Friday, October 22, 2010

Dive or No Dive

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri
We had yet another early morning on Sunday as we caught a bus from Copán to San Pedro Sula at six o'clock in the morning. The bus was repurposed school bus although it was supposed to be an express service. At first it looked as if we'd boarded a local bus as it ambled along and stopped every ten minutes or so to pick up passengers. One of the women even seemed to be carrying a chicken, at least something was scuttling around in the cardboard box she had. But after we left the area around Copán we started to pick up speed and we reached San Pedro Sula after about four hours. There we waited for about twenty minutes before boarding another, much nicer, bus to La Ceiba. Ah, the luxury of reclining seats. This bus took another three and a half hours to reach La Ceiba. As we got closer to the Caribbean coast the skies got grey and rain started to fall. We passed through some heavy showers on our way to La Ceiba and when we got there everything was soaked. We had planned to spend the night in La Ceiba but since we had made it there early enough, we decided to take a taxi straight to the ferry to Utila, one of Honduras' Bay Islands. We had to wait another hour and a half until the ferry set off for the hour long trip. The sea was pretty rough and about fifteen minutes before we reached Utila Bjarki's stomach couldn't take any more and he threw up on the floor of the boat. We were therefore tired and relieved when we reached the dock in Utila, eleven hours after leaving Copán.

Við þurftum enn einu sinni að vakna eldsnemma á sunnudagsmorgun til þess að taka rútu frá Copán til San Pedro Sula klukkan sex um morgun. Rútan var endurnýtt skólarúta þó svo þetta ætti að vera express þjónusta. Í fyrstu leit út fyrir það að við hefðum tekið hverfisstrætó þar sem við lulluðum áfram og stoppuðum á tíu mínútna fresti til þess að taka uppí farþega. Ein af konunum virtist meira að segja vera með kjúkling, það var allavega eitthvað rótandi um í pappakassanum hennar. En eftir að við vorum komin út fyrir sveitirnar í kringum Copán þá fór rútunni að miða hraðar áfram og við komum til San Pedro Sula eftir fjóra klukkutíma. Þar biðum við í um það bil tuttugu mínútur áður en við fórum um borð í aðra, miklu betri, rútu til La Ceiba. Mm, þvílíkur lúxus að geta hallað sætunum. Í þessari rútum tók okkur aðra þrjá tíma að komast til La Ceiba. Eftir því sem við nálguðumst Karíbahafið þá þykknaði yfir himninum og það fór að rigna. Við keyrðum í gegnum nokkrar hressilegar skúrir á leiðinni til La Ceiba og þar var allt rennblautt. Við ætluðum að gista eina nótt í La Ceiba en fyrst við vorum komin ansi snemma þá ákváðum við að taka leigubíl beint að ferjunni til Utila, einni af Flóaeyjum Hondúras. Við þurftum að bíða í einn og hálfan klukkutíma þar til ferjan lagði í klukkutíma siglinguna. Sjórinn var frekar úfinn og korteri áður en við komum til Utila þá sagði maginn á Bjarka hingað og ekki lengra og hann gubbaði á gólfið á bátnum. Við vorum þess vegna þreytt og fegin þegar við stigum á land á Utila, ellefu klukkutímum eftir að við fórum frá Copán.


As soon as we headed up the dock we were surrounded by representatives from all the different diving centres on the island, offering us their services. Utila and the other Bay Islands are the cheapest places in the world to learn how to dive, and also among the best. We had planned to try it out and take a course for a few days and therefore spent the rest of the daylight hours looking around some different diving centres to find something that seemed interesting to us. Eventually we settled on a place called the Utila Dive Centre where we could get free accommodation for the first night at the Mango Inn, their partner hotel. After checking in we headed to the hotel restaurant for some food before collapsing on the bed after a long day.

