Wednesday, October 20, 2010

Copan Ruinas

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri

At three thirty on Friday morning we were awoken by our alarm clock and at four the last of our preplanned shuttles pulled up to our hostel. The full minibus set off in complete darkness and after about an hour we got a glimpse of Guatemala City, passing through on our way to the border with Honduras and our final destination, Copán Ruinas. The drive took us down from the Guatemalan highlands and into the farmland closer to the Caribbean coast.

Klukkan hálf fjögur á föstudagsmorgun vorum við vakin af vekjaraklukkunni okkar og klukkan fjögur mætti síðasta skutlan sem við vorum búin að panta á hostelið. Troðfullur minibusinn lagði af stað í niðamyrkri og eftir um það bil klukkutíma þá sáum við örlítið af Guatemala City þegar við keyrðum þar í gegn í leið á áfangastað, Copán Ruinas. Leiðin lá úr hálöndum Guatemala og niður í sveitirnar sem eru nær Karíbahafsströndinni


Copán Ruinas is a small town that is mostly visited by people on their way to see its namesake ruins. We arrived in the mid morning, found a hostel and immediately had a little nap. The hosel is called Manzana Verde or the Green Apple, a very nice place to relax and sleep that got extra points from us for having a double bed in their dorm. Sleeping together in a single bunk is not the most comfortable sleeping arrangement. In the afternoon we went on a walking tour of the village that took us about half an hour. It is pretty apparent that it is not the village itself that is remarkable but the surrounding area. The countryside in the Copán valley is undeniably beautiful, as we found out on our walk to Las Sepulturas the following day.

Copán Ruinas er smábær sem fólk heimsækir yfirleitt bara til þess að skoða rústirnar sem heita sama nafni. Við komum þangað um miðjan morgun, fundum hostel og fórum rakleiðis að fá okkur smá lúr. Hostelið heitir Manzana Verde eða Græna Eplið, notalegur staður til þess að slappa af og sofa sem fékk aukastig hjá okkur fyrir að hafa tvíbreitt rúm í dorminu. Að sofa tvö í einbreiðri koju er ekki ýkja þægilegt til lengdar. Eftir hádegi röltum við um og skoðuðum allt þorpið á sirka hálftíma. Það er nokkuð ljóst að það er ekki þorpið sjálft sem dregur fólk til Cópan heldur umhverfið í kring. Landslagið í Copán dalnum er mjög fallegt, eins og við komumst að þegar við löbbuðum til Las Sepulturas daginn eftir.


On Saturday we woke up early-ish and headed one kilometre out of town in a tuc-tuc taxi to the Mayan ruins. The only ruins we had visited before are in Teotihuacan near Mexico City but these were very different. They are right on the valley floor on the banks of the Copán river surrounded by countryside and thick forest, whereas Teotihuacan is located in the middle of a city on a mountain plain. Teotihuacan is also much bigger than Copán but there are much more intricate carvings and sculptures in Copán. The main difference however is that in Teotihuacan lived a nation related to the Aztecs whereas Copán was home to one of the Mayan kingdoms. We spent a couple of hours walking leisurely through the ruins, stopping to enjoy the beautiful weather every now and then.

Á laugardeginum vöknuðum við frekar snemma og fórum einn kílómeter út úr bænum í tuc-tuc taxa að Maya rústunum. Einu rústirnar sem við höfðum heimsótt eru Teotihuacan nálægt Mexíkóborg en þessar voru allt öðruvísi. Þær eru neðst í dalnum á árbökkum Copán ánnar umkringdar sveitabæjum og skógi, á meðan Teotihuacan er inní miðri borg á fjallasléttu. Teotihuacan er líka miklu stærri en Copán en í Copán eru meiri smáatriði í útskurði og höggmyndum. Aðalmunurinn er sennilega sá að Teotihuacan var byggt af þjóð sem var skyld Aztecum en í Copán var eitt af konungsdæmum Maya. Við röltum rólega um rústirnar í nokkra klukkutíma og gáfum okkur tíma öðru hverju til þess að stoppa og njóta veðurblíðunnar. 

Afterwards we walked the two kilometres further up the road to Las Sepulturas, another part of the ruins. Whereas the main area is made up of religious buildings, royal residences and other important public buildings, Las Sepulturas is the area where a lot of the richer families lived. The buildings in this area were much smaller but it was nice to be able to explore them without the crowds of other tourists that were always getting into our pictures at the main site.

Þar á eftir löbbuðum við svo tvo kílómetra lengra meðfram veginum til Las Sepulturas í annan hluta rústanna. Á aðalsvæðinu voru trúarbyggingar, konungshallir og aðrar mikilvægar byggingar fyrir almenning þá var Las Sepulturas svæði þar sem ríkari fjölskyldur áttu heimili sín. Byggingarnar á þessu svæði voru miklu minni en það var gaman að geta skoðað sig um án allra hinna túristanna sem voru alltaf að þvælast inná myndunum okkar á aðalsvæðinu.


At the entrance to the main ruins there were several large macaws and a colony of possums. We spent a little while taking pictures of the macaws and other colourful birds. As other visitors entered and exited the area it was amusing to see the macaws scare them half to death by flying past only a couple of centimetres above their heads.

Við innganginn að aðalrústunum voru nokkrir stórir páfagaukar og fjöldinn allur af pokarottum. Við tókum okkur dágóðan tíma í það að taka myndir af páfagaukunum og öðrum litríkum fuglum. Þegar aðrir gestir voru að koma og fara þá var gaman að sjá páfagaukana hræða úr þeim líftóruna með því að fljúga framhjá örfáum sentimetrum fyrir ofan höfuð gestanna.

Possum/ Pokarotta
Macaw
 
Oriole

On the shuttle ride to Copán we met a Costa Rican who is traveling a little around Central America during his vacation. His name is Alan and he works as a German tour-guide in Costa Rica. We kept running into him again and again in Copán Ruinas and had some good meals and great chats with him about Germany, Costa Rica and traveling. He is one of many people that we would love to show around Iceland if he makes it up there.

Í skutlunni á leiðinni til Copán þá hittum við Kosta Ríkabúa sem er í smá ferðalagi um Mið Ameríku í sumarfríinu sínu. Hann heitir Alan og vinnur sem þýsku leiðsögumaður í Costa Rica. Við vorum alltaf að rekast á hann aftur og aftur í Copán Ruinas og fengum okkur góðan mat saman og spjölluðum við hann um Þýskaland, Kosta Ríka og ferðalög. Hann er einn af mörgum sem verður gaman að sýna Ísland ef hann lætur verða af því að koma þangað. 

Bjarki, Arna & Alan
Bjarki, Arna & Alan

No comments:

Post a Comment

Related Posts with Thumbnails