Tuesday, August 31, 2010

Further along the Pacific

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri 

After San Luis we finally left all freeways behind us and started meandering along the coast on the more scenic and sparsely populated stretch of the Pacific Coast Highway. We stopped in several places along the way to take pictures and enjoy the various sights along the way. One place we did not stop for long however was Hearst Castle. It is a very extravagant castle up in the hills above the highway but it has been turned into a major tourist attraction and is very expensive so we gave it a miss. Near Hearst Castle we saw some cars parked by the side of the road where it passes right by the beach and decided to stop to check why people were standing towards the ocean. About twenty metres away there was a group of elephant seals basking in the sun, playing on the beach and splashing around in the ocean.

Eftir San Luis voru allar hraðbrautir loks að baki og við tók hlykkjóttur kafli Kyrrahafsstrandarvegarins sem liggur meðfram ströndinni þar sem færri búa og útsýnið er betra. Við stoppuðum á fjölmörgum stöðum á leiðinni til þess að taka myndir og skoða allt það sem fyrir augu bar. Einn af þeim stöðum þar sem við eyddum hinsvegar ekki miklum tíma var Hearst kastali. Hann er mjög skrautlegur og stendur í hæðunum fyrir ofan þjóðveginn en hann er orðinn að alsherjar túristagildru og það er mjög dýrt að skoða hann svo við slepptum því. Nálægt Hearst kastala var nokkrum bílum lagt í vegarkantinn þar sem hann liggur alveg við sjóinn og við ákváðum að stoppa og athuga af hverju fólk stóð og horfði í átt að sjónum. Í um það bil tuttugu metra fjarlægð var hópur af fílsselum sem lágu í sólbaði, léku sér á ströndinni og busluðu í sjónum. 


As we drove a few hundred metres further along the beach we reached a more official viewing spot but there the seals were much further away. By reading some signs there we learned that the seals come there every year to lie on the beach as they shed their old fur and grow a new one before they migrate back to Alaskan waters to feed.

Þegar við keyrðum nokkur hundruð metrum lengra meðfram ströndinni komum við að sérstökum stað til þess að skoða selina en þar voru þeir miklu lengra frá okkur. Við komumst að því þegar við lásum á skilti að selirnir koma þarna á hverju ári og liggja á ströndinni á meðan þeir losa sig við gamlan feld og láta sér vaxa nýjan þar til þeir ferðast aftur í sjóinn við Alaska í leit að æti.


From then onwards our route meandered with the Pacific ocean below us on one side and steep forested slopes on the other. Most Icelanders will be familiar with similar scenery except in Iceland there are no trees in the picture. Luckily enough we got beautiful weather but the fog hovered not too far away from shore creating a mystic view of the ocean. 

Eftir þetta hlykkjaðist vegurinn áfram með Kyrrahafið fyrir neðan okkur á aðra hönd og brattar skógivaxnar hlíðar hinum megin. Þetta landslag er flestum Íslendingum kunnugt sem hafa keyrt í skriðum við sjóinn á Íslandi nema þar er lítið um tré. Sem betur fer lék veðrið við okkur en þokan lúrði rétt fyrir utan ströndina svo útsýnið yfir sjóinn var ansi dularfullt. 

 

We eventually came to Carmel-by-the-sea, a small town made famous when Clint Eastwood served as their mayor back in 1986 to 1988. We decided to stop and take a little stroll, expecting a similar atmosphere to Santa Barbara and San Luis but it seems Carmel is a very different place. It is a very rich town and the atmosphere was a little snobbish. Its quintessential inhabitant is probably a rich woman in her sixties, wearing Gucci or Ralph Lauren, clutching her small dog. In fact most stores in Carmel even have water dishes outside their doors for their customers' dogs.

