Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri
We didn't arrive in LA until late at night and our first problem was to find a place to stay. We started off going downtown only to find out that because there were lots of conferences going on there would probably be no vacancies anywhere downtown and we should try the airport. We headed out to LAX and finally found a hotel that had a room available, although it wasn't cheap. The next morning we found a cheaper hotel in a suburb called Downey a little southeast of downtown LA. We moved there and after the girls had taken gotten their beauty sleep we took off again to head to Hollywood. We got a little lost but turned around in Burbank and headed back towards Hollywood.
Við komum ekki til LA fyrr en seint um kvöld og áttum þá eftir að finna stað til þess að gista á. Fyrst fórum við í miðbæinn en komumst þá að því að vegna þess að það var mikið af ráðstefnum á svæðinu þá væri sennilega ekkert laust niðri í bæ en það væri möguleiki að athuga hjá flugvellinum. Við tókum því stefnuna á LAX og fundum loksins eitt hótel sem átti laust herbergi þó svo það hafi ekki verið ódýrt. Morguninn eftir fundum við ódýrara hótel í úthverfi sem heitir Downey, örlítið suðaustan við miðborg LA. Við fluttum okkur þangað og eftir að stelpurnar voru búnar að fá sinn fegrunarblund þá lögðum við í hann á nýjan leik til Hollywood. Við villtumst smá á leiðinni en snérum við í Burbank og héldum aftur í átt að Hollywood.
Við komum ekki til LA fyrr en seint um kvöld og áttum þá eftir að finna stað til þess að gista á. Fyrst fórum við í miðbæinn en komumst þá að því að vegna þess að það var mikið af ráðstefnum á svæðinu þá væri sennilega ekkert laust niðri í bæ en það væri möguleiki að athuga hjá flugvellinum. Við tókum því stefnuna á LAX og fundum loksins eitt hótel sem átti laust herbergi þó svo það hafi ekki verið ódýrt. Morguninn eftir fundum við ódýrara hótel í úthverfi sem heitir Downey, örlítið suðaustan við miðborg LA. Við fluttum okkur þangað og eftir að stelpurnar voru búnar að fá sinn fegrunarblund þá lögðum við í hann á nýjan leik til Hollywood. Við villtumst smá á leiðinni en snérum við í Burbank og héldum aftur í átt að Hollywood.
At Mulholland Dr. L.A. view in the back/ Á Mulholland Dr. útsýni yfir L.A. í bakgrunni |
We spent some time just driving around Hollywood and Beverly Hills trying to spot some of the sights that have been made immortal in the movies. After managing to find Mulholland Drive we decided to stop by Pink's hot dog stand. We were obviously not the only ones who had the same idea since we had to wait in line for about half an hour to get some giant hot dogs served with every topping you could imagine. They were extremely tasty however and while we ate we were kept busy surveying all the celebrities who have eaten at Pink's. The list is long and includes most actors who have made a name for themselves in Hollywood in the past few decades along with a quite a few we have never heard of.
Við rúntuðum í smá stund um Hollywood og Beverly Hills og reyndum að koma auga á eitthvað af stöðunum sem bíómyndirnar hafa gert ódauðlega. Eftir að við fundum Mulholland Drive ákváðum við að stoppa á Pink's pulsuvagninum. Við vorum greinilega ekki þau einu sem höfðu fengið þessa hugmynd því við biðum í röð í um það bil hálftíma þangað til við fengum í hendurnar risapylsur með alls kyns áleggi sem við höfðum ekki ímyndað okkur að hægt væri að setja á pylsu. Þær voru hinsvegar mjög bragðgóðar og á meðan við átum var hægt að drepa tímann með því að skoða allt fræga fólkið sem hefur borðað á Pink's. Sá listi er langur og á honum eru flestir leikarar sem hafa gert eitthvað í Hollywood síðustu áratugi ásamt þó nokkrum sem við höfum aldrei heyrt minnst á.
The day after we set off earlier and also decided to google where some of the sites we wanted to see were. This time we got to Hollywood without much trouble and made our way straight to the best place to view the Hollywood sign for some photos and a great view of LA. If you're ever in the area make sure you google the way to get to the viewpoint because otherwise you probably could never navigate the narrow labyrinth streets in the hillsides of Hollywood. We had actually caught a glimpse of the sign the night before but found out that it is not lit and therefore not very impressive in the dark.
