Tuesday, October 12, 2010

Worshipping Mayan Style

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri

Our last day in San Cristobal we took a guided trip to nearby villages called Chamula and Zinacantan. Chamula is famous for it's Mayan market and for the Mayan religious ceremonies that take place in the local church. We got in a minibus with about ten others from our hostel and other hostels in San Cristobal and drove the twenty minutes up to Chamula where our guide and driver parked the bus a short walk from the town centre. Immediately our bus was besieged by young girls trying to sell us all kinds of woven products such as belts and scarfs. After explaining we weren't interested we walked up a small hill to the large square that marks the centre of the village. Along the way were numerous stores selling a blend of necessities and tourist memorabilia. We all gathered around a table on one side of the square where our guide explained some essentials of Mayan culture. To begin with he warned us that taking photos of religious ceremonies and public officials is illegal according to Mayan law and that we must be careful when taking panoramic shots so we don't end up in jail. Recognising these officials can be difficult since they wear traditional costume of white woolen knee length ponchos and not uniforms like we would consider normal.

Síðasta daginn okkar í San Cristobal fórum við í ferð með leiðsögn í tvö þorp í nágrenninu sem heita Chamula og Zinacantan. Chamula er frægt fyrir Mayamarkað og fyrir trúarathafnir Maya sem fara fram í kirkunni í bænum. Við stukkum upp í minibus með tíu öðrum frá okkar hosteli og öðrum hostelum í San Cristobal og keyrðum í tuttugu mínútur til Chamula þar sem bílstjórinn og leiðsögumaðurinn okkar lagði bílnum stuttan spöl frá miðju þorpinu. Um leið og við stoppuðum var bíllinn umkringdur af ungum stúlkum sem reyndu að selja okkur alls konar vefnaðarvörur, armbönd, belti og trefla. Eftir að við höfðum útskýrt að við hefðum ekki áhuga röltum við upp smá brekku að stóru torgi sem er í miðju þorpinu. Á leiðinni fórum við framhjá fjölmörgum búðum sem seldu blöndu af minjagripum og nauðsynjum. Við söfnuðumst öll saman umhverfis borð á einni hlið torgsins þar sem leiðsögumaðurinn okkar útskýrði fyrir okkur nokkur atriði varðandi menningu Mayanna. Hann byrjaði á því að vara okkur við því að það er ólöglegt samkvæmt lögum Maya að taka myndir af trúarathöfnum og mönnum í opinberum stöðum og þess vegna þurfi að passa sig þegar maður tekur myndir þar sem margir eru ef maður vill ekki lenda í fangelsi. Það getur verið erfitt að bera kennsl á þessa opinberu einstaklinga þar sem þeir klæða sig í hefðbundin, ökklasíð, hvít ullarklæði en ekki í einkennisbúninga eins og við erum vön.


Mayan culture, like many others, is based around their religion. When the Spaniards arrived in the area and tried to convert the locals to catholicism, the Mayans simply changed the names of their gods to those of christian saints to please the Europeans but still kept their same beliefs. If you ask a Mayan if he believes in Jesus Christ he will tell you yes, but if you ask him who Jesus Christ is he will tell you about a Mayan god. One result of this is that the most important saint or god in Mayan religion is St. John the Baptist which the Mayans have substituted for their sun god. Jesus is only one of the lesser gods. In the Mayan religion the people do not pray as such but make offerings to their gods since Mayans never ask for anything unless they have first given something. The religious officials do not teach or preach gospel but only reside over the largest religious festivals and work in the church. They serve for one year, during which they provide the offerings and material for the religious festivals and they do not receive wages. There is however a waiting list of five to fifteen years for one of these positions since it is a way to gain respect in the village. Once you have gained respect as a religious official you can get a higher position in society. If you fail in your duties however and betray the people's trust then you are be sent into a lifelong exile along with your entire family.

