Monday, September 20, 2010

On the move with Gabe and Alex

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri 
Some of the photos are from Gabe's iPhone/ Sumar myndanna eru frá iPhoneinum hans Gabe


We stayed in San Diego for eight days, our longest stop so far on our trip. We stayed our first three nights in a hotel that Gabe bid for online. He insisted on paying for the hotel because he felt bad that we couldn't stay with him and his girlfriend Alex since they have two dogs and Arna is allergic. The hotel was in downtown San Diego, in the Gaslamp District where most shops and restaurants in the city are. We mostly took it relatively easy there, enjoying having time where we didn't have to constantly travel. Gabe works two jobs as a lawyers assistant and as a bartender and we arranged our schedule around his so we could spend as much time with him and Alex as possible. We saw a lot of places and did a lot of things while we were in the San Diego, mostly thanks to Gabe and Alex giving us all of the spare time they had. On the first night they took us to Taco Tuesday at Fred's with their friend Albert and then we went to a rooftop bar with a wonderful view of the city.

Við stoppuðum í San Diego í átta daga sem er lengsta stopp ferðarinnar hingað til. Við gistum fyrstu þrjár næturnar á hóteli sem Gabe bauð í á netinu. Hann heimtaði að fá að borga fyrir hótelið þar sem hann var leiður yfir því að við gætum ekki gist hjá honum og Alex kærustunni hans því þau eiga tvo hunda og Arna er með ofnæmi. Hótelið er í miðborg San Diego, í Gaslamp District, þar sem flestar verslanir og veitingastaðir borgarinnar eru. Við tókum því frekar rólega þar og nutum þess að hafa smá tíma sem við þurftum ekki alltaf að vera á ferðinni. Gabe vinnur tvær vinnur, sem aðstoðarmaður lögfræðings og sem barþjónn, og við skipulögðum okkur í kringum plönin hans svo við gætum eytt eins miklum tíma með honum og Alex og mögulegt var. Við sáum fullt af stöðum og gerðum mjög margt á meðan við vorum í San Diego, aðallega vegna þess að Gabe og Alex eyddu öllum frítíma sínum með okkur. Fyrsta kvöldið fóru þau með okkur á Taco Tuesday á Fred's með Albert vini sínum og svo fórum við á bar uppi á þaki þar sem við fengum frábært útsýni yfir borgina.

We can recommend good cheap tacos at Fred's Taco Tuesdays/ Við getum mælt með góðu ódýru taco á Taco Tuesday á Fred's
Farmers Market in Little Italy
Little Italy Market
San Diego is a relatively small city and it feels even smaller than it is. The downtown area is fairly small and most places in the area are accessible by foot. The feel of the city is like a warmer version of Vancouver, Portland or a European city. Gabe and Alex live in a neighbourhood called Little Italy that is actually only a few blocks of Italian restaurants, delis and cafes. Every Sunday there is a market in the area with some fresh vegetables, homemade foods and all kinds of crafts. It has an atmosphere reminiscent of a small town market where everything is very friendly and relaxed. Yet it only took us about ten minutes to ride our bikes to the heart of downtown from there. Another of our afternoons we spent some time walking around Balboa Park, a large public park that lies at the heart of the city. In the park there are a lot of museums and the famous San Diego Zoo. We had seen enough of wildlife in the wild to skip the Zoo but we enjoyed seeing the sights around the museum area.

Þó svo að San Diego sé tiltölulega lítil borg þá virkar hún enn minni en hún er þar sem miðbærinn er frekar lítill og flestir staðir eru í göngufæri. Í San Diego líður manni eins og í heitari útgáfu af Vancouver, Portland eða einhverri evrópskri borg Gabe og Alex búa í hverfi sem heitir Litla Ítalía sem er í raun bara nokkrar götur þar sem leynast Ítalskir veitingastaðir, verlsanir og kaffihús. Á hverjum sunnudegi er markaður í hverfinu þar sem hægt er að fá ferskt grænmeti, heimatilbúnar matvörur og allskonar handverk. Markaðurinn minnir á smábæjarmarkaði þar sem allt er mjög vinalegt og afslappað. Samt tók okkur bara tíu mínútur að hjóla niður í miðbæ þaðan. Annan eftirmiðdaginn nýttum við í að rölta um Balboa Park, stóran almenningsgarð í hjarta borgarinnar. Í garðinum eru alls konar söfn og hinn heimsfrægi dýragarður San Diego. Við vorum búin að sjá nóg af dýrum úti í náttúrunni til þess að geta sleppt dýragarðinum en við nutum þess að skoða okkur um í kringum öll söfnin.


