Wednesday, July 7, 2010

The Best of Bocas

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri


Bocas del Toro was a treat. We spent two whole days there but we could have spent a lot longer without a hint of boredom. On the first day we woke up late since we had gotten confused as to whether the hours difference in time between Costa Rica and Panama had taken us forward or backward. We should have been more annoyed at the music coming from the restaurant below at eight o'clock in the morning, when it was really ten o'clock. Off we went on foot, determined to find some interesting sites to explore and some of us were hungry for a beach and some sunshine.

Bocas del Toro fór vel með okkur. Við eyddum tveimur heilum dögum þar en hefðum getað verið mikið lengur án þess að finna til leiða. Fyrri daginn vöknuðum við frekar seint þar sem við rugluðumst eitthvað á því hvort tímamismunurinn á milli Costa Rica og Panama væri í mínus eða plús. Við hefðum átt að vera meira pirruð á tónlistinni frá veitingastaðnum á neðri hæðinni sem vakti okkur þegar við héldum að klukkan væri átta um morgun en hún var í raun tíu. Við töltum síðan af stað til þess að finna skemmtilega staði að skoða og sum okkar voru orðin spennt að kíkja á strönd og fá smá sól.


We walked around downtown Bocas and got some tips from a local bookstore owner (the tourist information next door was closed due to either good surf or a special on beer at a local bar) along with plenty of offers from taxi drivers, terrestrial and aquatic, to take us to all the local hotspots for a generous fee. One salesman must have been better than others and we were sold a trip for the following morning that promised all the best of Bocas. Determined to make the most of the rest of our day we started strolling in the general direction of the beaches to the north of the town. Our walk took us along through some of the local neighbourhoods, along the town beach and to where the road petered out into a trail along the beach. When we had gone a little further while dipping our toes in the sea we realised that maybe we might need to head back to town since the daylight would be fading soon. Fortunately a nice American who lives in the area gave us a ride back to our hotel. Once there we spent our evening chatting and enjoying the town from our hotel room balcony above the main street of the hotel.

Við röltum um miðbæinn í Bocas og fengum ráðleggingar frá eiganda bókabúðar (upplýsingamiðstöð ferðamanna við hliðina var lokuð, annað hvort vegna þess að brimið var gott eða þá að það var tilboð á bjór einhvers staðar í grenndinni) ásamt fullt af tilboðum frá leigubílstjórum, bæði á láði og legi, um að skutla okkur á einhvern af ferðamannastöðunum fyrir einhvern pening. Einn af sölumönnunum stóð sig greinilega betur en hinir því við bókuðum ferð morguninn eftir til þess að sjá það besta sem Bocas hefur uppá að bjóða. Við vorum staðráðin í að gera sem mest úr deginum og röltum því af stað í áttina að ströndunum sem eru norðan við bæinn. Á leiðinni löbbuðum við í gegnum nokkur íbúðarhverfi, eftir bæjarströndinni og áfram þangað sem vegurinn rennur bókstaflega út í sandinn og heldur áfram sem slóði eftir ströndinni. Þegar við höfðum rölt aðeins lengra og kælt tærnar í sjónum í leiðinni áttuðum við okkur á því að við þyrftum hugsanlega að fara að koma okkur til baka áður en það færi að dimma. Sem betur fer tók mjög almennilegur Kani okkur uppí og gaf okkur far heim á hótel. Þar eyddum við kvöldinu í að spjalla og njóta bæjarins af svölunum á hótelherberginu sem var yfir aðalgötunni.

 Downtown Bocas / Miðbær Bocas
 A huge crab we saw in town /  
Risastór krabbi sem við sáum inní bænum.

We showed up for our boat-trip at nine o'clock the next morning glad that the weather was perfect; no wind and sunny skies. After being ushered on board a small boat and strapping on our life jackets we headed off to our first stop Dolphin Bay where we were told we would see some off the fellows the bay is named for. At first the only aquatic life we witnessed were the numerous jellyfish around the boat but our captains' patience paid off in the end as he found us some dolphins, who were not quite up for putting on a show though. We saw some backs and fins but they were quite docile and we eventually left without seeing them jump or perform any other circus moves. The best we got was a glimpse of one surfing the wake behind the boat.

Við mættum í siglinguna okkar klukkan níu morguninn eftir, mjög svo fegin að veðrið var fullkomið; enginn vindur og bjartasólskin. Okkur var smalað um borð í lítinn bát og spenntum á okkur björgunarvesti svo við gætum lagt í hann að fyrsta áfangastað, Höfrungaflóa þar sem okkur var tjáð að við myndum sjá skepnurnar sem flóinn er nefndur í höfuðið á. Í fyrstu var eina lífið í sjónum hópur af marglyttum sem umkringdu bátinn en á endanum borgaði þolinmæði skipstjórans sig og hann fann fyrir okkur nokkra höfrunga sem virtust samt ekki vera spenntir fyrir því að leika listir sínar. Við sáum bök og ugga en þeir voru ósköp rólegir og við fórum á endanum án þess að hafa séð þá stökkva eða gera aðrar kúnstir. Það besta sem við fengum var að sjá glitta í einn þeirra synda í öldunni sem myndaðist á eftir bátnum okkar.

