Tuesday, September 14, 2010

LA, take two

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri 
 
As you might remember from our first blog about LA, most of the LA area is not actually LA and on this visit our only time inside the city limit was to change buses. But to anyone who is not from the area, let's just say we were in LA. We returned our rental car in Century City and then spent half a day taking every advantage of the free wireless in various locations until our CouchSurfing host Corban finished working. He couldn't find a car to come pick us up and so we set off on a two hour, one hundred stop bus trip to get to Buena Park where Corban lives with four roommates, Jon, John, Ryan and Daniel, in a two bedroom apartment. Out of the five of them, Corban and Jon are the only two on CouchSurfing but the other three were just as welcoming and we immediately felt like we were in their group of friends. For the three nights we stayed everyone was willing to help out and try to make our stay as enjoyable as possible.

Eins og þið munið kannski frá fyrra blogginu okkar um LA, þá er mest allt LA svæðið í rauninni ekki LA og í þessari heimsókn fórum við bara inn fyrir borgarmörkin til þess að skipta um strætó. En fyrir alla þá sem eru ekki heimamenn, þá skulum við bara kalla þetta LA. Við skiluðum bílaleigubílnum í Century City og nýttum svo frítt internet á hinum ýmsu stöðum næsta hálfa daginn þar til Corban, CouchSurferinn sem við gistum hjá, var búinn að vinna. Hann fann ekki bíl til þess að koma að sækja okkur svo við lögðum í tveggja tíma, hundrað stoppistöðva strætóferð til Buena Park þar sem Corban býr með fjórum öðrum, Jon, John, Ryan og Daniel, í þriggja herbergja íbúð. Af þeim fimm þá eru bara Corban og Jon á CouchSurfing en hinir þrír tóku alveg jafn vel á móti okkur og komu fram við okkur eins og gamla vini. Allar þrjár næturnar sem við gistum þá voru allir tilbúnir að aðstoða okkur og reyna að gera dvöl okkar sem skemmtilegasta.

Arna, Bjarki, Corban & Jon at Getty Museum
Our first day with the guys was pretty hectic. First off Corban and Jon took us to the Getty Centre in the hills above Hollywood. The Getty Centre is a museum and art centre that houses all kinds of temporary and permanent exhibitions, along with the offices of the Getty foundation that manages the museum. Also on site is Getty Images, probably the largest image bank in the world and a major reason why most people know the Getty name. We saw some great paintings and some amazing photography during our two hour stop but the main attraction is the building itself and its location. The location offers stunning views over the entire LA area south of the museum although the smog does limit it somewhat. The building is a mixture of materials and styles, all in whites or light colours, creating an effect of divinity and serenity.

Fyrri dagurinn okkar með strákunum var ansi þétt dagskrá. Fyrst fórum við með Corban og Jon í Getty Safnið í hæðunum fyrir ofan Hollywood. Getty Safnið er safn og listamiðstöð þar sem eru alls konar varanlegar og breytilegar sýningar auk skrifstofa Getty stofnunarinnar sem rekur safnið. Þarna er líka Getty Images sem er líklega stærsti myndabanki í heimi og stór ástæða þess að flestir kannast við Getty nafnið. Við sáum fullt af fallegum málverkum og mögnuðum ljósmyndum í tveggja tíma heimsókn okkar en það merkilegasta er sennilega byggingin sjálf og staðsetningin. Staðurinn býður upp á stórkostleg útsýni yfir allt LA svæðið sunnan við safnið þó mengunin takmarki það svolítið. Í byggingunni er blandað saman efnum og stílum svo stemmningin verður guðdómleg og yfirveguð.


Daniel, one of Corban's roommates, works at Disneyland in Anaheim. Since he is quitting shortly and had some free passes he had yet to use so he invited us, Corban and Jon to join him there when he had finished his shift. What followed was a whirlwind tour of all the best rides and shows in the park. First we went on a ride called Flying over California where you literally fly over some of the states' famous landmarks in a thrilling simulator. The two of us are of course notoriously afraid of anything resembling a rollercoaster but somehow the three guys managed to talk us into trying out almost every single rollercoaster ride in Disneyland. It helps that the rides are not very big and that at the rides are either fully or partially indoors. We may have put on a brave face but our palms were sweating before every ride. Thankfully the guys didn't let us bail and we had a great time.

