Wednesday, October 27, 2010

Traveling in the rain

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri

We left Utila on Thursaday afternoon just as it started to rain again. A sea-sickness tablet and staring straight ahead at the horizon for the entire hour meant Bjarki managed not to throw up before we made landfall again in La Ceiba. La Ceiba greeted us once more with grey skies and showers meaning that once we had checked into the Banana Republic hostel we just felt like taking a nap. That night we grabbed some dinner at a local barbecue place, but it didn't really live up to our friend on Utila. The staff at the hostel was not really friendly and worse still when we were going to sleep just after eleven a staff member came into the dorm at five minute intervals to get something from a storage room next to our bed. Every time he came in he turned on the light and spent about ten minutes fiddling with a padlock on the door before dragging open an incredibly noisy door. It is the first time on the entire trip when we have had any problem sleeping in a dorm. All in all, La Ceiba didn't make the best impression.
The morning after we got up bright and early, cooked ourselves delicious bacon for breakfast and then grabbed a taxi to the La Ceiba bus station. When we got there we had hardly stepped out of the taxi when about four men ran up and asked if we were going to San Pedro Sula. When we said we were they hurried us along so we could get a ticket for a bus that was leaving any minute. When we did get on the bus, all our hurrying had gotten us was a twenty minute wait on the bus before it eventually got going. Amazing how people here are always stressed out and acting like everything needs to be done in a hurry but nothing ever actually happens quickly.
After a four hour bus trip to San Pedro Sula we reached the main bus station where a staff member walked us to our next bus, going to Puerto Cortes. Of course we were hurried onto this bus as well as if we were just missing it and then waited while the bus slowly filled up in the next fifteen minutes. The bus was a direct bus, which apparently to Hondurans means that it only stops at every other intersection to pick up or drop off passengers instead of every single one. Just outside Puerto Cortes we had to jump of the bus, this time in a legitimate hurry as the bus for Omoa was waiting for us across the street. As soon as we had flung ourselves and our bags in through the back door the bus took off. About half an hour later we were dropped us off outside Roli's Place hostel in Omoa, our stop for the night.

Við fórum frá Utila á fimmtudagseftirmiðdegi rétt eftir að það byrjaði enn og aftur að rigna. Sjóveikistafla og það að stara beint áfram á sjóndeildarhringinn í heilan klukkutíma þýddi það að Bjarki ældi ekki áður en við náðum landi í La Ceiba. La Ceiba tók á móti okkur undir gráum himni og í rigningarskúr og við lögðum okkur þess vegna bara þegar við vorum komin á Banana Republic hostelið. Um kvöldið fengum við okkur kvöldmat á grillstað í nágrenninu, en hann var ekki alveg jafn góður og hjá vinkonu okkar á Utila. Starfsfólkið á hostelinu var ekki beint vingjarnlegt og enn verra var að þegar við vorum farin að sofa rétt eftir ellefu þá kom einn starfsmaðurinn inn í sameiginlega svefnrýmið á fimm mínútna fresti til þess að ná í eitthvað úr geymslu sem var alveg við rúmið okkar. Í hvert skipti þá kveikti hann ljósið og eyddi svo tíu mínútum í að fikta í hengilásnum á herberginu þar til hann gat opnað ótrúlega háværa hurðina. Þetta er í fyrsta skipti í allri ferðinni sem okkur hefur gengið erfiðlega að sofa í svona sameiginlegu svefnrými. Við komum ekki til með að eiga góðar minningar frá La Ceiba.
Við fórum eldsnemma á fætur daginn eftir, elduðum okkur ljúffengt beikon í morgunmat og tókum svo leigubíl á rútustöðina í La Ceiba. Þegar þangað var komið þá stukku um það bil fjórir menn að bílnum áður en við komumst með báða fætur út og spurðu okkur hvort við værum að fara til San Pedro Sula. Þegar við sögðum svo vera þá ráku þeir án afláts á eftir okkur svo við drifum okkur að fá okkur miða í rútu sem átti að fara á hverri stundu. Þegar við stigum um borð í rútuna kom í ljós að það að drífa sig sá bara til þess að við fengum að bíða í tuttugu mínútur í rútunni áður en hún fór loksins af stað. Það er ótrúlegt hvað fólk hérna er alltaf stressað og lætur eins og allt þurfi að gerast í hvelli en reyndin er sú að flest gerist alls ekki með hraði.
Við komum á aðalrútustöðina í San Pedro Sula eftir fjögurra tíma rútuferð og þar hjálpaði starfsmaður okkur að finna næstu rútu til Puerto Cortes. Okkur var auðvitað sagt að drífa okkur um borð í rútuna eins og við værum alveg að missa af henni og biðum svo á meðan rútan fylltist smám saman næsta korterið. Rútan átti að fara beint á áfangastað, sem í Hondúras þýðir það að hún stoppar bara á öðru hverju götuhorni en ekki hverju einasta til þess að taka uppí farþega eða hleypa þeim út. Rétt fyrir utan Puerto Cortes var okkur hent út úr rútunni og starfsmaður hljóp með okkur yfir götuna svo að við myndum ná rútunni til Omoa sem var hinum megin við götuna. Um leið og við höfðum hent okkur og bakpokunum inn um afturdyrnar þá rúllaði rútan af stað. Hálftíma seinna var okkur hleypt út fyrir utan Roli's Place hostelið í Omoa, gististað okkar það kvöldið.

