Wednesday, September 8, 2010

Bears in the heat

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri 

During our trip to Yosemite we stayed with a great older couple at their home hostel in Merced. Merced lies in the California valley between the hills along the coast and the Sierra Nevada mountains to the east. Before the white man came to the valley it was pretty much all desert that was then irrigated and turned into some of the most fertile farmland around. In the area around Merced the farmers grow almost every kind of vegetable, fruit, and nut that you could possibly want and they also produce a lot of dairy products and meat. Our host Larry told us all about the area and also gave us a lot of invaluable information about Yosemite national park. The park is about a hundred kilometers away from Merced so it was about a ninety minute drive to get there and another hour back after our first day in the park. It was worth the trip though to be able to tap Larry's knowledge and taste Jan's peach deserts and ice cream both nights.

Á meðan við vorum að skoða Yosemite þá gistum við hjá yndislegum eldri hjónum á heimahostelinu þeirra í Merced. Merced er í Kaliforníudalnum milli hæðanna við ströndina og Sierra Nevada fjallana til austurs. Áður en hvíti maðurinn kom í dalinn þá var hann að mestu leyti eyðimörk sem var síðan breytt í eitt frjósamasta ræktunarland í heimi. Á svæðinu í kringum Merced rækta bændurnir allar mögulegar gerðir grænmætis, ávaxta og hneta sem maður gæti hugsanlega viljað og þeir framleiða líka fullt af mjólkurvörum og kjöti. Larry, gestgjafinn okkar, fræddi okkur um svæðið og lét okkur fá fullt af ómetanlegum upplýsingum um Yosemite þjóðgarðinn. Garðurinn er um það bil eitt hundrað kílómetra frá Merced svo það tók okkur um það bil níutíu mínútur að komast þangað og annað eins til baka eftir fyrri daginn í garðinum. Það var hinsvegar ferðarinnar virði að geta spurt Larry spjörunum úr og smakkað ferskjurnar og ísinn hjá Jan bæði kvöldin.


Yosemite national park is a remarkable place. The heart of the park is a valley up in the Sierra Nevada mountains that was carved by glaciers resulting in some of the most amazing granite cliffs in the world. They include Half Dome which towers above the end of the valley and El Capitan, the largest granite monolith in the world and a favorite amongst climbers. Waterfalls fall into the valley in various places although some of them had dried up and others were fairly tame so late in the summer. Our host in Merced told us that they last had rain in May and would probably not have any until sometime in September or October. The valley is in some ways similar to Zion Valley but it is slightly wider and of course it is a granite mountain valley carved by glacier instead of a sandstone valley in the desert that was carved by water.

Yosemite þjóðgarðurinn er stórkostlegur staður. Hjarta garðsins liggur í jökuldal í Sierra Nevada fjöllunum þar sem hafa myndast sumir af mikilfenglegustu granítklettum í heimi. Þar á meðal eru Half Dome sem gnæfir yfir enda dalsins og El Capitan sem er stærsti granítklettur í heimi og mjög vinsæll meðal klettaklifrara. Fossar falla ofan í dalinn fram af hinum ýmsu klettum þótt sumir af þeim væru þornaðir upp og aðrir ansi lítilfjörlegir svona síðla sumars. Gestgjafinn okkar í Merced sagði okkur að það hefði síðast rignt hjá þeim í maí og myndi líklega ekki rigna aftur fyrr en einhvern tímann í september eða október. Dalurinn er að sumu leiti svipaður og Zion en hann er örlítið breiðari og svo er hann auðvitað granít fjalladalur grafinn af jöklum en ekki sandsteins dalur grafinn af á í eyðmörkinni eins og Zion.

Indian Village/ Indíánaþorp

While in Yosemite we took some short walks and one longer one. We walked up to the top of Vernal falls at the eastern most tip of the valley where you can also see Nevada falls about three hundred metres above. The three hour walk was pretty strenuous since it was the hottest day of the year in the valley, thirty eight degrees celsius. At the top of Vernal falls is a small lake called the Emerald Pool where we laid out and sunbathed in the beautiful weather for a little bit before hiking back down. We also hiked to Mirror Lake at the root of Half Dome which towers about fifteen hundred metres above. The location gives you a real sense of the scale of the cliffs. We drove or took a shuttlebus to most other spots in the valley, stopping at viewpoints along the way to admire the scenery and take pictures. On the way out of the park we also drove to Glacier point which is at the top of the cliffs, right above Yosemite village in the centre of the valley. The view from there is very impressive although somehow heights are never as impressive when you look down, like we learned at the Grand Canyon.

Í Yosemite fórum við í nokkra stutta göngutúra og einn aðeins lengri. Við gengum upp að toppi Vernal fossins í austurenda dalsins þar sem er líka hægt að sjá Nevada fossinn um það bil þrjú hundruð metrum ofar. Sá göngutúr tók sirka þrjá tíma og var ansi erfiður því þetta var á heitasta degi ársins í dalnum, þrjátíu og átta stiga hiti. Við toppinn á Vernal fossinum er lítið vatn sem kallast Emerald Pool þar sem við lögðumst smástund í sólbað í góða veðrinu áður en við löbbuðum niður aftur. Við gengum líka að Mirror vatni við rætur Half Dome sem gnæfir yfir fimmtán hundruð metrum ofar. Staðsetningin gefur manni virkilega innsýn í það hversu stórir klettarnir eru. Við keyrðum eða tókum rútu að flestum öðrum stöðum í dalnum og stoppuðum á alls konar útsýnisstöðum þar sem maður gat notið fjallasýnarinnar og tekið myndir. Á leiðinni út úr garðinum keyrðum við líka upp að Glacier Point sem er ofan á klettunum fyrir ofan Yosemite þorpið í miðjum dalnum. Útsýnið þaðan er mikilfenglegt þótt klettarnir virki aldrei eins stórir að ofan og þeir gera að neðan eins og við komumst að í Grand Canyon.