Um leið og við röltum upp bryggjuna þá vorum við umkringd af fólki frá hinum ýmsu köfunarskólum á eyjunni sem kepptust við að segja okkur frá því sem þeir höfðu upp á að bjóða. Utila og hinar Flóaeyjarnar eru ódýrasti staður í heimi til þess að læra að kafa, og líka með þeim bestu. Við ætluðum að prófa að kafa og taka nokkura daga námskeið og nýttum því það sem eftir var af dagsbirtunni til þess að skoða nokkra köfunarskóla og reyna að finna hvað okkur leist best á. Á endanum völdum við stað sem heitir Utila Dive Centre þar sem við gátum fengið ókeypis gistingu fyrstu nóttina á Mango Inn, hostelinu sem þeir eru í samstarfi við. Eftir að við höfðum tékkað okkur inn þá fengum við okkur snarl á hótelbarnum áður en við komum okkur í rúmið eftir þennan langa dag.


In the morning we decided we would take the diving course at Utila Dive Centre, mostly because Sarah, the instructor who had told us about the program, had got us really excited about diving and we looked forward to her teaching us the basics. Before we could start diving the day after, there was one little detail to complete: a doctor's exam. We spent the rest of the day waiting to get into our doctor's appointment and just browsing around the island. Eventually doctor John was ready to see us. He was probably the funniest looking doctor we have ever seen. Long scruffy hair, boardshorts, bare feet, a camouflage west the only thing covering his bare chest. On top of it all he was wearing big white-rimmed glasses. He was a great guy though but the news he gave us wasn't good. Because of Arna's asthma she couldn't dive. This was probably the biggest disappointment of the trip so far since we had come to Utila especially to learn how to dive. Now we had to decide what we would do next and how we would spend the week we had planned to spend on Utila.

Um morguninn ákváðum við að skrá okkur í köfunarnámskeið hjá Utila Dive Centre, aðallega vegna þess að Sarah, kennarinn sem sagði okkur frá námskeiðinu, gerði okkur mjög spennt fyrir skólanum og okkur hlakkaði til þess að vera undir hennar leiðsögn. Áður en við gátum byrjað að kafa daginn eftir þá var eitt smáatriði eftir: læknisskoðun. Afganginn af deginum biðum við eftir að fá tíma hjá lækninum og skoðuðum okkur þess á milli um á eyjunni. Loksins gat John læknir hitt okkur. Hann var sennilega einn sá undarlegast útlítandi læknir sem við höfum séð. Sítt úfið hár, sundstuttbuxur, berfættur, hermannavesti það eina sem hann var í að ofan. Ofan á allt saman var hann svo með stór hvít gleraugu. Hann var samt mjög almennilegur en færði okkur ekki góðar fréttir. Arna mátti ekki kafa út af astma. Þetta voru sennilega mestu vonbrigði ferðarinnar hingað til því við höfðum komið alla leið til Utila sérstaklega til þess að læra að kafa. Nú urðum við að ákveða hvað við ætluðum að gera næst og hvernig við myndum eyða vikunni sem við höfðum áætlað að vera á Utila.


We ended up staying on Utila for a further three nights, taking in the sights around the island and just generally enjoying doing nothing. The town of Utila, or East Harbor, only really consists of a couple of really narrow streets, one running along the seaside and the other leading inland from the main dock. Most of the houses are on pillars and since we got quite a lot of rain while we were there we found out why as the lower parts of the island flood very easily. The main modes of transport on the island are motorcycles, mopeds, atvs, and golf carts, but you can pretty much walk anywhere in the town in fifteen minutes. The few cars that there are can hardly meet on the narrow streets. It is immediately obvious to any visitor that the main industry on Utila is the dive schools. There are thirteen in all on the island and most other businesses mostly serve the tourists who are there to dive. We ate some really good seafood at various restaurants but the best food was definitely the barbecue we had every night from a lady who set up shop opposite the bank on the main street after dark. There we got a delicious grilled pork chop, a salad and a drink for less than five dollars per person.

