Saturday, July 17, 2010

The Sunshine State

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri

After saying goodbye to Central America for now we hopped the three hour flight back to Orlando. Josh, Bjarki's old roommate from freshman year at Saint Leo University in Florida, came to pick us up at the airport and he brought Nuffy, another old schoolmate of Bjarki's with him. We all headed straight into the Thornton Park area of Orlando to grab a bite to eat a restaurant called Graffiti Junktion. The Thornton Park area is a really cosy area of small shops and restaurants in quaint little houses along cobbled streets, very different from anything you would normally associate with Orlando or even Florida. Graffiti Junktion was also a pretty unique place, a regular American burger joint but covered in graffiti both inside and out. The atmosphere there was relaxed and their wings were something else.

Eftir að hafa kvatt Mið-Ameríku í bili þá skelltum við okkur í þriggja tíma flug aftur til Orlando. Josh, fyrrum herbergisfélagi Bjarka frá því á fyrsta árinu hans í Saint Leo háskóla í Florida, kom og sótti okkur á flugvöllin og tók Nuffy, annan fyrrum skólafélaga Bjarka, með sér. Saman rúntuðum við inn í Thornton Park hverfið í Orlando til þess að fá okkur snarl á veitingastað sem heitir Graffiti Junktion. Thornton Park er mjög kósý hverfi með fullt af litlum veitingastöðum og verslunum í skemmtilegum litlum húsum sem standa við götur úr litlum hellusteinum, mjög ólíkt því sem maður býst við í Orlando eða Florida. Graffiti Junktion er líka mjög sérstakur staður, venjulegur Amerískur hamborgarastaður en þakinn í graffiti jafnt að innan sem utan. Andrúmsloftið þar er afslappað og vængirnir eru frábærir. 

Graffiti Junktion
 Later that evening after throwing our stuff back to Josh's place we all went out for a game of pool where we met Josh's friend George and his girlfriend Courtney. The two of us proceeded to annihilate them at pool and then got introduced to a game called shuffleboard where honors were even. A good night though with some friendly people. Back at Josh's we finally met Shanna, his girlfriend who had been working all evening.

Seinna um kvöldið eftir að við höfðum hent dótinu okkar heim til Josh skelltum við okkur í pool þar sem við hittum George vin Josh og Courtney kærustuna hans. Við tvö slátruðum þeim í pool og vorum í kjölfarið kynnt fyrir skemmtilegum leik sem heitir shuffleboard þar sem við skildum jöfn. Gott kvöld með virkilega notalegu fólki. Þegar við komum aftur heim til Josh fengum við loksins að kynnast Shanna kærustunni hans sem var að vinna allt kvöldið.


Sunday rolled around and it was World Cup Final day. Again we headed to Graffiti Junktion where Josh and his friends were meeting up to watch the game and also for a farewell party for big Mike, one of the crew who is moving to Denver. The place was packed and the atmosphere was electric as Spain clinched their win. Afterwards we headed to a nearby pizzeria and bar to carry on with the farewell party that also turned into a birthday party for Nuffy's brother  Kurt and one more guy who was there. We stayed until it got dark and then went shopping before Josh cooked us a superb spaghetti bolognese. Monday we mostly took it easy as Shanna and Josh worked. We did go out for a walk planning to head over to Thornton Park to use the internet at one of the restaurants in the area. We got some bad directions though and got lost. In the end we headed back to Josh's house to escape the heat that was causing us to sweat profusely.

Þegar birti aftur af degi var kominn sunnudagur og það sem meira var lokadagur HM. Við fórum aftur á Graffiti Junktion þar sem Josh og vinir hans hittust til að horfa á leikinn og líka til þess að kveðja stóra Mike, einn úr vinahópnum sem er að flytja til Denver. Staðurinn var troðinn og stemmningin stigmagnaðist þar til Spánverjar mörðu sigur í framlengingu. Eftir leikinn kíktum við á pizza stað í nágrenninu þar sem kveðjupartýið hélt áfram og við bættist afmælisfagnaður fyrir Kurt bróður Nuffy og einn annan sem var á svæðinu. Þar höfðumst við við þar til fór að dimma en þá fórum við að versla svo Josh gæti eldað handa okkur snilldar spaggettí bolognese. Á mánudaginn tókum við því að mestu rólega á meðan Shanna og Josh unnu. Við fórum reyndar í göngutúr og ætluðum okkur til Thornton Park svo við gætum stolist á internet á einum af veitingastöðunum sem eru þar. Við fengum hinsvegar rangar leiðbeiningar og villtumst. Á endanum fórum við aftur heim til Josh til þess að flýja hitann sem olli því að við vorum í svitabaði.

