Wednesday, August 4, 2010

Travel Tales

Click on the photos for larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri

Once we had checked out the adidas headquarters in Portland it was time to head on to our next destination. By this time we had picked up a travel companion who would stay with us for our trip to Yellowstone and down to Salt Lake City. Adir Duchan, or Mr. Muscle as he came to be known, had placed a note on a bulletin board in our hostel in Vancouver asking if anyone was heading to Yellowstone and needed someone to provide company and share the expenses. We got in touch and eventually met up in Portland that morning before we started our drive to Spokane. After finding our way on to the Interstate after some small problems we drove eastwards through the Columbia Gorge towards Hood River.

Þegar við vorum búin að kíkja á höfuðstöðvar adidas í Portland þá var kominn tími til að koma okkur á næsta áfangastað. Við vorum búin að bæta við okkur ferðafélaga sem ferðaðist með okkur til Yellowstone og til Salt Lake City. Adir Duchan, eða Mr. Muscle eins og hann var síðan kallaður, hengdi upp miða á hostelinu okkar í Vancouver og auglýsti eftir einhverjum á leið til Yellowstone sem væri til í félagsskap og að deila kostnaði. Við höfðum samband og hittum hann svo í Portland áður en við lögðum af stað til Spokane. Eftir smá bras komum við okkur á hraðbrautina og héldum í austurátt eftir Columbia gilinu til Hood River.
 
Windsurf
Windsurfing is big in Hood River/ Seglbrettaiðkun er aðal málið í Hood River
We stopped in Hood River to get some food and also to check out the town, especially since Don and Julie had recommended it to us. The town sits on the slopes of the gorge and overlooks a sand reef that extends out into the Columbia river. The conditions in the area are perfect for windsurfing and so the town has become a favorite with active young people that come there to enjoy all types of outdoor activities. When we parked our car we spotted a staircase going up the steep hill above the town centre and after eating we walked up, expecting the stairs to lead to an area where we could get a great view of the valley. We found out, however, that there were merely residential areas above and we had to sneak around peoples houses to get any kind of view.

Við stoppuðum í Hood River til að fá okkur að borða og kíktum í leiðinni á bæinn, en Don og Julie höfðu mælt með honum við okkur. Bæjarstæðið er í hlíðum gilsins fyrir ofan sandrif sem teygir sig út í Columbia ánna. Aðstæðurnar á svæðinu eru frábærar fyrir seglbrettaiðkun og þar af leiðandi hefur bærinn orðið vinsæll meðal ungs fólks sem fara þangað og leggja stund á alls kyns útivist. Þegar við lögðum bílnum okkar tókum við eftir tröppum sem lágu upp bratta hlíðina fyrir ofan miðbæinn og eftir að við vorum búin að borða þá röltum við upp stigann, alveg viss um að útsýnið hlyti að vera gott fyrir ofan. Við komumst hinsvegar að því að fyrir ofan voru bara íbúðargötur og við þurftum að skjótast milli húsa til þess að sjá nokkuð.




Driving onward from Hood River the gorge flattened out and the steep rocky hillsides covered with evergreen trees were replaced with a very different landscape. Rolling grassy hills with few trees meant that for the first time on our trip the landscape resembled Iceland somewhat. The rest of our drive took us up through eastern Washington where there are undulating wheat fields as far as the eye can see. 


Þegar við keyrðum áfram í austurátt frá Hood River fór landslagið að fletjast út og brattar klettóttar hlíðar þaktar grenitrjám viku fyrir mjög ólíku landslagi. Ávalar grasivaxnar hæðirnar með fáum trjám voru fyrsta landslagið sem við höfum séð í ferðinni sem minnti okkur örlítið á Ísland. Seinasta hluta ferðarinnar ókum við í gegnum austurhluta Washington fylkis þar sem rúllandi hveitiakrar teygja sig eins langt og augað eygir í allar áttir.

 

We eventually got to Spokane around six thirty in the evening and were pleasantly surprised. Spokane is a much bigger place than we had imagined and the presence of a Gonzaga, a large private university famous for its basketball team, was also a surprise. We stopped at a Starbucks to use their internet to find the location of our CouchSurfing hosts, Hannah and Jonathan, and then headed to meet them. As we came to a lovely old house in a pretty neighborhood we were greeted by Hannah who was working in her garden. She showed us in to their third floor apartment and afterwards we headed out for a walk around the surrounding area while she finished planting some vegetables.

Við komum loks til Spokane um sex leytið um kvöldið og borgin kom okkur skemmtilega á óvart. Hún er töluvert stærri en við áttum von á og ekki vissum við heldur að þar væri Gonzaga háskólinn, sem er frekar stór einkaskóli sem státar af víðfrægu körfuboltaliði. Eftir viðkomu á Starbucks og stutt innlit á internetið til þess að finna heimilisfangið hjá gestgjöfum okkar af CouchSurfing, Hönnuh og Jonathan, þá héldum við að hitta þau. Við mættum svo að yndislegu gömlu húsi í fallegu hverfi og komum að Hönnuh þar sem hún var við garðyrkjustörf. Hún sýndi okkur risíbúðina þeirra og svo kíktum við í göngutúr um hverfið á meðan hún lauk við að setja niður grænmeti.

