Saturday, August 28, 2010

Along the Pacific

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri 

Our drive along the Pacific Coast Highway started in Santa Monica in our fresh rental car. We had heard great things about highway number one and were expecting picturesque views from the off. The first part of the journey through Malibu and up to Santa Barbara was fairly ordinary but the same cannot be said for Santa Barbara itself. It is a lovely city with a picturesque main street and a beautiful beach. We even found out later that it is a popular place for celebrities to own homes. After our adventures the previous night we were pretty beat so we took a nap in our car by the beach before we checked out downtown. We didn't have any luck finding CouchSurfing hosts in town so we drove back to the nearby town of Carpinteria and stayed at the cheapest motel we could find in the area.

Bílferðin okkar meðfram Kyrrahafsströndinni hófst í Santa Monica í nýja bílaleigubílnum okkar. Við höfðum heyrt góða hluti um þjóðveg númer eitt og bjuggumst við mögnuðum útsýnum frá byrjun. Fyrsti hlutinn í gegnum Malibu og til Santa Barbara var hinsvegar frekar venjulegur en það sama er ekki hægt að segja um Santa Barbara. Það er yndisleg borg með notalegri aðalgötu og fallegri strönd. Við komumst meira að segja að því seinna að mikið af frægu fólki, til dæmis Oprah, á hús í Santa Barbara. Eftir allt vesenið kvöldið áður vorum við svolítið lúin svo við lögðum okkur í bílnum við ströndina áður en við kíktum á miðbæinn. Við fundum engan til að CouchSurfa hjá þannig að við keyrðum aftur til Carpinteria og gistum á ódýrasta motelinu sem við fundum á svæðinu.

Santa Barbara
The morning after we headed back to Santa Barbara and then on to the danish town of Solvang. We can't remember where we heard of Solvang but it was definitely worth the visit. Small streets are lined with houses that look like they belong in the danish countryside, or indeed in Holland due to the windmills, instead of the rolling hills of central California. We visited a Christmas store, a danish bakery and a danish chocolate store where we finally found some hard licorice that Arna had been craving for a month.

Morguninn eftir fórum við aftur til Santa Barbara og héldum þaðan til danska bæjarins Solvang. Við munum ekki hvar við fréttum af Solvang en það var klárlega þess virði að kíkja þangað. Þar standa við litlar götur hús sem ættu frekar heima í danskri sveit, eða jafnvel í Hollandi útaf myllunum, en í hæðunum í miðri Kaliforníu. Við heimsóttum jólabúð, danskt bakarí og danska sælgætisverslun þar sem Arna fékk loksins sterka brjóstsykurinn sem hana hefur langað í undanfarinn mánuð.


On the way back to the Pacific Coast Highway we found a place called Rolling Hills which is a garden centre unlike any other. They have all the normal plants, seeds and tools that you can find anywhere but they also have an eclectic mix of vintage garden decorations and a lot of sculptures and other art made out of scrap metal. Flying pigs made from old barrels and giant red ants are just some of the eye candy that makes Rolling Hills a mix of a conventional garden centre and a museum.

Á leiðinni aftur að Kyrrahafsstrandarveginum rákumst við á Rolling Hills sem er garðyrkjuverslun ólík öllum öðrum. Þar er hægt að kaupa plöntur, fræ og verkfæri eins og í hefðbundnum verslunum en þar er líka skemmtilegt úrval af gömlum garðskreytingum og alls konar skúlptúrum og annari list sem er búin til úr brotajárni. Fljúgandi svín úr gömlum tunnum og risavaxnir rauðir maurar eru meðal þess sem gerir Rolling Hills að skemmtilegri blöndu af verslun og safni.


That evening we stayed in a hostel in San Luis Obispo, a town that we had never heard of before we found it has a hostel. San Luis is not unlike Santa Barbara with one storey houses lining the main street that has a lot of unique restaurants and stores rather than the national chains like most towns we have been to. The hostel is a very charming old wooden house that sits on a quiet side street that is only a short walk from downtown. Luckily we arrived in San Luis on a Thursday when the main street is closed to traffic and turned into a farmer's market. The market is almost like a cross between a normal farmer's market and a town fair since stalls selling locally grown vegetables are interspersed with street barbecues and all sorts of organization presenting their work. To top it all off there is live music at various spots along the main street so there is a real party atmosphere amongst the crowd.

