Thursday, July 29, 2010

Island Idyllics

Click on the photos for larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri
Olympic Mountains / Olympic Fjöll
From Seattle we headed an hour down the road to visit the parents of Bjarki's friend Gabe. His mom, Julie, picked us up from the bus station in Tacoma and took us to nearby Gig Harbor to the nicest grocery store we have ever seen to get some food for the evening. We then headed out to Fox Island, a small island south of Gig Harbor where she and her husband Don live in a lovely house surrounded by woods and the water. Don had just finished a ten day motorcycle tour around the northwest that included a stop at a rally of BMW riders where he had met up with around six thousand other riders to share stories of riding the road less traveled. He had some good stories to tell and a lot of good pictures to show us. It turned out he had just come from Big Sky, next to Yellowstone national park, where Julie and he have friends. They got us in contact with them and now we have a place to stay not so far away from the park and will hopefully get to see the best of Big Sky with some great folks.

Frá Seattle héldum við í klukkutíma ferð til þess að heimsækja foreldra Gabe, vinar Bjarka. Julie, mamma hans, sótti okkur á rútustöðina í Tacoma og tók okkur með sér til Gig Harbor í flottustu matvöruverslun sem við höfum séð til þess að versla í matinn fyrir kvöldið. Loks lá leiðin til Fox eyju sem er lítil eyja sunnan við Gig Harbor þar sem hún og Don, eiginmaður hennar, búa í frábæru húsi umkringd af trjám og rétt hjá sjónum. Don var nýkominn úr tíu daga mótorhjólaferð um norð-vesturhluta Bandaríkjanna sem innihélt meðal annars viðkomu á samkomu með sex þúsund öðrum BMW eigendum þar sem þeir skiptust á sögum af tvíhjóla-ævintýrum. Hann hafði frá miklu að segja og fullt af flottum myndum að sýna okkur. Það kom á daginn að hann hafði komið beint frá Big Sky, við Yellowstone þjóðgarðinn, þar sem hann og Julie eiga vini. Þau komu okkur í samband við vini sína og nú getum við gist hjá þeim í grennd við garðinn og fáum vonandi að sjá það besta í Big Sky með skemmtilegu fólki.

Julie & Don's house


We had a lovely time on Fox Island and Don and Julie were great hosts. After a dinner of some tasty grilled salmon we headed out so they could show us downtown Gig Harbor. The town has a lovely downtown area encircling a scenic harbor that is very nice to walk around on a summer evening. We even saw a deer cross the road right by the town centre, behind a showing of Mamma Mia in the park. Afterwards we headed back to the house on Fox Island to have some delicious desert. We then stayed up late talking to our hosts. What we love about visiting people around the area where we're traveling is that we get to see places that we would otherwise never have been to. Fox Island is definitely one of those places. A quiet island with lovely scenery. On the way to the Greyhound station the morning after we stopped on the bridge to Gig Harbor from Fox Island to take a picture of the amazing view it offers of the local inlets against a stunning backdrop of Mount Rainier.

Það fór mjög vel um okkur á Fox eyju og Don og Julie voru frábærir gestgjafar. Eftir að við höfðum snætt dýrindis grillaðan lax þá kíktum við út svo þau gætu sýnt okkur miðbæinn í Gig Harbor sem er mjög krúttlegur þar sem hann umlykur höfnina og yndislegt að njóta hans seint á sumarkvöldi. Við sáum meira að segja dádýr á rölti á götu rétt við miðbæinn á bakvið útisýningu á Mamma Mia í almenningsgarði. Loks var haldið heim á Fox eyju og snæddur gómsætur eftirréttur. Við vöktum svo frameftir og spjölluðum við gestgjafana. Eitt af því sem er svo skemmtilegt við að heimsækja fólk á þeim svæðum sem við ferðumst á er að við fáum að sjá staði sem við sæjum annars ekki. Fox eyja er klárlega einn af þessum stöðum. Mjög róleg eyja með fallegu umhverfi. Á leiðinni á rútustöðina daginn eftir stoppuðum við til að mynda á brúnni frá Fox eyju til Gig Harbor til að taka myndir af magnaða útsýninu sem sést þaðan af víkunum á svæðinu með magnað Rainier fjall í bakgrunni.

Julie & Don
Julie & Don
Mt. Rainier
Mount Rainier


No comments:

Post a Comment

Related Posts with Thumbnails