Bjarki & Josh at Lake Eola
When in Orlando a visit to a themepark is almost mandatory we reckon and so on tuesday we went to Seaworld. Tickets to go there are cheaper if you go after three pm and before that Josh showed us around Lake Eola and downtown Orlando. The area around the lake is pretty and scenic but once again the heat was rather intense. Seaworld was a blast. Since neither of us is very keen on rollercoasters we spent our time on the various shows and of course looking at all the different animals. The highlight for us was Blue Horizons which is a show combining dolphins, colourful birds, acrobats and high board divers. Even if it was packed with tourists Seaworld was still definitely worth the visit. We stayed for around seven hours and could have easily spent more time. Afterwards, Josh and Shanna picked us up, took us to Pointe Orlando, a small cluster of shops, restaurants and attractions where we all had some Ben & Jerry's ice cream. A perfect end to a marvelous day.

Þegar maður fer til Orlando þá er nokkurn veginn skylda að kíkja í skemmtigarð og á þriðjudaginn fórum við í Seaworld. Það er ódýrara að fara þangað eftir klukkan þrjú á daginn og fyrri partinn nýtti Josh tækifærið og sýndi okkur svæðið í kringum Eola vatn og miðborg Orlando. Þetta er skemmtilegt svæði og það er fallegt í kringum vatnið en hitinn var enn nokkuð ágengur. Það var frábært í Seaworld. Hvorugt okkar hefur sérstaklega gaman af rússíbönum en þess í stað dunduðum við okkur við það að kíkja á hinar ýmsu sýningar og auðvitað við að skoða allskonar dýr. Okkur fannst skemmtilegast á sýningu sem heitir Blue Horizons og sameinar höfrunga, litríka fugla, loftfimleikamenn og dýfingar. Þó svo Seaworld sé troðið af túristum þá var garðurinn klárlega heimsóknarinnar virði. Við vorum þar í um það bil sjö klukkutíma og hefðum hæglega getað verið lengur. Eftir lokun komu Josh og Shanna og sóttu okkur og fóru með okkur í Pointe Orlando. Lítill kjarni af búðum, veitingastöðum og fleiru þar sem við fengum okkur Ben & Jerry's ís. Fullkominn endir á snilldardegi.


On wednesday morning we packed up our bags once again and said goodbye to our amazing hosts in Orlando. Thanks to Josh, Shanna & Nuffy for giving us a place to stay and for showing us a lot of stuff that is not featured in any tourist brochure. We would also like to thank Kurt for giving us a ride across to Tampa since central Florida is not big on public transportation.

Á miðvikudagsmorgun var enn kominn tími til að pakka í bakpokana og svo kvöddum við yndislega gestgjafa í Orlando. Þökk sé Josh, Shanna og Nuffy þá fengum við ekki bara stað til þess að gista á heldur sáum við líka allskonar hluti sem hinn venjulegi túristi hefði líklega misst af. Kurt á líka skilið þakkir fyrir að gefa okkur far til Tampa þar sem almenningssamgöngur í miðju Florida eru ekki uppá marga fiska. 

Shanna & Josh
So, Tampa was our next destination and once again we would be meeting some of Bjarki's friends from when he used to go to school in the area. This time we stayed with Ryan, who roomed with Bjarki his second year at Saint Leo, and his wife Missy. They have just bought a lovely house in south Tampa but since they have two dogs and Arna has an allergy they suggested we spend the night at Ryan's parents house which is just a little further north in Tampa. Their house is bigger and has a pet-free upstairs where we could sleep. It didn't hurt that their house stands on a lake and they have a boat that Ryan and Missy hadn't had the chance to enjoy for about two months. As soon as we got there we headed out on the lake and Bjarki tried to remember how to wakeboard, something he last tried in the same place eight years ago. It must be like riding a bike since he managed to stand up at the first attempt and slalom a little around the lake. It went pretty well apart from one face plant into the wake which yielded a nice little bruise on one eyelid.

