Monday, August 9, 2010

Yellowstone & Grand Jackson

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri

We woke up unusually early the morning of our first visit to Yellowstone since we had been told that the best time to see the wildlife was in the early morning and in the twilight. Getting up before six o'clock is quite the challenge but we were all excited to see the world famous national park. The west entrance to the park is located in West Yellowstone village about an hours drive from Big Sky although you have to drive through the outskirts of the park on the way. We had decided to drive the Southern Circle on the first day and to go to Mammoth, in the northwest corner, on the second day. Us Icelanders weren't all that excited about Yellowstone to be honest since its major attraction is geothermal activity and geysers, something we have plenty of back home. However, Yellowstone is the worlds first national park and arguably its most famous and we had to at least see it.

Við fórum óvanalega snemma á fætur þegar við vorum á leið í Yellowstone í fyrsta skipti því okkur hafði verið sagt að besti tíminn til þess að sjá dýr þar væri eldsnemma á morgnana og svo þegar færi að skyggja á kvöldin. Það er ansi krefjandi að vakna fyrir klukkan sex en við vorum öll spennt að sjá þennan heimsfræga þjóðgarð. Vestur-inngangurinn á garðinum er í West Yellowstone þorpinu sem er í um klukkutíma fjarlægð frá Big Sky, samt keyrir maður aðeins inní útjaðarinn á garðinum á leiðinni. Við höfðum ákveðið að keyra syðri Hringinn fyrri daginn og fara til Mammoth, í norðvestur horninu, seinni daginn. Satt að segja vorum við íslendingarnir ekkert svakalega spennt að sjá Yellowstone þar sem helsta aðdráttarafl garðsins eru jarðhitasvæði og hverir sem er alveg nóg til af heima á Íslandi. Yellowstone er hinsvegar fyrsti þjóðgarður veraldar og sennilega sá frægasti þannig að við urðum allavega að líta við.


Safe to say that the park did not disappoint. It is located on a mountain plain and sixty percent of it is covered in pine forest which all makes for awesome scenery. Geyser basins are scattered around the whole park and there you can find hot pools, mud pots, and of course erupting geysers, all surrounded by forest on all sides that don't have tourist facilities. Since we had a travel companion not so used to geysers as us we couldn't give them a miss. They were pretty impressive and in the end we were probably more impressed than Adir. The geyser Old Faithful, named so because it erupts at consistent intervals of around ninety minutes, is the highlight of the park and hundreds crowd around for every eruption. When we saw it erupt another geyser erupted behind it at the same time and we were surprised that both of them erupted for well over a minute whereas we are used to Strokkur which just explodes up in the air and then subsides before repeating the feat again minutes later. Strokkur does offer a more intimate view though since the crowd at Old Faithful is kept pretty far away.

Það er óhætt að segja að garðurinn hafi ekki valdið vonbrigðum. Hann er staðsettur á fjallasléttu og sextíu prósent hans eru þakin furuskógi svo úr verður frábært landslag. Hverasvæði eru á víð og dreif um garðinn og þar er hægt að finna heitar laugar, leirhveri og að sjálfsögðu goshveri og allt er þetta umkringt skógi alls staðar þar sem ferðamannaaðstaða er ekki. Fyrst ferðafélagi okkar var ekki eins vanur hverum og við þá gátum við ekki látið þá fram hjá okkur fara. Þeir voru síðan ansi magnaðir og sennilega fannst okkur meira til þeirra koma en Adir. Goshverinn Old Faithful, sem fær nafn sitt af því að gjósa alltaf reglulega með sirka níutíu mínútna millibili, er það frægasta við garðinn og mörg hundruð manns mæta í hvert skipti sem hann gýs. Þegar við sáum hann gjósa þá gaus annar hver fyrir aftan hann á sama tíma og gusu þeir báðir í vel rúmlega mínútu á meðan við erum vön Strokki sem þeytir vatni uppí loftið og koðnar síðan niður þar til hann gerir það sama nokkrum mínútum síðar. Strokkur býður að vísu upp á meiri nálægð því áhorfendum við Old Faithful er haldið ansi langt frá hvernum.

