Thursday, September 23, 2010

Diving in

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri 

We woke up fairly early on Sunday and headed off towards Huasteca, a region to the north of Mexico City. Driving through this massive city is a roadtrip in itself. It took us more than an hour until we had left it behind and along the way we saw all kinds of neighborhoods, businesses, parks, billboards, and roads. Just before we reached Queretaro we stopped at a big roadside restaurant to grab some authentic Mexican lamb. The restaurant seems to be a perennial favourite with locals since it was packed and when we were leaving there was a line of people waiting for a table. The lamb is wrapped in slow-cooked in a cactus leaf (Maguey) so that it is extremely well cooked and soft to eat. It reminded us a little bit of the type of lamb you get at farms in the Icelandic countryside except with a corn tortilla- delicious.

Við vöknuðum tiltölulega snemma á sunnudegi og lögðum í hann til Huasteca fylkis sem er fyrir norðan Mexíkóborg. Það að keyra í gegnum þessa gríðarstóru borg er í sjálfu sér ferðalag. Það tók okkur rúman klukkutíma þar til við vorum komin út úr borginni og á leiðinni sáum við alls konar hverfi, fyrirtæki, garða, auglýsingaskilti og vegi. Rétt áður en við komum til Queretaro stoppuðum við á stóru veitingahúsi við vegkantinn til þess að fá okkur ekta mexíkanskt lambakjöt. Þetta veitingahús virðist vera mjög vinsælt meðal heimamanna því það var setið við hvert einasta borð og þegar við vorum að fara þá var röð út úr dyrum. Lambið er eldað hægt inní kaktuslaufi (Maguey) svo það er mikið eldað og mjúkt að borða. Það minnti okkur svolítið á lambakjöt eins og maður fær það í sveitunum heima nema með korntortillu- frábært. 
Army checkpoint

In Queretaro we turned of the highway and took a smaller road toward Huasteca. After about an hour we started dropping down into a green valley from the dry plain where we had been driving. For the next three hours the road meandered up and down around hills, valleys, gorges and cliffs, flipping our stomachs this way and that. It was kind of like driving up to Sequoia national park only not quite as extreme but three times longer. We had to stop several times along the way to stop the two of us from throwing up but Diego and Signý were both fine. It was not all bad though as the scenery was stunning as we dropped into a lush valley and then climbed back up to where the trees were mostly fir and pine and then back down to Xilitla.

Í Queretaro beygðum við af hraðbrautinni og tókum minni veg í átt til Huasteca. Eftir um það bil klukkutíma akstur keyrðum við ofan af þurri sléttunni niður í grænan dal. Næstu þrjá klukkutíma hlykkjaðist vegurinn upp og niður meðfram hæðum, dölum, giljum og klettum og snéri hressilega upp á magann á okkur í leiðinni. Þetta var ekkert ósvipað því að keyra uppí Sequoia þjóðgarðinn nema ekki eins hlykkjótt en tók í staðinn þrisvar sinnum lengri tíma. Við urðum að stoppa nokkrum sinnum á leiðinni svo við tvö myndum ekki æla en Signý og Diego fundu ekki fyrir neinu. Þetta var samt ekki alslæmt því útsýnið á leiðinni var frábært þar sem við keyrðum alveg ofan í gróðri vaxinn dal og svo aftur upp þar sem trén voru að mestu barrtré og svo aftur niður til Xilitla.

Xilitla is a fairly small town that sits on a hillside in lush jungle. The streets are almost as steep as in San Francisco but narrower and in much more disrepair. The town square is a pretty place that comes alive at night when every person in town seems to be outside. In Xilitla we stayed at a hotel called Castillo Edward James, a surreal structure designed by an eccentric Englishman who chose Xilitla as a venue for his fantasyland structures.

Xilitla er frekar lítill bær sem situr í fjallshlíðum í miðjum frumskógi. Göturnar eru næstum eins brattar og í San Francisco en mun mjórri og verr farnar. Bæjartorgið er fallegt og lifnar virkilega við á kvöldin þegar næstum allir bæjarbúar virðast vera utandyra. Í Xilitla gistum við á hóteli sem heitir Castillo Edward James, súrrealísku húsi sem var hannað af sérvitrum Englendingi sem valdi Xilitla sem stað fyrir ævintýralegar byggingar sínar. 