Gabe also drove with us to several other places around the city. We went to Point Loma, a peninsula across a bay from the city where there is a great view back to the city and Coronado Island that sits in the bay. We also visited the island, taking a stroll along the boardwalk next to the beach to see the old and beautiful Hotel Coronado, most likely a lovely place to stay but way out of our price range. At Ocean Beach we saw surfers showing off just beside the pier and grabbed a tasty burger at Hodad's, a local landmark. Gabe also took us to Old Town San Diego where he works at a Mexican bar. Old Town is a historic area of the city, preserved similar to how it was centuries ago when San Diego was the first European settlement in California, albeit with more tourist junk shops.

Gabe keyrði líka með okkur á fjölda annara staða í borginni. Við fórum til Point Loma, nes sem er hinum megin við flóa frá borginni en þar er frábært útsýni yfir borgina og Coronado eyju sem er á miðjum flóanum. Við kíktum líka á eyjuna, röltum meðfram ströndinni og kíktum á hið gamla og fallega Hótel Coronado. Þar er eflaust mjög fínt að gista en verðið er töluvert meira en við ráðum við. Á Ocean Beach sáum við brimbrettakappa að surfa rétt við bryggjuna og fengum okkar ljúffengan hamborgara á Hodad's sem er þekktur hamborgarastaður. Gabe fór líka með okkur í Old Town San Diego þar sem hann vinnur á mexíkóskum bar. Old Town er sögulegur hluti borgarinnar, varðveittur svipaður og hann var fyrir nokkrum öldum síðan þegar San Diego var fyrsta evrópska byggðin í Kaliforníu, þó með fleiri túristabúðum.

English Bulldog
We visited a pet store where we saw this adorable puppy/ Við heimsóttum gæludýrabúð þar sem við sáum þennan yndislega hvolp.

Point Loma
Gabe
Ocean Beach, O.B.
Hodad's
Coronado Island
Hotel Coronado
Gabe driving over Coronado Bridge
Gabe driving over Coronado Bridge/ Gabe að keyra yfir Coronado Bridge
In Old Town
 

One night while Gabe was bartending, we grabbed dinner with Unnur Linda, a former co-worker of Arna who goes to school in San Diego, and Elín Tinna, another Icelandic girl who is an exchange student in the area. We had a nice evening with the two of them discussing San Diego and our Icelandic perspectives on the States. Luckily for us Unnur received the keys to her apartment the next day and since she wasn't moving in for a couple of days she let us stay there until we left San Diego. The apartment is a very nice place in Mission Beach, literally a one minute walk away from the beach. We spent three nights there and had a great time exploring Mission Beach along with adjacent Pacific Beach. The beaches have a much younger, more relaxed atmosphere than downtown but both feel very friendly and surprisingly easy going for a big city. It was great to spend so much time by the beach where we probably wouldn't have and once again someone's generosity has helped us make the trip easier and more memorable.

Eitt kvöldið á meðan Gabe var að vinna á barnum fengum við okkur kvöldmat með Unni Lindu, fyrrum vinnufélaga Örnu sem er í námi í San Diego, og Elínu Tinnu, annari íslenska stelpu sem er skiptinemi á svæðinu. Við áttum notalegt kvöld með þeim að kjafta um San Diego og hvernig Ameríkan kemur okkur Íslendingum fyrir sjónir. Við vorum svo heppin að Unnur fékka lyklana að íbúðinni sinni daginn eftir og fyrst hún hafði ekki ætlað sér að flytja inn alveg strax leyfði hún okkur að gista þar til við færum frá San Diego. Íbúðin er virkilega notaleg á besta stað á Mission Beach, bókstaflega í einnar mínútu fjarlægð frá ströndinni. Við gistum þar í þrjár nætur og nutum okkar í botn við að kanna Mission Beach og Pacific Beach sem er við hliðina. Stemmningin á ströndunum er allt önnur og afslappaðri en í bænum þótt á báðum stöðum sé allt ótrúlega vinalegt og þægilegt miðað við svo stóra borg. Það var frábært að eyða svona miklum tíma við ströndina þar sem við hefðum annars ekki stoppað lengi og í enn eitt skiptið þá er örlæti annara að gera ferðina auðveldari og eftirminnilegri en ella.

