Wednesday, October 13, 2010

Arroz, Frijoles y Tortillas

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri

The view from Sandra's house/ Útsýnið út um gluggann hjá Söndru.
The five days we spent in Xela didn't really feel like a normal vacation. Every morning we woke up around seven in the morning, got some breakfast from Sandra, our hostess, and then trotted off to school for five hours of studying Spanish. The lessons were one on one so every student got an individualised class and we both learned a lot from our great teachers, Antonieta and Astrid. The lessons started at eight in the morning and finished at one in the afternoon when we headed back to our host family to get some lunch. In the afternoons there were either activities organised by the school or we could simply explore the city or do homework for the following day. It does feel kind of strange to have to do homework during our holidays but hopefully our Spanish will be a little bit better now, especially for Arna who had to start from scratch. We tried to practice our Spanish at every opportunity but we also met some great people who were studying at the same time as us and with them we mostly spoke English.

Okkur leið ekki beint eins og við værum í fríi þessa fimm daga sem við vorum í Xela. Á hverjum morgni vöknuðum við um sjöleytið, fengum morgunmat hjá Söndru, gestgjafanum okkar, og drifum okkur síðan í skólann að læra spænsku í fimm klukkutíma. Tímarnir voru einn á einn með kennaranum sem þýddi að hver nemandi fékk persónubundinn tíma og við lærðum bæði helling hjá okkar kennurum, Antonietu og Astrid. Tímarnir byrjuðu klukkan átta á morgnana og þeim lauk klukkan eitt eftir hádegi þegar við töltum aftur heim til fjölskyldunnar og fengum okkur hádegismat. Um eftirmiðdaginn voru annað hvort einhverjir viðburðir skipulagðir af skólanum eða þá að við gátum kannað borgina eða lært heima fyrir daginn eftir. Það er eitthvað undarlegt við það að þurfa að læra heima í fríinu sínu en vonandi verður spænskan okkar eitthvað betri héðan af, sérstaklega hjá Örnu sem þurfti að byrja frá grunni. Við reyndum að æfa okkur í spænsku við hvert tækifæri en við hittum líka margt frábært fólk sem var að læra á sama tíma og við og töluðum mestmegnis ensku við þau.

Bjarki, Antonieta, Astrid & Arna
At school/ Í skólanum
Every afternoon and/or evening the school organised an activity where we got the opportunity to hear some Spanish while learning something about the people and culture of Guatemala. There was a class about local slang where Bjarki learned to swear a little in Guatemalan. We also got to cook a typical Guatemalan desert made from plantains, refried beans, and sugar. It tasted fairly nice but more like a meal than a desert. One night we watched a documentary about the civil war in Guatemala, a very sad story but a good movie. One afternoon we went to the nearby town of Salcajá where the plan was to visit the oldest church in the area, dating from the fifteen hundreds. The church was being renovated however so we only got to see the outside of it. A homeless man made a pretty funny and obvious attempt at stealing our camera, asking if he could borrow it to take pictures of the church. We also stopped by a house not too far from the church where we got to see how the locals weave using a pedal driven loom which they call telador de pied. It takes a person six weeks to set it up to begin to weave but once it is set up a person can weave around one metre of material in an hour. In the house we also got to taste a local moonshine called Gallo de fruta, fermented from local fruits. Every family apparently makes their own version of this drink. You could also eat the fruit but they were even stronger than the drink.