Um kvöldið gistum við í San Luis Obispo, bæ sem við höfðum aldrei heyrt um áður en við fundum þar hostel. San Luis er ekki svo ólíkur Santa Barbara þar sem eins hæða hús standa við aðalgötu sem er full af einstökum verslunum og veitingahúsum í stað keðjuútibúana í flestum bæjum sem við höfum heimsótt. Íbúar San Luis hafa meira að segja ekki veitt stórum vöruhúsum byggingarleyfi og þar eru drive-thru gluggar bannaðir. Hostelið er fallegt gamalt timburhús sem stendur við litla rólega hliðargötu í göngufjarlægð frá miðbænum. Svo heppilega vildi til að við komum til San Luis á fimmtudegi þegar aðalgatan er lokuð umferð á kvöldin og henni breytt í bændamarkað. Markaðurinn er eins konar blanda af venjulegum markaði og bæjarhátíð þar sem skiptast á básar með grænmeti úr nágrenninu, götugrill og alls kyns félög sem eru að kynna sína starfssemi. Loks eru hljómsveitir að spila á hinum ýmsu stöðum við götuna svo úr verður virkilega skemmtileg stemming. 

Hostel Obispo
Farmers market

In the hostel we met some great people on all sorts of trips. One was a little bit more remarkable than the rest though. He was a New Zealander on a bicycle trip around the US which had so far taken him across the continent and back in nine months. He started his trip in LA in November last year, cycled across the south to Florida, down to Key West, back up to Virginia, across to Colorado, up through Wyoming and Yellowstone, across to the Washington coast and then down the Pacific Coast Highway to San Luis. He had mostly stayed in a tent although he had to stay in Motels a couple of times when the weather was exceptionally bad. Since he is retired he then heads back to New Zealand and starts planning his next trip without having to work to save up money. It really made us feel like we were amateur travelers but also inspired us to keep going knowing that we have many more trips to go since you can still take trips like this when you are past your retirement age.

Á hostelinu hittum við fullt af frábæru fólki sem var í alls konar ferðalögum. Einn var hinsvegar aðeins merkilegri en allir hinir. Hann var Nýsjálendingur á hjólreiðaferð um Bandaríkin sem hafði tekið hann níu mánuði þar sem hann fór þvert yfir álfuna og til baka. Hann lagði af stað frá LA í nóvember á síðasta ári, hjólaði yfir suðurríkin til Florída, niður til Key West, aftur upp til Virginíu, yfir til Colorado, upp í gegnum Wyoming og Yellowstone, yfir á ströndina í Washington og svo niður Kyrrahafsstrandarveginn til San Luis. Hann hafði mestmegnis gist í tjaldi en hafði nokkrum sinnum þurft að gista á mótelum þegar veðrið var sem verst. Fyrst hann er kominn á eftirlaun þá fer hann svo heim til Nýja Sjálands og hefst handa við að skipuleggja næstu ferð án þess að þurfa að vinna til þess að safna peningum. Hann lét okkur líða eins og viðvaningsferðalöngum en það veitir manni líka innblástur að vita til þess að við eigum eftir að fara í margar ferðir fyrst maður getur ennþá farið í svona ferðir þegar maður er kominn á eftirlaun.

Before we left San Luis the next day we stopped by Bubblegum Alley where both walls of an alley off the main street have been covered by bubblegum over the past few decades.

Áður en við yfirgáfum San Luis daginn eftir komum við við í Tyggigúmmíssundi þar sem báðir veggir á húsasundi hafa smám saman verið þaktir tyggigúmmíi síðustu áratugi. Tyggigúmmíssund er hugsanlega undarlegasti staðurinn sem við höfum verið svo heppin að koma á hingað til.
 
Bubble Gum Alley
Bubble Gum Alley

As you may have noticed we have added buttons that allow you to subscribe to our blog. We figured that since we post irregularly it might be useful for you to be notified whenever we post something new. We wouldn't want anyone to miss a post:)

Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá bættum við hnöppum á bloggið sem gera ykkur kleift að gerast áskrifendur. Fyrst við setjum inn nýjar færslur frekar óreglulega þá gæti verið hentugt fyrir ykkur að vera látin vita þegar við setjum inn nýja færslu. Við viljum nú ekki að neinn missi af færslu:)

Photos from the trip/ Myndir úr ferðalaginu

3 comments:

  1. Æðislegar myndir! Ég sé alltaf þegar þið setjið inn nýjar færslur því ég er með ykkur á reader, en það er galli við það líka. Þá les ég allt bara þar og kommenta þess vegna næstum aldrei, né sé komment sem aðrir hafa skrifað. Hið versta mál. Kooossar!!

    ReplyDelete
  2. Anonymous29/8/10 20:05

    Takk fyrir að fá að lesa bloggið ykkar og skoða myndirnar. Það er alltaf svo gaman að fylgjast með ykkur.
    Kv. mamma.

    ReplyDelete
  3. Haha já hið versta mál Unnur:) Neee segi nú bara svona:)

    Takk fyrir að lesa og skoða myndirnar segi ég nú bara. Þó svo að þetta sé líka dagbók fyrir okkur sem við ætlum að prenta út þegar við komum heim þá hvetur það okkur til að halda áfram að aðrir hafi áhuga á að lesa bloggið.

    ReplyDelete

Related Posts with Thumbnails