Hibiscus
View from Castillo Edward James
Our hotel room, Gran Vista/ Hótelherbergið okkar, Gran Vista
We played ping pong/ Við spiluðum borðtennis
View from Castillo Edward James
Diego in Castillo Edward James
Diego

The following day we spent all day exploring his work at Las Pozas (The Pools) where he created thirty six structures in two acres of jungle. The structures are a tribute to his surreal inspirations and friends such as Dalí, with staircases going to nowhere, concrete imitations of bamboo, floating bridges and floral turrets. Some of the structures do not exactly inspire confidence but all are a treat for the eyes. A lot of the work is not finished as James did not live to complete them and the jungle has moved in quickly to engulf everything, making it look like "a lost city".

Daginn eftir vorum við allan daginn að skoða verkin eftir hann í Las Pozas (Laugarnar) þar sem hann byggði þrjátíu og sex byggingar í tveimur ekrum af frumskógi. Byggingarnar eru eins konar óður Edward James til súrrealískra áhrifavalda og vina hans á borð við Dalí, með stigum sem liggja hvergi, steinsteyptar eftirlíkingar af bambus, brýr sem fljóta í lausu lofti og blómaturnar. Sumar byggingarnar virka ekki beint traustverðugar en þær eru allar augnakonfekt. Mikið af verkunum eru ókláruð því James lifði ekki til þess að ljúka við þau og frumskógurinn hefur verið fljótur að umlykja allt saman svo allt saman lítur út eins og ,,týnda borgin".
We saw a lot of butterflies. Here is a Owl butterfly (Caligo Uranus)
with wings closed. Here you can see the top of its wings.
Við sáum fullt af fiðrildum. Þetta er Uglu fiðrildi með vængina lokaða.
 Hérna er hægt að sjá mynd ofan á vængina.


Las Pozas takes its name from a river that runs through it, where James' structures and the natural lie of the land have created amazing pools and waterfalls that are a spectacle to behold and great fun to play around in. Diego and Bjarki wasted no time in jumping into the first pool and waterfall they saw to get cool down in the sunny jungle. Further downstream however there were some real daredevils. Above one of the pools James created a structure that is now used by local youths as a diving board. They fearlessly fling themselves four to eight metres head first into the pool below, ignoring the fact that it is no more than just over two metres at its deepest point. We weren't brave enough but there were local kids only around eight years old who made it look very routine. The four of us played around in the pools though and even took some dives from lower places.

Las Pozas dregur nafn sitt af á sem liggur í gegnum svæðið þar sem byggingar James og lega landsins hafa búið til ótrúlegar laugar og fossa sem er ótrúlegt að sjá og enn skemmtilegra að leika sér í. Diego og Bjarki dýfðu sér beint í fyrstu laugina og fossinn sem þeir sáu til þess að kæla sig niður í sólríkum frumskóginum. Aðeins neðar í ánni voru hinsvegar alvöru ofurhugar. Fyrir ofan eina laugina smíðaði James byggingu sem ungir heimamenn nota sem stökkpall. Þeir kasta sér án umhugsunar fjóra til átta metra í laugina fyrir neðan og spá ekkert í því að vatnið fyrir neðan er ekki nema rúmlega tveggja metra djúpt þar sem það er dýpst. Við vorum ekki nógu hugrökk en það voru átta ára gamlir krakkar af svæðinu sem létu sig vaða eins og að drekka vatn. Við fjögur lékum okkur samt í laugunum og stungum okkur meira að segja úr minni hæðum.
 
Divers

After splashing around we were famished and grabbed some great prawns at Paco's, a local restaurant set above an idyllic river.

Eftir sundsprettinn vorum við glorhungruð og fengum okkur ljúffengar rækjur á Paco's, veitingahúsi á svæðinu fallega staðsett fyrir ofan fallega á. 
Shrimps
Signý



No comments:

Post a Comment

Related Posts with Thumbnails