Thursday, October 14, 2010

Sailing on the Lake

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri
 
While we were in Xela we spoke to Josue who works at Icaro tours, a travel agency that is attached to our Spanish school. We wanted some advice on what would be the best way to complete the rest of our trip in the time we have left. After speaking to him, we decided to skip going to El Salvador and instead take a different route to Honduras and to the Bay Islands. We had already decided to skip Nicaragua and also skipping El Salvador makes us feel a little better since we won't be only one country away from seeing all of Central America. We bought four shuttle trips from Josue, from Xela to Panajachel by Lago de Atitlan, a day trip to Chichicastenango, from Pana to Antigua, and then from Antigua to Copan ruins in Honduras. We had planned to take chicken buses for at least part of the way but Josue told us that the problem with them was not robberies but safety concerns with the buses themselves. They are old disused school buses who have been repainted and there are no safety checks on them whatsoever. To make matters worse the drivers are always racing to get to their destination as quickly as possible and therefore drive like maniacs. So we'll save the chicken buses for some short trips on pretty flat ground.

Á meðan við vorum í Xela spjölluðum við við Josue sem vinnur hjá Icaro tours, ferðaskrifstofu sem er tengd spænskuskólanum okkar. Okkar vantaði ráð varðandi hvernig væri best að ljúka ferðalaginu okkar á þeim tíma sem við höfum til umráða. Eftir að hafa talað við hann ákváðum við að sleppa El Salvador og fara þess í stað aðra leið til Hondúras og út á Flóaeyjarnar. Við vorum búin að ákveða að sleppa Nicaragua og það að sleppa El Salvador lætur okkur líða örlítið betur því nú erum við ekki lengur einu landi frá því að sjá alla Mið-Ameríku. Við keyptum fjórar skutluferðir hjá Josue, frá Xela til Panajachel við Lago de Atitlan, dagsferð til Chichicastenango, frá Pana til Antigua og svo frá Antigua að Copan rústunum í Hondúras. Við ætluðum að taka kjúklingarútur að minnsta kosti hluta af leiðinni en Josue sagði okkur að vandamálið við þær væru ekki rán heldur skortur á öryggi á rútunum sjálfum. Þetta eru gamlar skólarútur sem er búið að mála upp á nýtt og það er ekkert eftirlit með öryggisatriðum á þeim. Til að bæta gráu ofan á svart þá eru bílstjórarnir alltaf að flýta sér á áfangastað og keyra þessvegna vægast sagt glannalega. Við ákváðum þess vegna að geyma það að ferðast með þeim þangað til í styttri ferðum á flatlendi.
 

The first shuttle picked us up at our house in Xela on friday afternoon and took us to Panajachel. The busride was very interesting as we snaked our way along the highlands of Guatemala past massive mudslides that had turned big sections of the four lane motorway into a normal two lane road. It is kind of strange in a country where unemployment is close to fifty percent that we didn't see a single person actually working on clearing the roads. All along the drive we also saw numerous pickup trucks with people standing on the back. Sometimes as many as fifteen people on each truck.

Fyrsta skutlan okkur sótti okkur á heimilið í Xela á föstudagseftirmiðdegi og fór með okkur til Panajachel. Ferðalagið var frekar áhugavert þar sem við hlykkjuðumst um hálendi Guatemala framhjá risaaurskriðum sem breyttu fjögurra akreina hraðbraut í venjulegan tveggja akreina veg. Það er svolítið undarlegt í landi þar sem er næstum fimmtíu prósent atvinnuleysi að við sáum aldrei neinn vinna í því að hreinsa vegina. Alla leiðina sáum við líka pallbíla með fulla palla af fólki. Stundum stóðu örugglega fimmtán manns aftan á einum pallbíl.


We reached Panajachel just before it really started to get dark and only just caught the last boat to San Marcos where we had planned to stay. We had read and been told by Josue that it was the most beautiful place on the lake, although it might be very quiet. It quickly got very dark on the half hour boat trip and by the time we reached San Marcos it was absolutely pitch black. When we stepped onto the small dock we saw a narrow, sparsely lit path leading into what seemed like jungle. We had the name of a hostel in mind and when a couple of young boys offered to take us there we agreed. The boys told us their names were Josep and Charlie and surprisingly they spoke some English. As they led us along the path further inland thoughts started creeping into our heads that these two ten year olds might just be leading us to someone who would rob us. We had definitely read too many warning tales since they were walking us straight to the hostel when we bumped into a man they were familiar with who turned out to be the owner of the Paco Real hotel. We decided to check out his hotel first and ended up getting a room there, never making it to the other hostel we had planned to stay.

