Monday, August 2, 2010

Portland Roses

Click on the photos for larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri

We arrived at Union Station in downtown Portland at ten o'clock on Saturday night after a pleasant Greyhound journey. The downtown has a relaxed feel to it and we felt pretty comfortable walking through the city with our backpacks. After ducking into a cafe for some WiFi and confirming we had no CouchSurfing replies yet, we headed out again to find a place to stay. With the help of some locals we eventually found a hotel called the Georgia which was by no means a classy place to stay but it was fairly clean, the staff was friendly, and it was really cheap. Once we got rid of our stuff we took a late night stroll around the downtown and down to the riverfront which has numerous bridges that are lit up at nighttime. Our appetite was wet and we were eager to taste Portland during the daytime.

Klukkan tíu á laugardagskvöldi komum við til Portland eftir þægilega rútuferð. Miðbærinn er mjög afslappaður og okkur leið bara vel að rölta um borgina með bakpokana. Þegar við höfðum skotist aðeins inná kaffihús og nýtt okkur þráðlaust internet til að vera viss um að við hefðum ekki fengið nein svör frá CouchSurfing þá röltum við aftur af stað til þess að finna einhvern stað til þess að gista á. Með aðstoð heimamanna fundum við að lokum Georgiu hótelið sem er langt frá því að vera lúxushótel en það var frekar hreint, starfsfólkið var vinalegt og það var mjög ódýrt. Þegar við vorum búin að henda töskunum okkar inná herbergi fórum við í síðbúinn göngutúr um miðborgina og niður að ánni og skoðuðum fjölmargar upplýstar brýr. Við vorum komin á bragðið og vorum spennt að sjá meira af Portland að degi til.

The next morning one of the people who we had contacted through CouchSurfing called us and offered us to stay with them. To get there we had to take a forty minute train ride from the city center where Owen, our host, picked us up. Owen lives with his wife Terra in a lovely blue house in the Eastern suburbs of Portland. They bought the house a few years ago and redid it themselves with some great results. However, as soon as we stepped inside their front door it was immediately clear that we would not be able to stay there as we were greeted by their two cats. Not sure what to do, we tried to contact another CouchSurfer that had sent us a message that morning and offered to host us. While we waited to see if he would get back to us we waited in Owen and Terra's yard, grilled some hamburgers and chatted. They travel quite a bit and gave us some very helpful information regarding Yellowstone, Salt Lake City and other places we have yet to visit. Some of their most interesting experiences were the ones they had while living for a year in Kazakhstan where they were in the Peace Corps. As the night approached with no answer from our prospective host we decided we had better head back downtown and check back into the Georgia if we had no word when we got there. As it turned out we spent another night in our interesting little hotel having still seen none of Portland.

Morguninn eftir hringdu einir CouchSurferarnir í okkur og buðu okkur að gista hjá sér. Til þess að komast til þeirra þurftum við að ferðast fjörutíu mínútur í lest og þangað sótti Owen, gestgjafinn okkar, okkur. Owen og Terra konan hans búa í fallegu bláu húsi í Austari úthverfum Portland. Þau keyptu húsið fyrir nokkrum árum og gerðu það upp með frábærum árangri. Um leið og við stigum inn fyrir dyrnar sáum við hinsvegar að við gætum ekki gist hjá þeim því það fyrsta sem tók á móti okkur voru tveir kettir. Við vissum ekki hvað við ættum að gera en reyndum að hafa samband við annan CouchSurfera sem hafði sent okkur skilaboð um morguninn og boðið okkur gistingu. Á meðan við biðum eftir að hann hefði aftur samband þá héldum við til í garðinum hjá Owen og Terru, grilluðum hamborgara og spjölluðum. Þau ferðast þó nokkuð og gáfu okkur mikið af gagnlegum upplýsingum um Yellowstone, Salt Lake City og aðra staði sem við eigum eftir að heimsækja. Sumt af því merkilegasta sem þau sögðu okkur var frá því þau bjuggu í Kazakhstan í tvö ár þar sem þau voru í sjálfboðavinnu. Þegar fór að kvölda og við höfðum ekki fengið neitt svar frá mögulegum gestgjöfum þá ákváðum við að fara aftur niður í miðbæ og fá okkur aftur herbergi á Georgíu ef við hefðum enn ekki fengið neitt svar þegar við kæmum þangað. Við enduðum á að gista aðra nótt á áhugaverða hótelinu okkar án þess að hafa séð mikið af Portland.

