Saturday, August 21, 2010

The Penny-Slot Champions

Click on the photos for a larger view // Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri 
Some of the photos are not ours, click on them for sources
Our first two days in Vegas were nothing to write home about. We found a hotel on Fremont street which is a couple of kilometres north of the strip so that we could experience that for the first time with Vala and Axel. Our hotel was called 4 Queens, not in reference to drag shows though but because of the casino that is a standard part of all Las Vegas hotels. The fact that the hotels are casinos as well means that Vegas is the cheapest place to stay out of all the places we have been so far. It is not uncommon to get a room for around twenty five to thirty dollars on weeknights. Vegas hotels just want you there so you can spend money and gamble, that is how they make their money. Although we didn't do much for our first two days on Fremont street we did go out at night to witness the Fremont Street Experience. The five northernmost blocks of the street have been covered with a giant concave LED screen and every hour or so the lights on the casinos underneath are turned off and a specially designed music video is played on the screen and a seventeen thousand watt sound system. There are also free concerts and all sorts of goings on on the pedestrian street underneath.

Fyrstu tveir dagarnir í Vegas voru ekki merkilegir. Við fundum hótel á Fremont stræti sem er nokkrum kílómetrum fyrir norðan helstu spilavítin í Vegas svo við gætum upplifað það alltsaman í fyrsta skipti með Völu og Axel. Hótelið sem við gistum á heitir 4 Queens, ekki vegna þess að þar séu drag-sýningar heldur útaf spilavítinu sem er staðalbúnaður í öllum hótelum í Las Vegas. Sú staðreynd að hótelin eru líka spilavíti veldur því að hvergi á ferð okkar hefur verið ódýrara að gista heldur en í Las Vegas. Það er ekki óalgengt að fá herbergi fyrir tuttugu og fimm til þrjátíu dollara á virkum dögum. Hótelin í Vegas vilja bara að maður sé á staðnum svo maður eyði peningum og spili fjárhættuspil, þar fá þau sína peninga. Þó svo við höfum ekki gert mikið fyrstu tvo dagana á Fremont stræti þá kíktum við út eitt kvöldið til þess að sjá Fremont Street Experience sem var annars beint fyrir utan hótelgluggann okkar. Yfir fimm nyrstu húsalengjunum á götunni hangir risastór kúptur LED skjár og á sirka klukkutímafresti er slökkt á ljósunum framan á spilavítunum fyrir neðan og sérhönnuð tónlistarmyndbönd birtast á skjánum og eru spiluð samtímis á sautjánþúsund vatta hljóðkerfi. Þarna eru líka fríir tónleikar og alls kyns húllumhæ á göngugötunni fyrir neðan.

The view from our hotelwindow/ Útsýnið út um hótelgluggann okkar
We stayed at the 4 Queens hotel/ Við gistum á 4 Queens hótelinu
The LED screen/ LED skjárinn

After two nights at the 4 Queens we checked out and moved to the south end of the strip to the Hooters casino and hotel where we had a room booked for the four of us for the next three nights. Axel and Vala arrived at ten o'clock that night and together we took a first drive along the strip to witness all the craziness. Afterwards we took a walk along the strip and saw all the famous hotels and casinos including Caesars Palace, Paris, New York New York, The Bellagio, The Mirage and The Flamingo. After that walk and a similar one the day after that included a marathon shopping stint for the girls in Forever21 we had had enough of walking the strip as the crowds were overwhelming during the night and the heat sweltering in the daytime. Even lying by our hotel pool we were sweating like pigs and unusually for us the pool was more popular than the hot tubs.

Eftir tvær nætur á 4 Queens færðum við okkur á suðurenda aðalgötunnar í Vegas á Hooters hótelið og spilavítið þar sem við áttum bókað herbergi fyrir okkur fjögur næstu þrjár næturnar. Axel og Vala komu klukkan tíu um kvöldið og saman keyrðum við í fyrsta skipti eftir The Strip, aðalgötunni í Vegas til þess að sjá alla geðveikina. Eftirá fórum við í göngutúr um sama svæði og sáum öll frægu hótelin og spilavítin, þar á meðal Caesars Palace, París, New York New York, Bellagio, Mirage og Flamingo. Eftir þann göngutúr og svipað rölt daginn eftir sem innihélt maraþon verslunarleiðangur hjá stelpunum í Forever21 vorum við búin að fá nóg af því að rölta aðalgötuna þar sem hún var óþægilega troðin á kvöldin og hitinn óbærilegur á daginn. Meira að segja þegar við lágum við sundlaugarbakkann hjá hótelinu þá svitnuðum við eins og svín og ólíkt því sem við erum vön þá var þægilegra að fara í ískalda laugina en í heita pottinn.


The second hotel we stayed at/ Seinna hótelið sem við gistum á
The view from our hotel window/ Útsýnið út um hótelgluggann okkar.
IMG_1932
The Strip
Inside the Venetian, do you believe the sky is fake?/ Inní Venetian hótelinu, finnst þér ekki ótrúlegt að himininn sé ekki ekta?
The Venetian, all fake:) / Venetian hótelið, allt gervi:)
The Bellagio fountain show/ Bellagio gosbrunna sýningin
Two days after Axel and Vala arrived we decided to do something different and headed out of the city towards Valley of Fire state park. Once there we took a short walk to explore the colours of the rocks and the desert landscapes. Even on a walk of less than two kilometres we managed to find out why people die in deserts. The heat was literally unbearable and a couple of us were feeling slightly queasy by the time we got back to the car. After that all further exploration on foot was cancelled and we just enjoyed the views from the safety of the air-conditioned car instead.

