Monday, October 18, 2010

In the shadow of Volcan Agua

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri

We arrived in Antigua on Monday afternoon after a three hour shuttle-ride from Panajachel. We checked into the Black Cat hostel, a block and a half away from the town centre, and set about exploring our surroundings. The Black Cat has a bar and restaurant downstairs that is always full of people and there is a lot of life there. We only stayed there one night though since there their rooms were constantly damp and the walls had mildew, causing Arna's allergies to act up during the night. Therefore we moved over to the Jungle Party hostel where they were in the process of re-doing the rooms to get rid of the humidity from a heavy rainy season. We got our best hostel bed so far with a private light and power outlets inside the lockers so we could charge our laptop and cameras while we were out exploring or sleeping.

Við komum til Antigua á mánudagseftirmiðdegi eftir þriggja tíma skutluferð frá Panajachel. Við tékkuðum okkur inn á Black Cat hostelið, eina og hálfa húsalengju frá miðbænum, og byrjuðum að skoða í kringum okkur. Svarti Kötturinn er með bar og veitingastað á neðstu hæðinni þar sem er alltaf fullt af fólki og allt iðar af lífi. Við gistum samt bara eina nótt þar því loftið í herbergjunum var alltaf rakt og það var líka raki í veggjunum sem olli því að ofnæmið hennar Örnu olli henni vandræðum um nóttina. Við færðum okkur þess vegna yfir á Jungle Party hostelið þar sem var verið að gera herbergin upp til þess að losna við rakann eftir óvenju mikið rigningartímabil. Þar fengum við okkar besta hostelrúm hingað til með okkar eigin ljósi og innstungum inní skápunum svo við gátum hlaðið myndavélar og fartölvu á meðan við vorum úti að rölta eða sofandi.

Antigua is not unlike many other Guatemalan towns we have seen in its layout and its structures but in Antigua everything is much cleaner and better taken care of. We saw a lot of people fixing the cobbled streets and no obvious signs of dilapidation. The only buildings in disrepair are historic buildings such as churches that have been left the way they were after the late eighteenth century earthquake that caused Guatemalans to change their capital from Antigua to Guatemala City. Like our guidebook puts it: "Antigua looks like the Scandinavians took over and ran it for a couple of years." Even if Antigua was not so well cared for, it would still be a beautiful city. The colonial churches and buildings are striking and the surrounding landscape, dominated by Volcan Agua to the city's south, is breathtaking. The city's only downside is probably that it has possibly become too much of a tourist attraction. Fortunately this is the slow season and so we weren't swamped, but most businesses are travel agents, hotels, hostels, bars, restaurants, and Spanish schools. The bustling bus station does offer a bit more of an authentic feel though as shouts of "Guate! Guate!" ring out over the diesel fumes and dust from the colourful old school-buses.

Byggingarnar og skipulagið í Antigua er ekki ólíkt öðrum Guatemölskum bæjum sem við höfum séð en í Antigua er allt miklu hreinna og öllu betur við haldið. Við sáum fullt af fólki sem var að gera við steinilagðar göturnar og ekkert var augljóslega að hrynja í sundur. Einu byggingarnar sem voru ekki í góðu standi voru sögulegar byggingar eins og kirkjur sem hafa staðið óhreyfðar eftir jarðskjálftann seint á átjándu öld sem olli því að íbúar Guatemala skiptu Antigua út sem höfuðborg í stað Guatemalaborgar. Eins og leiðsögubókin okkar segir: "Antigua lítur út eins og Skandinavar hafi yfirtekið hana og rekið hana í nokkur ár." Þó svo það væri ekki svona vel hugsað um Antigua, þá væri hún samt falleg borg. Kirkjur og aðrar byggingar frá nýlendutímanum eru mjög svipsterkar og umhverfið í kringum borgina, þar sem Volcan Agua gnæfir yfir til suðurs, er mikilfenglegt. Eini gallinn við borgina er að hún er mögulega orðin of mikil túristaborg. Sem betur er aðalferðamannatíminn ekki núna svo við vorum ekki á kafi í túristum en flest fyrirtæki í borginni eru ferðaskrifstofur, hótel, hostel, barir, veitingastaðir og spænskuskólar. Iðandi rútustöðin býður samt upp á aðeins meiri "raunveruleika" þar sem köllin "Guate! Guate!" blandast við díselreykinn og rykið frá litríkum gömlum skólarútum.