Á endanum komum við til Carmel-by-the-sea, smábæjar sem varð frægur þegar Clint Eastwood var bæjarstjóri þar frá 1986 til 1988. Við ákváðum að stoppa og fá okkur göngutúr um bæinn og bjuggumst við að andrúmsloftið væri svipað og í Santa Barbara og San Luis. Carmel virðist hinsvegar vera allt öðruvísi staður og andrúmsloftið þar er svolítið snobbað. Týpískur íbúi þar er sennilegast rík kona um sextugt, í Gucci eða Ralph Lauren fötum, með smáhund í fanginu. Flestar búðir í Carmel eru með vatnsdiska fyrir utan hjá sér fyrir hunda viðskiptavinanna.


A few minutes away from Carmel is the town of Marina where we found a CouchSurfer who hosted us for the night. His name is Brad and he has just moved to Marina for the second time because of his job as a linguist in the Airforce. Marina is home to the language school for the Airforce and he is now taking an advanced course in Persian which we found very interesting since he is probably the first person we have met that speaks Persian. He was a very welcoming host although he couldn't do anything about the weather which was overcast and grey, which it apparently is eighty percent of the time. In the evening we went with Brad to a Hawaiian restaurant in nearby Monterey and there our waiter told us that he has an Icelandic friend who works at a bar in Carmel. Shame we didn't get to meet him.

Nokkrum mínútum frá Carmel er bær sem heitir Marina þar sem við fundum CouchSurfer sem leyfði okkur að gista. Hann heitir Brad og er nýfluttur til Marina í annað skiptið útaf vinnu sem tungumála-sérfræðingur í flughernum. Í Marina er tungumálaskóli flughersins og hann er að taka kúrsa í persnesku fyrir lengra komna sem okkur fannst mjög merkilegt þar sem hvorugt okkar hefur hitt einhvern áður sem talar persnesku. Hann var mjög góður gestgjafi þó svo hann gæti ekki gert neitt í því að það var skýjað og grátt, en það er víst þannig í áttatíu prósent tilvika. Um kvöldið fórum við með Brad á Havaískan veitingastað í næsta bæ sem heitir Monterey og þar sagði þjónninn okkar að hann ætti íslenskan vin sem vinnur sem barþjónn í Carmel. Synd að við náðum ekki að hitta hann.
Bjarki & Brad

After dinner Brad took us on a stroll around downtown Monterey and we went to Fisherman's Wharf which is the local tourist spot. The wharf is a pier that has been turned into an area of restaurants and shops. When we got there we saw a whole family of raccoons on some rocks beside the wharf. Why raccoons would be in the middle of a city by the ocean beats us. They must have been lost. From the pier we also saw a wild seal swimming around trying to catch fish in the middle of a swarm of small jellyfish. It was an amazing thing to witness, especially in the evening under the lights from the wharf. We also heard more seals or sea-lions out in the harbor but we didn't see them. We found it pretty amusing however that their calls sounded exactly like sheep.

Eftir kvöldmatinn fór Brad með okkur í göngutúr um miðborg Monterey og við fórum á Fisherman's Wharf bryggjuna sem er aðal túristastaðurinn. Fisherman's Wharf er bryggja þar sem er búið að koma fyrir fullt af búðum og veitingastöðum. Þegar við komum þangað sáum við heila fjölskyldu af þvottabjörnum á klettum við hliðina á bryggjunni. Hvers vegna þvottabirnir voru í miðri borg niðri við sjó vitum við ekki. Þeir hljóta að hafa villst. Af bryggjunni sáum við líka sel á sundi að reyna að grípa sér fiska í miðri torfu af marglyttum. Það var ótrúlegt að verða vitni að því, sérstaklega um kvöld í ljósunum frá bryggjunni. Við heyrðum líka í fleiri selum eða sæljónum úti í höfninni en sáum þá ekki. Okkur fannst það hinsvegar frekar skondið að köllin þeirra hljóma alveg eins og jarm í kindum.


No comments:

Post a Comment

Related Posts with Thumbnails