Old Faithful
Old Faithful and its friend/ Old Faithful og vinur þess


Despite the impressive geyser show and the beauty of the landscapes the definite highlight of the park for us was the wildlife. While driving around the park a number of animals can be seen grazing in fields by the road and often the traffic around the park is halted while animals cross the road. Since the only animals you can see while driving around Iceland are sheep, cows, horses, and very rarely a reindeer we were enthralled by the array of different species. As soon as we entered the park on our first day we saw some elk (that we thought was deer) by a river next to the road. When we stood outside the car trying to get good photos across the river another elk cow came up from behind us and crossed the river. The park rule that states that you should keep a distance of at least twenty five metres from the animals was therefore thoroughly broken. Afterwards we drove for a while, saw Old Faithful and were growing pretty impatient thinking we should be seeing more animals when we saw our first buffalo. We took more than our fair share of pictures and then finally moved on, only to find ourselves in the middle of a herd of buffalo that straddled the road and stopped traffic for a while.

Þrátt fyrir stórfenglegar sýningar goshveranna og fallegt landslag þá var dýralífið klárlega það skemmtilegasta sem Yellowstone bauð uppá að okkar mati. Þegar maður keyrir um garðinn má sjá fullt af dýrum á beit við vegarkantinn og umferð um garðinn tefst oftar en ekki á meðan dýrin fara yfir götur. Einu dýrin sem sjást við vegi á Íslandi eru kindur, kýr, hestar og hugsanlega hreindýr og þar af leiðandi fannst okkur mjög spennandi að sjá þennan urmul af tegundum. Um leið og við vorum komin inní garðinn á fyrsta degi þá sáum við elgi (sem við héldum að væru dádýr) við á sem fylgdi veginum. Þegar við stóðum fyrir utan bílinn til þess að ná góðum myndum yfir ána þá læddist ein elgskýr aftan að okkur og á eftir hinum yfir ána. Reglan sem segir að maður eigi ekki að koma nær dýrunum en tuttugu og fimm metrar var kyrfilega brotin í það skiptið. Eftir þetta keyrðum við í þó nokkurn tíma, sáum Old Faithful og vorum orðin ansi óþolinmóð að sjá fleiri dýr þegar við sáum Vísund í fyrsta skipti. Við smelltum af myndum í gríð og erg og svo þegar við héldum loksins áfram á lentum við í miðri vísundahjörð sem var beggja vegna vegsins og ullu ansi miklum töfum á umferð.

Buffalo
Buffalo
Elk
Elk/ Elgur
For the remainder of our two days in the park we were truly spoilt as we saw bull elk, pronghorn gazelle, mule deer, buffalo, and many different squirrels along with a multitude of birds. Still, come the end of our second day we had not seen either of the big two: moose and bear. As we headed back to Big Sky for our final night there after seeing Mammoth Hot Springs we got lucky though and saw a bear just inside the park, not too far away from Big Sky. The bear was about a hundred and fifty metres away across a field and a river so we couldn't really tell if it was a black bear or a grizzly gear but we were pleased all the same. One of the most striking aspects of Yellowstone National Park is its size. We drove around half of the major roads and it took us around two days. We did not do any long hikes since we were not equipped for backcountry hiking but Yellowstone offers hundreds, if not thousands, of kilometers of trails that we will have to explore at a later time.

Það sem eftir lifði af þessum tveimur dögum okkar í garðinum sáum við elgi, gazellur, dádýr, vísunda og allskonar íkorna ásamt alls kyns fuglum. Í lok seinni dagsins höfðum við þó séð hvougt af tveimur merkilegustu dýrunum: moose (sem heitir víst líka elgur á íslensku) og birni. Þegar við vorum á leið heim til Big Sky eftir að hafa séð heitu laugarnar í Mammoth þá var heppnin með okkur og við sáum björn í útjaðri garðsins, tiltölulega nálægt Big Sky. Björninn var í um það bil hundrað og fimmtíu metra fjarlægð hinum megin við smá sléttu og á svo það var erfitt að sjá hvort þetta var svartur björn eða grábjörn en við vorum ánægð hvort sem var. Eitt af því merkilegasta við Yellowstone þjóðgarðinn er stærð hans. Við keyrðum um það bil helminginn af aðal vegunum og það tók okkur sirka tvo daga. Við fórum ekki í neinar lengri göngur því við vorum ekki með útbúnað í gönguferðir úr alfaraleið en Yellowstone býður uppá hundruðir, ef ekki þúsundir, kílómetra af gönguleiðum sem við verðum bara að kynna okkur síðar.

