Friday, September 10, 2010

Big trees, really BIG trees

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri 
 

The last national park that we saw in this trip to the USA was Sequoia, home of the giant trees of the same name. Once again we left behind the complete flatness of the valley and headed up into the Sierra Nevada mountains. We hadn't realised how high up Sequoia national park is since it is not as famous for its landscape as other parks we had visited. We quickly found out though as the road from Three Forks to the Giant Forest winds up almost two thousand metres in the space of twenty kilometres, tying knots on our stomachs in the progress. We even had to stop on the way up so that we didn't throw up. The view from the top of the hill was quite something although the mist of pollution has begun to limit it somewhat in recent years.

Síðasti þjóðgarðurinn sem við sáum í þessari ferð til Bandaríkjanna var Sequoia þar sem vaxa samnefnd risatré. Aftur yfirgáfum við flatneskjuna í Kaliforníudalnum og héldum upp í Sierra Nevada fjöllin. Við höfðum ekki gert okkur grein fyrir því hversu hátt uppi Sequoia þjóðgarðurinn er því hann er ekki jafn frægur fyrir landslag eins og hinir garðarnir sem við höfum heimsótt. Við komumst þó fljótlega að því að vegurinn frá Three Forks og upp í Giant Forest liggur í hlykkjum og beygjum upp nærri því tvö þúsund metra á tuttugu kílómetrum og hnýtti magana á okkur í nokkra hnúta í leiðinni. Við þurftum meira að segja að stoppa á leiðinni upp svo við þyrftum ekki að gubba. Útsýnið efst uppi var alveg magnað þó svo mengun hafi takmarkað það svolítið á undanförnum árum.

Sentinel

As the hill begun to flatten out into the plateau of the Giant Forest we begun to see the trees that were the reason we were there. Amongst the normal fir and pine trees their giant red trunks become more and more numerous as we drove further into the forest until we arrived at the visitor centre at the heart of the Giant Forest area. In front of the visitor centre stands The Sentinel, one of the more famous of the giant trees. It is amazing to see how the giant tree dwarfs the building next to it and standing in between the two you really get a sense of how massive these ancient Sequoias are. We took a short hike around a nearby grove where we saw some more examples of the giants and learned a little bit about them and why they grow there in the Sierra Nevadas.

Þar sem landið fór að fletjast út aftur í hásléttuna þar sem Giant Forest er þá fór að glitta í trén sem við komum til þess að sjá. Innan um venjuleg greni-og furutré birtust okkur fleiri og fleiri gríðarstórir rauðir trjábolir eftir því sem við keyrðum lengra inn í skóginn þar til við komum að upplýsingamiðstöðinni í miðju Giant Forest svæðinu. Fyrir framan upplýsingamiðstöðina stendur Sentinel, eitt af frægustu risatrjánum. Það er ótrúlegt að sjá hversu lítil upplýsingamiðstöðin verður við hliðina á þessu gríðarstóra tré og þegar maður stendur mitt á milli gerir maður sér virkilega grein fyrir því hversu umfangsmikil þessi ævagömlu Sequoia tré eru. Við fórum í stuttan göngutúr um nærliggjandi rjóður þar sem við sáum fleiri dæmi um þessa risa og lærðum svolítið um þau og af hverju þau vaxa þarna í Sierra Nevada fjöllunum.

Sentinel and the Visitor Center/ Sentinel og upplýsingamiðstöðin

As we circled around a wetland meadow surrounded by Sequoias of all ages and sizes we were alerted to the presence of a Black bear in the meadow, only a few metres away from the footpath. We spent some time like stupid tourists getting way too close to the bear trying to get good pictures although the bear was almost hidden in the tall grass, all the time looking for its mother since it looked small enough to be a cub. Although the bear must have noticed us it showed no interest and continued to look around in the undergrowth for some nuts and seeds to eat. On one of our photos we managed to make out a number on a tag in the bear's ear and at the visitor centre we asked if they knew anything about the bear. To our surprise we were told that since it had a tag it was most likely a female and had been tagged because it has been having too much contact with people and could be agressive. So much for our theory that it was an innocent cub.