Við enduðum á því að stoppa í þrjár nætur í viðbót á Utila. Við skoðuðum allt sem hægt var að sjá og nutum þess að gera mest lítið. Bærinn á Utila, sem heitir víst East Harbor, er í raun bara tvær mjóar götur, ein sem liggur meðfram sjónum og önnur sem liggur inná eyna frá bryggjunni. Flest húsin standa á stólpum og fyrst það rigndi helling á okkur þá komumst við að því hvers vegna það er því það flæðir mjög fljótt yfir allt láglendi á eyjunni. Helstu fararskjótar á eyjunni eru mótorhjól, vespur, fjórhjól og golfbílar, en það er hægt að labba hvert sem er í bænum á fimmtán mínútum. Þeir örfáu bílar sem eru á staðnum geta varla mæst á þröngum götunum. Það er strax augljóst fyrir aðkomumenn að aðaliðnaðurinn á Utila eru köfunarskólarnir. Það eru alls þrettán skólar á eyjunni og flest önnur fyrirtæki virðast aðallega þjóna túristunum sem eru að staddir þarna til þess að kafa. Við borðuðum mjög góða sjávarrétti á hinum ýmsu veitingastöðum en besti maturinn var samt pottþétt grillmaturinn sem við fengum okkur á hverju kvöldi hjá konu sem kom sér fyrir á móti bankanum á aðalgötunni þegar fór að skyggja. Þar fengum við ljúffengar svínakótilettur, salat og drykk fyrir innan við fimmhundruð krónur á mann.

It rained a lot/ Það rigndi mikið

To further explore the island we rented a moped one afternoon. It was a great way to see a little more of the island than the couple of streets in town. To the west of the town there are some nice beaches and resorts. There are also piers build specifically for snorkeling. To the east and north of the town there are some really nice areas with huge, apparently very expensive, houses. We carried on driving past those and eventually found ourselves on a dirt road heading into a jungle. Since it rained a lot in the morning there were massive puddles covering the road every now and then and when we had stalled the bike in one of them we decided it might be a good idea to head back before we got stuck too far away from the town. Along the way back we stopped at some really beautiful places along the coast.

Til þess að kanna eyjuna frekar þá leigðum við okkur vespu einn eftirmiðdaginn. Það var frábær leið til þess að sjá meira af eyjunni en bara göturnar tvær í bænum. Vestan við bæinn eru nokkrar fallegar strendur og hótel. Þar eru líka bryggjur sem eru sérstaklega fyrir þá sem vilja snorkla. Til austurs og norðurs eru mjög falleg svæði þar sem eru risastór, greinilega mjög dýr, hús. Við keyrðum áfram fram hjá þeim og komum á endanum að vegarslóða sem lá inn í frumskóg. Það hafði rignt mikið um morgunninn svo það voru risastórir pollar yfir allan veginn hér og þar og eftir að við höfðum drepið á hjólinu í einum slíkum ákváðum við að það væri sennilega gáfulegt að snúa við áður en við sætum föst lengst frá bænum. Á leiðinni aftur í bæinn stoppuðum við á nokkrum mjög fallegum stöðum meðfram ströndinni.


When we eventually left Utila we had spent more than half the week we had planned on spending and had pretty much got over the disappointment of not being able to dive. Hopefully we will make it back there at a later date when Arna's asthma is better so we can experience the diving.

Þegar við fórum loks frá Utila þá vorum við búin að vera rúmlega helminginn af vikunni sem við ætluðum að stoppa og vorum að mestu búin að jafna okkur á vonbrigðunum að geta ekki kafað. Vonandi getum við komið aftur þangað seinna þegar astminn háir Örnu ekki jafn mikið svo við getum upplifað það að kafa.



1 comment:

  1. En leiðinlegt að þið gátuð ekki kafað og greyið bjarki að æla á golfið...en falleg eyja og ummmm ég finn lyktina af kótilettunum!!

    ReplyDelete

Related Posts with Thumbnails