Bear
The bear we saw/ Björninn sem við sáum
Arna, Bjarki & Adir
Mammoth hot springs
Mammoth hot springs



Yellowstone National Park from Two Little Elephants on Vimeo.
Short video we put together from Yellowstone/
 Smá video sem við klipptum saman frá Yellowstone

Gif Created on Make A Gif
We thought this one was kind of funny/
Okkur fannst þessi svolítið fyndinn
Gif Created on Make A Gif
Old Faithful
On monday morning we said goodbye to Luke, Amy and Olen after Luke cooked us a brilliant breakfast to send us on our way. They were amazing and hopefully we can repay their hospitality if they make it up to Iceland one day. From Big Sky we headed once again in the direction of Yellowstone since we would be going through the park towards our next destination. We drove past Old Faithful and then headed south to where Yellowstone and Grand Teton national parks meet. Grand Teton is a much smaller park than Yellowstone that has little or no geothermal activity but all the more stunning mountain views. The Grand Tetons themselves is a range of awe-inspiring peaks and the road through the park offers a brilliant view of the peaks and their surrounding landscapes. The park also offers other interesting features and hikes but since we were only passing through we made do with stopping to take pictures in various places.

Á mánudagsmorgun kvöddum við Luke, Amy og Olen eftir að Luke eldaði handa okkur frábæran morgunverð. Þau voru æðisleg og vonandi getum við endurgoldið gestrisnina ef þau koma einhverntíma til Íslands. Frá Big Sky héldum við enn í átt til Yellowstone þar sem við fórum í gegnum garðinn í átt að næsta áfangastað. Við keyrðum aftur framhjá Old Faithful og héldum svo í suðurátt þar sem Yellowstone og Grand Teton þjóðgarðarnir mætast. Grand Teton er töluvert minni garður en Yellowstone og þar eru lítil eða engin jarðhitasvæði en þess í stað ótrúlegar fjallasýnir. Grand Tetons fjöllin eru stuttur fjallgarður þar sem hver tindur er öðrum mikilfenglegri og vegurinn í gegnum garðinn býður uppá mögnuð útsýni á tindana og umhverfið í kring. Í garðinum eru líka aðrir áhugaverðir staðir og fullt af gönguleiðum en þar sem við keyrðum bara í gegn urðum við að láta duga að taka myndir og njóta útsýnisins.

The Grand Tetons


At the south end of the park lies Jackson, a small town that has an authentic western feel to it. Today it feels a lot like a tourist trap but at least there were some familiar sights from westerns. In the winter Jackson is host to skiers and snowboarders that come to enjoy nearby Jackson Hole ski resort, famous for its backcountry. We stopped to eat in Jackson and afterwards headed on southward again. Southern Wyoming is a nice landscape to drive through as once again steep tree covered slopes give way to farmland and small towns. By the time we reached Evanston in the southwestern corner of Wyoming it was dark and we didn't see much of our surroundings as we crossed into Utah. Eventually we came down through a steep canyon into Salt Lake City though and found our way to the home of yet another CouchSurfer Jeremy who would be our host for the next few days.

Við syðri enda garðsins er Jackson, lítill bær sem lítur út eins og úr vestra. Í dag er hann ansi mikill ferðamannastaður en það eru kunnuglegir staðir úr vestrum á hverju strái. Á veturnar fyllist Jackson af skíða- og snjóbrettafólki sem kemur til þess að njóta Jackson Hole skíðasvæðisins, sem er frægt fyrir risastór svæði utan skíðaleiða. Við stoppuðum í Jackson til þess að borða og héldum svo enn suður á bóginn. Það er mjög skemmtilegt að keyra í gegnum suðurhluta Wyoming þar sem brattar skógiþaktar brekkur víkja fyrir túnum og smábæjum. Þegar við komum til Evanston í suðvesturhorni Wyomin þá var orðið dimmt og við sáum ekki mikið í kringum okkur þar sem við keyrðum yfir til Utah. Á endanum komum við þó niður í gegnum bratt gil inní Salt Lake City og fundum heimili Jeremy, CouchSurfersins sem við gistum hjá næstu daga.

Jackson
Elk horns/ Elgshorn
 

4 comments:

  1. Flott video! Ef mynd segir meira en þúsund orð þá gerir video amk 10x meira en það.

    ReplyDelete
  2. Takk!
    Þetta eru samt all svakaleg amatöravideo svo að það verður bara að afsaka það:)

    ReplyDelete
  3. Vá! Flottar myndir og mikið upplifelsi fyrir ykkur.
    Alltaf e-ð nýtt og skemmtilegt :)
    Kv. mamma

    ReplyDelete

Related Posts with Thumbnails