Menning Mayanna, eins og margar aðrar, snýst í kringum trúarbrögð. Þegar Spánverjarnir komu á þetta svæði og reyndu að boða kaþólska trú meðal heimamanna þá breyttu Mayarnir einfaldlega nöfnunum á sínum guðum í nöfnin á persónum úr kaþólskri trú en héldu áfram að trúa því sama. Ef þú spyrð Maya hvort hann trúi á Jesú þá svarar hann já, en ef þú spyrð hann hver Jesú er þá mun hann segja þér frá guði úr Mayatrú. Eitt af því sem hefur komið út úr þessu er að mikilvægasti dýrlingurinn eða guðinn í Maya trúinni er Jóhannes Skírari sem Mayarnir skiptu inn fyrir sólarguðinn sinn. Jesú er bara einn af mörgum minni guðum. Í Mayatrú þá biður fólk ekki beinlínis heldur færa guðunum gjafir því Mayar biðja aldrei um neitt fyrr en þeir hafa fyrst gefið eitthvað sjálfir. Kirkjunnar menn kenna ekki né predika guðspjall heldur sjá þeir um stærri trúarhátíðir og vinna í kirkjunni. Þeir gegna sinni stöðu í eitt ár og þurfa sjálfir að skaffa gjafir og efni í trúarhátíðir án þess að fá nein laun. Það er hinsvegar biðlisti uppá fimm til fimmtán ár í allar þessar stöður því þær eru leið til þess að vinna sér inn virðingu í samfélaginu. Þegar þú hefur síðan unnið þér inn virðingu þá getur þú reynt að komast í æðri þjóðfélagsstöðu. Ef þú verður hins vegar uppvís að því að standa ekki skil á þínum skildum og brýtur þar með traust fólksins þá ertu sendur í ævilanga útlegð ásamt allri þinni fjölskyldu.


Source
Source
Source
Source
Source
Source
After our talk we got to go inside the church, which does not serve as a church but a Mayan place of worship. Inside we couldn't take photos but the atmosphere was very interesting. The floor was covered with pine needles instead of pews so that people could kneel more comfortably during their offerings. Every offering consists of light, normally candles, for the god of the sun and some liquid for drinking for the god of rain. Some travelers have thought that they worship Coca Cola or Corona but in fact the type of liquid is not important, only that it is drinkable. On the floor people had fastened candles and poured their liquid into a glass and were saying prayers in the native Mayan language of Tsotsil while facing their chosen god. It was a remarkable place to visit and completely different from any religious building we have visited before. The mist from the burning candles and the smell of pine needles created an otherworldly atmosphere.

Eftir þetta litla spjall þá fengum við að kíkja inní kirkjuna, sem starfar ekki sem kirkja heldur sem helgistaður Maya. Við máttum alls ekki taka myndir inní kirkjunni en andrúmsloftið var mjög áhugavert. Gólfið var þakið furunálum í staðinn fyrir kirkjubekki svo fólk geti lagst á hnén á meðan það færir guðunum sínar gjafir. Allar gjafirnar innihalda ljós, oftast kerti, fyrir sólarguðinn og einhvern drykkjarhæfann vökva fyrir rigningarguðinn. Sumir ferðamenn hafa haldið að þeir væru að tilbiðja Coca Cola eða Corona en í raun skiptir engu máli hver vökvinn er, bara að hann sé drykkjarhæfur. Á gólfinu var fólk búið að festa kerti og hella vökvanum sínum í glas og var síðan að segja einhverskonar bænir í tungumáli staðarins, Tsotsil, á meðan það sneri í áttina að einhverjum tilteknum guði. Þetta var ótrúlegur staður að heimsækja og algerlega ólíkt öllum trúarbyggingum sem við höfum heimsótt áður. Mistrið af brennandi kertum og lyktin af furunálunum bjuggu til yfirnátturúlegt andrúmsloft.

