Thursday, August 12, 2010

Canyon Nr.1

 Click on the photos for larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri
  South of SLC/ Fyrir sunnan SLC
Once again we said goodbye to a great host as we left Jeremy and headed out of Salt Lake City. Hopefully he will come see us in Iceland one day, along with all the other people who have been so great to us. Our destination for the day was Bryce Canyon national park, about a four hour drive south of Salt Lake City. The landscape south of the city is an irrigated desert that has been turned into farmland flanked by mountains on both sides. When we turned off the interstate we then crossed one of the mountain ranges and headed across to where the plateau falls away, creating Bryce Canyon.

Enn og aftur kvöddum við frábærann gestgjafa þegar við fórum frá Jeremy og héldum af stað frá Salt Lake City. Vonandi kemur hann og heimsækir okkur einn góðan veðurdag ásamt öllum hinum sem hafa hjálpað okkur svo mikið. Næst lá leiðin í Bryce Canyon þjóðgarðinn, um það bil fjögurra tíma akstur í suðurátt frá Salt Lake City. Fyrir sunnan borgina er eyðimörk sem er búið að breyta í ræktað land með fjallgarða á báða bóga. Þegar við fórum út af hraðbrautinni þá lá leið okkar yfir annan fjallgarðinn og héldum þangað sem fjallasléttan endar og verður að Bryce gljúfrinu.


We arrived at the Canyon just after lunchtime and proceeded right to Sunset Point, one of the viewpoints overlooking Bryce Amphitheater, the heart of the canyon. The view was absolutely stunning as the rich red colours of the rock pillar formations almost radiated in the afternoon sun. The labyrinth of pillars and ridges is tightest closest to the rim and then spreads out as the land falls away towards the pastureland below. From Sunset Point we took a walk called the Navajo Trail which took us to the bottom of the canyon through some tight crevasses surrounded by bright red sandstone on all sides. The walk is a unique experience, even more so than the view from up above.

Við vorum komin að gljúfrinu rétt eftir hádegið og fórum beint til Sunset Point sem er einn af útsýnisstöðunum fyrir ofan Bryce Amphitheater, hjarta gljúfursins. Útsýnið var hreint magnað þar sem rauðir litirnir í klettasúlunum geisluðu nærri því í síðdegissólinni. Völundarhúsið sem myndast úr kletta-súlum og hryggjum er þéttast næst brúninni og verður gisnara uns það klettarnir fjara út í græna akra fyrir neðan. Frá Sunset Point gengum við gönguleið sem heitir Navajo Trail sem liggur niður á botn gljúfursins eftir þröngum sprungum þar sem rauður sandsteinninn gnæfir yfir allt um kring. Göngutúrinn var einstök upplifun, jafnvel meira en útsýnið að ofan.


Once we came back to the rim of the canyon we drove further along the rim to a viewpoint called Bryce Point that offers a wider view of the amphitheater so that you can put each area into perspective. We had to briefly flee into our car while we were at Bryce Point to avoid a thunderstorm that passed overhead. As soon as the sky cleared we decided to take a walk back along the rim to another viewpoint called Inspiration Point. The walk took us around an hour and offered a multitude of views of how the eroding sandstone beneath a harder rock has created some of the most fascinating rock formations we have seen. Following our walk we took a shuttle bus back to the car and then headed to get some food before returning to see the sun set over the forest above the rim. Around sunset we caught a glimpse of some of the park wildlife, namely deer and gazelle.

Þegar við komum aftur upp á brúnina á gljúfrinu keyrðum við lengra eftir brúninni að útsýnisstað sem heitir Bryce Canyon sem býður upp á víðara útsýni yfir amphitheater svo við gátum séð hvert svæði í betra samhengi. Við þurftum að flýja inn í bíl í smá stund á Bryce Point til að komast hjá þrumuveðri sem geysaði í stutta stund. Um leið og birti til ákváðum við að fá okkur göngutúr meðfram brúninni að öðrum útsýnisstað sem heitir Inspiration Point. Það tók okkur um klukkustund að rölta þangað og á leiðinni sáum við margs konar dæmi um hvernig eyðing á sandsteininum undir harðari steintegundum getur skapað ótrúlegustu mynstur sem við höfum séð í klettana. Eftir göngutúrinn tókum við rútu aftur að bílnum og fórum síðan og fengum okkur smá snarl áður en við snérum aftur og horfðum á sólina setjast yfir skóginum fyrir ofan gljúfurbrúnina. Í kringum sólsetrið sáum við glitta í dýralífið í garðinum: dádýr og gasellur.