Omoa

Roli's Place has bikes that guests can use for sightseeing in the village during the day and we took full advantage. The village is a pleasant caribbean town where kids fished off the pier as some tourists were getting dragged along the ocean on an inflatable banana. You can feel the atmosphere getting more relaxed as soon as there are fewer tourists and the sun shines a little on the Caribbean. We cycled around town, changed some dollars into lempiras since the town has no ATM and eventually headed back to the hostel. Omoa was not an exciting place and in a half hour we managed to see most of the town. There were two guys from England and Switzerland staying at the hostel along with the two of us. They had arrived separately in Omoa and were enjoying the relaxed atmosphere in the town and at Roli's Place. We sat with them into the night, swapping stories from the road and learning a little bit about everyone's homeland.

Gestir á Roli´s Place geta fengið lánuð hjól til þess að skoða sig um í þorpinu og við nýttum okkur það til fulls. Þetta er lítið og notalegt þorp við Karabíska hafið þar sem börn voru niðri á bryggju að veiða á meðan það var verið að draga túrista framhjá á uppblásnum banana. Um leið og túristunum fækkar og maður getur séð sólina skína á Karabíska hafið þá er andrúmsloftið áþreifanlega afslappaðra. Við hjóluðum um bæinn, skiptum nokkrum dollurum í lempírur því enginn hraðbanki er í bænum og fórum svo aftur á hostelið. Omoa er ekki mjög spennandi staður og á hálftíma náðum við að sjá mest allt sem var að sjá. Á hostelinu voru tveir strákar frá Englandi og Sviss, einu gestirnir fyrir utan okkur. Þeir komu til Omoa í sitthvoru lagi og voru að njóta þægilegs andrúmsloftsins í þorpinu og á Roli's. Við sátum langt fram á kvöld og skiptumst á ferðasögum við þá og spjölluðum um heimalöndin.

Omoa

When we woke up on Saturday the heavens had opened up and it was pouring. We packed our stuff and were going to wait until there was a slight break in the rain when Roli told us that a hurricane was forming off the coast of Nicaragua and would be heading our way in the coming hours. He said we should hurry to the Guatemalan border since boat service that we needed near the border might be affected if it kept raining for a while. So we set off in the pouring rain and despite rain ponchos and umbrellas we were soaked by the time we reached the bus stop on the main road. We waited there for about twenty minutes and then got on another bus heading for the border. We hardly saw anything of the way since the rain didn't let up until just as we were being dropped off at the border.
At the border we met a Canadian named Sandy heading in the same direction and we decided to carry on together. From where the bus dropped us off and we got a bite to eat we had to walk a short distance to Honduran passport control and then across the border. We then took a minibus for about two dollars to where a bridge had collapsed and we had to cross the river by boat. We had to pay another two dollars for the fifty metre boat ride. Also on the boat were a few locals but it appeared to us that they weren't paying anything. In Guatemala it seems that it is commonplace that tourists pay a higher price for all kinds of services, thereby paying for the locals as well. The bridge collapsed about two months ago and will not be fixed until sometime in November, after the end of the rainy season. On the other side, after eventually making the treacherous climb back onto the road, we were rushed onto another minibus, where we then waited for about twenty minutes as passengers slowly filed on. Finally we paid two and a half dollars for the minibus ride from the collapsed bridge to Puerto Barrios, stopping on the way to get our passports stamped by Guatemalan immigration about five kilometres from the border.

