Saturday, October 2, 2010

Going Loco Down in Acapulco

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri


On Friday morning, after Signý finished her work at the expo, we went to a breakfast buffet at the school where she studied to be a chef. A very clever fundraising effort by the students and a very nice breakfast for a good price. Afterwards we left Mexico City and headed to Acapulco. Once we left the traffic of Mexico City behind the drive was very beautiful. First of all we had to cross the mountain range south of the city and even had some snacks at around three thousand metros above sea level. We then traveled down past the plain around Cuernavaca and onwards into hills and valleys covered by tropical forests, especially during this rainy part of the year.

Á föstudagsmorgun, eftir að Signý hafði lokið störfum á sýningunni, fórum við á morgunverðarhlaðborð í skólanum þar sem hún lærði að vera kokkur. Mjög sniðug fjáröflunarleið hjá nemendunum og frábær morgunmatur fyrir lítinn pening. Við fórum síðan frá Mexíkóborg og héldum til Acapulco. Þegar við vorum komin úr umferðinni í Mexíkóborg var útsýnið á leiðinni mjög fallegt. Fyrst þurftum við að fara yfir fjallgarðinn sunnan við borgina og fengum okkur meðal annars smá snarl í yfir þrjú þúsund metra hæð yfir sjávarmáli. Leiðin lá síðan niður framhjá sléttunni í kringum Cuernavaca og áfram niður hæðir og dali sem eru þaktar hitabeltisskógi, sérstaklega núna á rigningartímanum.

Everything was covered in water after heavy rain including this car-graveyard/ Eftir miklar rigningar var allt á kafi, m.a. þessi bílakirkjugarður

We didn't go to Acapulco itself but to a place called Playa Diamante where Diego's family owns a holiday apartment in a neighborhood that is not unlike a hotel. There are several buildings with apartments and in between there are swimming pools with bars. In the centre of everything there is a complex with a restaurant, swimming pool, gym, tennis courts, and a beach volleyball court. The first day we spent almost entirely at this complex, playing tennis, getting some sun, and messing around in the swimming pool. Because we were not in tourist season we had the place almost entirely to ourselves which was even better.

Við fórum ekki inn í sjálfa Acapulco heldur á stað sem heitir Playa Diamante þar sem fjölskyldan hans Diego á íbúð í hverfi sem er ekki ósvipað hóteli. Þar eru fjöldi bygginga og á milli eru sundlaugar með börum. Í miðju hverfinu er síðan miðstöð með veitingastað, sundlaug, líkamsrækt, tennisvöllum og strandblaksvelli. Fyrsta deginum eyddum við næstum öllum í þessari miðstöð, spiluðum tennis, nældum okkur í nokkra sólargeisla og lékum okkur í lauginni. Vegna þess að við vorum ekki á aðaltúristatímanum þá höfðum við staðinn næstum því útaf fyrir okkur sem var ennþá betra.


Sunday was Signý's last day in Acapulco since she had to leave to get some stuff prepared for her new job at Rational. We were all a little sunburnt from the previous day so we decided this would be a good time to do some sightseeing in Acapulco proper. We took a little walk around the town centre and along the beach and truthfully the town itself could be any major beachside resort in the world if you photoshop out the huge Mexican flag that waves in the centre of the beach. The surroundings are very beautiful however with steep forest-covered hills on all sides, forming a peaceful cove with some picturesque islands to look at from the beach. We can very well imagine that it was a uniquely beautiful place before it became overdeveloped. After our little stroll we enjoyed a meal and some drinks in a restaurant called Senor Frog's with a great view over the bay and the town.
Later we drove Signý to the airport so she could take the one hour flight back to Mexico City. We said goodbye to her thinking we would grab a bus from Acapulco to Puerto Escondido in the neighbouring state of Oaxaca. Later that evening though, we decided that since time and money was starting to get short we would probably be better off skipping Oaxaca, going back to Mexico City with Diego, and flying instead to Tuxtla in Chiapas. This would save us about twenty two hours of bus travel and get us on our way to Guatemala much quicker.