Deer
Pronghorn
Pronghorn Gazelle
Sunset in Bryce
Sunset in Bryce/ Sólsetur í Bryce
After heading back to the nearby town of Panguitch to grab some food we decided to spend the night in our car. We found a secluded spot in the nearby national forest and settled in to sleep, trying to ignore thoughts of the black bears sometimes spotted in the area. Although we had to move during the night, it wasn't due to bears but Arna's allergic reaction to some of the fauna in the area. We eventually woke up around seven and returned to the park to do the scenic drive. This drive took us almost thirty kilometers further south to explore the canyon south of the amphitheater. Unfortunately the cloudy sky above the canyon meant that this part was nowhere near as spectacular as what we had seen the previous day. Finally we headed back to the park entrance to get some food and to plan the next steps. After a good meal and some internet time we headed off to our next canyon: Zion national park.

Eftir að við höfðum skotist í bæ í nágrenninu sem heitir Panguitch til þess að fá okkur að borða ákváðum við að sofa í bílnum. Við fundum afvikinn stað í skógi í nágrenninu og komum okkur fyrir til að sofa á meðan við reyndum að hugsa ekkert um svörtu birnina sem sjást stundum í nágrenninu. Þó svo við höfum þurft að færa okkur um miðja nótt þá var það ekki út af björnum heldur vegna þess að Arna fékk ofnæmi fyrir einhverju af flórunni á svæðinu. Við vöknuðum svo um sjöleytið og fórum aftur inn í garðinn til þess að fara í útsýnisbíltúr. Þessi bíltúr liggur um það bil þrjátíu kílótmetra í suður þar sem hægt er að sjá gljúfrið fyrir sunnan amphitheatre. Því miður þá var frekar skýjað og þungbúið svo þessi hluti gljúfursins var ekki næstum eins glæsilegur og það sem við sáum daginn áður. Við komum okkur að lokum aftur að inngangnum í garðinn til þess að borða og ákveða hvað væri næst. Eftir góða máltíð og smá hangs á internetinu lögðum við í hann að næsta gljúfri: Zion þjóðgarðinum.

Starry sky in Bryce
Beautiful sky in Bryce/ Fallegur himinn í Bryce
By the entrance to Bryce/ Við innganginn að Bryce
 
Rainy day/ Rigningadagur
Red Canyon
Red Canyon


5 comments:

  1. Vá hvað þetta er flott! Grunar samt að ég hefði fengið massa innilokunarkennd ef ég hefði verið að rölta á þessu svæði...

    ReplyDelete
  2. Ómæ! Hefði aldrei þorað að sofa í bílnum... ég er svo ímyndunarveik..ég hefði farið að ímynda mér einhvern axarmorðingja nálgast bílinn.... ég er greinilega búin að horfa á of mikið af bíómyndum! hehe..:)

    En passið ykkur á bófunum og skemmtið ykkur vel :)
    Alltaf gaman að sjá hvaða ævintýri þið lendið í :)

    ReplyDelete
  3. Hmm...ég er nú ekki viss HSS...þetta er ekki það innilokað gljúfur/gil. Svo er líka alltaf hægt að njóta útsýnisins að ofan en það var ansi magnað að fara ofan í:)

    Haha...Guðrún, það tók okkur alveg 10 mín að hætta að vera ímyndunarveik, sérstaklega þar sem að við sáum ekki glóru. Við hefðum sennilega orðið vör við mannaferðir svo að það var alls ekki það sem að við óttuðumst mest. Það eru blessuðu villidýrin sem við vorum frekar smeik við, sérstaklega þar sem að björn drap mann og slasaði hjón í Yellowstone á sama tíma og við vorum þar.

    Við elskum að fá komment! Takk fyrir það!!!

    ReplyDelete
  4. já ok, það virkaði eitthvað svo þannig á einhverri myndinni ;) jú ætli maður myndi ekki massa þetta ef á reyndi :D

    ReplyDelete

Related Posts with Thumbnails