Powells Books
In Powells Books


On monday morning as we were getting ready to leave our hotel room for a bit of exploration Bryan, our prospective host, called us and asked if we still needed a place to stay. Seeing as the Georgia was not really luxury accommodation we figured a spot on someone's living room floor and some interesting company would definitely be worthwhile. This time we took the bus out to South-East Portland for about twenty minutes and found ourselves Bryan and Dagan's (his roomate) apartment where they had apparently had four other CouchSurfers staying for the past night as we found them all still in their sleeping bags when we arrived. They were all leaving that afternoon though and so there was plenty of space for the two of us. Since we had already wasted so much of our time in Portland we dropped off our bags and headed straight back out to finally see some of the city in daylight. For the next few hours we strolled around downtown, visited Powell's bookstore which is one of the biggest independent bookstores in the world, and finally headed across Burnside Bridge to enjoy the view of the Portland skyline and the city's other bridges that come in all shapes and sizes. Powell's is an amazing place and anyone with a penchant for reading could probably spend weeks in the store. It covers an entire city block and is seperated into rooms by colour. Every one of the rooms would be a fairly large bookstore in its own right. Next it was time to grab a bus back to Bryan's house because he had offered us to go with him to a hot-yoga class that he was taking that evening. We really enjoyed the yoga class and it did us some good after a month and a half of traveling. Afterwards we grabbed dinner with Bryan and his friend Jenny at a nearby restaurant before calling it a day.

Á mánudagsmorgun þegar við vorum á leið út af hótelinu í könnunarhug þá hringdi Bryan, mögulegur gestgjafi, í okkur og spurði hvort okkur vantaði ennþá stað til að gista á. Þar sem Georgía var ekki flottasta hótelið í bænum þá ákváðum við að það gæti ekki verið verra að gista á stofugólfinu hjá einhverjum og fá skemmtilegan félagsskap. Í þetta skiptið tókum við strætó í um það bil tuttugu mínútur og komum okkur heim til Bryans og Dagans, herbergisfélaga hans. Þeir höfðu verið með fjóra Couchsurfera nóttina áður og þegar við mættum voru þau enn á víð og dreif um stofugólfið. Þau voru hinsvegar öll á förum seinna um daginn og þá var nóg pláss fyrir okkur. Þar sem við höfðum þegar sóað næstum tveimur dögum í Portland hentum við bara töskunum okkar inn og fórum síðan strax aftur niður í bæ svo við gætum séð eitthvað af borginni í dagsljósi. Næstu klukkutíma röltum við um miðbæinn, heimsóttum Powells sem er ein stærsta sjálfstæða bókabúðin í heiminum og röltum okkur að lokum yfir Burnside brúna þaðan sem er gott útsýni yfir miðborg Portland og allar brýrnar sem eru allt um kring í öllum stærðum og gerðum. Powell's er ótrúlegur staður og fyrir þá sem hafa gaman af að lesa væri hæglega hægt að eyða nokkrum vikum þar inni. Búðin þekur alveg plássið milli fjögurra gatna og er skipt niður í herbergi eftir litum. Hvert herbergi væri þó nokkuð stór bókabúð eitt og sér. Næst tókum við strætó aftur heim til Bryan's því hann var búinn að bjóða okkur að koma með sér í hot jóga tíma um kvöldið. Tíminn var bæði skemmtilegur og gerði okkur gott eftir næstum einn og hálfan mánuð á ferðalagi. Eftir tímann fórum við á veitingastað í nágrenninu og fengum okkur kvöldmat með Bryan og Jenny vinkonu hans áður en við fórum í bólið.

Is it a question? ;)
Superwoman
Bjarki on Burnside Bridge

As we woke after a good nights sleep on an airmattress we were ready to see some more of Portland. Dagan went with us and we headed to Washington Park and the Hoyte arboretum. Washington park and the arboretum are part of Forest Park which is a huge park, eight times the size of Central Park, very close to the centre of Portland. In Hoyte arboretum they have more species of trees than we believed existed. We took a long walk that took us through all types of fir, extremely tall redwoods and prehistoric ginkgo trees that were believed to be only fossils before they were discovered alive and well in China.

Þegar við vöknuðum af værum svefni næsta dag vorum við tilbúinn að sjá meira af Portland. Dagan fór með okkur og við tókum stefnuna á Washington Park og Hoyte grasagarðinn. Washington Park og grasagarðurinn eru bæði hluti af Forest Park sem er risastór garður, átta sinnum stærri en Central Park, mjög nálægt miðborg Portland. Hoyte grasagarðurinn hefur að geyma fleiri trjátegundir en við vissum að væru til. Við fórum í langan göngutúr og sáum alls kyns furur, gífurlega hávaxin redwood tré og gingko tré sem var haldið að væru bara til sem steingervingar þar til þau fundust sprelllifandi í Kína.

Washington Park
Washington Park


After our walk we headed back to meet Bryan and go to Ladds Addition where some CouchSurfers were meeting up to play urban capture the flag. In the game the group is divided into two teams and the area where the game is played is split into halves. We played on an area that was a little less than a square kilometer and each team hides their flag in an agreed upon part of their half that in this case was a triangle defined by three streets. Once each team has hid their flag, the objective of the game is to find the opponents flag and get it into your half. A player in the opponents half can be tagged by the other team and that sends him to jail. The jail is a small area, in this instance a rose garden (diamond), in front of the hiding area and to free the jailed player his teammates only need to tag him there without getting tagged themselves. We had a lot of fun playing this game and can't wait to bring it back home. Maybe the fact that our team won had something to do with it.

