Tuesday, October 12, 2010

Across the border

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri

Early on Sunday morning we packed our bags and boarded a small shuttle, heading for Guatemala. The shuttle was packed with passengers from various hotels and hostels and our bags therefore rode on top of the small minibus. The roads in Mexico are fairly good and we quickly meandered amongst the beautiful hills and green valleys until we reached the nearest Mexican town to the border. There we got off the bus to get our passports stamped before driving another ten minutes or so to the actual border. There we got ourselves and our bags off the bus and got our passports stamped again by Guatemalan officials. We then had to wait a few minutes before our Guatemalan bus arrived. While we waited we could walk between the countries as we pleased, not the strictest of borders.

Snemma á sunnudagsmorgun pökkuðum við saman öllu okkar hafurtaski og hoppuðum um borð í litla skutlu á leið til Guatemala. Skutlan var full af farþegum frá ýmsum hótelum og hostelum og töskurnar máttu sætta sig við að ferðast á þakinu á litla minibusinum. Vegirnir í Mexíkó eru frekar góðir og við ferðuðumst nokkuð hratt um fallegar hæðir og græna dali uns við komum að næsta þorpi við landamærin. Þar stukkum við úr rútunni og fengum stimpla í vegabréfin okkar áður en við keyrðum tíu mínútur í viðbót að landamærunum sjálfum. Þar komum við okkur og töskunum okkar úr og af rútunni og fengum fleiri stimpla í vegabréfin, í þetta skiptið frá Guatemölskum landamæravörðum. Við þurftum svo að bíða í nokkrar mínútur þar til rútan sem flutti okkur um Guatemala kom. Á meðan við biðum gátum við rölt inní og útúr löndunum tveimur að vild, ekki ýkja ströng landamæri.

Bjarki at the border of Mexico & Guatemala
In the shuttle
In the shuttle/ Í skutlunni

As soon as we had boarded the next shuttle we began to see subtle differences between the two countries. The traditional clothing of the Mayan women changed and the roads were not quite as good. Guatemala has, like other Central American countries, had unusually heavy rains this rainy season and in the mountainous regions of the country they have had serious problems with mudslides that have closed roads and in some cases cost lives. Some of our fellow travelers in San Cristobal experienced journeys in and from Guatemala that were as much as twice as long as they should be because of these problems. Shortly after we crossed the border we started to notice the evidence as we drove through extremely steep valleys and mudslides either covered parts of the road or the minibus had to cross the remnants of a mudslide that had been partially cleared.

Um leið og við vorum komin um borð í næstu skutlu fórum við að sjá smáatriði sem eru ólík með löndunum tveimur. Hefðbundin klæði Maya kvennanna voru öðruvísi og vegirnir voru ekki eins góðir. Í Guatemala, og allri Mið-Ameríku, hefur rignt óvenju mikið á þessu rigningartímabili og í fjalllendinu þá hafa verið mikil vandamál vegna aurskriða sem hafa lokað vegum og í sumum tilfellum valdið mannskaða. Sumir af ferðalöngunum sem við hittum í San Cristobal lentu í ferðum í og útúr Guatemala sem tóku jafnvel tvisvar sinnum lengri tíma en venjulega út af þessum vandamálum. Stuttu eftir að við komum yfir landamærin fórum við að sjá verksummerkin í gríðarlega bröttum dölunum og aurskriðurnar þöktu annað hvort hluta vegarins eða þá að minibusinn þurfti að keyra yfir leifarnar af aurskriðum sem var búið að hreinsa að hluta.
Mudslide/ Aurskriða
Fog/ Þoka

We had to change bus one more time before we arrived at our destination of Quetzaltenango, known to locals as Xela. We had sent an email a few days earlier to book our place at a Spanish school called Celas Maya and our shuttle dropped us off right next to the school. We had booked a course of five hours of Spanish a day for five days and would be staying with a Guatemalan family that the school provided, so we could get plenty of chances to work on our Spanish. After meeting the director of the school we were picked up by our family and taken to the house where we would be spending the next few days. We got a nice room on a bottom floor of their house, settled in quickly, and got ready to learn some Spanish.

Við þurftum að skipta einu sinni enn um rútu áður en við komum á áfangastað í Quetzaltenango, sem heimamenn kalla Xela. Við sendum email nokkrum dögum áður til þess að bóka pláss í spænskuskóla sem heitir Celas Maya og skutlan kom okkur alveg að skólanum. Við bókuðum námskeið í fimm klukkutíma á dag í fimm daga og gistingu hjá Guatemalskri fjölskyldu sem skólinn útvegaði, svo við fengjum fullt af tækifærum til þess að æfa okkur í spænskunni. Eftir að við hittum yfirmann skólans þá sótti fjölskyldan okkur og fór með okkur í húsið þar sem við myndum gista næstu daga. Við fengum fínt herbergi á neðri hæð hússins, komum okkur fyrir í hvelli og settum okkur í stellingar til þess að læra spænsku.



2 comments:

  1. Vá, hvað þetta er spennandi. Og þið sniðug að finna svona skólun í spænsku. Annars bara kveðjur frá síbrosandi gamalmennum eftir gleði helgarinnar.Takk fyrir framlagið til dagskrárinnar - fallegt og skemmtilegt

    ReplyDelete
  2. Við hefðum sko viljað fagna þessum degi með ykkur...en við vorum með í anda.
    Bjarki orðinn svaka klár í spænskunni, Arna ekki alveg jafn klár en þetta er allt að koma.

    ReplyDelete

Related Posts with Thumbnails