bara flashback að sjá myndir frá Seattle :) ég fór upp í spaceneedle og langar ekki aftur varð svoldið lofthrædd heheh
    Fann líka þennan kall undir brúnni :)
    Skemmtilegt blogg hjá ykkur og greinilega mikið ævintýraferð, vona að minn 1000 kall hafi hjálpað til ;)
    Kv Elsý

    ReplyDelete

Related Posts with Thumbnails