Sunnudagurinn var síðasti dagurinn hjá Signý í Acapulco því hún þurfti að drífa sig heim og gera nokkra hluti fyrir nýja starfið sitt hjá Rational. Við vorum öll svolítið sólbrunnin eftir daginn áður svo við ákváðum að þetta væri fínn tími til þess að skoða sig svolítið um inní Acapulco. Við röltum smá um miðborgina og ströndina og í sannleika sagt þá gæti bærinn sjálfur verið hvaða sólbaðsströnd sem er ef maður photosjoppar í burtu stóra mexíkanska fánann sem blaktir yfir miðri ströndinni. Umhverfið er samt mjög fallegt þar sem brattar, skógi vaxnar hæðir umlykja risastóra vík þar sem fallegar eyjar sitja fyrir utan ströndina. Við getum mjög vel ímyndað okkur að þetta hafi verið einstaklega fallegur staður áður en hann byggðist upp. Eftir röltið okkar fengum við okkur gómsæta máltíð og drykki á veitingastað sem Senor Frogs þaðan sem er útsýni yfir alla víkina og bæinn.
Við keyrðum svo Signý út á flugvöll svo hún gæti tekið klukkutíma flug aftur til Mexíkóborgar. Við kvöddum hana eins og við værum að fara að taka rútu frá Acapulco til Puerto Escondido í Oaxaca, næsta fylki. Seinna um kvöldið ákváðum við svo að fyrst tími og peningar væru af skornum skammti þá ættum við sennilega að sleppa Oaxaca og fara frekar aftur til Mexíkóborgar með Diego, þaðan sem við gætum flogið til Tuxtla í Chiapas. Þetta myndi spara okkur um það bil tuttugu tíma rútuferð og koma okkur í átt til Guatemala mun fyrr.



The day after Bjarki and Diego got up early and went to play golf at a golf-course that is owned by the same company that manages the complex that we were staying at. The course was beautiful and a caddy with knowledge of the course was on hand to give hints and teach Diego the basics since this was his first time playing. For his first time he was very pleased that he won one hole out of nine. Afterwards all three of us went back to the central complex where Bjarki and Diego played tennis again while Arna edited photos and relaxed since she could hardly walk from tennis two days before. We then all took a dip in the pool and worked on our diving skills. For dinner we went about twenty minutes south of Playa Diamante to a place called Beto's, Diego's favourite fish restaurant in the area. It is located right on the banks of a river a few metres from the estuary and the beach. We picked our own fish which was then grilled whole in two types of seasoning. Both were delicious and it's a meal we won't forget any time soon.

Daginn eftir vöknuðu Bjarki og Diego eldsnemma og fóru að spila golf á golfvelli sem er í eigu sama fyrirtækis og sér um hverfið þar sem við gistum. Völlurinn var mjög fallegur og við fengum meira að segja kylfusvein sem þekkti völlinn, gat gefið ábendingar og kennt Diego undirstöðuatriðin því þetta var í fyrsta skipti sem hann spilar golf. Miðað við það að þetta var hans fyrsta skipti þá var hann mjög ánægður að ná að vinna eina holu af níu. Eftir golfið fórum við öll þrjú í aftur í miðstöðina í hverfinu okkar þar sem Bjarki og Diego spiluðu tennis á meðan Arna lagaði myndir og slappaði af þar sem að hún gat varla gengið eftir tennis tveimur dögum áður. Við svömluðum svo öll í lauginni æfðum dýfurnar okkar. Við fórum rétt suður fyrir Playa Diamante í kvöldmat, á stað sem heitir Beto's og er uppáhalds fiskiveitingastaðurinn hans Diego á svæðinu. Hann stendur við árbakka nokkra metra frá árósnum og ströndinni. Við völdum okkar eigin fisk sem var svo heilgrillaður með tveimur tegundum af kryddi. Báðar voru ljúffengar og við gleymum þessari máltíð seint.

We picked our own fish to eat/ Við völdum sjálf fiskinn sem við vildum borða

On tuesday morning we all woke up early and packed our bags to drive back to Mexico City. The route was no less beautiful and we were back in the city before Signý had finished working. In the evening we grabbed some sinfully good Mascarpone ice cream and then some fish tacos at a bistro where we had also eaten on our first night in the city. In the morning it was time to say goodbye to Signý and Diego after a great three weeks together. Their place was a great spot to relax somewhat after a hectic schedule in the US and to gather steam for the forthcoming trip. We took some great trips together and we can't wait to see them again, most likely in Iceland but maybe in Mexico. It's just a shame we can't really repay the favour since they don't exactly need guides in Iceland.

Á þriðjudagsmorgun vöknuðum við snemma og pökkuðum ofan í töskur fyrir ferðina til Mexíkóborgar. Leiðin var alveg jafn falleg á bakaleiðinni og við vorum komin aftur til borgarinnar áður en Signý var búin að vinna. Um kvöldið fengum við okkur syndsamlega góðan Mascarpone ís og svo fiskitaco á bar þar sem við borðuðum líka fyrsta kvöldið okkar í borginni. Um morguninn var kominn tími til þess að kveðja Signý og Diego eftir þrjár frábærar vikur saman. Það var frábært að slaka aðeins af heima hjá þeim eftir mikið span í Bandaríkjunum og safna orku fyrir ferðalagið framundan. Við fórum líka í nokkrar mjög skemmtilegar ferðir saman og það verður gaman að hitta þau aftur, líklega á Íslandi en kannski í Mexíkó. Það er bara synd að geta ekki endurgoldið greiðann þar sem þau þurfa tæplega á leiðsögn að halda á Íslandi.



1 comment:

  1. Ég sakna ykkar kveðja Bjartur.
    Ok og Inga líka.

    ReplyDelete

Related Posts with Thumbnails