Daginn eftir fórum við fyrr af stað og ákváðum líka að googla hvar sumir staðirnir eru sem okkur langaði að sjá. Við komumst til Hollywood án mikilla vandkvæða og fórum beinustu leið að besta stað til þess að sjá Hollywood skiltið svo við gætum tekið nokkrar myndir og notið útsýnisins yfir LA. Ef þú ert einhvern tíma í grenndinni googlaðu þá leiðinni að útsýnisstaðnum því annars eru litlar líkur á að þú myndir rata í eftir þröngum og snúnum götunum í hlíðum Hollywood. Við sáum reyndar aðeins glitta í skiltið kvöldið áður en komumst þá að því að það er ekki upplýst og þar af leiðandi ekki mjög tilkomumikið í myrkri.
Next stop was the Walk of Fame in the sidewalks of Hollywood Boulevard. We strolled across a block or two of stars before reaching the Kodak Theatre where the stars of some of the more famous entertainers reside and where they also have a little award ceremony every March to hand out little golden men. Next door to the Kodak is Grauman's Chinese theatre where several stars have placed their hand- and footprints in cement.
Næsta stop var Walk of Fame sem er í gangstéttum Hollywood Boulevard. Við töltum yfir nokkrar húsalengjur af stjörnum uns við komum að Kodak Theatre þar sem eru stjörnur með nokkrum af frægari nöfnunum og þar sem heimamenn halda litla verðlaunahátíð í mars á hverju ári og útdeila litlum gylltum mönnum. Við hliðina á Kodak er kínverska leikhús Grauman's þar sem slatti af stjörnum hefur gert handa-og fótaför í steinsteypu fyrir utan.
Axel went straight to second base and Marilyn liked it / Axel fór beint í aðra höfn og Marilyn var alveg að fíla'ða |
Our next stop was supposed to be the Stussy store in LA but they were closed while they set up their new line so we stopped next door at a very interesting vintage furniture store that is as worth a visit as any museum. We spent the next hour in traffic driving the couple of kilometres to Rodeo Drive to take a peek at where the rich folks do their shopping. After braving yet another traffic jam we then headed down to Santa Monica to check out the pier at night when the fairground lights are at their best. Axel even managed to talk us into going on a rollercoaster that was admittedly among the smallest in the world but still scared the living daylights out of the other three of us.
Næsta stopp átti að vera Stussy búðin í LA en þar var lokað á meðan þeir settu upp nýju línuna svo við kíktum í búð við hliðina sem selur gömul húsgögn og var jafngaman að skoða þar og á besta safni. Við eyddum næsta klukkutíma föst í umferð að keyra örfáa kílómetra að Rodeo Drive svo við gætum kíkt á hvar ríka fólkið verslar. Eftir enn eitt umferðaröngþveitið komum við svo til Santa Monica svo við gætum séð bryggjuna þeirra með öllum sínum ljósum að kvöldi til þegar þau njóta sín. Axel náði meira að segja að fá okkur með sér í rússíbana sem var vissulega með þeim minni í heimi en nógu stór til þess að hræða okkur hin þrjú.
Rodeo Drive Source |
Source |
Bjarki & Axel
The next day was Axel and Vala's last day with us before they set off for New York that night. Consequently we started the day off with some necessities that had to be completed before they left. First off we all had to head to a coin laundry since budgets didn't allow for continuously adding new clothing. We then hopped to Wal-Mart to get a bag so Axel and Vala could save themselves some money on luggage fees on the trip to NYC, and of course the extra bag would come in handy when they had hit the Manhattan shops. We must have been a sight for sore eyes as we lingered around our car in the Wal-Mart parking lot, Axel and Vala repacking and us drying some clothes on a shopping cart that had come moist out of the dryer. Finally we headed back down to Santa Monica to see the area during the daytime. The third street promenade is very nice, lined with shops, restaurants, and bars and we took a short stroll there and grabbed a bite to eat before it was time to head to the airport so Vala and Axel would get there safely even if there would be traffic. It was great to spend some time with the two of them and they were great travel companions. We had a lot of fun both in Vegas and LA and who knows if Axel and Bjarki's plan of driving the 2347miles of Route 66 in an RV together will be put into action in the future.
