Tuesday, September 28, 2010

Viva Mexico

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri 
 
The worst thing about leaving Xilitla was having to drive back along the winding roads. The two of us popped some motion sickness pills though and slept most of the way. We drove all the way back to Queretaro where we got back on the Highways and headed to Guanajuato, all in all an eight hour drive. Guanajuato is a small city northwest of Mexico City, famous for its mines and its part in Mexico's independence. It sits nestled on some hills in the middle of a flatter farming area. The first thing you notice when driving in Guanajuato is that a lot of the streets lie underneath the city in old disused mining tunnels. In fact all roads in the centre of town going east to west are one way. If you want to go the other way you have to go underground into the system of tunnels.

Það versta við að fara frá Xilitla var aksturinn til baka eftir hlykkjóttum vegunum. Við tvö fengum okkur reyndar bílveikitöflur og sváfum mest alla leiðina. Við keyrðum alla leið aftur til Queretaro þar sem við fórum aftur inn á hraðbrautina og héldum til Guanajuato, allt í allt átta klukkutíma akstur. Guanajuato er lítil borg fyrir norðvestan Mexíkóborg sem er fræg fyrir námur og sinn þátt í sjálfstæðisbaráttu Mexíkana. Borgin situr á milli hæða í miðju flötu ræktuðu landi. Það fyrsta sem maður tekur eftir þegar maður kemur akandi til Guanajuato er að margar af götunum eru neðanjarðar undir borginni í gömlum námagöngum. í miðbænum eru meira að segja allar götur sem liggja frá austri til vesturs einstefnugötur. Ef þú vilt fara í hina áttina verður þú að fara neðanjarðar í gangnakerfið.


After a long drive we arrived in Guanajuato after dark and didn't do much other than eat, find our hostel and go to sleep. Because of all the one way streets, finding the hostel was not at all easy. We ended up grabbing a local kid who ran ahead of the car and helped us find our way in return for a small fee. The day after was the fifteenth of September and all of Mexico was getting geared up for the big party held because of the two hundredth anniversary of the start of Mexico's war of independence. Diego and Signý chose to take us to Guanajuato since it was the scene of the first victory over the spanish, exactly two hundred years ago. It doesn't hurt that it is a very pretty town with a very friendly atmosphere.

Eftir mikinn akstur komum við til Guanajuato eftir að það varð dimmt og gerðum ekki mikið annað en að borða, finna hostelið okkar og fara að sofa. Út af öllum þessum einstefnugötum þá var ekki hlaupið að því að finna hostelið. Við enduðum á því að grípa strák út á götu sem hljóp um allt á undan bílnum og hjálpaði okkur að rata fyrir smá pening. Daginn eftir var fimmtándi september og allir Mexíkóbúar voru að gera sig til fyrir risapartýið sem var haldið í tilefni þess að tvöhundruð ár eru liðin frá upphafi frelssisstríðs Mexíkó. Diego og Signý ákváðu að fara með okkur til Guanajuato þar sem þar vannst fyrsti sigurinn á Spánverjum fyrir nákvæmlega tvöhundrað árum. Það skemmir síðan ekki fyrir að borgin er mjög falleg og vinaleg.
Calle del Beso/ Kossasund
Diego paid these nice gentlemen to play a private concert/ Diego borgaði þessum félögum fyrir einkatónleika
This violin was so out of tune it was painful/ Úff...þessi fiðla var svo fölsk


We spent the day seeing the sights in the hilly town and enjoying yet another beautiful day of sunshine. Seen from the an opposing hill the houses of Guanajuato look like a mosaic of shapes and colours. A welcome contrast to the uniformity of colour in the US. Amongst other things we saw Calle del Beso or kissing street. Legend has it that a young gentleman was courting a lady who lived in this small alleyway. Since her father wouldn't let them be together the young lover proceeded to buy the house across from the alley so he could steal kisses from his sweetheart on the balcony. Of course we had to get in on the act and steal a kiss in the alley. In the afternoon we stopped by the local market that is celebrating its hundred year anniversary this year. On view there was another completely different mosaic of colorful fruits, vegetables, various merchandise and people.

Deginum eyddum við í að skoða okkur um í hæðóttum bænum og nutum enn eins sólríks dags. Séð frá næstu hæð þá minna húsin í Guanajuato á mósaík í alls konar lögunum og litum. Skemmtilega mikið öðruvísi en samrýmdu litirnir í Bandaríkjunum. Við skoðuðum meðal annars Calle del Beso eða Kossasund. Sagan segir að ungur herramaður hafi verið að gera hosur sínar grænar fyrir yngismey sem bjó í þessu litla húsasundi. Þar sem faðir hennar var ekki hrifinn af drengnum þá brá drengurinn á það ráð að festa kaup á húsinu hinum megin við sundið svo hann gæti stolist til þess að kyssa elskuna sína á svölunum. Auðvitað urðum við að kyssast í húsasundinu eins og allir aðrir sem fara þar í gegn. Seint um eftirmiðdaginn komum við við á bæjarmarkaðnum sem er einmitt hundrað ára á þessu ári. Þar var hægt að sjá annarskonar mósaík úr litríkum ávöxtum, grænmeti, ýmsum varningi og fólki.