Source Photo from the church/ Mynd úr kirkjunni

After we had visited the church we then had a little time to walk around the town and visit the market. On sundays the market is outside but we visited on a saturday when it is inside a large two storey building close to the square. In a building next to the market we saw someone who was apparently in jail. Strangely enough he was chatting to someone on the outside through the bars that separated him from the market activity. It was a strange, surreal sight. It was very interesting to walk around and witness almost the entire population in traditional dress and speaking a very strange sounding language. We asked a woman selling live chickens if we could take her pictures but she wanted around five dollars for the courtesy so we passed on it. The market and the religious activities are the main activities of Chamula which is not a place where many people live, they only come there to attend the market and for religious reasons. On the way out of Chamula we also got to visit one of the small houses dedicated to one of the gods of the religion and where most religious ceremonies are conducted. The church is mostly for everyday offerings but the more specific ones happen in these houses that can be recognised because of a wreath covered front gate. Inside there is only an altar where people can come for offerings and where the religious official associated with the specific god conducts his ceremonies.

Þegar við höfðum heimsótt kirkjuna þá höfðum við smá tíma til þess að rölta um bæinn og heimsækja markaðinn. Á sunnudögum er markaðurinn utandyra en við vorum þarna á laugardegi þegar hann er inni í stórri tveggja hæða byggingu nálægt torginu. Í byggingu við hliðina á markaðnum sáum við mann sem virtist vera í fangelsi. Undarlegt nokk þá sat hann að spjalli við mann sem sat fyrir utan rimlana sem voru það eina á milli hans og markaðarins. Þetta var undarleg og súrrealísk sjón. Það var mjög áhugavert að labba um og sjá næstum alla í hefðbundnum Mayaklæðum að spjalla saman á mjög framandi tungumáli. Við spurðum eina konu sem var að selja lifandi kjúklinga hvort við mættum taka af henni mynd en hún vildi fá næstum fimm hundruð krónur fyrir það svo við afþökkuðum. Markaðurinn og trúarathafnirnar eru það sem mestu máli skiptir í Chamula þar sem ekki margir búa, þeir koma hingað bara til þess að fara á markaðinn og af trúarástæðum. Á leiðinni út úr Chamula fengum við líka að heimsækja eitt af litlum húsum sem eru tileinkuð einhverjum einum guði úr trúnni og þar sem flestar trúarathafnir fara fram. Kirkjan er að mestu fyrir almennar gjafir en þær sem eru sértækari eiga sér stað í þessum húsum sem er hægt að þekkja á hliðum úr greinum. Inni er bara altari þar sem fólk getur komið og fært guðunum gjafir og þar sem kirkjunnar menn framkvæma trúarathafnir fyrir sinn sérstaka guð.

Source
Source

On our way back to San Cristobal we stopped at a village called Zinacantan where we visited a weaving cooperative run by local women. There we got the chance to learn about traditional types of weaving and also to buy some of their products. We also got to see how tortillas are made by hand and taste some freshly made tortillas.

Á leiðinni aftur til San Cristobal komum við við í þorpi sem heitir Zinacantan þar sem við heimsóttum samvinnuvefnaðarverksmiðju í eigu nokkurra kvenna úr þorpinu. Þar fengum við smá upplýsingar um hefðbundnar vefnaðaraðferðir og svo tækifæri til þess að kaupa eitthvað af vörunum þeirra. Við sáum líka hvernig tortillur eru búnar til með höndunum og að bragða á nýsteiktum tortillum.





2 comments:

  1. En hvað þetta lítur allt út fyrir að vera geggjað gaman og fræðandi! vona að Guatemala verði ekki síðri:) kossar og knús á ykkur og hlakka geggjað til að sjá ykkur um jólin:) Oddný

    ReplyDelete
  2. Já þetta er algert æði!!!
    Ég sendi Wendy skilaboð á facebook um daginn og hún gaf mér fullt af ábendingum um El Salvador og ég ætla að senda henni info um Mexikó í staðinn:)
    Við reyndar hættum við að fara til El Salvador en það er önnur saga.

    ReplyDelete

Related Posts with Thumbnails