Næsti dagur var sá síðasti með Axel og Völu þar sem þau áttu flug til New York um kvöldið. Þar af leiðandi hófum við daginn á nokkrum verkefnum sem varð að ljúka áður en þau færu. Til að byrja með fórum við í þvottahús fyrst fjárráðin okkar leyfa ekki alveg að bæta stanslaust við nýjum fötum. Svo stukkum við í Wal-Mart að kaupa tösku svo Axel og Vala gætu sparað sér smá pening í greiðslum fyrir farangur á leiðinni til NYC, og svo væri taskan eflaust þarfaþing þegar þau væru búin að líta aðeins í verslanir á Manhattan. Við höfum örugglega verið kostuleg á að líta þar sem við héngum í kringum bílinn okkar á bílastæðinu hjá Wal-Mart, Axel og Vala að endurpakka og við að þurrka nokkrar flíkur á innkaupakerru sem komu rök úr þurrkaranum. Loks fórum við aftur niður til Santa Monica svo við gætum séð hvernig það lítur út í dagsljósi. Göngugatan á Third Street er mjög skemmtileg með búðum, veitingahúsum og börum á báða bóga og eftir stuttan göngutúr þar og smá snarl var kominn tími til að koma Völu á Axel út á flugvöll svo þau kæmust á réttum tíma þó það væri slæm umferð. Það var frábært að ferðast með þeim þó það hefði verið í stutta stund og þau voru frábærir ferðafélagar. Við skemmtum okkur konunglega saman bæði í Vegas og LA og hver veit nema áætlun Axels og Bjarka að keyra 2347 mílurnar í Route 66 saman í húsbíl verði að veruleika í framtíðinni.
After we all said our goodbyes the two of us headed off to the Hertz office at the airport to check if we could extend our rental for a trip around California at a cheaper price since we would be returning it back to LA. Safe to say that was a waste of time since local Hertz employees have no possibility of renting vehicles. They only hand you a vehicle you have already booked online or over the phone. A call was no more successful since that is purely automated and no answers are available for special request. Therefore we settled on renting a new car at Enterprise and pick it up the next morning after we had returned the one we had. While we waited for replies from CouchSurfers we went down to Venice beach for a little while to enjoy the crowds and the sunset.
Eftir kveðjustund fórum við tvö á Hertz skrifstofuna á flugvellinum til þess að athuga hvort við gætum framlengt leiguna á bílnum fyrir ferðina okkar um Kaliforníu á ódýrara verði fyrst við myndum skila bílnum aftur til LA. Það var hinsvegar algjör tímasóun því starfsfólk Hertz á hverjum stað getur ekki leigt manni bíla. Þau afhenda manni bara bíla sem er búið að bóka á netinu eða í gegnum síma. Símtal skilaði ekki frekari árangri því öll símaþjónustan er sjálfvirk og ekki hægt að fá nein svör við sérstökum spurningum. Við ákváðum því að leigja bíl hjá Enterprise og sækja hann þegar við höfðum skilað hinum morguninn eftir. Á meðan við biðum eftir svörum frá CouchSurferum þá kíktum við niður á Venice Beach að skoða fólk og sjá sólsetrið.
We eventually went to a hostel in Venice which was not the greatest but it was a place to stay. In the morning we drove into downtown to return the car and then took a forty five dollar taxi to the next rental car. The people at Enterprise were very friendly though and we got on our way northwards in our bigger free-upgrade car. The lessons to learn from our time in LA were several. A car is definitely needed but if you don't want to spend every day in your car make sure you stay close to Santa Monica or West Hollywood because then most of the interesting places will be close. The areas such as Hollywood, Santa Monica, Burbank, and Long Beach are not neighbourhoods in LA but rather different cities all interconnected and driving distances can be quite a lot, especially in traffic.
Við fundum á endanum hostel í Venice sem var ekki frábært en það var hægt að sofa þar. Um morguninn keyrðum við niður í bæ til þess að skila bílnum og tókum svo fjörutíu og fimm dollara leigubíl að næsta bílaleigubíl. Starfsfólkið hjá Enterprise var hinsvegar mjög vinalegt og við héldum af stað á stærri bíl sem við fengum án auka greiðslu. Það er fullt af hlutum sem við lærðum á dvöl okkar í LA. Það er vissulega nauðsynlegt að vera á bíl en ef maður vill ekki eyða öllum tíma sínum í bílnum þá er best að gista nálægt Santa Monica eða West Hollywood því þá er flest það áhugaverða í grenndinni. Svæði eins og Hollywood, Santa Monica, Burbank og Long Beach eru ekki hverfi í LA heldur í raun aðrir bæir sem eru allir samliggjandi og vegalengdir á milli eru oft ansi langar, sérstaklega í mikilli umferð.
