Monday, August 16, 2010

Canyon Nr.2

Click on the photos for larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri

Following a three hour drive we arrived at the east entrance to Zion National Park at around three o'clock in the afternoon. The east entrance is a kind of back entrance about a half hour drive from the main south entrance. The drive between the two is stunning though as it winds through a canyon of sandstone cliffs interspersed with crevasses and rivers. Eventually the road reaches a tunnel that takes you into a side valley leading into Zion Canyon, the parks main attraction. Once we had reached the visitor centre at the main entrance we hopped on a shuttle bus that is the only way to get into the canyon itself. We asked a park ranger and he told us that a good way to spend the rest of the day was to head to the end of the bus line in the Temple of Sinawava. The shuttle bus runs along the bottom of the impressive canyon, towered over by sandstone cliffs as high as one thousand metres. As you go further into the canyon it gets narrower and where the shuttle line ends it narrows dramatically. What makes Zion so unique is how green the bottom of the canyon is due to the river that runs along it. From the final bus stop we took the riverside walk further upstream to where it ends and the only way to go further is to wade through the river.

Eftir þriggja tíma akstur komum við að austur inngangnum á Zion þjóðgarðinum um þrjúleytið. Austur inngangurinn er eins og bakdyrainngangur í um það bil hálftíma fjarlægð frá suður inngangnum, sem er aðalinngangurinn. Það er magnað að keyra á milli þeirra tveggja þar sem vegurinn liggur í gegnum sandsteinsgil sem er sundurskorið af sprungum og ám. Vegurinn fer loks inní göng sem liggja inní hliðardal frá Zion gljúfrinu, helsta kennimerki þjóðgarðsins. Þegar við komum að upplýsingamiðstöðinni við aðalinnganginn stukkum við um borð í almenningsvagn sem er eina leiðin til þess að komast inní gljúfrið sjálft. Við spurðum þjóðgarðsvörð og hann sagði að góð leið til þess að ljúka deginum væri að fara á endastöðina í Hofi Sinawava. Vagnarnir ganga eftir botni þesa tilkomumikla gljúfurs með allt að þúsund metra háa sandsteinskletta á báðar hliðar. Eftir því sem innar dregur í gljúfrinu þrengist það og þar sem vegurinn endar þrengist það mjög snarlega. Zion er svona einstakt vegna þess hversu gróinn botninn er í kringum ána. Frá endastöðinni er hægt að labba eftir göngustíg innar í gilið og þar sem hann endar er hægt að fara lengra með því að vaða upp ána.

Without a second thought we jumped in and started wading up the river. Being waist-high in the river with the canyon walls overhead was an amazing experience. We followed the river a couple of kilometers upstream and experienced new rock formations at every turn. Eventually we had to turn back before it got dark but given enough time it is possible to follow the canyon for another sixteen kilometre. Once we got back on dry land we took the shuttle bus back to the entrance just as the sun was setting. A meal in Springdale, the small town by the entrance to the park, was followed by a short drive to the campsite where we planned to sleep. This time we managed to sleep in one place for the entire night knowing we were surrounded by other campers and no bears in sight. Although signs in the park had warned us that we were in the desert and should hydrate accordingly there were downpours throughout the morning as we grabbed some bagels that came with free internet. After the sun had returned we took the shuttle into the canyon and took some of the short walks on offer. We saw hanging gardens, emerald pools fed by waterfalls, and of course more unique cliffs and scenery before we had enough.
Við stukkum beint útí án þess að hugsa okkur tvisvar um og óðum upp ána. Að vera í ánni upp að mitti með gljúfurveggina báðum megin við okkur var ótrúleg lífsreynsla. Við fylgdum ánni nokkra kílómetra og sáum nýjar klettamyndanir við hverja beygju. Á endanum urðum við að snúa við áður en það kæmi myrkur en ef við hefðum haft nægan tíma þá er mögulegt að fara um sextán kílómetrum lengra eftir gljúfrinu. Þegar við komumst aftur á þurrt land tókum við vagninn aftur að inngangnum um leið og sólin var að setjast. Eftir máltíð í Springdale, smábænum við innganginn að garðinum, keyrðum við í smá stund að tjaldstæðinu þar sem við gistum. Í þetta skiptið gátum við sofið vært vitandi að við vorum umkringd öðru fólki og enginn björn í grenndinni. Þó svo að skilti í garðinum hefðu varað okkur við því að við værum í eyðimörkinni og þyrftum að drekka nóg þá komu hellidembur með stuttu millibili allan morguninn á meðan við fengum okkur beyglur og skoluðum þeim niður með ókeypis interneti. Um leið og sólin lét aftur sjá sig tókum við vagninn aftur inn í gljúfrið og röltum nokkrar af styttri gönguleiðunum sem eru í boði. Við sjáum hangandi garða, fossa sem falla í grænar laugar og að sjálfsögðu meira af einstökum klettum og landslagi uns við höfðum séð nóg.

Once we had finished taking in the sights at Zion, we decided to drive in the direction of the north rim of the Grand Canyon so we would be close when we woke up in the morning. On our drive amazing thunderstorms raged on all sides and we shot some great videos of the lightning. When we started to approach the entrance to Grand Canyon national park we looked for a suitable place to park the car and go to sleep. We drove through a national forest expecting to exit it as we got closer to the canyon but when we came to the park entrance in the middle of the forest we decided to park there for the night and see the canyon first thing in the morning.

Þegar við höfðum séð allt það sem hægt var að sjá í Zion ákváðum við að keyra í áttina að norðurbrún Miklagljúfurs svo við værum í grenndinni þegar við vöknuðum. Á leiðinni vorum við umkringd af ótrúlegu þrumuveðri og við náðum nokkrum frábærum myndböndum af eldingum. Þegar við fórum að nálgast innganginn að þjóðgarðinum við Miklagljúfur svipuðumst við um í leit að hentugum stað til þess að leggja bílnum og fara að sofa. Við keyrðum í gegnum skóg og bjuggumst á hverri stundu við að koma útúr honum í grennd við gljúfrið en þegar við komum að inngangnum í þjóðgarðinn í miðjum skóginum ákváðum við að leggja bílnum þar og sjá gljúfrið eldsnemma um morguninn.

We added some more to our blog about Yellowstone, check it out if you want to read about the Grand Teton and Jackson Wyoming.

Við bættum smá við bloggið okkar um Yellowstone, tékkið á því ef að þið viljið lesa um Grand Teton og Jackson Wyoming.

3 comments:

  1. ég sit hérna í sófanum heima og horfi á Jóa Fel í imbanum.... miklu skemmtilegra!!
    Úfff... væri svo til að vera að sjá heiminn eigin augum!
    Þið eruð greinilega að hafa það yndislegt!

    ReplyDelete
  2. Já það verður bara að segjast eins og er. USA er svo miklu merkilegra land en ég átti nokkurn tímann von á:) Frábær náttúra alveg hreint. Verst hvað myndirnar ná aldrei að sýna það sem maður raunverulega sér.

    ReplyDelete

Related Posts with Thumbnails