Á hverjum degi eftir hádegi eða um kvöldið voru viðburðir skipulagðir af skólanum þar sem við fengum tækifæri til þess að heyra smá spænsku og læra líka um fólkið og menninguna í Guatemala. Það var aukatími í Guatemölsku slangri þar sem Bjarki lærði að blóta smá á Guatemölsku. Við fengum líka að elda hefðbundinn Guatemalskann eftirrétt búinn til úr mjölbanönum, baunum og sykri. Hann var nokkuð góður en smakkaðist frekar eins og máltíð en eftirréttur. Eitt kvöldið horfðum við á heimildarmynd um borgarastríðið í Guatemala, mjög sorgleg saga en góð mynd. Einn eftirmiðdaginn fórum við í þorp í grenndinni sem heitir Salcajá þar sem átti að heimsækja elstu kirkjuna á svæðinu sem er frá sextándu öld. Það var hinsvegar verið að gera við kirkjuna þannig að við gátum bara skoðað hana að utan. Einn heimilislaus maður gerði frekar fyndna og augljósa tilraun til þess að stela myndavélinni okkar þegar hann bað um að fá hana lánaða til þess að taka myndir af kirkjunni. Við komum svo við í húsi rétt hjá kirkjunni þar sem við fengum að sjá hvernig heimamenn nota fótstiginn vefstól sem þeir kalla telador de pied. Það tekur þá sex vikur að gera stólinn tilbúinn til þess að byrja að vefa en þegar hann er tilbúinn getur ein manneskja ofið um það bil einn meter af efni á klukkutíma. Í þessu sama húsi fengum við svo að smakka heimabrugg svæðisins sem kallast Gallo de fruta og er bruggað úr ávöxtum ræktuðum á svæðinu. Hver fjölskylda býr víst til sína eigin útgáfu af þessum drykk. Maður getur líka borðað ávextina en þeir eru ennþá sterkari en drykkurinn.
Now we know where everybody gets their gold grills/ Þá vitum við hvar allir fá sér gullsett í munninn
Iglesia de San Jacinto, Salcajá
One afternoon at the internet cafe attached to the school we met a Swedish guy called Matz. He has been traveling around for just over five years, including eight months in Iceland and a year teaching English in Buenos Aires. He makes a living doing freelance translating and other work online and because of where he is traveling he doesn´t need to work a lot to survive. He invited us to come to a concert on the thursday at a small bar where he was playing along with some friends. We went there with some of the other students at our school and had a good time listening to Matz do some covers of classic blues, country, and folk rock songs mixed with his own tracks.

Einn eftirmiðdaginn hittum við Svía sem heitir Matz á internet kaffihúsinu sem er í tengt skólanum. Hann er búinn að vera að ferðast í rúmlega fimm ár, meðal annars var hann átta mánuði á Íslandi og eitt ár í Buenos Aires að kenna ensku. Hann lifir á því að taka að sér lausaverkefni í þýðingum og annari vinnu í gegnum netið og vegna þess hvar í heiminum hann er að ferðast þá þarf hann ekki að vinna mikið til þess að eiga í sig og á. Hann bauð okkur að koma á tónleika á fimmtudagskvöldið á litlum bar þar sem hann var að spila ásamt nokkrum vinum. Við kíktum þangað ásamt nokkrum samnemendum okkar og nutum þess að hlusta á Matz spila ábreiður af sígildum blús, kántrý og folk lögum ásamt sínu eigin efni.

Ronaldo & Christina
Adam
Bjarki
Matz & Urs
Xela is an interesting town although we maybe didn't see a big part of it. The streets in the town centre are extremely narrow and this is not a town for couples who want to take romantic walks while holding hands since the sidewalks are even narrower. It is located at just over two thousand three hundred metres above sea level and therefore it is not very warm. The days may be quite pleasant if the sun is shining but a twenty degree day can quickly turn into a two degree night, the change in temperature is staggering. To us Xela mostly felt like a fairly small town because of the narrow streets and the fact that a lot of the population wears traditional clothing like in the smaller Mayan villages. There is also a lot of stray dogs on the streets and our first night in town we saw a pack of about twenty dogs rummaging through some garbage. Only late in the week did we realise that the population of the city is about the same as Reykjavík. It has its fair share of problems, like most Central American cities, especially drugs and prostitution. In fact we were told it was not safe to spend a lot of time outside after eight o'clock at night but we never felt it was unsafe.

Xela er mjög áhugaverður bær þó svo við höfum kannski ekki séð stórann hluta af honum. Göturnar í miðborginni eru mjög þröngar og þetta er ekki borg fyrir pör sem vilja fara í rómantíska göngutúra og leiðast því gangstéttarnar eru ennþá þrengri. Borgin er í rúmlega tvö þúsund og þrjú hundruð metra hæð yfir sjávarmáli og þar af leiðandi er ekki mjög hlýtt þar. Dagarnir eru kannski ágætir ef sólarinnar nýtur við en tuttugu stiga hiti á daginn getur mjög snarlega breyst í tveggja stiga hita á nóttunni, hitabreytingin er ótrúleg. Okkur leið mestmegnis eins og Xela væri frekar lítill bær því göturnar eru þröngar og mikið af fólkinu gengur í hefðbundnum klæðum eins og í minni Mayaþorpum. Það er líka mikið af flækingshundum á götunum og fyrsta kvöldið okkar í bænum sáum við hóp af um það bil tuttugu hundum sem voru að róta í ruslahrúgu. Það var ekki fyrr en seint í vikunni að við komumst að því að borgin er um það bil jafn stór og Reykjavík. Það eru ýmis vandamál sem íþyngja íbúunum, eins og í flestum mið-amerískum borgum, sérstaklega eiturlyf og vændi. Okkur var meira að segja sagt að það væri ekki öruggt að vera mikið á ferli eftir klukkan átta á kvöldin en okkur leið aldrei eins og borgin væri ekki örugg.