The park was crawling with squirrels/ Í garðinum var krökkt af íkornum
Sunbathing at the Emerald Pool/ Í sólbaði við Emerald Pool

Like most other national parks Yosemite is a refuge for all sorts of wildlife that can live there in relative safety in its natural habitat. Once again we caught a great glimpse at some of that wildlife. When we had just gotten on the shuttlebus for the first time the driver told us he would stop and see why there were cars stopped by the side of the road. Next thing we know a Black bear hurdles a fence by the side of the road, runs across the road about twenty metres ahead of the bus, and then disappears into the forest on the other side. Everyone on the bus stood up trying to get a better look and as the bus drove onwards a coyote stood in the forest about thirty metres further down the road. We were really excited to finally see a bear fairly close and even though we didn't see much more wildlife in the valley we were more than happy. When we left Glacier Point to leave the park we got extremely lucky though. First we saw some deer very close to the parking lot and then we saw a black bear with a cub further up on the mountain. He was maybe about fifty metres away from the road, across a wet marsh. We got a really great look at them and managed to take some great photos.

Eins og flestir aðrir þjóðgarðar þá er Yosemite griðastaður fyrir alls kyns dýralíf sem getur lifað þar tiltölulega öruggt í sínu eðlilega umhverfi. Enn einu sinni náðum við að sjá þó nokkurn hluta af dýralífinu. Þegar við vorum nýkomin um borð í rútuna í fyrsta skipti sagði bílstjórinn okkur að hann væri að stoppa til þess að sjá hvers vegna bílum væri lagt í vegarkantinn. Áður en við vitum af þá stekkur svartbjörn yfir grindverk við vegarkantinn, hleypur yfir veginn og hverfur inn í skóginn. Allir í rútunni stóðu á fætur til þess að sjá betur og þegar rútan hélt áfram þá stóð þar sléttuúlfur í skóginum um það bil þrjátíu metrum lengra meðfram veginum. Við vorum mjög svo spennt að hafa loksins séð björn tiltölulega nálægt og þó svo við höfum ekki séð mikið meira af dýralífinu í dalnum þá vorum við ánægð. Þegar við fórum frá Glacier Point til þess að yfirgefa garðinn duttum við hins vegar í lukkupottinn. Fyrst voru dádýr alveg við bílastæðið og svo sáum við svartabjörn með hún ofar á fjallinu. Hann var sirka fimmtíu metra frá veginum, hinum megin við mýri. Við sáum þá mjög greinilega og náðum frábærum myndum.


In between our trips to Yosemite and Sequoia national parks we stayed the night in Madera, which is right in the middle of California. Halfway between the ocean and Nevada and halfway between Mexico and Oregon. There we stayed with a CouchSurfer named Marlaw and his wife Maria. They live in a beautiful house in a nice area of Madera where Maria works as a nurse and Marlaw works for a bank in nearby Fresno. They are both from the Philippines but have lived in California for around a decade and we learned a lot from them about both places in the one evening we spent with them. They were extremely welcoming and we both thoroughly enjoyed Marlaw's company into the small hours of the night when Maria had long since gone to sleep in preparation for an early day at work. He made us excellent turkey burgers and sorry to say Bjarki almost finished his chocolate covered macadamias, they were just so delicious.

Á milli ferða okkar í Yosemite og Sequoia þjóðgarðanna gistum við eina nótt í Madera sem er í miðju Kaliforníufylki. Hálfa leið frá Kyrrahafinu að Nevada og hálfa leið frá Mexíkó að Oregon. Þar gistum við hjá CouchSurfer sem heitir Marlaw og Mariu konunni hans. Þau búa í fallegu húsi í rólegu hverfi í Madera þar sem Maria vinnur sem hjúkrunarkona og Marlaw vinnur í banka í Fresno sem er í hálftíma fjarlægð frá heimili þeirra. Marlaw & Maria eru bæði frá Filippseyjum en hafa búið í Kaliforníu undanfarin áratug og við lærðum mikið um báða staði frá þeim á þessu eina kvöldi sem við áttum saman. Þau voru ótrúlega gestrisin og við skemmtum okkur konunglega með Marlaw langt fram á nótt, löngu eftir að Maria var farinn að sofa svo hún gæti mætt eldsnemma í vinnuna. Hann útbjó fyrir okkur frábæra kalkúnaborgara og því miður þá kláraði Bjarki næstum súkkulaðihúðuðu makadamíuhneturnar hans, þær voru bara svo góðar. 

Bjarki, Maria, Marlaw & Arna
Sunset over the California Valley/ Sólsetur í Kaliforníudal

2 comments:

  1. Ji, það gengur ekki að missa svona úr lestri á blogginu ykkar haha :) ég ætla að leggjast yfir þetta og lesa :D

    alltaf jafn gaman að lesa um allt sem þið brallið, svo eru þetta svo flottar upplýsingar um allt að maður gæti bara farið í nákvæmlega sömu ferð og þið, bara seinna ;) ekki slæmt!

    ReplyDelete

Related Posts with Thumbnails