Þegar við vöknuðum á laugardeginum þá var komin hellidemba. Við pökkuðum saman og ætluðum að bíða eftir að það stytti örlítið upp þegar Roli sagði okkur að það væri fellibylur að myndast fyrir utan Níkaragúa sem væri síðan á leiðinni í átt til okkar á næstu klukkutímum. Hann sagði okkur að við ættum að drífa okkur að landamærunum við Guatemala því bátsferðirnar sem við þyrftum að taka gætu legið niðri ef það héldi áfram að rigna. Þannig að við lögðum af stað í grenjandi rigningu og þrátt fyrir regnslár og regnhlífar þá vorum við orðin rennandi blaut þegar við komumst á rútustöðina við þjóðveginn. Við biðum þar í sirka tuttugu mínútur og tókum svo rútu í átt að landamærunum. Við sáum nú ekki mikið á leiðinni því það stytti ekki upp fyrr en rétt um það bil þegar við stigum út úr rútunni við landamærin.
Við landamærin hittum við Kanadabúa sem heitir Sandy sem var á sömu leið og við þannig að við ákváðum að vera í samfloti. Þaðan sem okkur var hleypt úr rútunni og við fengum okkur að borða þá þurftum við að labba stuttan spöl að vegabréfaeftirliti Hondúras og svo yfir landamærin. Þaðan tókum við minibus fyrir tvö hundruð kall að brú sem hafði hrunið og þá á urðum við að fara yfir í bát. Þessi fimmtíu metra bátsferð kostaði okkur aðrar tvö hundruð krónur. Um borð voru líka nokkrir heimamenn en okkur sýndust þeir ekki borga neitt. Í Guatemala virðist það vera algengt að túristar borgi hærra verð fyrir alls konar þjónustu og borgi þarmeð fyrir heimamenn líka. Brúin hrundi fyrir tveimur mánuðum og það verður ekki gert við hana fyrr en einhvern tíman í nóvember, eftir að regntímabilinu er lokið. Hinum megin við ána, eftir að hafa klifið aftur upp á veginn, þá var rekið á eftir okkur að setjast um borð í næsta minibus, þar sem við biðum svo í tuttugum mínútur eftir að fleiri farþegar kæmu smám saman um borð. Við borguðum svo annan tvö hundruð og fimmtíu kall fyrir minibus frá brúnni að Puerto Barrios og stoppuðum á leiðinni til þess að fá stimpil frá vegabréfaeftirlitinu í Guatemala, um það bil fimm kílómetra frá landamærunum.

We had to climb up these sandbags to get back up on the bride after our boatride/ 
Við urðum að ganga upp þessa sandpoka til að komast uppá brúna frá bátnum.
Sandy

The minibus dropped us off on the main road in Puerto Barrios where we finally got to an ATM and then walked for about half an hour to get to the ferry dock. After all the traveling we were more than willing to fork out about seven dollars per person for the quickest way to get to our final destination in Livingston. We boarded the small boat, along with about six locals whose fare we were most likely paying, and set off on the half hour trip. The scenery along the way was beautiful as we passed along classic wooden Caribbean houses scattered along the coast and we started seeing patches of blue sky. By the time we reached Livingston the sun was almost shining on the quiet Caribbean town.

Við stukkum úr minibusinum á aðalgötunni í Puerto Barrios þar sem við komumst loksins í hraðbanka og löbbuðum svo í hálftíma að ferjubryggjunni. Eftir öll þessi ferðalög vorum við alveg til í að borga sjö hundruð kall á mann til þess að komast sem fyrst á áfangastað í Livingston. Við stigum um borð í lítinn bát, ásamt svona sex heimamönnum sem við vorum sennilega að borga farið fyrir, og lögðum í hálftíma siglinguna. Útsýnið á leiðinni var mjög fallegt þar sem við sigldum framhjá gamaldags Karabískum timburhúsum á víð og dreif við ströndina og fórum að sjá glitta í heiðan himinn. Þegar við komum til Livingston var sólin við það að fara að skína á þennan rólega karabíska bæ.



No comments:

Post a Comment

Related Posts with Thumbnails