Tveimur dögum eftir að Axel og Vala komu ákváðum við að breyta aðeins til og skelltum okkur í bíltúr í Valley of Fire fylkisgarðinn. Þegar við vorum komin þangað fórum við í stuttan göngutúr og skoðuðum litina í klettunum og eyðimerkurlandslagið. Þótt göngutúrinn hafi verið minna en tveir kílómetrar þá gátum við alveg séð hvernig fólk fer að því að deyja í eyðimörkum. Hitinn var bókstaflega yfirþyrmandi og einhverjum okkar var farið að líða undarlega þegar við komum aftur að bílnum. Eftir þetta allt saman þá var öllum gönguferðum frestað og við nutum útsýnisins úr loftkældum bíl í staðinn.   

Valley of Fire
Our last night in Vegas we decided to give gambling a try. Since all four of us are on a long trip with tight budgets our gambling was limited to slot machines however, specifically penny slot machines. We tried gambling in a couple of casinos but spent most of our time in the MGM Grand trying out any and all machines that we could afford. We behaved just like regular gamblers: got excited about winnings (even if they were mostly only two or three dollars) and were convinced that the specific machines were to blame if we went on a loosing streak. Even with our limited risk taking it was amazing how easy it was to loose track of time. We strolled back to the Hooters casino and before we knew we had made it to four thirty in the morning. We decided to pack it in once Axel had won our largest amount of twelve dollars and no one had lost more than that.

Síðasta kvöldið í Vegas ákváðum við að reyna okkur í fjárhættuspilum. Fyrst við vorum öll í löngum ferðalögum með takmörkuð fjárráð þá létum við spilakassana duga, nánar tiltekið krónuspilakassa. Við prófuðum nokkur spilavíti en mestum tímanum eyddum við í MGM Grand spilavítinu þar sem við prófuðum alla kassa sem við höfðum efni á. Hegðun okkar var alveg eins og hjá ekta spilafíklum: við urðum spennt þegar að við unnum (þó svo vinningarnir væru bara einn til tveir dollarar í senn) og kenndum viðkomandi kassa um ef við töpuðum oft í röð. Þó svo við værum ekki að taka stórar áhættur þá var ótrúlegt hversu auðveldlega við misstum allt tímaskyn. Við röltum heim á Hooters spilavítið og áður en við vissum af var klukkan orðin hálf fimm um morguninn. Við ákváðum að láta gott heita eftir að Axel hafði unnið tólf dollara og enginn hafði tapað meira en það.

Tired gamblers/ Þreyttir gamblarar
Bjarki and Arna both won $5 but lost it again/ Bjarki og Arna unnu sitthvora $5 en töpuðu þeim aftur

Once we had checked out at noon the following day we headed out to the pool for some last minute desert sun and then to an outlet mall for some last minute shopping. Finally we left Sin City behind and headed to Los Angeles stopping on our way to eat at a great fifties diner called Peggy Sue's.

Þegar við vorum búin að tékka okkur út á hádegi daginn eftir skelltum við okkur út að sundlauginni svo við gætum notið eyðimerkursólarinnar í síðasta inn. Við skelltum okkur svo í outlet og eyddum smá pening og að lokum kvöddum við Syndabælið, héldum til LA og komum við á Peggy Sue's, diner frá fimmta áratugnum.

Source
 

5 comments:

  1. ómæ! - var ekki fjárvest í M&M jakkanum?
    ég er ekki frá því að þið yrðuð trendsetterar hér á klakanum fyrir vikið !:)
    en verið ekkert að drífa ykkur heim...það er kominn vetur hér! skítakuldi og rokrassgat! miklu betra að skemmta sér í útlöndunum :)

    ReplyDelete
  2. Unnur Margrét22/8/10 21:01

    Oh, ég einmitt hataði Vegas. Fáránlegt áreiti á daginn og troðið á kvöldin. En það var gaman að versla þar! :) Haldið áfram að skemmta ykkur svona vel, gaman að fylgjast með!

    ReplyDelete
  3. Haha já við yrðum pottþétt aðal fólkið ef að við myndum kaupa svona jakka:)
    Við erum alveg að njóta hlýja veðursins hérna í Kaliforniu. Vorum að lenda í San Fran...ekki leiðinlegt:)

    Já vá Unnur, takk fyrir að tala svona illa um Vegas, einmitt þess vegna vorum við alveg að fíla okkur þar sem að við áttum von á öllu illu.
    Við vorum alveg að fíla steikjandi hitann á daginn og hlýjuna á næturnar. Við bjuggumst við að Strippið væri alveg hræðilegt en svo var það alveg ágætt:)
    Við fengum samt alveg í hjartað þegar við sáum fólk halda um höfuð sér eftir að hafa tapað fullt af peningum, þegar við sáum fólk dæla mörg hundruð dollurum í slot machines eða alla mexikanana sem voru að reyna að selja okkur fylgdarkonur 2 fyrir 1 og annað skemmtilegt. En það var svo lítill hluti af öllu hinu skemmtilega sem við upplifðum:)

    Gaman að þið séuð enn að lesa:)

    ReplyDelete
  4. Alltaf gaman að lesa og skoða. Sérlega gaman að sjá Axel og Völu líka ..maður er farinn að sakna ykkar fjórmenninganna héðan úr norð-austri.
    Alveg orðið tilefni til að splæsa í húðflúr í þessum túr ykkar, klárlega eitthvað sem mun marka sterkar og góðar minningar 4 life :)

    ReplyDelete
  5. Anonymous28/8/10 15:20

    vá það er ekkert lítið sem þið eru búin að skoða og upplifa ;)

    vonandi gengur allt vel !

    kveðja

    helga vala

    ReplyDelete

Related Posts with Thumbnails