Boxing on the street/ Box á götunni

As the time approached eleven in the evening we got ready for the big party and headed to Guanajuato's main square. The square was completely packed with people and everybody was dressed in their patriotic best, huge sombreros and waving the mexican flag. The tension grew as some speeches were made, Mariachi music was played and images cast on the walls of the fort that was the scene of the famous two hundred year old victory. Finally as the countdown ended a bell was rung and everybody went haywire, jumping up and down, waving flags, and shouting "Viva Mexico!" What followed was even more Mariachi, shouting, and some fireworks. After about half an hour we decided to leave the square and continue the party elsewhere in town.

Þegar klukkan nálgaðist ellefu um kvöldið fórum við að taka okkur til fyrir risapartýið og héldum á aðaltorgið í Guanajuato. Það var gjörsamlega troðið af fólki á torginu og allir voru klæddir í sín bestu föðurlandsklæði, með stóran sombrero og veifandi mexíkanska fánanum. Spennan jókst á meðan fluttar voru ræður, fólk spilaði Mariachi tónlist og myndum var varpað á vegginn á virkinu þar sem hinn frægi sigur vannst fyrir tvö hundruð árum. Loks þegar niðurtalningunni lauk þá var bjöllu hringt og allir gengu hreinlega af göflunum, hoppandi upp og niður, veifandi fánum og öskrandi "Viva Mexico!" Á eftir fylgdi meiri Mariachi tónlist, öskur og þó nokkuð af flugeldum. Um það bil hálftíma síðar létum við gott heita og ákváðum að yfirgefa torgið og halda partýinu áfram annars staðar í bænum.

This family had the best seats in the house/ Þessi fjölskylda var á besta stað
Diego couldn't wait/ Diego gat ekki beðið
Viva Mexico
Mexicans in their patriotic finest/ Prúðbúnir mexikanar


We ended up staying out till three in the morning to enjoy the festivities. A square called Jardín de la Union was filled with people and the hardest part was not finding a party but deciding which Mariachi band to dance to. Sometimes there were three separate bands playing different songs within earshot. We had a great time and even made some new Mexican friends who were desperate to give us some whiskey and beers to keep the party going. They also got Signý and Diego involved in a game a lot of Mexicans seem to like. It involves a couple of metal rods attached by wire to a small car battery. Two people at the end of a chain of people holding hands then grab onto the rods while an electrical current is passed through it and along the chain of people. While we are sure it makes you very macho to not let go, we weren't really interested in voluntary pain.

Við enduðum á því að vera úti til þrjú um nóttina að njóta gleðskaparins. Torg að nafni Jardín de la Union var fullt af fólki og það erfiðasta var ekki að finna partý heldur að ákveða hvaða Mariachi tónlist maður átti að dansa við. Stundum heyrði maður í þremur hljómsveitum spila sitthvort lagið á sama tíma. Við skemmtum okkur konunglega og eignuðumst meira að segja nýja mexíkanska vini sem vildu endilega gefa okkur viský og bjór til þess að halda partýinu gangandi. Þeir náðu meira að segja að plata Signýju og Diego með sér í leik sem margir Mexíkanar virðast hafa gaman af. Hann byggir á tveimur málmhólkum sem eru tengdir með vír við lítinn rafgeymi. Allir haldast í hendur og þeir sem eru á sitthvorum endanum halda í sitt hvorn málmhólkinn á meðan straum er smám saman hleypt á. Það er örugglega mjög töff að vera sá sem sleppir ekki en við höfðum lítinn áhuga á því að meiða okkur viljandi.

Signý bought some fresh strawberries on the way home to make jam/ Signý keypti jarðarber á heimleiðinni til þess að búa til sultu.

2 comments:

  1. Ásta Steinunn29/9/10 02:50

    Alltaf gaman að kíkja hér við, greinilegt að þið eruð í ferðalagi lífs ykkar, vona að ég nái því að gera eitthvað svipað einhverntíman ;) Knús á ykkur

    ReplyDelete
  2. Takk kærlega fyrir að kíkja og commenta.

    Knús á þig sömuleiðis :)

    ReplyDelete

Related Posts with Thumbnails