Thursday, September 30, 2010

Time Out


Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri 

The day after our Mexican Fiesta we headed back to Mexico City where both Diego and Signý had to work a little in the following days. Diego went back to the ferreteria selling steel for all kinds of endeavors and Signý went had a temporary job at Mexico City's culinary and hospitality expo presenting a new Rational oven. While they worked we did very little at all. Most days we stayed in bed till way past noon and when we did get onto our feet we mostly stayed around the house or took short cycle trips around the nearby area. After a hectic traveling schedule for the past three and a half months, maybe a short break was exactly what we needed.

Daginn eftir mexíkanska partýið okkar fórum við aftur til Mexikóborgar þar sem Diego og Signý þurftu að vinna smá næstu daga. Diego fór aftur í ferreteriuna að selja stál í alls kyns verkefni og Signý fékk tímabundið starf á matreiðslu- og hótelsýningu Mexíkóborgar að kynna nýjan Rational ofn. Á meðan þau unnu þá gerðum við mest lítið. Flesta daga lágum við uppí rúmi vel framyfir hádegi og þegar við dröttuðumst lokst á fætur vorum við mestmegnis heima við eða fórum í stutta hjólatúra í nágrenninu. Eftir ansi þéttskipað ferðalag undanfarinn þrjá og hálfan mánuð þá var svona stutt hlé kannski einmitt það sem við þurftum á að halda.

Diego's parents invited us out to eat with the family/ Foreldrar Diegos buðu okkur út að borða með fjölskyldunni

We did manage to go to downtown Mexico City where Bjarki revisited the area where he stayed while in the city five years ago. The city centre is much like any other big city with crowds of people rushing somewhere other than they are while the businesses try to entice them into parting with the money they are so busy running to earn. Mexico City has its own flavour though with hoards of street vendors lining every public park and street corner. We managed to steer clear of temptation this time around but instead bought an extremely expensive cup of cold chocolate on the tenth floor balcony of Sears across from Bellas Artes opera house where we could enjoy a great view of the city. Lastly we checked out Zocaló, the huge square in the centre of the city.

Við náðum að koma að einni smá skoðunarferð í miðborg Mexíkóborgar þar sem Bjarki kom aftur á svæðið þar sem hann gisti þegar hann var í borginni fyrir fimm árum. Miðborgin er ekkert ólík öðrum stórborgum þar sem fjöldi fólks flýtir sér eitthvað annað en það er á meðan alls kyns fyrirtæki reyna að fá þá til þess að eyða hluta af þessum peningum sem þeim liggur svo mikið á að afla. Mexíkóborg er samt einstök þar sem almenningsgarðar og götuhorn eru full af allskyns götusölum. Við stóðumst freistingarnar í þetta skiptið en keyptum okkur þess í stað mjög dýran kaldan kakóbolla úti á svölum á tíundu hæð á Sears búðinni á móti Bellas Artes óperuhúsinu þar sem við fengum frábært útsýni yfir borgina. Að lokum kíktum við á Zocaló, risavaxið torgið í miðri borginni.

Cops on horses/ Löggur á hestum
Bellas Artes opera house
Zocalo
Zocalo Cathedral/ Zocalo dómkirkjan

When Diego got back to his vacation later in the week he took us an hours drive  to the ancient city of Teotihuacán. Bjarki had been there five years ago but definitely did not mind another visit to this amazing place. Teotihuacán is a two thousand year old city where it is speculated that as many as two hundred thousand people may have lived at its peak. It is dominated by two large pyramids (Sun and Moon) but there are also smaller pyramids, housing, and of course the broad central Avenue of the Dead (Calzada de los Muertos) that runs through the entire city. At Diego's suggestion we woke up bright and early and arrived there around nine o'clock, meaning we mostly escaped the crowds of tourists that descend upon the city almost every day. Instead we got the undivided attention of every street-vendor in the area. A visit to Teotihuacan should set us up nicely for more archeological exploration later in the trip.

Þegar Diego gat aftur farið í frí seinna í vikunni fór hann með okkur í klukkutíma bíltúr að hinni fornu borg Teothuacán. Bjarki kom þangað fyrir fimm árum en var meira en til í að heimsækja þennan ótrúlega stað aftur. Teothuacán er tvö þúsund ára gömul borg þar sem er talið að hafi búið allt að tvö hundruð þúsund manns þegar mest lét. Yfir henni gnæfa tveir stórir pýramídar (Sólar og Tungl) en þar eru líka smærri pýramídar, íbúðarhúsnæði og svo að sjálfsögðu Vegur hinna dauðu (Calzada de los Muertos), breiðgatan sem liggur í gegnum borgina endilanga. Diego stakk upp á því að við vöknuðum snemma og kæmum þangað um níuleytið sem þýddi það að við losnuðum að mestu við hina fjölmörgu túrista sem koma þangað á næstum hverjum degi. Við fengum reyndar óskipta athygli allra sölumanna í staðinn. Heimsóknin til Teotihuacán ætti að undirbúa okkur ágætlega fyrir frekari könnun á fornleifum í ferðinnni.

Piramide del Sol
Recently discovered artifacts from the pyramid/ Nýjar menjar sem hafa fundist í pýramídanum
Very steep stairs/ Mjög brattur stigi
Calzada de los Muertos
Bjarki sitting on the Pyramid of the Moon/ Bjarki á Tunglpýramídanum (Piramide de la Luna)
Looking down from the Pyramid of the Moon/ Litið niður af Tunglpýramídanum
Piramide de la Luna & Piramide del Sol

Later on the same day we visited the studio of Diego's friend Miguel, an up and coming sculptor from Philadelphia. He has been working in Mexico City for the past couple of years as an assistant to one of the most famous contemporary Mexican sculptors, Javier Marín, but recently he has also been doing work on his own, notably for the state of Campeche. He is having his first major show in Mexico in a couple of weeks and we got lucky enough to see some finished pieces and also some work in progress. We are only sorry that we can't be there for his opening.

Seinna sama dag heimsóttum við vinnustofuna hjá Miguel vini Diego sem er ungur og efnilegur myndhöggvari frá Fíladelfíu. Hann hefur unnið í Mexíkóborg undanfarin ár sem aðstoðarmaður eins frægasta samtímamyndhöggvara Mexíkó, Javier Marín, en nýlega hefur hann líka unnið í eigin verkum, meðal annars fyrir Campeche fylki. Hann er að halda sína fyrstu stóru sýningu í Mexíkó eftir tvær vikur og við gerðumst svo heppin að fá að sjá nokkur fullunnin verk og önnur sem eru í vinnslu. Það er verst að við náum ekki að vera við opnunina.

Miguel's workspace

On the last day of the culinary and hospitality expo we went to check it out and see Signý at work. The expo was pretty massive and we had a great time browsing all the different stalls and of course sampling all kinds of good food. At the end of the whole thing Signý was also offered a job at Rational, so it was in great spirits that we headed on our next roadtrip to Acapulco.

Síðasta dag matreiðslu- og hótelsýningarinnar fórum við að skoða hana og heilsa upp á Signý í vinnunni. Sýningin var risastór og við skemmtum okkur vel við að skoða allskonar bása og auðvitað smakka alls konar góðan mat. Í lok sýningarinnar var Signýju svo boðið starf hjá Rational svo við vorum öll ansi kát þegar við lögðum í næstu ferð til Acapulco.

No comments:

Post a Comment

Related Posts with Thumbnails