Friday, August 20, 2010

Canyon Nr.3

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri

We woke up as the sun rose and found ourselves in a large clearing in front of the entrance into Grand Canyon north rim national park. There was a deer about fifty metres away from the car and we saw some more on the way to the canyon itself. The night before we had started seeing deer on the way to the entrance but then it was mostly a reflection of the eyes and a shadowy outline. We reached the parking lot at the rim of the canyon just as the first sunlight reached into the canyon itself although admittedly only Bjarki saw this since Arna was fast asleep. Bjarki then took a short nap as well and we eventually got out to explore the area about two hours later. The most surprising thing about the canyon is how forested the north rim is. It is the back end of a national forest that the native americans in the area called "a mountain lying down" and is significantly higher than the south rim that is frequented more by tourists. There are several viewpoints on offer but the one that offers the most spectacular view is Bright Angel point that sits on the end of a ridge that protrudes about a hundred metres from the rim and into the canyon. Standing there looking down we had to keep reminding ourselves how big the canyon is since it is hard to get a sense of perspective from above. We found Bryce and Zion more impressive since they offer amazing rock formations and views from the bottom up respectively. We reckon, if you have time to spend a couple of days and are well equipped, that a walk into the Grand Canyon is the only way to realise how massive it really is.

Við vöknuðum við sólarupprás og sáum þá að við vorum á stóru auðu svæði fyrir framan innganginn að norðurbrún Miklagljúfurs. Í sirka fimmtíu metra fjarlægð frá bílnum sáum við dádýr á beit en fjöldi dádýra virðist búa á svæðinu. Kvöldinu áður þegar við vorum á leiðinn á svefnstaðinn sáum við glampa á augu við veginn og sáum óljósar útlínur dýranna. Við lögðum á bílastæðinu við gljúfrið um leið og fyrstu sólargeislarnir teigðu sig ofan í gljúfrið en Bjarki var sá eini sem sá það því Arna var steinsofandi. Bjarki lagði sig svo líka og við fórum út að skoða okkur um tveim tímum seinna. Það sem kom okkur mest á óvart er hve skógi vaxin norðurbrúnin er. Hún er í raun bakhliðin á skógi sem indíánarnir á svæðinu kölluðu "liggjandi fjall" og er töluvert hærri en suðurbrúnin þar sem koma fleiri túristar. Það er nokkrir útsýnisstaðir að velja úr en sá sem býður upp á mikilfenglegasta útsýnið heitir Bright Angel og er yst á klettagarði sem stendur um það bil hundrað metra út í gljúfrið frá brúninni. Þegar við stóðum þarna og horfðum niður þurftum við að minna okkur á hversu svakalega stórt gljúfrið er því það er erfitt að gera sér grein fyrir því svona ofan frá. Okkur fannst Bryce og Zion tilkomumeiri því þar eru stórkostlegar klettamyndanir og hægt að horfa frá botninum og upp. Að okkar mati er best að fá sér göngutúr ofan í gljúfrið, ef maður hefur nægan tíma og réttan útbúnað, til þess að átta sig á hversu risastórt það er.


We, however, did not have the shoes or camping equipment for such a trip and thus just spent a couple of hours by the canyon before we headed off again. By this time we were pretty tired and beat up from sleeping three nights in a row in our little KIA so we decided to head straight to Vegas and check into our hotel a day early to sleep, get freshened up and ready to meet Vala and Axel when they came from Australia.

Við vorum hinsvegar hvorki í skóm né með útileguútbúnað fyrir svoleiðis gönguferð svo við eyddum bara einum til tveimur tímum við gljúfrið þar til við lögðum í hann aftur. Við vorum orðin ansi þreytt og tuskuleg eftir þrjár nætur í litla KIA Rio bílnum okkar svo við ákváðum að bruna beint til Vegas og fá okkur hótelherbergi degi fyrr svo við gætum sofið, frískað aðeins uppá okkur og verið tilbúin til þess að taka á móti Völu og Axel þegar þau kæmu frá Ástralíu.

No comments:

Post a Comment

Related Posts with Thumbnails