Við komum til Panajachel rétt áður en fór að dimma fyrir alvöru og rétt náðum síðasta bátnum til San Marcos þar sem við ætluðum að gista. Við höfðum lesið og Josue hafði sagt okkur að það væri fallegasti staðurinn við vatnið, en það gæti kannski verið svolítið mikið rólegt. Það dimmdi mjög fljótt á hálftíma bátsferðinni og þegar við komum til San Marcos þá var komið niðamyrkur. Þar sem við stigum upp á litla bryggju sáum við mjóann, illa upplýstann göngustíg sem lá inní eitthvað sem virtist bara vera frumskógur. Við vorum með eitt ákveðið hostel í huga og þegar það komu til okkar tveir ungir drengir og buðust til þess að fylgja okkur þangað þá féllumst við á það. Strákarnir sögðust heita Josep og Charlie og merkilegt nokk þá töluðu þeir örlitla ensku. Þar sem þeir leiddu okkur upp stiginn lengra inn í skóginn þá læddist að okkur sá grunur að þessir tveir tíu ára guttar væru að leiða okkur beint til einhvers sem myndi ræna okkur. Við vorum greinilega búin að lesa of mikið af slæmum reynslusögum því þeir voru á leið með okkur beint að hostelinu þegar við rákumst á mann sem þekkti til þeirra og reyndist vera eigandi Paco Real hótelsins. Við ákváðum að kíkja á hótelið hans og enduðum á því að taka herbergi þar, við komumst aldrei á hitt hostelið sem við ætluðum að gista á.


We stayed for three nights at Paco Real and became good friends with Frank, the owner, and some of the other guests. San Marcos is a very beautiful and extremely quiet place that is mostly frequented by those interested in spiritual matters. There is a place there called Las Piramides that offers courses on meditation, enlightenment, yoga, massage, and other related stuff. San Marcos is actually home to around three thousand people although it feels much smaller. We took a walk around the centre of town that only took about fifteen minutes.

Við gistum þrjár nætur á Paco Real og urðum góðir kunningjar Franks, hóteleigandans, og sumra hinna gestanna. San Marcos er mjög fallegur og mjög rólegur staður sem er aðallega heimsóttur af fólki með áhuga á andlegum málefnum. Það er staður þar sem heitir Las Piramides þar sem er hægt að læra um hugleiðslu, jóga, nudd og annað því tengt. í San Marcos búa reyndar um það bil þrjú þúsund manns en okkur leið eins og staðurinn væri miklu minni. Við röltum um miðjann bæinn og það tók okkur bara fimmtán mínútur. 

Frank & Bjarki
Frank & Bjarki
Paco Real

We also took the ten minute boat ride across the lake to San Pedro, a much larger town where there is more activity. We spent an afternoon there and it felt much like any small town that depends highly on tourists for survival. Everywhere, especially along the water, there were bars, tour agencies, and souvenir stores. We also took a Tuc-Tuc ride up into the hills above the town where we got a great view of the lake. There are several villages scattered around the lakes and each one of them has a predominantly indigenous Mayan population. Traditionally these villages are so isolated that there are five languages spoken around the lake. Cachikel is the language spoken in San Marcos and in the streets and on the boats we hardly ever heard Spanish except when spoken by tourists.