Þar sem við hringsóluðum um votlendisrjóður mitt á milli misgamalla og stórra Sequoia trjáa þá var athygli okkar beint að svartbirni í rjóðrinu, einungis nokkra metra frá göngustígnum. Í þó nokkurn tíma vorum við eins og hverjir aðrir heimskir túristar, allt of nálægt birninum að reyna að ná góðum myndum þótt hann væri næstum falinn í háu grasinu. Við vorum alltaf að gá að mömmu bjarnarins þar sem okkur fannst hann svo lítill að hann hlyti að vera húnn. Þó svo björninn hljóti að hafa tekið eftir okkur þá sýndi hann okkur engan áhuga og hélt áfram að róta í grasinu í leit að hnetum og fræjum til ætis. Á einni myndinni sáum við númer á merki í eyranu á birninum og í upplýsingamiðstöðinni spurðum við hvort þau vissu eitthvað um þennan björn. Okkur til undrunar þá var okkur sagt að þar sem björninn var merktur þá væri þetta væntanlega birna sem væri merkt því hún hefði verið í of miklu návígi við fólk og gæti verið árásargjörn. Þar fór tilgátan okkar um að þetta væri saklaus húnn.

Bjarki and the bear... a littlebit too close  / Bjarki og birnan... aðeins of nálægt
Black bear

Afterwards we concluded our visit to the national park by seeing the General Sherman tree, one of the most famous trees in the world. The tree is approximately two thousand five hundred years old and around eighty five metres high. It is best known however as the largest known tree in the world measured by volume at approximately fifteen hundred cubic metres. Other trees are older, taller, or wider but none of them contain as much tree as the General Sherman tree. It is quite a sight to behold and a walk around it actually takes a while. We also tried driving through the fallen Tunnel Tree but there were no trees we could drive underneath, they are all in northern California.


Seinna lukum við heimsókninni okkur í þjóðgarðinn með því að skoða General Sherman tréð, eitt það frægasta í heimi. Tréð er um það bil tvö þúsund og fimm hundruð ára gamalt og í kringum áttatíu og fimm metrar á hæð. Það er hinsvegar frægast fyrir að vera stærsta tré í heimi mælt í rúmmáli, sirka fimmtán hundruð rúmmetrar. Önnur tré eru eldri, hærri og þykkari en ekkert þeirra inniheldur jafn mikið af tré og General Sherman tréð. Það er magnað að sjá það og það tekur meira að segja smá tíma að labba í kringum það. Við prófuðum líka að keyra í gegnum fallið tré en það voru engin tré sem við gátum keyrt undir, þau eru öll í norður Kaliforníu.

General Sherman tree
General Sherman
It was easier to fathom the size of the tree trunk when you stood in the middle of the tree/ Það var auðveldara að átta sig á stærð trjábolsins þegar maður stóð í miðju "trésins"
General Sherman
After all our travels we had finally had enough of mountains, trees and views and therefore called it a day at Sequoia, even though it has a lot more to offer, and headed back down the winding roads into the California valley. Anna and Alex arrived in the park the same day as us but since they arrived much later than us we just missed meeting them which would have been fun. The reason we had to head down into the valley at a reasonable time is that we were staying with a CouchSurfer and didn't want to arrive too late at their house. We managed to make it to Francine and Carl's house in Bakersfield before dark and were welcomed with open arms. They really do know how to make people feel at home and they really enjoy having visitors around. We also enjoyed their company and the VIP treatment we received did not hurt at all.

Eftir öll okkar ferðalög þá vorum við loksins búin að fá nóg af fjöllum, trjám og útsýni og létum þetta því gott heita í Sequoia, þó svo þar sé margt fleira að sjá, og héldum aftur niður kræklótta vegina niður í Kaliforníu dalinn. Anna og Alex komu í garðinn sama dag og við en vegna þess að þau komu miklu seinna en við misstum við af því að hitta þau sem hefði verið skemmtilegt. Ástæðan fyrir því að við urðum að drífa okkur niður í dalinn skikkanlega snemma er að við gistum hjá CouchSurfer og vildum ekki koma of seint heim til þeirra. Við náðum heim til Francine og Carl í Bakersfield fyrir myrkur þar sem þau tóku á móti okkur með opnum örmum. Þau kunna sko sannarlega að láta fólki líða eins og heima hjá sér og þau hafa virkilega gaman af því að hafa gesti í heimsókn. Við skemmtum okkur líka konunglega með þeim og VIP meðferðin sem við fengum skemmdi sko alls ekki fyrir.

This tree losts its balance and consequently died/ Þetta tré missti jafnvægið og dó í kjölfarið
We drove through a fallen tree/ Við keyrðum í gegnum fallið tré
Nature can be strange/ Náttúran getur verið skrýtin
Carl, Bjarki, Arna & Francine

More photos from Sequoia/ Fleiri myndir frá Sequoia

 

1 comment:

  1. Anonymous10/9/10 11:12

    Þetta er eitthvað fyrir mömmu. Hún hefur örugglega gaman að skoða þessar myndir:) Hvar eru þið stödd núna? Það er mjög gaman að lesa um ferðalagið ykkar
    Hrönn

    ReplyDelete

Related Posts with Thumbnails