We spent our time in Antigua mostly just exploring the city's landmarks and streetlife on foot and enjoying a relaxing vacation. We didn't go for a hike on Volcan Pacaya with its steaming hot lava since the damn clouds just wouldn't clear and we missed the colourful cemetery since we were advised that it was not safe. The weather was much warmer than in Xela and we even got some clear sunny days. Once again the most useful Spanish is "no gracias" and "solamente miramos" (we're only looking) as the salespeople on the streets and in the markets are pushy to the point of being annoying. Our week in Xela has, however, improved our ordering skills in restaurants and now we can also understand the directions we get when we ask for them.

Í Antigua röltum við mestmegnis um og skoðuðum áhugaverða staði og mannlífið á meðan við nutum þess að slappa af og vera í fríi. Við fórum ekki í göngutúr á Volcan Pacaya að skoða rjúkandi hraun því helvítis skýin vildu ekki víkja og við slepptum litríkum kirkjugarðinum því okkur var tjáð að þar væri ekki mjög öruggt. Veðrið var miklu betra en í Xela og við fengum meira að segja heila sólríka daga. Enn eru nytsamlegustu spænskufrasarnir "no gracias" og "solamente miramos" (við erum bara að skoða) því sölufólkið er svo ýtið að það jaðrar við að vera óþolandi. Vikan okkar í Xela hefur hinsvegar aukið hæfni okkar í að panta á veitingastöðum og nú skiljum við líka leiðbeiningarnar sem við fáum þegar við spyrjum til vegar.

We met some nice people in Antigua, primarily an American called Kevin who is just starting a trip that will eventually take him all the way down to Argentina some time in the next year. He was a great companion on a day of sightseeing and for a night of good food and some drinks. Together we found the tourist police office (not without some trouble) and asked them to accompany us up on a hill to the north of the city called Cerro de la Cruz. Apparently it is not a place you should go without their accompaniment since it is a favourite target for muggers. We have never felt more like tourists than when we walked from their office to the hill on the other side of town with one armed police officer in front and another behind us. The hill didn't look dangerous but better safe than sorry. Oh yeah, and the view from up there was great, although for the three days we were in town there were always clouds covering the top of Volcan Agua, preventing us from snapping that perfect photo.

Við hittum fullt af skemmtilegu fólki í Antigua, sérstaklega Bandaríkjamanninn Kevin sem er rétt að hefja ferðalag sem mun á endanum leiða hann til Argentínu einhvern tíma á næsta árinu. Hann var góður félagi á heilum degi skoðunarferða og kvöldi með góðum mat og nokkrum drykkjum. Saman fundum við skrifstofu túristalöggunnar (ekki vandræðalaust) og báðum þá að fylgja okkur upp á hæð norður við bæinn sem heitir Cerro de la Cruz. Það er víst ekki staður sem maður ætti að fara án þeirra fylgdar því þar finnst ræningjum gott að athafna sig. Okkur hefur aldrei liðið eins mikið eins og túristum og á meðan við gengum frá skrifstofunni þeirra, í gegnum bæinn og að hæðinni hinum meginn í bænum með einn vopnaðan lögreglumann fyrir framan okkur og annan fyrir aftan. Þessi hæð leit ekki út fyrir að vera mjög hættuleg en allur er varinn góður. Og já, útsýnið þaðan er frábært, þó svo að á þessum þremur dögum sem við vorum í Antigua þá hafi skýjahula alltaf legið yfir Volcan Agua og komið í veg fyrir að við næðum að smella af hinni fullkomnu mynd.

The tourist police/ Túristalöggan
Cerro de la Cruz
Bjarki & Kevin
Bjarki & Kevin


No comments:

Post a Comment

Related Posts with Thumbnails