Hanna's and Jonathan's house
Hannah's & Jonathan's house

When we got back Hannah took us to a local bar where we met her and Jonathan´s friends, Isac, Tiffany, Patrick (Jonathan's brother), and Nicole, for some drinks and a bit of Mexican food. Jonathan came to meet us a little later after he finished doing some stuff with his friends and we stayed at the bar until around midnight. A pleasant end to a long day.

Að loknum fínum göngutúr þá fórum við með Hönnuh á bar í nágrenninu þar sem við hittum Isac, Tiffany, Patrick (bróður Jonathan) og Nicole vini hennar og Jonathan og fengum okkur nokkra drykki og smá Mexíkanskan mat. Jonathan kom og hitti okkur stuttu seinna þegar hann kláraði eitthvað sem hann var að gera með vinum sínum og við fórum ekki heim af barnum fyrr en um miðnætti. Góður endir á löngum degi.

At El Que
Jonathan, Bjarki, Arna, Hannah, Isac, Patric, Adir, Nicole & Tiffany
The morning after we awoke to find that Hannah had baked us pancakes and set out some fruits for breakfast. Once we had all eaten together Hannah had to go to school so we said goodbye to her and thanked her for a good breakfast and a great time. Jonathan then took us downtown where he works at Auntie's, an independent bookstore with a nice atmosphere that is owned by his family. He had to shelve some books for a little while but he drew us a map of a walking route that would take us through the best of Spokane until he finished.

Þegar við vöknuðum morguninn eftir þá var Hannah búin að baka fyrir okkur pönnukökur og leggja á borð álegg og ávexti í morgunmat. Við borðuðum öll saman en svo þurfti Hannah að fara í skólann svo við kvöddum hana og þökkuðum henni fyrir morgunmatinn og gestrisnina. Jonathan fór svo með okkur niður í bæ þar sem hann vinnur í Auntie's, notalegri sjálfstæðri bókabúð sem fjölskylda hans á og rekur. Hann þurfti að raða nokkrum bókum í hillur en hann teiknaði fyrir okkur gönguleið svo við gætum kíkt á það besta sem Spokane hefur að bjóða á meðan hann kláraði.

Jonathan's Bookstore
The best bookstore in Spokane/ Besta bókabúðin í Spokane
We strolled around for an hour taking in the city and enjoying the sunshine. There is a river that runs through Spokane and the city centre has some beautiful waterfalls that we're sure are unique because of their location. There is even a hydroelectric power plant right next to city hall. Spokane's crown jewel however is its garbage eating goat that is a must see.

Við röltum um í klukkutíma, skoðuðum borgina og nutum sólarinnar. Í gegnum Spokane rennur á og í miðri borginni eru mjög fallegir fossar sem við erum nokkuð viss um að eru einstakir vegna staðsetningarinnar. Það er meira að segja vatnsaflsvirkjun við hliðina á ráðhúsi borgarinnar. Helsti gullmoli borgarinnar er hinsvegar ruslétandi geitin sem allir þurfa að sjá.


Adir & Bjarki
The goat that eats trash/ Geitin sem étur rusl
Before we headed off on the road again Jonathan took us up on a hill in southern Spokane where we got a wonderful view of the city. Spokane is a city where we wished we could have spent more time. Our hosts were amazing and the laid back atmosphere of the city meant we immediately felt at ease.

Áður en við lögðum í hann á nýjan leik fór Jonathan með okkur upp á hæð í suðurhluta Spokane sem býður upp á frábært útsýni yfir borgina. Við vildum að við hefðum getað eytt meiri tíma í Spokane. Gestgjafarnir okkar voru frábærir og afslappað andrúmsloftið þýddi að okkur leið strax vel þar.

Spokane
Spokane
Jonathan, Bjarki, Arna & Adir

We were already getting late when we left Spokane so from there we drove pretty much straight to Big Sky, Montana. We had daylight for most of our drive and the scenery was captivating. At first we went through mountain passes with steep tree-covered slopes as we passed into Idaho. When we crossed the next state border into Montana the landscape flattened out a bit and we were surrounded by farms nestled in rolling hills. We carried on through Missoula and Butte and after grabbing a bite to eat in Belgrade we finally reached Big Sky around midnight after eight hours on the road.


Við vorum orðin dálítið sein þegar við fórum frá Spokane og keyrðum þessvegna nokkurn veginn streitulaust þaðan og til Big Sky. Það var bjart mestallan tímann og útsýnið var grípandi. Fyrsta hluta leiðarinnar þar sem hún liggur í gegnum Idaho ókum við í gegnum fjallaskörð og vorum umkringd skógiþöktum hlíðum. Þegar við fórum yfir næstu fylkismörk og komum til Montana þá varð landslagið flatara og við tóku bóndabæir sem sátu í ávölum hæðum. Við keyrðum áfram í gegnum Missoula og Butte og eftir að við fengum okkur smá snarl í Belgrade komum við loksins til Big Sky um miðnætti eftir átta tíma ferðalag.

Myndir teknar á leiðinni frá Portland til Spokane

No comments:

Post a Comment

Related Posts with Thumbnails