On the thursday we were in Xela there was a religious festival taking place in the centre of town, a celebration of Our Lady of the Rosary. In the park at the centre of the city there was a carnival atmosphere with a stage, some music, and crowds milling around while eating snacks and enjoying themselves in their sunday finest. The centrepiece of the whole celebration was a religious procession of people carrying different banners, playing instruments and showing off their traditional costumes. The main act was a shrine to Our Lady of the Rosary carried by a group of older women. We were very lucky to be able to experience this celebration and witness some of the local traditions in action.

Á fimmtudeginum sem við vorum í Xela var trúarhátíð í miðbænum tileinkuð Maríu Mey. Í garðinum sem markar miðja borgina var mikil stemmning með sviði, tónlist og alls konar fólki að skemmta sér með snarl í sínu fínasta pússi. Aðalatriðið í þessari hátíð er trúarleg skrúðganga þar sem fólk heldur á alls kyns fánum, spila á hljóðfæri og sýnir hefðbundin klæði. Miðpunkturinn í skrúðgöngunni var svo helgigripur helgaður Maríu Mey sem hópur eldri kvenna bar á öxlum sér. Við vorum mjög heppin að hitta á þessa hátið og fá að sjá dæmi um þær hefðir sem ríkja á þessu svæði.

No discussion of our time in Xela would be complete without mentioning our host family. Sandra is a retired teacher who accepts students from the local Spanish schools who can sleep at her house, receive three meals per day and hopefully practice their Spanish. In addition to that Sandra is also like a surrogate mother to four other boys who are living in Xela without their families. Three of them, Alex, Lucas and Jorgito (little Jorge), are in Xela to study and one, Carlos, is in the city to play for the local football team. In addition to the two of us, there was also another student from our school, a Swiss guy named Urs, who was staying at Sandra's. We got along great with all of them although communication wasn't without its problems since the family doesn't speak any english. Urs was a great guy to be around and we all enjoyed the walk to and from school together. Our only complaint in the house was the food. Not that it was bad, but for us spoiled Icelanders it was a bit monotonous. Every meal except for breakfast consisted of some combination of rice, refried beans, tortillas, plantains and eggs. For someone like Arna who cannot eat eggs, the meals were getting a bit tiring after three days, especially since neither of us is too keen on refried beans or tortillas. Apart from that we felt great at Sandra's and really enjoyed meeting her and the boys.

Við getum ekki sagt skilið við Xela án þess að segja aðeins frá fjölskyldunni sem við gistum hjá. Sandra er kennari á eftirlaunum sem tekur á móti nemendum frá spænskuskólum í borginni sem fá að sofa heima hjá henni, borða þar þrjár máltíðir á dag og vonandi æfa sig svolítið í spænsku. Til viðbótar við allt þetta þá er Sandra líka eins konar móðir fyrir fjóra stráka sem búa í Xela án fjölskyldna sinna. Þrír af þeim, Alex, Lucas og Jorgito (litli Jorge), eru í Xela til þess að læra og einn, Carlos, er í borginni til þess að spila fótbolta með liðinu í borginni. Fyrir utan okkur tvö þá var líka annar nemandi úr skólanum okkar, Svisslendingur sem heitir Urs, sem bjó heima hjá Söndru. Okkur kom öllum vel saman þó svo það hafi ekki verið án vankanta að eiga samskipti þar sam fjölskyldan talar enga ensku. Urs var frábær náungi að umgangast og við nutum þess öll að rölta í og úr skólanum saman. Eina sem við gátum sett út á dvöl okkar í húsinu var maturinn. Ekki það að hann hafi beint verið slæmur en fyrir okkur dekruðu Íslendingana þá var hann svolítið einsleitur. Allar máltíðir fyrir utan morgunmat samanstóðu af einhverri blöndu af hrísgrjónum, baunum, tortillum, mjölbanönum og eggjum. Fyrir einhvern eins og Örnu sem getur ekki borðað egg þá voru þessar máltíðir orðnar ansi þreytandi eftir þrjá daga, sérstaklega þar sem hvorugt okkar er sérstaklega hrifið af baunum né tortillum. Fyrir utan þetta þá leið okkur mjög vel hjá Söndru og það var mjög gaman að kynnast henni og strákunum.

Arna, Sandra & Bjarki
Carlos & Alex



No comments:

Post a Comment

Related Posts with Thumbnails