Daniel, einn af herbergisfélögum Corbans, vinnur í Disneyland í Anaheim. Fyrst hann var að fara að hætta og átti nokkra ókeypis passa eftir til þess að gefa þá bauð hann okkur, Corban og Jon að hitta sig þar þegar hann var búinn með sína vakt. Við tók hraðferð í gegnum allt það besta sem garðurinn hefur upp á að bjóða. Fyrst fórum við í tæki sem heitir Flying over California þar sem maður bókstaflega flýgur yfir helstu kennileiti fylkisins í frábærum hermi. Við tvö erum auðvitað skíthræd við allt sem svo mikið sem líkist rússíbana en einhvern veginn tókst strákunum þremur að plata okkur í að prófa næstum hvern einasta rússíbana í Disneyland. Það hjálpaði til að tækin eru ekki mjög stór og að flest eru þau að hluta til eða að öllu leyti innandyra. Við reyndum að láta á engu bera en svitinn perlaði í lófunum fyrir hvert tæki. Sem betur fer leyfðu strákarnir okkur ekki að hætta við og við skemmtum okkur konunglega.

Arna & Daniel
Indiana Jones Ride
Bjarki, Corban, Jon, Daniel & Arna
Matterhorn Ride
Corban wasn't quite as fond of this joke as the rest of us/ Corban fannst þessi brandari ekki jafn fyndinn og okkur hinum:)
Jon & Arna
Arna, Bjarki & Walt Disney
Jon & Corban

First time around LA didn't make such a good impression but second time around we found it more relaxing. What we are finding out again and again is that what makes the place is the people you meet there and what they can show you. Corban was an inspiring person who made it his business to make our trip the best it could be for the short time that we stayed with him. He made us a great meal, took time to accompany us around town, lent us his two seater convertible so we could check out Huntington and Newport Beaches while he was working, and even insisted on buying our train tickets to San Diego. Jon was also a pleasure to be with. He spent all his spare time with us trying to figure out the next adventure and had endless patience driving us around, including dropping us off at the train station early in the morning. Meeting all these new people, spending time with them, learning from them, and telling them about our home is making this trip even more memorable than it would have been. Hopefully they also use us being there as an excuse for doing stuff they wouldn't normally do.

Fyrra skiptið okkar í LA var ekkert frábært en seinna skiptið var þægilegra. Það sem við komumst að aftur og aftur er að fólkið sem maður hittir á staðnum og það sem það sýnir manni er það sem gerir staðinn skemmtilegri. Corban var jákvæður persónuleiki sem gerði allt sem hann gat svo tíminn okkar með honum yrði sem bestur. Hann eldaði handa okkur frábæra máltíð, gaf sér tíma til þess að fara með okkur um bæinn, lánaði okkur tveggja sæta blæjubílinn sinn svo við gætum kíkt á Huntington og Newport strendurnar á meðan hann var í vinnunni og heimtaði meira að segja að fá að kaupa handa okkur lestarmiða til San Diego. Það var líka mjög ánægjulegt að vera með Jon. Hann eyddi öllum frítíma sínum í að hjálpa okkur að finna næsta ævintýri og sýndi aðdáunarverða þolinmæði við að skutla okkur um allt, þar á meðal á lestarstöðina eldsnemma morguns. Að hitta allt þetta nýja fólk, að eyða tíma með þeim, læra af þeim og segja þeim frá Íslandi er að gera ferðina enn minnisverðari en hún hefði verið. Vonandi notar allt þetta fólk heimsóknir okkar sem afsökun til þess að gera eithvað sem það myndi annars ekki gera.

Newport Beach
Bjarki driving Corban's car/ Bjarki að keyra bílinn hans Corban

2 comments:

  1. erna marcus15/9/10 00:53

    nice pix and stories as always

    ReplyDelete
  2. Thank you Erna:)
    Nice to know you are still following us.

    ReplyDelete

Related Posts with Thumbnails