Wednesday, August 11, 2010

Easy days in Salt Lake

Click on the photos for larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri

We spent three days in Salt Lake City and they were probably the most relaxing days of our trip so far. Jeremy was watching his mother's house at the root of the mountains east of the city for the week and we stayed there in the spare bedroom. We got there late on monday night and sat around for a while getting to know Jeremy and enjoying the amazing view of the lights of Salt Lake from the balcony. 

Við eyddum þremur dögum í Salt Lake City sem voru sennilega þeir rólegustu í ferðinni okkar hingað til. Jeremy var að passa hús mömmu sinnar, sem er hlíðum fjallanna austan megin við borgina, og við fengum að gista í gestaherberginu. Eftir að við komum heim til hans seint á mánudagskvöldið sátum við og spjölluðum og nutum frábæra útsýnisins af svölunum yfir ljósin í borginni.

The view from the living room
The view from the living room/ Útsýnið úr stofunni
Tuesday morning we woke up at five since Adir had booked a Greyhound to Las Vegas at eight o'clock and wanted to see a little bit of the city before he left. Jeremy therefore took us on a little drive around the city so Adir could get a look at the university, the capitol, and downtown in the short time he had. The capitol is an impressive granite building that looked even better in the early morning sun. 

Á þriðjudagsmorgun vöknuðum við klukkan fimm um morguninn því Adir var búinn að bóka sér rútufar klukkan átta til Vegas og hann vildi sjá eitthvað af borginni áður en hann færi. Jeremy fór þess vegna með okkur í smá bíltúr um borgina svo Adir gæti séð háskólann, þinghúsið og miðborgina á þessum stutta tíma sem hann hafði. Þinghúsið er tilkomumikil granítbygging sem leit enn betur út í sólinni snemma morguns.

The Capitol
The Capitol/ Þinghúsið
We also took a short walk around the mormon buildings in downtown and saw their temple, office building, and the surrounding area. For breakfast we had some pastries at a German bakery not far from the city centre. When we had dropped Adir off at the Greyhound station and said our goodbyes we headed back to the house and went straight back to bed. That morning would prove to mess up our sleep for the rest of our days in Salt Lake since we ended up not getting out of bed until two o'clock in the afternoon.
Við fórum líka í stuttan göngutúr um mormónabyggingarnar í miðborginni og sáum hofið þeirra, skrifstofubygginguna og svæðið þar í kring. Við fengum okkur svo morgunmat á þýsku bakaríi stuttan spöl frá miðborginni. Þegar við vorum búin að skutla Adir á rútustöðina og kveðja hann fórum við aftur heim til Jeremy og hentum okkur beint í bólið. Þessi morgunn átti eftir að rugla allhressilega í sólarhringnum hjá okkur á meðan við vorum í Salt Lake því við fórum ekki framúr aftur fyrr en klukkan tvö eftir hádegi.

The sky in SLC has colours we have never seen before / Himininn í SLC er ólíkur öllu sem við höfum séð áður
After we finally woke up, Jeremy took us downtown again to check out the inside of some of the mormon buildings. The most interesting one by far is their museum where Space Jesus is located. Space Jesus is a statue of Jesus that sits on the second floor in the middle of the museum surrounded by a dome that is painted to look like outer space. Why the mormons felt it appropriate to surround Jesus with space is a question yet to be answered.

Þegar við dröttuðumst loksins á fætur fór Jeremy með okkur aftur niður í bæ svo við gætum séð einhverjar af mormónabyggingunum að innan. Sú merkilegasta er klárlega safnið þeirra þar sem Geim-Jesús er staðsettur. Geim-Jesús er stytta af Jesús á annari hæð í miðju safninu umlukin hvolfþaki sem er málað svo það lítur út eins og himingeimurinn. Hvers vegna mormónunum fannst viðeigandi að umkringja Jesús með geimnum er spurning sem á eftir að fá svör við. 

Space Jesus
Space Jesus
Since we were feeling a little hungry, Jeremy then took us to his favourite Mexican restaurant in Salt Lake. The restaurant turned out to be a street taco stand that served authentic Mexican tacos, albeit with a slight American twist. They were very delicious and extremely cheap so we can definitely recommend them.

Hungrið var aðeins farið að segja til sín svo Jeremy fór með okkur á uppáhalds mexíkanska veitingastaðinn sinn í Salt Lake. Veitingastaðurinn reyndist vera götusali sem selur alvöru mexíkanskar tacos, reyndar með smá amerískum brag. Þær voru mjög ljúffengar og svakalega ódýrar þannig að við getum hiklaust mælt með þeim.