Bjarki, Elín Tinna & Unnur Linda
Bjarki, Elín Tinna & Unnur Linda
 

While we were in San Diego, Gabe's friend Mike stayed at his house for a night before flying out to New Orleans. Mike used to live in San Diego but has recently moved to LA and had booked a flight ticket from San Diego to New Orleans before he moved. We all went out together for pizza where Bjarki and Mike ended up getting in a heated debate about politics and taxation, Mike being a diehard capitalist and Bjarki being the polar opposite. It was all goodnatured though and when it turned out Mike would be coming back from New Orleans and heading up to LA the same day that we needed to get there to fly to Mexico he offered to give us a ride. In the end he not gave us a ride up to LA but in the evening we went with him and his mother to dinner and he then took us on a driving tour of the nearby area. He is a great guy and we were really lucky to meet up with him.

Á meðan við vorum í San Diego þá gisti Mike vinur Gabe heima hjá honum í eina nótt áður en hann flaug til New Orleans. Mike bjó í San Diego en flutti nýlega til LA og var búinn að kaupa flugmiða frá San Diego til New Orleans áður en hann flutti. Við fórum öll saman út að borða pizzu þar sem Bjarki og Mike enduðu í hörkurökræðum um pólítík og skattlagningu, Mike verandi harður kapítalisti og Bjarki algjör andstæða. Allt var það samt í góðu og þegar það kom í ljós að Mike kæmi til baka frá New Orleans og færi til LA sama dag og við þurftum að komast þangað til þess að fljúga til Mexíkó þá bauð hann okkur að fljóta með. Hann gaf okkur ekki bara far til LA heldur fórum við með honum og mömmu hans út að borða um kvöldið og eftir það fór hann með okkur í bíltúr um svæðið í kring. Hann er frábær náungi og við vorum heppin að hitta hann.

We ate constantly while in San Diego/ Við átum endalaust á meðan við vorum í San Diego
Gabe, Bjarki, Mike & Alex
Gabe, Bjarki, Mike & Alex
Since our flight to Mexico was fairly early the following morning we decided we had to book a hotel with an airport shuttle so we didn't end up spending a fortune on a cab fare. We used a website that gives special last minute deals but does not tell you which hotel you are booking until after you have paid for the room. That way we ended up staying at a Hilton hotel for the same price as someplace not nearly as nice. We can't really say that we noticed much of a difference apart from the huge bed and incredibly soft sheets. It was a good way to end our stay in the US for now though and we set off for Mexico city well rested.

Fyrst flugið okkar til Mexíkó var frekar snemma um morguninn þá ákváðum við að við yrðum að bóka hótel sem byði upp á ferðir út á völl svo við myndum ekki eyða fúlgu í leigubíl. Við notuðum heimasíðu þar sem hægt er að fá mjög góð verð á síðustu stundu en maður fær ekki að vita hvaða hótel maður er að bóka fyrr en maður er búinn að borga fyrir herbergi. Úr varð að við gistum á Hilton hóteli fyrir sama pening og við hefðum borgað fyrir mun verra hótel. Við getum samt ekki sagt að munurinn hafi verið mikill fyrir utan risastórt rúm og ótrúlega mjúk rúmföt. Þetta var góð leið til þess að enda þessa dvöl okkar í Bandaríkjunum og við lögðum í hann til Mexíkó vel úthvíld.
 

At the Hilton


No comments:

Post a Comment

Related Posts with Thumbnails