Tampa var sumsé næsti áfangastaður og enn vorum við að hitta vini Bjarka frá því hann gekk í skóla á þessum slóðum. Í þetta skiptið gistum við hjá Ryan, sem var herbergisfélagi Bjarka á öðru ári hans í Saint Leo, og Missy konunni hans. Þau eru nýbúin að kaupa sér yndislegt hús í suður-Tampa en þar sem þau eiga tvo litla hunda og Arna er með ofnæmi þá stungu þau uppá að við myndum gista hjá foreldrum Ryans aðeins norðar í Tampa. Húsið þeirra er stærra og efri hæðin er gæludýralaus svo við gátum sofið þar án nokkurra vandræða. Það skemmdi svo sem ekki fyrir að húsið stendur við vatn og þau eiga bát sem Ryan og Missy höfðu ekki haft tækifæri til þess að njóta undanfarna tvo mánuði. Um leið og við komum á staðinn þá fórum við út á vatnið og Bjarki gerði sitt besta til þess að muna hvernig maður notar wakeboard, eitthvað sem hann hafði ekki gert síðan fyrir átta árum síðan á sama stað. Þetta hlýtur að vera eitthvað í ætt við það að hjóla því hann stóð upp í fyrstu tilraun og sviga svolítið um vatnið. Þetta gekk bara furðulega vel fyrir utan einn skell beint á andlitið sem olli skemmtilegum marblett á öðru augnlokinu. 

Ryan & Missy
Bjarki
Black eye / Glóðarauga
After Missy cooked us a great seafood pasta which we enjoyed with Ryan's dad since his mum was out of town, we headed out on the lake again, this time to go gator-hunting. This you do by idling around the lake and shining a flashlight into the undergrowth at the edges of the lake and looking for the gators eyes which light up like two orange reflective patches. Once we found some we tried to get close and managed to see some small gators pretty close-up. Although Missy backed out of her plan to catch one she was definitely the bravest out of the four of us.

Eftir að Missy hafði eldað handa okkur gómsætt sjávarréttapasta sem við snæddum með pabba Ryans því mamma hans var ekki á svæðinu þá skelltum við okkur aftur út á vatnið, í þetta skiptið í leit að krókódílum. Það fer svoleiðis fram að það er lullað um vatnið á bátnum og lýst með vasaljósum í gróðurinn við ströndina í von um að sjá augun á krókódílunum sem lýsast upp eins og appelsínugul endurskinsmerki. Þegar við fundum augu þá reyndum við að mjaka okkur nær og náðum að sjá tvo litla krókódíla í ansi miklu návígi. Þó svo Missy hafi hætt við að reyna að grípa einn krókódílinn þá var hún klárlega hugrökkust af okkur fjórum.

Gatorhunting

In the morning we took it easy around the house and had some delicious pancakes that Missy made for breakfast. After being spoilt once again by excellent hosts it was time for the airport and now we are on the West Coast, Vancouver to be exact. We may have gained three hours but here we are staying at a hostel without the five star luxury of staying in someones home. We can't wait to see what we can squeeze out of Vancouver in the coming days though.

Morguninn eftir þá tókum við því rólega og snæddum ljúffengar pönnukökur sem Missy eldaði handa okkur í morgunmat. Enn dekruðu yndislegir gestgjafar við okkur en við þurftum að halda út á flugvöll og hér erum við komin á vesturströndina, nánar tiltekið Vancouver. Við græddum reyndar þrjá klukkutíma en hér gistum við á hosteli og erum ekki í fimm stjörnu lúxus í heimahúsi. Okkur hlakkar hins vegar gríðarlega til að komast að því hvað við getum upplifað í Vancouver á næstu dögum.

Boone & Hank

1 comment:

  1. It was great to have your company.. I hope we can come visit you two in Iceland soon! Best wishes on your travels to come and we will be following along here at home! Cheers!

    ReplyDelete

Related Posts with Thumbnails