Thursday, July 8, 2010

The Cahuita Carnival

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri 

 We find it pretty amazing that a lot of people live in houses like these/
Okkur finnst það nokkuð magnað að margir búi í svona húsum.

After Bocas it was time to head back to San Jose to meet Oddnýs' parents and head back to the Pacific and Playa del Coco. We took two days for the trip and on the first day headed back across the border into Costa Rica and on to Cahuita, a tiny village that sits next to a national park with the same name. After a water-taxi, a normal taxi, a walk across a rusty bridge and then a bus we arrived at the Secret Garden, a hostel in Cahuita run by a Dutch couple.

Eftir Bocas var kominn tími til að halda aftur til San Jose til að hitta þar foreldra Oddnýjar og fara með þeim aftur yfir á Kyrrahafsströndina og til Playa del Coco. Við tókum okkur tvo daga í ferðina. Á fyrsta degi fórum við aftur yfir landamærin til Costa Rica og til Cahuita, lítils þorps sem stendur við samnefndan þjóðgarð. Eftir ferð í vatnaleigubíl, venjulegum leigubíl, rölt yfir ryðgaða brú og svo stutta rútuferð þá komum við í Leynigarðinn, hostel í Cahuita sem er rekið af hollensku pari.

 
Chillin' in a hammock/ Chillað í hengirúmi 
A really cute cat who lived in the Secret Gardenl / sætur kisi sem átti heima í Leynigarðinum

After grabbing a bite to eat we headed off to the national park. The trail in the park is more like a forest path running parallel to the beach a few metres inland. We walked two or three kilometres into the park but that was enough to see some exciting wildlife. There was a hoarde of monkeys (are monkeys in hoardes, flocks?), a collection of crab species and the most beautiful butterfly any one of us had seen. It was large, brown and grey on the outside but when it spread its wings it was a stunning blue colour. We couldn't get a photo but found one anyways for anyone who wants to know what it looked like.

Við fengum okkur smá snarl við komuna og skelltum okkur svo í þjóðgarðinn. Gönguleiðin í garðinum er einskonar skógarstígur sem liggur samsíða ströndinni nokkra metra inní landi. Við röltum tvo til þrjá kílómetra inní garðinn en það dugði til þess að sjá þó nokkuð af spennandi dýralífi. Þarna var hópur af öpum, þónokkrar krabbategundir og fallegasta fiðrildi sem nokkurt okkar hefur séð. Það var mjög stórt, brúnt og grátt að utan og þegar það breiddi út vængina þá var það ótrúlega fallega blátt. Við náðum ekki mynd en fundum eina fyrir þá sem hafa áhuga á að vita hvernig það leit út.

Blue Morpho source
 
The first blue crab we saw/  
Fyrsti blái krabbinn sem við sáum...en á eftir fylgdu tugir sömu tegundar:)
 
 Howler monkey/ Öskurapi
Marcel
  
That night luckily enough there was some kind of town festival going on in Cahuita with all the fanfare associated: a ferris wheel, a drum band, live music on stage and all sorts of souvenir and food stalls. Once we had educated the waiter at a local Italian restaurant about the pleasures of serving a four cheese pizza with strawberry jam we walked through town and took in the sites. Bjarki hadn't quite eaten his fill and decided to taste the street cuisine and hit the jackpot with some excellent grilled meat on a skewer. The Secret Garden later proved a perfect place for a game of cards and a well earned nap in a hammock even if the rooms left something to be desired. In the morning, Oddný and Röggi put in some overtime on their tan and then we took a bus back to San Jose followed by some laundry and preparations for Playa del Coco.

Um kvöldið vildi svo heppilega til að það var einhvers konar bæjarhátíð í Cahuita með öllu tilheyrandi: parísarhjóli, trommuhljómsveit, lifandi tónlist uppi á palli og alls kyns minjagripa- og matarbásum. Þegar við höfðum kennt þjóninum okkar á ítalska veitingastaðnum í Cahuita að það væri algjör nauðsyn að bera fram jarðarberjasultu með fjögurra osta pizzunni þá röltum við okkur í gegnum bæinn og virtum fyrir okkur fjörið. Bjarki hafði ekki fengið nóg frekar en fyrri daginn og ákvað því að prófa það sem var í boði á götunni og datt í lukkupottinn þegar hann fékk sér grillað kjöt á spjóti. Leynigarðurinn reyndist síðar um kvöldið vera hinn besti staður til þess að spila og leggja sig örlítið í hengirúmum þó svo að herbergin hafi ekki verið uppá marga fiska. Um morguninn unnu Oddný og Röggi enn í brúnkunni á meðan við sváfum og svo tókum við rútuna til San Jose. Þar þurfti að þvo þvott og undirbúa ferð til Playa del Coco.

3 comments:

  1. Til að byrja með, innilega til hamingju með afmælið !!! Ég var sko harðákveðin í að senda þér afmæliskveðju hérna, en var síðan bara fjarri tölvu á afmælisdaginn þinn :( svo, betra er seint en aldrei, afmæliskveðjan skal vera skráð hér :)

    Vá hvað þetta er spennandi !!! Fékk alveg öfundar/ánægjur hroll þegar ég las um snorklingið, skemmtunina í bænum og eitruðu froskana og bláu fiðrildin til að nefna eitthvað! geggjað gaman!

    Knús á ykkur og ég held áfram að fylgjast spennt með :D

    ReplyDelete
  2. Það væri nú ekki ónýtt að fá Costa Rica póstkort á eldhúsvegginn.

    ReplyDelete
  3. Takk fyrir kveðjuna HSS:)

    Hmm...við erum einmitt á flugvellinum í þessum skrifuðu orðum og vorum að tala um hvað við hefðum klúðrað því að senda póstkort héðan.

    Þið fáið bara surprise póstkort einhversstaðar annarsstaðar frá:)

    ReplyDelete

Related Posts with Thumbnails