Við sigldum líka tíu mínútur yfir vatnið til San Pedro, mun stærri bæjar þar sem er meira á seyði. Við eyddum eftirmiðdegi þar og leið eins og í mörgum litlum bæjum sem lifa að mestu á túrisma. Allsstaðar, sérstaklega meðfram vatninu, voru barir, ferðaskrifstofur og minjagripabúðir. Við fórum líka í Tuc-Tuc ferð upp í hæðirnar fyrir ofan bæinn þaðan sem við fengum frábært útsýni yfir vatnið. Það eru fjölmörg þorp á víð og dreif við vatnið og flestir íbúar í þeim öllum eru innfæddir Mayar. Þessi þorp hafa hingað til alltaf verið svo einangruð að það eru töluð fimm mismunandi tungumál við vatnið. Cachikel er tungumálið sem er talað í San Marcos og á götunum og í bátunum heyrðum við næstum aldrei spænsku nema þá hjá túristum.
In a tuc tuc/ Í tuc tuc
Tuc tuc
We occasionally got a little wet on the boat trips/ Stundum blotnaði maður aðeins í bátsferðunum
The dock in San Marcos/ Bryggjan í San Marcos
On the sunday we took a boat at seven o'clock in the morning back to Pana, which is the largest town around the lake and also the one most dominated by tourism. From there we took a shuttle to Chichicastenango, a town about thirty seven kilometers away from Pana. The ride took about an hour and a half because the route is very hilly and the roads therefore winding. Chichicastenango is a mountain town famous for its weekly market and of course its Mayan religious activities like other mountain towns in the area. The market is a huge tourist attraction and they were never hard to spot amongst the tiny Mayans in their colourful traditional dress. The market is both a fruit, vegetable, and meat market for the locals and an arts and crafts market for the tourists. The colours and the sounds of the market were fascinating although the vendors can be a little pushy and we eventually got pretty tired of saying "no gracias" every thirty seconds.

Á sunnudeginum tókum við bát klukkan sjö um morguninn aftur til Pana, sem er stærsti bærinn við vatnið og líka sá sem er mest undirlagður af ferðamönnum. Þaðan tókum við skutlu til Chichicastenango, bæjar sem er sirka þrjátíu og sjö kílómetra frá Pana. Ferðin tók um það bil einn og hálfan tíma vegna þess að leiðin er mjög hæðótt og vegurinn þar af leiðandi hlykkjóttur. Chichicastenango er fjallaþorp sem er frægt fyrir vikulegan markað og svo auðvitað fyrir trúarathafnir Mayanna eins og önnur fjallaþorp á þessu svæði. Markaðurinn er mjög vinsæll hjá túristum og það var aldrei erfitt að koma auga á þá innan um lágvaxna Mayana í litríkum hefðbundnum klæðum. Markaðurinn er bæði ávaxta-, grænmetis- og kjötmarkaður fyrir heimamenn og svo handverksmarkaður fyrir túristana. Litirnir og hljóðin á markaðnum voru heillandi þó svo sölumennirnir geti verið svolítið ýtnir og við höfum á endanum fengið leið á því að segja "no gracias" á þrjátíu sekúndna fresti.

Fruit & Vegetable market
The church steps are the holiest part of the church for the Mayans and tourist shouldn't enter the church through the front door or sit on the steps/ Kirkjutröppurnar eru heilagasti staður kirkjunnar fyrir Mayana og eiga ferðamenn hvorki að ganga inn um aðaldyr kirkjunnar né setjast á tröppurnar.
Belts

Once again one of the most memorable things about a place will be the people we met there. The hotel owner at Paco Real was a great host and a friendly guy. We chatted with Frank a lot while we relaxed at the hotel and even went out to dinner with him and another guest on sunday night. He only took over the hotel in June of this year and has renovated a lot since then. Before that he lived in Nicaragua but had enough and decided he was up for another challenge, having never run a hotel before. We definitely enjoyed meeting him and can recommend Paco Real.

Enn einu sinni verður eitt af því eftirminnilegasta við einhvern stað fólkið sem við hittum þar. Hótelstjórinn á Paco Real var frábær gestgjafi og vinalegur náungi. Við spjölluðum helling við Frank á meðan við slöppuðum af á hótelinu og fórum meira að segja með honum og öðrum gesti út að borða á sunnudagskvöldið. Hann tók við hótelinu í júní á þessu ári og er búinn að endurnýja það helling síðan. Þar á undan bjó hann í Nicaragua en fékk nóg af því og var tilbúinn í nýja áskorun, enda hefur hann aldrei rekið hótel áður. Við nutum þess klárlega að hitta hann og getum mælt með Paco Real.

No comments:

Post a Comment

Related Posts with Thumbnails