Next stop was Crawl Key where snorkeling was on the agenda. We stopped off at some huts on poles by the shore where Oddný stayed and sunbathed while the rest of us went of to a reef about a hundred metres away to snorkel. We had been told by a local the night before that we could see lots of fish, some rays and maybe even hammerhead sharks which he told us we didn't have to worry about since they don't eat white tourists, only black locals like him. We didn't see any sharks but any apprehension we might have had vanished the instant we put our masked faces into the water and saw the cascade of colour below. The reef itself and the plants were fascinating enough and then there were the multitudes of tropical fish in all the colours of the rainbow. Röggi even saw some rays at the edge of the reef. The most common in this area seemed to be a purple and yellow fish we instantly named Bjartur, all those who know Bjartur well will understand why. All three of us were enthralled and not keen on quitting but we eventually had to go back to check on Oddnýs' tan. Once there we all discovered small cuts on our feet from touching the coral but no one minded.

Næsti viðkomustaður var Crawl Key þar sem snorkl var á dagskrá. Við komum við hjá nokkrum kofum sem stóðu á stultum við ströndina þar sem Oddný varð eftir í sólbaði á meðan við hin sigldum út að rifi í um það bil hundrað metra fjarlægð að snorkla. Okkur hafði verið tjáð það kvöldið áður af heimamanni að við gætum átt von á því að sjá fullt af fiskum, einhverjar skötur og jafnvel hamarshöfuðshákarla sem hann sagði okkur að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af þar sem þeir borði ekki hvíta túrista, bara svarta heimamenn eins og hann. Við sáum enga hákarla en ef það var einhver smá kvíði í okkur þá hvarf hann um leið og um leið og við settum andlitin ofan í vatnið og sáum ótrúlegt litrófið. Rifið sjálft og gróðurinn á því var nógu magnað en ofan á það bættust ótal tegundir af fiskum í öllum litum regnbogans. Röggi sá meira að segja skötur við jaðarinn á rifinu. Algengustu fiskarnir þarna virtust vera gulir og fjólubláir fiskar sem við kölluðum að sjálfsögðu Bjart eins og allir sem þekkja Bjart vel hefðu gert. Við vorum öll þrjú hugfangin og alls ekki til í að hætta en á endanum þurftum við að fara til baka til þess að sjá hvernig Oddnýju gengi að sóla sig. Þegar þangað var komið þá fundum við öll litla skurði á fótunum á okkur þar sem við höfðum rekið okkur í kóralinn en okkur var öllum sama.

 

Another fifteen minute boat ride later we were on Isla Bastimentos to check out Red Frog beach. We landed at a small dock on the west side of the island and then walked a couple of kilometres across the island. The beach itself is extremely idyllic, the Caribbean crashing on the sand on one side and the other backed only by a jungle and some small huts selling food and drink. Once we had had a freshly grilled burger Oddný and Röggi laid down to catch some sun while we decided to take the chance to explore our surroundings. The beach takes its name from small, poisonous red frogs that live in the surrounding jungle and the local kids have realised that it is good business to capture them and let tourists take photos for a small donation. We also saw some tiny brown frogs in the jungle behind the beach along with several types of crab. After a couple of hours at the beach we headed back to home base, sunburned and satisfied with the days adventures.

Fimmtán mínútna siglingu síðar þá komum við til Bastimentos eyju til að kíkja á Rauðfroskaströnd. Báturinn lenti við litla bryggju vestan megin á eyjunni og við röltum svo einn til tvo kílómetra yfir eyjuna. Ströndin sjálf er yndisleg, Karabíska hafið lemur sandinn öðru meginn og hinum meginn er bara frumskógur og nokkrir skúrar þar sem er seldur matur og drykkur. Þegar við vorum búin að seðja hungrið með nýgrilluðum hamborgara þá lögðust Oddný og Röggi niður til þess að næla í nokkra sólargeisla á meðan við nýttum tækifærið og skoða okkur um. Ströndin dregur nafn sitt af litlum, eitruðum rauðum froskum sem eiga heimkynni sín í frumskóginum í kring og börn heimamanna hafa áttað sig á því að það borgar sig að ná þeim, sýna ferðamönnunum og leyfa þeim að taka myndir fyrir nokkra aura. Við sáum líka örsmáa brúna froska í skóginum bak við ströndina ásamt ótal gerðum af kröbbum. Eftir nokkra klukkutíma á ströndinni héldum við aftur í heimahöfn, sólbrennd og sæl með ævintýri dagsins. 

The cutest crab we've ever seen / 
 Sætasti krabbi sem við höfum séð

We saw the smallest frogs we've ever seen, at first we thought they were spiders/ 
Minnstu froskar sem við höfum séð, héldum fyrst að þeir væru köngulær.
Cute local kids collecting the red frogs to show the tourists for a small donation. 
Sætir krakkar frá eyjunni sem safna rauðum froskum til að sýna ferðamönnum fyrir smáaur.
 


2 comments:

  1. Anonymous7/7/10 17:39

    Ég er mjög ánægð með ykkur hvað þið eruð dugleg að láta inn myndir og blogga um hvað þið eruð að bardússa - bara gaman að fylgjast með þessu öllu saman :O) Hafið það áfram sem allra best! Kv, Svanhildur

    ReplyDelete
  2. váá hvað þið eruð dugleg...keep up the good work...gaman að fá að fylgjast með :D

    ReplyDelete

Related Posts with Thumbnails