Næsti dagur var sá síðasti með Axel og Völu þar sem þau áttu flug til New York um kvöldið. Þar af leiðandi hófum við daginn á nokkrum verkefnum sem varð að ljúka áður en þau færu. Til að byrja með fórum við í þvottahús fyrst fjárráðin okkar leyfa ekki alveg að bæta stanslaust við nýjum fötum. Svo stukkum við í Wal-Mart að kaupa tösku svo Axel og Vala gætu sparað sér smá pening í greiðslum fyrir farangur á leiðinni til NYC, og svo væri taskan eflaust þarfaþing þegar þau væru búin að líta aðeins í verslanir á Manhattan. Við höfum örugglega verið kostuleg á að líta þar sem við héngum í kringum bílinn okkar á bílastæðinu hjá Wal-Mart, Axel og Vala að endurpakka og við að þurrka nokkrar flíkur á innkaupakerru sem komu rök úr þurrkaranum. Loks fórum við aftur niður til Santa Monica svo við gætum séð hvernig það lítur út í dagsljósi. Göngugatan á Third Street er mjög skemmtileg með búðum, veitingahúsum og börum á báða bóga og eftir stuttan göngutúr þar og smá snarl var kominn tími til að koma Völu á Axel út á flugvöll svo þau kæmust á réttum tíma þó það væri slæm umferð. Það var frábært að ferðast með þeim þó það hefði verið í stutta stund og þau voru frábærir ferðafélagar. Við skemmtum okkur konunglega saman bæði í Vegas og LA og hver veit nema áætlun Axels og Bjarka að keyra 2347 mílurnar í Route 66 saman í húsbíl verði að veruleika í framtíðinni.
After we all said our goodbyes the two of us headed off to the Hertz office at the airport to check if we could extend our rental for a trip around California at a cheaper price since we would be returning it back to LA. Safe to say that was a waste of time since local Hertz employees have no possibility of renting vehicles. They only hand you a vehicle you have already booked online or over the phone. A call was no more successful since that is purely automated and no answers are available for special request. Therefore we settled on renting a new car at Enterprise and pick it up the next morning after we had returned the one we had. While we waited for replies from CouchSurfers we went down to Venice beach for a little while to enjoy the crowds and the sunset.
Eftir kveðjustund fórum við tvö á Hertz skrifstofuna á flugvellinum til þess að athuga hvort við gætum framlengt leiguna á bílnum fyrir ferðina okkar um Kaliforníu á ódýrara verði fyrst við myndum skila bílnum aftur til LA. Það var hinsvegar algjör tímasóun því starfsfólk Hertz á hverjum stað getur ekki leigt manni bíla. Þau afhenda manni bara bíla sem er búið að bóka á netinu eða í gegnum síma. Símtal skilaði ekki frekari árangri því öll símaþjónustan er sjálfvirk og ekki hægt að fá nein svör við sérstökum spurningum. Við ákváðum því að leigja bíl hjá Enterprise og sækja hann þegar við höfðum skilað hinum morguninn eftir. Á meðan við biðum eftir svörum frá CouchSurferum þá kíktum við niður á Venice Beach að skoða fólk og sjá sólsetrið.
We eventually went to a hostel in Venice which was not the greatest but it was a place to stay. In the morning we drove into downtown to return the car and then took a forty five dollar taxi to the next rental car. The people at Enterprise were very friendly though and we got on our way northwards in our bigger free-upgrade car. The lessons to learn from our time in LA were several. A car is definitely needed but if you don't want to spend every day in your car make sure you stay close to Santa Monica or West Hollywood because then most of the interesting places will be close. The areas such as Hollywood, Santa Monica, Burbank, and Long Beach are not neighbourhoods in LA but rather different cities all interconnected and driving distances can be quite a lot, especially in traffic.
Við fundum á endanum hostel í Venice sem var ekki frábært en það var hægt að sofa þar. Um morguninn keyrðum við niður í bæ til þess að skila bílnum og tókum svo fjörutíu og fimm dollara leigubíl að næsta bílaleigubíl. Starfsfólkið hjá Enterprise var hinsvegar mjög vinalegt og við héldum af stað á stærri bíl sem við fengum án auka greiðslu. Það er fullt af hlutum sem við lærðum á dvöl okkar í LA. Það er vissulega nauðsynlegt að vera á bíl en ef maður vill ekki eyða öllum tíma sínum í bílnum þá er best að gista nálægt Santa Monica eða West Hollywood því þá er flest það áhugaverða í grenndinni. Svæði eins og Hollywood, Santa Monica, Burbank og Long Beach eru ekki hverfi í LA heldur í raun aðrir bæir sem eru allir samliggjandi og vegalengdir á milli eru oft ansi langar, sérstaklega í mikilli umferð.