Eftir göngutúrinn fórum við til baka, hittum Bryan og fórum til Ladds Addition þar sem nokkrir CouchSurferar voru að fara í borgar-fánaleik. Leikurinn fer þannig fram að hópnum er skipt í tvö lið og svæðinu sem er spilað á er skipt í helminga. Við spiluðum á svæði sem er tæplega einn ferkílómeter og liðin fela sinn fána á fyrirframákveðnu svæði sem í þessu tilviki var þríhyrningur afmarkaður af þremur götum. Þegar bæði liðin hafa falið sinn fána þá er markmiðið með leiknum að finna fána andstæðinganna og koma honum yfir á sinn helming. Það er svo hægt að klukka þá leikmenn sem eru á helmingi andstæðinganna og senda þá þannig í fangelsi. Fangelsið er lítið svæði, í þessu tilviki rósagarður (tígull), fyrir framan svæðið þar sem fáninn er falinn og til þess að frelsa þá sem eru þar þurfa liðsfélagar þeirra bara að klukka þá án þess að láta klukka sig. Við skemmtum okkur konunglega í þessum leik og getum ekki beðið eftir því að fara í hann heima á Íslandi. Það hjálpar kannski til að við unnum leikinn. 

Bryan, Dagan, Arna, Jordan, Ryan, JD
Bryan, Dagan, Arna, Jordan, Ryan & JD
After wearing ourselves out in the game everybody headed out to a nearby sports bar for some food and drink and to meet some more people. We had some interesting conversations and were amazed by the liberal attitude of Portlanders to drugs. They talk about them like they are no big deal but that seems to be indicative of their attitude to life in general. For example, there are more strip clubs per capita in Portland than anywhere else in the US and the city also has more breweries than any other. Portland is also a very picturesque city and the downtown is very beautiful. Our overall experience of the city and its inhabitants was somewhat affected by all the time pent on just finding a place to stay and all the hassles surrounding that process.

Þegar við vorum búin að hlaupa úr okkur vitið í leiknum fóru allir saman á sportbar í nágrenninu og fengu sér eitthvað í gogginn og til þess að hitta fleira fólk. Við áttum fullt af skemmtilegum samræðum og vorum hissa á hversu frjálslegir Portlandbúar eru í garð eiturlyfja. Þeir tala um þau eins og ekkert sé sjálfsagðara en það virðist eiga við lífsviðhorf þeirra almennt. Til dæmis eru fleiri nektardansstaðir á hvern íbúa Portland en annarsstaðar í Bandaríkjunum og í borginni eru fleiri brugghús en í nokkurri annari borg. Portland er líka mjög snotur borg og miðborgin er mjög falleg. Allt vesenið og tíminn sem fór í að finna gistingu hefur hinsvegar smá áhrif á okkar álit á borginni og þeim sem þar búa.
 
Bjarki
At adidas headquarter in USA/ Höfuðstöðvar adidas
The rental car
The rental car/ Bílaleigubíllinn
Before leaving Portland the following morning in our newly rented car there was one more stop Bjarki had to make: adidas North American headquarters. Even if he had no particular reason to go there it was a fun stop to make. The place consists of several buildings coded by colour and named after cities that have hosted major sporting events. In addition there are outdoor football, tennis and basketball courts for the staff and also an indoor basketball court. The main thing to see here for tourists are two car-sized sculptures of Superstars that were created by two separate artists for an adidas campaign.

Áður en við yfirgáfum Portland morguninn eftir í nýja bílaleigubílnum okkar var einn staður sem Bjarki varð að heimsækja: höfuðstöðvar adidas í Norður Ameríku. Þó svo hann hafi ekki haft neina sérstaka ástæðu fyrir því að fara þangað þá var gaman að líta þar við. Höfuðstöðvarnar eru í nokkrum byggingum sem eru merktar með lit og heita í höfuðið á hinum ýmsu borgum þar sem stórir íþróttaviðburðir hafa farið fram. Að auki eru þar utanhúss fótbolta-, tennis-, og körfuboltavellir fyrir starfsfólk og sömuleiðis innanhúss körfuboltavöllur. Það sem er skemmtilegast fyrir túrista að sjá eru tveir Superstar skór á stærð við bíl sem voru búnir til af tveimur listamönnum fyrir auglýsingaherferð hjá adidas.


4 comments:

  1. rétt að kvitta fyrir innlitið :) sendi mínar bestu kveðjur frá Íslandi :D !!!

    ReplyDelete
  2. Jeij! Kunnum að meta komment:)
    Oh glatað að geta ekki hitt á þig á meðan þú ert heima!

    ReplyDelete
  3. hahaha....Bjarki litli skókall... ;) gaman að fylgjast með ykkur me öfundaraugum...;) knús á ykkur!

    ReplyDelete
  4. Gaman, gaman. Þið virðist hafa rétta attitudið til að standa í ferðalögum. Hitta fólk og njóta lífsins. Kveðja úr regnblautri skógræktarferð á Akureyri.

    ReplyDelete

Related Posts with Thumbnails