Jeremy & Bjarki eating some mexican food
Jeremy & Bjarki
The following morning we woke up early once again because we wanted to drive out to the Bonneville salt flats. The flats are an enormous expanse of flat white salt desert where people go to race cars and some even try to break the landspeed record. Jeremy told us it should take us around an hour to drive to the flats and we set off around eight o'clock in the morning so that we wouldn't be at the flats during the hottest time of the day. However, when we had driven for just over an hour and not seen the real salt flats we decided to continue and then turn around as soon as we saw the flats. Where the interstate crosses the flats however there are no exits and so we ended up driving for two hours instead of one before we could turn back. The four hour trip was worth it though since the flats are a unique place, at least in this area of the world.

Morguninn eftir vöknuðum við aftur snemma því okkur langaði að keyra út á Bonneville saltsléttuna. Sléttan er risastór flöt hvít salteyðimörk þar sem fólk keppir á bílum og þar hafa einhverjir reynt að bæta hraðametið á landi. Jeremy sagði okkur að það ætti að taka sirka klukkutíma að keyra þangað og við lögðum af stað um klukkan átta svo við yrðum ekki í eyðimörkinni á heitasta tíma dagsins. Þegar við vorum búin að keyra í klukkutíma og ekki séð sléttuna þá ákváðum við hinsvegar að keyra lengra og snúa svo við þegar við værum búin að sjá hana og ná myndum. Þar sem hraðbrautin fer yfir sléttuna er hinsvegar engin leið að komast af veginum og snúa við svo á endanum keyrðum við í tvo tíma í staðinn fyrir einn áður en við gátum snúið við. Fjögurra tíma bíltúrinn var samt þess virði þar sem saltsléttan er einstök, allavega í þessum heimshluta.


Bonneville Salt Flats
The rest of our time in Salt Lake we spent just relaxing and enjoying Jeremy's company. Jeremy is a great guy who made us feel like we were at home. He has just moved back to his city of birth after living for ten years in Austria and Slovakia. He has also traveled quite a bit in Europe and consequently had some interesting stories to tell. We had a great time chatting long into the night and discussing everything and nothing. We also spent quite a bit of time trying to take photos of the lightning that flashed above the desert every night. Oh yeah, Bjarki also found time to grab a five dollar haircut.

Það sem eftir var af tíma okkar í Salt Lake slöppuðum við aðallega bara af og nutum félagsskapar Jeremy. Hann er frábær náungi sem lét okkur líða eins og heima hjá okkur. Hann er nýfluttur á æskuslóðirnar eftir að hafa búið í Austurríki og Slóvakíu undanfarin tíu ár. Hann ferðaðist líka töluvert í Evrópu og hafði þar af leiðandi frá mörgu skemmtilegu að segja. Við skemmtum okkur konunglega við að spjalla langt fram á nótt um allt og ekkert. Við eyddum líka þó nokkrum tíma í að taka myndir af eldingunum sem leiftruðu á hverju kvöldi yfir eyðimörkinni. Og já, Bjarki fann smá tíma til að fá sér fimm dollara klippingu.

Bjarki got a $5 haircut
$5 haircut
SLC view with lightning
 Salt Lake City lightning
Salt Lake City lightning

6 comments:

  1. Anonymous11/8/10 18:07

    Juuuu það er svo gaman hjá ykkur! Ég verð að gera þetta einhvern tímann á lífsleiðinni - þið eruð alveg búin að smita mig :) Hafið það súper gott áfram ;)

    ReplyDelete
  2. Anonymous11/8/10 18:08

    Já þetta var sumsé ég (Svanhildur) hérna fyrir ofan!

    ReplyDelete
  3. Haha...það er gott að heyra!
    Hafðu það súper gott sömuleiðis!

    ReplyDelete
  4. Flottar eldingamyndirnar ykkar :D

    Tek undir með Svanhildi, sit heima græn af öfund...

    ReplyDelete
  5. Takk takk og takk!

    Hanna Steinunn...það bíða þín all svakaleg ævintýri svo að það er til margs að hlakka:)

    ReplyDelete
  6. get sko rétt ímyndað mér það :) gerði reyndar díl við Eyjólf einu sinni... að ég fengi heimsreisu þegar hann væri hættur í rallý-i.. hmm held ég hafi gert verulega slæman samning þar og þarf eitthvað að endurskoða þetta hehe

    ReplyDelete

Related Posts with Thumbnails