Tuesday, September 21, 2010

Ciudad Mexico

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri

When we set off for Mexico it felt like we were embarking on a whole new trip. We have been traveling in a country where the culture is not all that different from ours - a country where we have both been before and where Bjarki has even lived. We have been to many different places in the US and at times we have thought that these places really didn't belong in the same country. Now we have arrived in an area where we don't speak the language and where the culture is extremely different from what we are used to. Having said that, we were picked up at the airport by our friends Diego and Signý and will be spending at least the first couple of weeks with them so we will have an easy acclimation. We stayed at their house for the first three days after we arrived, taking in some of Mexico City and Arna caught her first Central American stomach bug that kept her out for a day.

Þegar við lögðum af stað til Mexíkó þá var það svolítið eins og að fara í alveg nýtt ferðalag. Við erum búin að vera að ferðast um land þar sem menningin er ekkert svo ólík okkar eigin - land sem við höfum bæði komið til áður og Bjarki hefur meira að segja búið í. Við heimsóttum marga mismunandi staði í Bandaríkjunum og á stundum fannst okkur margir þessara staða ekki eiga heima í sama landinu. Nú erum við komin á svæði þar sem að við tölum ekki tungumálið og þar sem menningin er mjög ólík því sem við erum vön. Vinir okkar Diego og Signý sóttu okkur á flugvöllinn og við komum til með að vera með þeim að minnsta kosti fyrstu tvær vikurnar svo aðlögunin verður auðveld. Við gistum heima hjá þeim fyrstu þrjár næturnar, skoðuðum smávegis af Mexíkóborg og Arna náði sér í fyrstu miðamerísku magakveisuna sína sem hélt henni í rúminu í einn dag.

Mezcaleria. Drinking Mezcal and eating oranges/  
Mezcaleria. Drukkum Mezcal og átum appelsínur.

Signý and Diego live in an area called Roma that, along with Condesa and Zona Rosa, makes up a quirky, trendy part of town within walking distance of the city centre. In these three areas  a bike rental system called EcoBici has recently been set up. Some of you may recognize it from Barcelona or other cities. Signý and Diego have cards for all four of us that allow us to take bikes at any of the many stations around, use them for up to half an hour, and then return them to any station. If you use your bike for more than half an hour you will be charged a small fee until the maximum of two hours when the rates go up significantly. This allows us to ride quickly around the area without having to worry about locking bikes, storing them at home or repairing them. The best part: a year's subscription is only around $30. Our first full day all four of us cycled to the edge of the area and then walked to Bosque de Chapultepec which is a massive forest and public park. We visited the palace that sits on a hill in the park where there are great views of the city. Because of the size of the city though, you cannot really see beyond its edges.

Signý og Diego búa í Roma-hverfi sem, ásamt Condesa og Zona Rosa, myndar skemmtilegan og trendí bæjarhluta í göngufjarlægð frá miðborginni. Í þessum þremur hverfum er nýbúið að koma fyrir EcoBici leiguhjólakerfinu sem sum ykkar kannast kannski við frá Barcelona eða öðrum borgum. Signý og Diego eiga kort fyrir okkur öll fjögur sem gera okkur kleift að fá okkur hjól á einhverri af fjölmörgum stöðvum á svæðinu, nota þau í allt að hálftíma og skila þeim svo á hvaða stöð sem er. Ef þú notar hjól í meira en hálftíma þá er rukkað smá gjald þangað til eftir tvo tíma þegar gjaldið verður töluvert hærra. Þetta gerir okkur kleift að hjóla í hvelli hvert sem við viljum fara á svæðinu án þess að hafa áhyggjur af því að læsa hjólum, geyma þau heima eða gera við þau. Það besta við þetta allt saman: ársáskrift kostar í kringum 3000kr. Fyrsta daginn okkar hjóluðum við fjögur að útjaðri hverfisins og löbbuðum svo inn í Bosque de Chapultepec sem er risastór skógur og almenningsgarður. Við fórum í höllina sem er efst á hæð í miðjum skóginum en þaðan er frábært útsýni yfir borgina. Vegna þess hve stór borgin er þá sést samt ekki mikið út fyrir hana.

Pigeon man
The Pigeon man, the most famous in the world if you take his word for it /
Dúfumaðurinn sem er að eigin sögn sá frægasti heimi
Mexico City (Paseo de la Reforma (the street)) seen from the Castillo de Chapultepec/
Mexikóborg (Paseo de la Reforma (gatan)) séð frá Castillo de Chapultepec 
Playing Domino
We played Dominos/ Við spiluðum Dominos
Shopping
We enjoyed doing some shopping/ Við nutum þess að versla í matinn

The next couple of days we spent relaxing at Diego and Signý's, getting our taste-buds used to Mexican food and Arna on recuperating from a slight stomach bug that kept her in bed for a day. We also went to a bar specializing in local Mezcal and played dominos at a traditional cantina. Diego and Signý had planned a roadtrip to the north of Mexico City but that was delayed for a day because of Arna's illness.

Næstu tvo daga slöppuðum við bara af heima hjá Diego og Signý, byrjuðum að aðlaga bragðlaukana okkar að mexíkóskum mat og Arna jafnaði sig á smá magakveisunni sem hélt henni rúmfastri í einn dag. Við kíktum líka á bar sem sérhæfir sig í Mezcal og spiluðum dómínó á hefbundinni cantinu. Diego og Signý voru búin að skipuleggja ferð norður fyrir Mexíkóborg en henni varð að seinka um einn dag útaf veikindum Örnu.



No comments:

Post a Comment

Related Posts with Thumbnails